Morgunblaðið - 22.07.1959, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 22.07.1959, Qupperneq 8
8 MORC.TINfíT JfíTfí Miðvikudagur 22. júlí 1959 / f á u m o r ð u m s a g t Ég var hörð og ákveðin i að skæla aldrei svo aðrir sæju Talað við Mariu Andrésdóltur, sem á 78 ára gamla dóttur — og er 100 ára i dag i. ÞEGAR ekið er um Kerlingar- skarð í Snæfellsnesfjallgarðin- um, blasir Kerling eða Kerlingar- fja^l við sjónum. Við fjall þetta eru tengd gömul munnmæli, se n eiga að varpa ljósi á sköpunar- sögu fjallgarðsins, en minna þó engu síður á för okkar manna um fjallgarð þann, sem kenndur er við líf >g ævi: Tröllkona nokk- ur bjó við Hítarvatn norðan Hít- ardals. Hugðist hún fijina unn- usta sinn, sem átti sér bústað í Snæfellsjökli, og lagði á stað vestur fjallgarðinn. Hún ætlaði að færa honum silung úr Hítar- vatni og hafði sátu annars vegar á hestinum en skyrtunnu hins vegar. Þegar hún kom vestast á Hnappadalsfjöllin fór sátan ofan og skildi hún hana þar eftir, og heitir þar síðan Sáta og Sátu- fjall. Nokkru vestcr á fjallgarð- inum gafst hestur tröllkonunnar upp og þar heitir síðan Hestur eða Hestfjall. Sést lend og makki hestsins greinilega ur Reykjaví'". Þegar tröllkonan var orðin hestlaus, tók hún skyrtunn una og bar hana nokkurn spöl, en varð lúin og skildi hana eftir á miðri leið og heitir þar nú Skyr- tunna. Enn heldur hún áfram íör sinni með silungakippuna, þang- að til hún kemur þar vestur á fjallgarðinn, sem nú heitir Ken- ingarfjall. Þar var skarð í gegn- um fjallið og troðningur af mannaferðum. En þegar kerling ætlaði að stíga yfir skarðið, sér hún mann koma gangandi eftir því og var sá kristinn, sumir segja aó það hafi verið Þang- brandur. Hún gat nú ekki stigið yfir skarðið vegna þess að í því var kristinn maður. Hvíldi hun sig því un nóttina og segir sagan, að hún hafi skipz. á orðum við aðkomumann, en í ljósaskiptun- um ávarpar hann kerlinguna og segir: — Líttu í austur, þar fer einn á ljcsum. Þá leit hún við og sá sólina koma upp, en varð þá auðvitað að steini og heitir þar síðan Kerling. Ln -í unnustanum er það að segja, að hann var tryggðartröll og beið kerlingar sinnar og þóttist þess fullviss, að hún mundi koma. Hann gekk því út úr Jökhnum cg hugði að ferð- um hennar og stóð báðum fótum í sjó. Var eftirvænting hans svo mikil, að hann ugði ekki að sér og áður en hann gengi aftur í Jökulinn, var nýr dagur runninn og varð hann þá auðvitað líka að steini. Heita þar síðan Lóndrang- ar. í lífi allra manna er eitthvað af þessari gömlu þjóðsögu. Sumir hafa orðið að skilja eftir hest sinn, aðrir skyrtunnuna og enn aðrir hafa orðið að steini af að bíða eftir einhverjum, sem aldrei kom. Lífshlaup frú Maríu Andrés dóttur, sem verður 100 ára í lag, minnir í iitlu á för tröllkonunn- ar vestur Snæfellsnes, en þó kom mér þessi gamia þjóðsaga í hug, þegar ég hittr hana vestur í Stykkishóimi um helgina og húr sagði með nokkrum trega: — Ég hef alltaf orðið að láta í minni pokann. Ég heíði viljað fara um öll lönd -úvs og fuglinn fljúg- andi, en hef ekki einu sinni haft ástæður til að íara í kringum mig, eins og maður segir. Þó hef ég farið til barnanna minna í Reykjavík og jafnvel skroppið austur að Hruna, meðan séra Jón Thorarensen þjónaði þar, og ég hef líka skroppið vestur á ísa- fjörð til frú Theodóru og Skúla Thoroddsens. En þar með upp- talið. Eg er ekki að kvarta, svona