Morgunblaðið - 11.06.1959, Side 15
Fimmtudagur 11. júní 1959
MORCUTSBLAÐIÐ
15
Fimmtugur i dag:
CuSmundur Jónasson
TIL skamms tíma var hesturinn
helzta og eina farartæki íslend-
inga. Þá þótti virðulegt að vera
góður hestamaður. Sumir þeirra
sköruðu svo fram úr, að þeir
voru landskunnir. — Nú er kom-
in önnur öld. Bifreiðin hefur
leyst hestinn af hólmi, og minna
orð fer af hestamönnum en áður.
í stað þeirra eru komnir menn,
sem öðrum fremur hafa náð tök-
um á hinu nýja farartæki, bif-
reiðinni, og beitt henni af undra
verðri dirfsku og lipurleik til
þess að komast yfir vegleysur
og stórvötn í óbyggðum lands-
ins.
Ég held ekki að ég geri nein-
um rangt til, þótt ég staðhæfi,
að enginn núlifandi maður sé
þjóðkunnari í þessu efni en Guð-
mundur Jónasson, bifreiðaeig-
andi, sem í dag verður fimm-
tugur að aldri.
Guðmundur Jónasson er fædd-
ur að Múla í Línakradal í Húna-
vatnssýslu. Þar ólst hann upp hjá
foreldrum sínum, en fluttist fyr-
ir 25 árum til Reykjavíkur. Eftir
að hafa starfað nokkur ár hjá
vegamálastjóra, kom hann sér
upp bifreiðaverkstæði í Þverholti
15 og eignaðist smám saman all-
marga langferðabíla, sem hann
gerir einkum út í hópferðir bæði
vetur og sumar, m. a. hefur
hann annazt akstur fyrir skíða-
félögin hin síðari ár.
Það er þó ekki bifreiðaútgerð-
in í sjálfu sér, sem hefur dregið
athygli að Guðmundi Jónassyni,
heldur hitt, að hann hefur fyrst-
ur manna lagt bílslóðir víða í
byggðum og óbyggðum, þar sem
síðar hefir orðið þjóðvegur eða
troðin slóð, sem margir njóta
góðs af. Fyrir h. u. b. 10 árum
fann hann bílfært vað á Tungna
á uppi við Vatnaöldur. Tungna-
á er mikið vatnsfall, stórgrýtt í
botninn og straumþung. Það er
ekki heiglum hent að vaða hana
í vexti til þess að kanna dýpt og
botnlag, en þetta hefur Guð
mundur ekki vílað fyrir sér, enda
hefur margur bíllinn ekið þar
heilu og höldnu yfir í slóð hans.
Frá Tungnaá hefur G. J lagt
haganlega bílslóð norðaustur yfir
landið þvert í Öskju. Þaðan sr
fært norður í Mývatnssveit.
Kunnastur hefur Guðmundur
þó orðið fyrir vetrarferðir sínar
á snjóbílum í byggðum landsins
og vorferðir um Vatnajökul.
Hann keypti fyrsta snjóbíl af
Bombardiergerð til landsins í árs
byrjun 1951 og tókst þá þegar
að leysa vandræði manna á Aust-
urlandi, þegar allir vegir voru
þar lokaðir vegna fannkyngi.
Síðan tók hann sama vor þátt
í björgun á verðmætum úr flak-
inu á Geysi, flugvélinni, sem fórst
á Bárðarbungu haustið 1950.
Vorið 1953 fann G. J. bílfæra
leið frá Hófsvaði á Tungná inn
að Vatnajökli og fór þá við tí-
unda mann á snjóbíl um Vatna-
jökul þveran og endilangan.
Síðan hefur hann farið slika
för á hverju vori, oftast í sam-
starfi við Jöklarannsóknafélagið.
Þessar ferðir eru jafnan byrj-
aðar um mánaðamót maí-júní, og
þess vegna hefur G. J. jafnan átt
afmæli sitt á Vatnajökli á hverju
ári síðan 1954. Þá var afmælis
hans lítillega minnzt uppi í Tjald
skarði á Öræfajökli.
í dag, á fimmtugsafmæli sínu,
er Guðmundur enn í förum á
Vatnajökli með þrjá snjóbíla og
og stóran hóp ferðamanna. í
þeim hópi eru nokkrir, sem
marga harðsótta jökul- og fjalla-
ferð hafa farið með Guðmundi,
þekkja hann, treysta forsjálni
hans og fararheill og meta að
verðleikum.
Guðmundur á myndarlegt og
notalegt heimili að Miklubraut 5
og þrjú mannvænleg börn.
Ég vil að lokum bera fram
þakkir til Guðmundar frá Jökla-
rannsóknafélagi íslands fyrir
ómetanlegt og ánægjulegt sam-
starf um rftörg undanfarin ár.
Sjálfur þakka ég honum ára>ði
hans, og fararheill og góða vin-
áttu um leið og ég óska honum
og fjölskyidu hans allra hehia
á komandi árum.
____________ Jón Eyþórsson.
íslandsmotið
MHISTAKAFLOKKUK
1 kvöld kl. 8,30 leika
Fram — Valur
Dómari: Haukur Óskarsson.
Línuverðir: Haraldur Baldvinsson, Frímann Helgason.
MÓTANEFNDIN.
Einangrunarkork — Texplotur
Nýkomiff:
EINANGRUNARKORK
1”—IV2”—2” mjög hag-
stætt verð.
TEXPLÖTUR V
(finnskar).
VEGGSPÓNN fl teg.
íbúð til sölu
Höfum til sölu vandaða 4ra herbergja íbúð í húsi við
Laugarnesveg. Áhvílandi lán um 230 þúsund. Mjög hag-
stæð útborgun.
