Morgunblaðið - 25.08.1959, Blaðsíða 8
8
MOR nwni 4Ð1Ð
Þrjðjudagur 25. ágúsí 1959
Steinn Ágúst Jónsson1
Flateyri áttræður
I>EIR segja það Breiðfirðingar,
að ekki henti að fá fólk úr fjar-
lægum héruðum til að byggja
Breiðafjarðareyjar í stað þess
sem burtu flyzt. Hvorki kunni
það vel við sig, né kunni til hlít-
ar að færa sér í nyt þau náttúru-
gæði, sem þar eru fyrir hendi.
Ekki dæmi ég um réttmæti
þessara ummæla, en ekki eru
þau verulega góð héraðskynning
né uppörfandi fyrir þá sem
kynnu að hafa hug á að setjast
þar að. Reynslan og saga eyjanna
styður þau heldur ekki.
Steinn Ágúst Jónsson fæddist
á Höfða í Dýrafirði 22. ágúst árið
1879. Hann hefur þó sagt mér að
hann sé Önfirðingur að ætt. Til
17 ára aldurs stundaði hann
almenn bústörf hjá foreldrum
sínum í Höfða. Fór þá til sjós,
sem títt er um Vestfirðinga, og
stundaði þá atvinnu um nokk-
urra ára skeið. Var meðal ann-
ars á vetrarvertíðum hér syðra.
Ekki féll honum þó sjómennskan
ýkja vel þegar til lengdar lét.
Brá hann því á annað ráð. Fór
í bændaskólann á Hvanneyri og
útskrifaðist þaðan árið 1902. Þá
var þar skólastjóri Hjörtur
Snorrason og minnist Steinn
Ágúst hans jafnan með hlýhug
og virðingu. Mun hann ekki
meta minningú annars manns
meir.
Til Flateyjar fluttist Steinn
Ágúst árið 1909 til Guðna kaup-
manns Guðmundssonar, sem þá
hafði nýlega flutzt þangað frá
Dýrafirði. Hjá honum hóf hann
verzlunarstörf. En dvöl Guðna í
Flatey var skemmri en skyldi,
því hann drukknaði við Barða-
strönd haustið 1910. Hugði
Steinn Ágúst þá á brottför úr
Flatey, af því varð þó ekki og
fékkst hann næstu árin við
barnakennslu og önnur störf í
Flateyjarhreppi. En árið 1913
réðist hann til Guðmundar kaup-
manns Bergsteinssonar og gerð-
ist ráðsmaður á búi hans fyrstu
árin en síðan verzlunarmaður, og
var það lengst af meðan Guð
mundur rak verzlun í Flatey.
Steinn Ágúst Jónsson er félags-
lyndur maður og samvinnuþýð-
ur. Skömmu eftir komu sína til
Breiðafjarðar byrjaði hann að
vinna að félags- og menningar-
málum eyjamanna. Hann mun
hafa stofnað fyrstu barnastúk-
una í Flatey. Virkur þátttakandi
í ungmennafélagi eyjarinnar
gerðist hann við komu sína þang-
að. Og seinna, þegar ungmenna-
samband Norður-Breiðfirðinga
var stofnað varð hann fyrsti for-
maður þess og var það um sex
ára • skeið. 1 sóknarnefnd var
hann kosinn árið 1912 og hefur
setið í henni síðan, lengst af for-
maður. í Flatey var timbur-
kirkja, allgömul og hrörleg nokk
uð, þegar Steinn Ágúst kom í
sóknarnefndina. Áttu hana
nokkrir bændur í hreppnum.
Hafði þá lengi verið talað um, að
byggja þyrfti nýja kirkju en ekk-
ert orðið úr. Steinn Ágúst gekk
í málið. Beitti sér fyrir því að
söfnuðurinn tæki að sér kirkj-
una og byggði aðra nýja. Þær
urðu og lyktir málanna eftir
Loftskeytamenn
og konur
Bylgjan og F. í. L. fara skemmtiferð næstkomandi
fimmtudag 27. ágúst. Félagar tilkynnið þátttöku
í síma 2-29-19 eða 1-05-81 fyrir miðvikudagskvöld.