hefur guð viljað að þetta væri og ég er honum þakklát fyrir að hafa leitt mig fram á þennan dag. Ég segi eins og hún Herdís syst- ir: — Ég hef heilsu, föt og foður fæ að lifa vinum hjá, skyldi ég ekki guð minn góðv.r glöð og ánægð vera þá. En samt hefur mér alltaf fundizt lífið eitthvað ömurlegt, bætti gamla konan við. Þetta hefur oft verið fátækt og basl, tvö börnin dóu ung úr kíghósta cg fóru bæði í eina gr"f og sjálf var ég nærri farin úr mislingum, en alltaf hefur manni nú eitthvað lagzt til, og þó tímar og tímar séu erfiðir, gleymist þetta allt og verður að engu, þegar litið er til baka. Þegar ég var að alast upp, var ekki hugsað um annað en láta fólkið þræla myrkanna á milli og vinnulúinn varð þá oft- ast lífsgleðinni yfirsterkari. Þeg- ar ég var tíu ára, lét fóstri minn mig bera á móti sér grjót á hand- börum í lokræsi, sem grafin voru í sléttur í túninu. Þá krepptust á mér tveir fingur inn í lófann, en hann gaf mér andarnefjulýsi að setja á fingurna. Ég var oft látin bera mó á móti karlmanni og á kvöldin, þegar ég kom þreytt heim sagði fóstra mín við mig: — Þú átt að setjast á hend- urnar á þér á koffort, stelpa, svo þær kreppist ekki. Þetta gerði ég og hef enn svo ókrepptar hend- ur, eins og þú sérð, að ég gæti svarið lófeið, ef ineð þyrfti. Ann- ars voru fósturforeldrar mímr, frú Katrín og séra Guðmundur • Einarsson á Kvennabrekku og síðar á Breiðabólstað á Skógar- strönd, ágsétisfólk og hann þekkt- ur stjórnmála- og framfaramað- ur á sínum tíma. Lét hann sér einkum umhugað um jarðabæt- ur og vann mikið að þeim. 2. María Andrésdóttir er dóttir Sesselju Jónsdóttur og Andrésar : Andréssonar, en Sesselja var systir Sigríðar, móður Björns Jónssonar ráðherra. Guðrún föð- uramma hennar, var móðursystir séra Matthíasar Jochumssonar, skáids. - - Andrés, faðir hennar, drukknaði í hákarlalegu þegar hún var 3ja ára og þá voru þrjár systurnar, hún og Ólína og Her- dís skáldkonur, fiuttar að heim- an. María var send í fóstur til séra Guðmundar á Kvenna- brekku, Ólína fór til séra Eiríks Kúlds, en Herdís til Boga Bene- diktsen í Flatey. Séra Guðmund- ur var ömmubróðir Maríu, en Andrés faðir hennar, uppeldis- bróðir Katrínar konu hans. Þó að 97 ár séu liðin frá því þær systur voru fluttar að heim- an, segist María vel muna eftir ferðalagiru: — Við Ólína vorum að jagast um vettlingana, sem móðir okkar hafði gefið henni skömmu áður en við fórum aö heiman. Mér þóttu þeir ákaflega fallegir og vildi eiga þá. Þegar við komum til Kúld-hjónanna sagði Ólína: — Nú er ég komin til prestsins míns, en þú ert ekki komin til prestsins þíns. Þá sagði frú Kúld: —Fyrst þú ert komin alla leið en hún ekki, skaltu láta henm eftir vettlingana. Svo fékk ég auðvitað vettlingana. Ég man vel eftir þeim. Þeir voru hvítir, en fitin var svört með stöfum Ólínu. Ég man líka vel eftir ferða laginu að Kvennabrekku. Ég var sótt til Þingvalla og gerði það stúlka af bænum sem Guðrún hét og hirti hún mig síðar af miic- illi kostgæfni og þótti ‘mér ákar- lega vænt um hana Þetta var um það bil aagleið og gekk ferðin prýðilega. Guðrún reið í söðli og reiddi mig í kjöltu sinni. Ég kunni því ágætlega, þó gömiu söðlarnir væru þessir ógnardail- ar, djúpir og hálfóþægilegir. Þeg- ar við komum heim á hlað, man ég eftir mórauðum hundi, sem kom hlaupandi út úr bænum á móti okkur. Ég var ekkert hrædd við hann, en líklega hefur hann