FASTEIGNA & VERÐBRÉFASALAN,
(Lárus Jóhannesson, (hrl.)
Suðurgötu 4. — Símar: 13294 og 14314.
Steinhús
um 85 ferm. kjallari, tvær hæðir og ris ásamt eign-
arlóð á hitaveitusvæði í Austurbænum til sölu. Húsið
er allt laust. Sanngjarnt verð.
Nýja fasteignasalan
Bankastræti 7. Sími 24300
og kl. 7,30 til 8,30 e.h. 18546.
A5alsko5un
bifreiða 1959 í Gullbringu- og Kjósarsýslu og Hafnar-
firði fer fram, sem hér segir:
Fimmtudaginn 11. júní að
Hlégarði
Föstudaginn 12. júní
sama stað
Þriðjudaginn 16. júní
sama stað
Fimmtudaginn 18. júní á
Seltjarnarnesi v/ Barna-
skólann
Föstudaginn 19. júní í
Grindavík
Þriðjudaginn 23. júní
í Gerðahreppi v/ Barna-
skólann
Miðvikudaginn 24. júní
sama stað.
Fimmtudaginn 25. júní í
Sandgerði
Föstudaginn 26. júní sama
stað
Þriðjudaginn 30. júní í
Njarðvíkum við Krossinn
Miðvikudaginn 1. júlí sama
stað
Fimmtudaginn 2. júlí sama
stað
Föstudaginn 3. júlí í Vog-
um, Vatnsleysuströnd
\
\
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
I
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
. s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
i
Fimmtudaginn 9. júlí í
Hafnarfirði, við Skáta-
skálann
Föstudaginn 10. júlí sama
stað
Þriðjudaginn 14. júlí sama
stað
Miðvikudaginn 15. júlí
sama stað
Fimmtudaginn 15. júlí
sama stað
Föstudaginn 17. júlí sama
stað
Þriðjudaginn 21. júlí sama
sama stað
Miðvikudaginn 22. júlí
sama stað
Fimmtudaginn 23. júlí
sama stað
Föstudaginn 24. júlí sama
stað
Fimmtudaginn 30. júlí
sama stað
Föstudaginn 31. júlí sama
stað
Þriðjudaginn 4. ágúst sama
stað
Miðvikudaginn 5. ágúst
sama stað
Fimmtudaginn 6. ágúst
sama stað
Föstudaginn 7. ágúst sama
stað
Þriðjudaginn 11. ágúst
sama stað
Bifreiðaskoðunin fer fram ofangreinda daga frá kl.
9—12 og 13—16,30.
Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur, sbr. lög
nr. 3. frá 1956. Sýnd skulu skilríki fyrir því, að lögboðin
vátrygging fyrir hverja bifreið sé í gildi og fullgild öku-
skírteini lögð fram.
Eigendum þeirra bifreiða, sem útvarpsviðtæki eru í
ber ennfremur að sýna kvittun fyrir greiðslu afnotagjalds
af viðtækinu.
Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður
auglýstum tíma, verður hann látinn sæta ábyrgð samkv.
bifreiðalögunum og bifreiðin tekin úr umferð, hvar sem
til hennar næst.
Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki
fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber að
tilkynna það bréflega.
Athygli skal vakin á þvi, að umdæmismerki bifreiða
skulu vera vel læsileg og er því þeim, er þurfa að endur-
nýja númeraspjöld bifreiða sinna, ráðlagt að gera svo
nú þegar.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Sýslumaffurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu
10. júní 1959.
Björn Sveinbjörnsson
settur
Slátturvélar
Brýnum garðsláttuvélar, sækj
um og sendum. Upplýsingar í
síma 34358, milli kl. 6 og 7 á
kvöldin.
Silungsveiði
Veiðileyfi fást í Hraunsfjarð-
arvatni og hluta Baulárvalla-
og Selvallavatna á Si æfells-
nesi. Uppl. í Stykkishólmi,
sími 10 og í Rvík í síma 13511.
íbúð
1—2 herbergi óskast til leigu,
helzt í Kópavogi. — Upplýs-
ingar í síma 36027.
íbúð
2—3 herb. til leigu í sambýlis-
húsi. Reglusemi áskilin. Tilb.
með upplýs.. merkt: „Nálægt
Miklatorgi — 9166“, sendist
afgr. Mbl.. fyrir 17. þ.m.
Tjöld
hvít og mislit. Einnig með
rennilás og föstum botni.
Bakpokar
Svefnpokar, fleiri gerðir
Ferffa-prímusar
Vindsængur
Plastbrúsar, box og annar
viðleguútbúnaður í úrvali,
AUSTURSTR. I
Simi 13508.
3ja herbergja
íbúð
á hitaveitusvæði til leigu í eitt
ár. Tilboð merkt: „111 —
9165“, sendist afgr. Mbl., fyr-
ir hádegi f laugardag.
S E L
pússningasand
Sími 50177.
GUNNAR MÁR
Ibúð
fyrirframgreiðsla. —
Góð 2ja—4ra herb. íbúð ósk-
ast strax. Góð fyrirfram-
greiðsla. — Upplýsingar í
síma 22890. —
7/7 leigu
1—2 herb. og eldhús á hita-
veitusvæðinu til leigu gegn
því að sjá um einn mann í
fæði og þjónustu. Tilb. með
greinilegri fjölskyldustærð og
fleira sendist afgreiðslu Mbl..
fyrir hádegi, laugardag 13. þ.
m., merkt: „Reglusemi —
9167. —
íbúð
Til sölu er 4ra herb., skemmti
leg risíbúð í Högunum, laus
til íbúðar nú þegar. Mikil út-
borgun æskileg. Tilboð send-
ist afgr. Mbl., fyrir 15. þ. m.,
merkt: „Hagar — 9168“.
»