NEFNDIN
Vélbátur
í ágætu standi, 19 tonn með tveggja ára diesel-vél
og öllum trollútbúnaði er til sölu, ef viðunandi tilboð
fæst. — Allar upplýsingar gefur undirritaður,
JÓN HJALTASON, hdl.
Heimagötu 22 — Sími 447, Vestmannaeyjum
H úsgagnasmiðir
Húsgagnasmiður óskast (helzt vélamaður)
INIýja Kompaníið h.f.
Grettisgötu 51 — Sími 13850
Koparrcr
1/2 tommu
1/4 tommu
7/16 tommu
Rennilokur 1/2 til 3ja tommu.
Fyrirliggjandi:
Sighvatur Einarsson
Skipholti 15 — Símar: 24133 og 24137
nokkurt þóf. Reis svo ný kirkja
af grunni í Flatey nokkru seinna,
hið prýðilegasta guðshús, vel bú-
ið að gripum. Er kirkjan nú höf-
uðprýði eyjarinnar. Gjaldkeri
sparisjóðsins í Flatey hefur
Steinn Ágúst verið síðan 1925.
Hreppsnefndaroddviti frá 1945
og gjaldkeri sjúkrasamlagsins
frá sama tíma. Landbúnaðarmál
hefur hann jafnan látið til sín
taka heima í héraði, og fylgzt
vel með á því sviði. Um skeið
var hann trúnaðarmaður Búnað-
arfélags Islands í Flateyjarhreppi
og nágrenni, og gjaldkeri Bún-
aðarfélags Flateyjarhrepps hefur
hann verið síðan 1928.
Vel má vera, að fleiri opin-
berum störfum hafi Steinn
Ágúst gegnt þar í eyjunum á
seinni árum, þó mér sé ekki um
það kunnugt. T. d. mun hann
hafa staðið framarlega í þeim
tilraunum sem gerðar hafa verið
til að endurreisa útgerð og at-
vinnulíf í Flatey, sem verið hef-
ur mjög í hnignun síðustu ára-
tugina, þó ekki hafi sú viðleitni
borið verulegan árangur fram að
þessu.
Þetta kann nú að þykja þurr
upptalning. Og máske segir það
ekki mikið um einn mann, á
tímum flokkshyggju og valda-
streitu, þó talin séu upp störf og
stöður sem hann hefur gegnt um
ævina, en þó nokkuð. Að vísu
hefur Steinn Ágúst fylgt Sjálf-
stæðisflokknum að málum, og
hann oft verið sterkur í eyjun-
um, en ekki hefur flokksfylgið
þó nægt honum til þeirra trún-
aðarstarfa, sem honum hafa Ver-
ið falin. Vinsældir hans og starfs
hæfni hafa þar meiru um ráðið.
Og Steinn Ágúst hefur staðið vel
fyrir sínu. Hann er hinn nýtasti
maður, hygginn og vandvirkur,
og hefur innt öll sín störf af
höndum svo, að ekki hefur verið
að fundið.
„Maðurinn einn er ei nema
hálfur, með öðrum er hann meiri
en hann sjálfur“. Steinn Agúst
kvæntist árið 1913 Katrínu Þórð-
ardóttur, prests Ólafssonar frá
Söndum í Dýrafirði, hinni ágæt-
ustu konu. Þau hafa eignazt eina
dóttur barna, Gyðu, sem gift er
og búsett í Reykjavík.
Heimili þeirra Steins og
Katrínar hefur staðið við sporð
Eyjólfsbryggjunnar — aðalverzl-
unarbryggjunnar í Flatey — í
húsi, sem nefnt er Eyjólfshús.
Hefur það verið hreppnum happ
og komið sér vel fyrir marga.