verið dálitið tortrygginn, þegrr hann leit upp í söðulinn. Vistvo á Kvennabrekku var eins og gerðist í þá daga, inest var hugs að um ao nota vinnukraftinn og fundum við börnin oft fyrir því. En viðurgerningur var góður, eftir því sem þá gerðist og alltaf nóg að borða, þó ekki væri úr miklu að velja. Þegar legið var við um sláttinn, var alla daga borðaður harðfiskur og brauð; mjólk sást aldrei, ekki heldur heitur matur nema vellingur og slátur á kvöldin. Við fengum aldrei kjöt á sumrin en aftur á móti sást það á veturna. Ég spurði Maríu, hvort hún hefði aldrei saknað foreldra sinna. Hún leit niður I prjónana og svaraði: — Ég hafði fljótt vit á því, sagði hún ,að mig vantaði móðurhlýjuna. Ég man eftir litlu atviki, sem kom fyrir, meðan ver ið var að lesa einn sunnudaginn Þá laumaðist ég út og fór að skæla. Á veturna var alltaf hafð- ur laus bæjartkúr eða skyggni fyrir bæjardyrunum, en það var tekið frá á sumrin og fært upp fyrir bæ. Þangað hljóp ég og lokaði mig inni. Svo hefur mín verið saknað og heyrði ég, að fólkið var að leita og kalla, er anzaði ekki. Guðrúnu, sem hafði hönd yfir mér, kom þá til hugar að opna skúrinn og fann mig þar skælandi og spurði, af hverju ég væri að gráta. Sg sagði, að nig langaði til hennai mömmu, en hún bara tók mig og bar mig inn, blessuð manneskjan. Einu sinni sá ég móður mína eftir að ég kom til séra Guðmundar. Helga á Hallsteinsnesi á Barða- strönd, fóstra Péturs Thorsteins- sons og systir séra Guðmundar, var orðin heilsulaus, þegar ég var tólf ára, og tók hann hana til sín a Breiðabólstað. Móðir mín kom með henni, því þær voru kunningjakonur. Hún sat inni í stofu hjá fóstru minni, en ég þorði tkki að koma til hennar, þó hún væri að rétta mér hönd- ina, þar sem ég stóð, feimin og höldaleg, við dyrastafinn. Mig brast kjark. En þegar hún fór út eða ofan, hljóp ég á eftir henni. Hún spurði mig einskis og ég sagði henni ekkert heldur. Svona var þetta í gamla daga, strang- leikinn var svo mikill, að það tryði því ^nginn nú á dögum. Það þurfti ekki stórar orsakir til að það væri slegið til manns og auk þess var fóstri minn ógnarbráð- ur, ef þannig rá á honum. En eg var alltaf ákaflega hörð og ákveð in í að skæla aldrei, svo aðrir sæju og þcð gerði ég ekki heldur, þegar móðir mín fór. Ég sá hana aldrei endranær og þess vegna hef ég ekki getað fundið ylinn frá æskuminningunni, eins og Herdís systir hefur sagt. En svo þegar hún var farin og ég var orðin ein gat ég ekki bælt niðri í mér grátinn og þá fannst mér enginn umkomulausari — En ýmislegt hefur nú verið þarna til skemmtunar? — Já, auðvitað. Það er alltaf eitthvað til skemmtunar og bá gleymist hitt. Leiksystkinin voru öll indæl og með þeim var gaman að vera. Þarna var líka ágætui maður, s^.m hét Jón Björnsson. Hann var alltaf ósköp góður við mig og kenndi mér kverið og að lesa. Eitt sinn vorum við krakk arnir að jagast, ég man ekki út úr hverju, en þá kom Jón gamxi til skjalanna og segir: Ef við spillum yndi og frið, æsum þverúð svera, þá mun kölski kætast v'” og kjósa hér að vera. Við skulum semja sátt og frið, sem oss ber að gera, þá mun fjandinn firrtast við, og fá ei hér að vera. Einu sinni voru allir krakkarnir úti að leika sér og mig langaði í sollinn líka, en ég sat á rúminu hjá Jóni gamla og átti að vera að læra í Kverinu mínu. Þá segir hann allt * einu við mig: Eg vil frá mér ólund fleygja er