Morgunblaðið - 01.09.1959, Page 23

Morgunblaðið - 01.09.1959, Page 23
Þriðjudagur 1. sepí. 1959 MORCTllVJtT. 4Ð1Ð 23 fp »essa m ynd verð um við að f< á í T .. • ii jornina Holdið til Spónor í septembersól SfeASTLIÐINN laugardag var I afhjúpuð höggmyndin „Haf-| meyjan“, sem bærinn keypti af Nínu Sæmundsson fyrir þremur árum og nú hefur verið sett nið- ur í vestanverða Tjömina. Blaðið átti í gær stutt samtal við Nínu Sæmundsson í síma, þar eð listakonan liggur í rúminu með kvef. — Ég var búin að íá kvef áður, og það batnaði ekki við að ég fór á fætur til að vera viðstödd afhjúpun styttunnar á laugardaginn, sagði hún. Annars tók það ekki langan tíma. Það var róið út að styttunni og yfir- breiðsla tekin af. _______ Ég vil alltaf hafa hönd í bagga, þegar myndir eru steyptar eftir mig og fór til ítalíu, en er gips- myndin kom, hafði hún skemmzt svo mjög á leiðinni, að ég tók þann kost að gera alveg nýja mynd. Ég hafði ætlað að vera á Ítalíu í 2—3 mánuði, en varð að vera þar í nærri ár. — Þessi sala hefur þá illa borg- að sig fyrir yður? — Já, þetta eru ekki beztu viðskiptin, sem ég hefi gert. Myndin varð bæði mér sjálfri og bænum dýrari en ella. — Og fer styttan eins vel og þér höfðuð gert yður í hugar- lund, þegar hún er komin á sinn stað. — Ég var með i því að ákveða hvernig hún skyldi standa. E. i. v höfum við þó sett hana á of lítinn : stöpul. En það má alltaf endur- skoða. ★ Eftir að myndin hafði verið af- hjúpuð á laugardaginn, var haft boð inni til heiðurs listakonunni, og voru þar listaverkanefnd Reykjavíkur, bæjarráðsmenn og nokkrir gestir ásamt blaðamönn- um. Þar ávarpaði formaður lista- verkanefndar, Tómas Guðmunds- son, skáld, listakonuna, en Sveinn Ásgeirsson, ritari nefndarinnar skýrði frá tilkomu listaverksins og gaf ýmsar upplýsingar um höfund þess og listamannsferil Nínu Sæmundsson. Mánudaginn 7. sept. n.k. hefst á vegum Ferðafélagsins Útsýnar 22 daga ferð til Spánar og Mallorca. Flogið verður með Viscountflug- vél Flugfélags fslands til Madrid og dvalizt þar í 4 daga. Síðan verður ferðazt í bifreið milli helztu staða á Spáni og dvalizt í borgunum Cordova, Sevilla, Mal- aga, Granada og Alicante. Að því búnu verður siglt til Mallorca og dvalizt þar í 6 daga, og að lok- um verður 3 daga dvöl í Barce- lona, en þaðan verður flogið heim hinn 29. sept. Ferð þessi veitir óvenjugott tækifæri til að kynn- ast Spáni og spönsku þjóðlifi og menningu, enda er til ferðarinnar vandað í hvívetna. Fararstjórar verða tveir, íslendingur og Spán- verji ,sem talar reiprennandi ís- lenzku. Ferðin er farin á bezta árstíma, meðan enn er hásumar en hiti hæfilegur, hinir fjöl- breyttu, litríku ávextir landsins eru fullþroskaðir og uppskeran stendur sem hæst. Aðsókn hefur verið meiri að ferðum Útsýnar í sumar en nokkru sinni fyrr, enda hefur félagið áunnið sér traust og vin sældir fyrir örugga og góða þjón ustu. Langt er síðan öll sæti seld ust upp í Spánarferðina, en sök- um óvæntra forfalla eru nú fjög- ur sæti laus. Nokkrir einstaklingar að auki geta fengið flugfar til Madrid 7. sept. og frá Barcelona til Reykja víkur 29. sept. án þess að vera þátttakendur í hópferðinni, og mun Ferðafélagið Útsýn einnig greiða götu þeirra á Spáni eftir því sem óskað verður. Bifreiðaslys í Mývatnssveit GRÍMSSTÖÐUM, 31. ágúst — Sl. laugardagskvöld varð bílslys á þjóðveginum austan við Mývatn. Jeppi frá Vopnafirði mætti þar stórum vörubíl á blindhomi. — Þegar bílstjóri jeppans ætlaði að hemla reyndust hemlarnir óvirk- ir, svo að bílstjórinn varð að beina jeppanum af veginum út í hraunið, til að forðast árekstur. Piltur og stúlka, sem voru í jepp- anum meiddust nokkuð, en þó ekki hættulega. Pilturinn hand- leggsbrotnaði. Jeppinn mun vera lítið skemmdur. — Sama kvöld varð árekstur tveggja fólksbíla frá Húsavík, skammt frá Skútu- stöðum. Bílarnir skemmdust nokkuð, en fólkið í þeim sakaði