Heimili þeirra er eitt mesta
myndar- og menningarheimili í
Breiðafjarðareyjum, og hefur
svo verið frá því að þau settust
þar að fyrir nær fimmtíu árum.
Gestrisni þeirra er og einstök.
Skortir þó ekki góða gestrisni
víða í eyjum. Heita má, að öllum
sé heimill matur og kaffi í húsi
þeirra á hvaða tíma sólarhrings-
ins sem er. Um það var mér vel
kunnugt meðan ég átti heima í
norðanverðum Breiðafirði. Svo
oft lenti ég við Eyjólfsbryggj-
una, stundum með þreytta og
kálda ferðamenn, sem ekki áttu
of mikið af lausum aurum. Þá
var kreppa og lánsfjárskortur í
landi.
Katrín Þórðardóttir minnir
mig oft á eina stallsystur sína í
íhrii'ar
* KVIKMYN
TJARNARBÍÓ:
Sjöunda innsiglið.
Kvikmynd þessi er sænsk, og
hefur hinn mikilhæfi sænski
leikstjóri Ingmar Bergman haft
leikstjórn hennar á hendi. Hefur
Bergman, sem kunnugt er, hlotið
heimsfrægð og mörg heiðursverð
laun á kvikmyndahátíðum fyrir
leikstjórn sína. í kvikmynd þess-
ari leynir sér heldur ekki snilli
leikstjórans, hugkvæmni hans og
frumleikur um efnisval og efnis
meðferð. Myndin, sem hlotið hef-
ur nafn sitt frá Opinberunar-
bók Jóhannesar, gerist á miðöid-
um, á timum krossferða og svarta
dauða, og er þar á táknrænan
hátt, og með nútímann í bak-
sýn, þó að ekki komi það beint
fram, rakin þjáningarsaga mann
fólksins, barátta þess og ótti við
plágur og syndir, vald djöfulsms
og hvers konar hindurvitni önn-
ur, sem fólkið er heltekið af.
Vekur þetta óhjákvæmilega áhorf
andann til umhugsunar um þann
ótta og vonleysi, sem mannkyn-
ið býr við i dag á tímum kjarn-
orku O' vetnissprengja. En boð-
skapur myndarinnar er sá, að von
leysi og vantrú á hin góðu öfl
tilverunnar leiði til glötunar, en
heilbrigð bjartsýni, og trú á sig-
ur hins góða, sé vegurinn til ham
ingjusamra lífs.
Yfir mynd þessari hvílir mjög
dulúðugur blær og jafnvel
drungalegur á köflum, er tekur
áhorfandann föstum tökum. Leík
»stjórnin er, sem áður segir, á-
hrifamikil, myndatakan víða af-
bragð og leikurinn með ágætum,
enda fara þarna með aðalhlut-
verkin sænskir kvikmynaleikar-
ar í fremstu röð.
HAFNARBÍÓ:
Bræðurnir.
Þetta er amerísk kvikmynd
tekin í litum. Gerist hún einhvers
staðar í „vilta vestrinu". Er meg-
inefni myndarinnar um harðsnú-
inn bófaflokk, sem rænir járn-
brutarlestir og baráttu nokkurra
heiðarlegra manna til að ráða
niðurlögum bófanna. í þessari
baráttu taka þátt tveir bræðut,
hvor í sínum flokki, Grant Mc
Lanel (James Stewart) sem er í
flokki hinna heiðarlegu og Utica
Kid (Audie Murphy), sem er í
liði bófanna. Átökin eru hörð
sem jafnan í slíkum mynd-
um, barizt í veitingakrám og
viðar og vitanlega linnir skot-
hríðinni ekki fyrr en allir bóí-
amir liggja í valnum. Þess ber
að geta, að áður en lýkur rennur
Utica Kid blóðið til skyldunnar
og berst hann síðustu stundirnar
við hlið bróður síns, en fellur
loks fyrir kúlu fyrri félaga sinna.