mér létt um rætur hjarta, situr hjö mér María meyja meður fléttað hárið bjarta. Það var ekki verið að klippa mann í þá daga og langar fléttur á svolitlum krakkakrílum. En pú varst uð spyrja um skemmtun- ina, góði minn. Ætli það hafi ekki verið einna skemmtilegast, þegar flækingar og förumenn komu í heimsókn. Ég man vel eftir mörg- um, flestir komu þeir utan af Sandi. Þeim voru alltaf gefnar kornvörur og ýmislegt fleira, ég held nú það. Ég man vel efur Hannesi stutta, það fauk alltaf í hann, þegar honum var strítt, sér deilis ef mönnum líkaði ekfci skáldskapurinn hans. En hann gat gert góðar vísur: Brautir gera broddskaflar bitilshéra ei þrek vantar mylur frera Mjöll, rótar Máni séra Guðmundar. Ég man líka eftir öðrum ein- kennilegum manni, sem oft kom í heimsókn. Hann hét Jóhannes Einarsson, fatlaður vesalingur, og hafði margur gaman af honum, þó ekki væri það gustuk. Hann var máttlaus annars vegar og mundi ekki nema hálfar setning- arnar. Hann hafði róið á báti úti á nesinu, en fengið slag á sjón- um og kenndi það Sólheima- Móra. Hann sagði, að annar mað- ur hefði séð Sólheima-Móra: — Ásmundur sá hann, Ásmundur sá hann, sagði hann. Svo strauk hann um máttlausu hliðina og sagði: — Hendin mín, fóturina minn, guð hjálpi mér, Sólheima- Móri, Sólheima-Móri. Hann sagði alltaf greyið við hvern sem var. Þegar hann kom í heimsókn sagSi hann okkur ,hvernig sér hefði verið tekið annars staðar: Claus- en greyið gaf honum brauðköku. sykurmola, brennivínsstaup — eina krónu, Richter greyið: — sykurmola. brennivínsstaup, tvær krónur og Hjaltalín greyið .... svona gáfu þeir honum allir eitt- hvað og gaukuðu að honum brennivínstári. En stundum vék hann sjálfur að fátækum, ef hann var aflögufær. Einu sinni kora hann heim með poka á bakinu og ég spurði hann: Hver hefur látið þig hafa svona fallegari poka? Hann svaraði: — Kristján greyið, Þorbergsstöðum, vænsti poki. í annað sinn kom hann með tó- bakskylli og þegar hann var spurður, hver hefði gefið honura hann, þá svaraði hann ákaflega rogginn; Jóhannes greyið, Hösk- uldsstöðum, bezti pungur. Þetta voru aumkunarverðir vesalingar, en komu samt með dálitla til- breytingu í fámennið og einver- una. — Svo hafið þið haft mikla skemmtan af kvæðum og sögura. — Jú, jú, það er rétt. Og þjóð- sögúrnar ýttu undir huldufólks- trúna, sem var mjög almenn í þá daga. Fóstra mínum var samt ekki um svoleiðis hégóma, en einu sinni held ég hann hafi trú- að því, að hann hafi séð dálitla huldu. Ég var stór og bráðþroska og var því alltaf látin sitja hjá kúnum á sumrin. Ég var ekki nema sex ára, þegar ég fékk þann starfa. Einu sinni ætlaði fóstri minn að gá að kúnum. Hann leit- ar að mér, en fim.ur hvergi. Ég var nefnilega dauðhrædd, þegar ég sá hann og hljóp á bak við brunnhús, sem l ar var fyrir ofan bæinn og inn í eldiviðarskúr, sera einnig var þar, og faldi mig. Fóstri minn hleypur á eftir mér og gáir að mér inni í brunnhúsinu en sér mig hvergi. Þegar hann fann engan, fór hann að trúa því, að þarna hefði verið huldustúlka á ferð. Ég var oft hrædd, þegar ég sat hjá kúnum, því þarna voru mörg naut frá öðrum bæjum og mikið kri.ðak. Ég kveið fyrir að fara með kúnum og mega dyssa þarna allan daginn og oftast nær skældi ég, held ég. Ég hafði kýrn- 1 Framhald á bls. 19. Móðir mín rétti mér höndina, þar sem ég stóð . . .

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.