Mynd þessi hefur fátt sér til
ágætis, eins og flestar myndir af
þessu tagi — það væri þá einna
helzt að James Stewart sýnir
þarna, sem oft endranær, hversu
prýðilegur og fjölhæfur leikari
hann er.
Breiðafirði, er svo segir um í
gamalli sögu: „Geirríður sparaði
ekki mat við menn, ok lét gera
skála sinn um þjóðbraut þvera“.
Eða er hún kannski arftaki Guð-
rúnar í Miðbæ, sem öllum gerði
gott af litlum efnum, óþægustu
strákarnir í Flatey virtu og elsk-
uðu á sinum tíma og Matthías
minnist svo:
Hjálpfýsi þín
og hjartagæzka
undun og elsku
allra vakti. —
Fyrir að segja frá þessu fæ ég
litlar þakkir hjá minni ágætu
vinkonu, því yfirlætislausari
manneskja og hlédrægari er ekki
til.
Það er orðin mikil tízka, að
heiðra menn á afmælisdögum
þeirra, allt frá fermingaraldri
til hárrar elli, þó ekki verði alltaf
með góðu móti komið auga á
verðleikana. — Eg geri ráð fyrir,
að í dag verði fjölmennt á
heimili þeirra Steins Ágústs og
Katrínar í Flatey. Bátum verði
þéttskipað við Eyjólfsbryggjuna.
Hreppsbúar og aðrir nógrannar
safnist saman og þaíki þeim
fyrir komuna til Flateyjar, ver-
una þar og öll störfin' sem þau
hafa unnið af fórnfýsi og trú-
mennsku byggðarlaginu til
heilla. Það væri að verðleikum.
Á þessum afmælisdegi hús-
bóndans í Eyjólfshúsinu, flyt eg
hónum og konu hans hér með
einlægar þakkir fyrir liðnar
samverustundir og margan
greiða veittan mér og mínum
og óska þess að fundum okkar
megi enn bera saman, þó lengra
sé nú orðið á milli en áður var.
Og minni kæru eyjabyggð
óska eg þess, að þangað flytjist
margt fólk af þvílíkri gerð sem
þau hjón. Þá mun aftur birta
yfir eyjunum, sem þau hafa
tengzt svo traustum böndum.
22/8 1959
B. Sk.
um:
AUSTURBÆJARBÍÓ:
Þrjár þjófóttar frænkur.
Þetta er þýzk gamanmynd tekin
í litum. — Fjallar hún um tvo
nýútskrifaða „tugthúskandidata"
sem komast á járnbrautarstöð,
yfir ferðatöskur frægrar kaba-
rettsöngkonu. Eru í töskunum
kjólar söngkonunnar og annar
fatnaður hennar. Af því að „kan-
didatamir eru hugkvæmir og
ekki af baki dottnir þrátt fyrir
alllanga gistingu í fangelsi, þá
ákveða þeir að brjótast inn 1
banka einn í borginni. En til þess
að geta athafnað sig sem bezt
við innbrotið, þá sjá þeir í hendi
sér, að þeir verða að geta sezt
að, með einhverju móti, í íbúð-
inni fyrir ofan bankann. Þezr
klæðast nú búningum söngkon-
unnar, og halda upp í íbúðina.
Eigendurnir eru á dýarveiðum
í Afríku, en þjónn þeirra gætir
íbúðarinnar. Þeim félögum tesst
að ginna hann og setjast þeir nú
að í íbúðinni. Láta þeir félag-
arnir nú hendur standa fram úr
eermum og er ekki að orðlengja
það, að þeir fremja innbrotið.
En ekki gengur það fyrir sig
alveg snurðulaust, en ekki er vert
að rekja það nánar hér.
I mynd þessari fara margir
skemtmilegir gamanleikarar með
hlutverk, svo sem hinir gömlu
og góðu kunningjar okkar, Theo
Lingen, Oskar Sima og Hans
Moser, svo einhverjir séu „efndir,
en mér finnst ekki nógu vel á efa-
inu haldið, — myndin ekki eins
fyndin og við hefði mátt búast.