ekki. — Jóhannes. — Eisenhower Framh. af bls. 1. var í Bonn, en blaðafulltrúinn svaraði því til, að sjónvarpsvið- ræður þeirra Macmillans væru jafnnytsamar ef ekki nytsamari en blaðamannafundurinn í Bonn, því að í Bretlandi gæti Eisen- hower talað á sínu móðurmáli við brezku þjóðina. f Þýzkalandi yrði að leita milligöngu blaðamanna. Ekki hafa verið birt einstök atriði úr viðræðum þeirra Mac- millans á sveitasetrinu og til- kynnt hefur verið, að ekki yrði greint frekar frá þeim að sinni. ★ Krúsjeff lét hafa það eftir sér í dag, að hann væri ánægður með tóninn í svarbréfi Aden- auers — og hann færi í Banda- ríkjaheimsóknina fastráðinn í því að reyna að bræða ísinn, sem myndazt hefði í „kalda stríðinu". AIdarafmœlis Ögurkirkju minnzt sl. sunnudag — Var myndin sérstaklega gerð með það fyrir augum að setja hana á Tjömina í Reykja- vík? — Nel, frummyndina gerði ég eftir eigin hugmynd, og ekki í neinum sérstökum tilgangi. Svo kom Thor Thors sendiherra i heimsókn til mín vestur í Banda- ríkjunum, sá myndina og varð hrifinn af henni. — Þessa verðum við að fá í Tjörnina, sagði hann. Hann hefur svo sjálfsagt komið hugmyndinni á framfæri. Þegar ég kom heim síðast, hafði ég ljós- mynd af styttunni meðferðis. Bæjarstjórnin skoðaði hana, og ákvað að hún yrði keypt og sett upp í Tjörninni. Einnig var ákveðið að myndin yrði steypt í brons í Firenze á ftalíu, því það er gífurlega dýrt að láta steypa stórar myndir í Bandaríkjunum. EINS og skýrt var frá í Morgun- blaðinu átti Ögurkirkja við ísa- fjarðardjúp 100 ára afmæli 30. ágúst síðastliðinn, og var þess minnzt með hátíðaguðsþjónustu í kirkjunni sama dag. Séra Jón Auðuns, dómprófastur, prédikaði, en Sigurður Kristjánsson, prestur á ísafirði, þjónaði fyrir altari. Hefir selt 17 málverk HAFNARFIRÐI, — Mikil aðsókn hefir verið að málverkasýningu Sveins Björnssonar í Iðnskólan- um við Mjósund. Var hún opnuð á laugardaginn og hafa nú selzt 17 myndir. í gærkvöldi höfðu 200 manns komið á sýninguna, en það er ágæt aðsókn. — Sýningin verður opin um hálfs mánaðar- skeið kl. 2 til 11 dag hvern. Fór athöfnin hið virðulegasta fram og var kirkjan full af há- tíðargestum. Við þetta tækifæri voru ein brúðhjón gefin gaman, Ragnhildur Hafliðadóttir og Ingvi Norðmann Guðmundsson. Að lokinni minningarhátíðinni var kaffidrykkja, og söngflokkur frá ísafirði undir stjórn Jónasar Tómassonar, söng. Þá flutti Kristján Jónsson frá Garðsstöð- um erindi, þar sem hann rakti sögu kirkjunnar. Kirkjunni bárust margar gjaf- ir. 5 þúsund krónur bárust frá börnum Sigrúnar Baldvinsdóttur og Einars Þorsteinssonar, 3000 krónur frá börnum Guðríðar Hafliðadóttur og Ólafs Þórðar- sonar frá Strandseljum, Bjarni í Vigur gaf 1000 krónur og kven félag sveitarinnar gaf gólfdregil. Þá gaf séra Jón Auðuns málverk af Ara Magnússyni, sýslumanni, og konu hans, Kristínu Guð- brandsdóttur. Nýlega hefur farið fram við- gerð á kirkjunni og hún máluð. Tólf fogarar voru að veidum innan takmarkanna á miðnætti Þeim til verndar voru 4 tundurspillar UM ÞAfl leyti er nákvæmlega var liðtð eitt ár frá því a3 reglu- gerðin um 12 milna fiskveiðilög- sögu tók glldi, þ. e. á miönætti sl., voru 12 brezkir togarar ai veiðum innan fiskveiðitakmark- anna. Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæzlunni héldu brezK herskip þá hlífiskildi yfir 3 veiði- svæðum, fyrir vestan, norðan og austan landið. VerndarsvæSin þrjú Á verndarsvæðinu úti fyrir Vestfjörðum voru S togarar að veiðum, en utan takmarkanna voru aðrir sex. Þar var einnig herskipið „Dunkirk'* — Fyrir norðan land, á Þistilfjarðardjúpi, voru 5 togarar að veiðum fyrir innan takmörkin, en 22 fyrir ut- an þau. Tundurspillirinn „Traf- algar“ var landhelgisbrjótunum á þessu svæði til verndar. Varð- skipið ,JÞór“ var líka á þessum slóðum. — Loks var svo einn brezkur togari að veiðum í land- helgi fyrir austan, úti af Glett- inganesi, en 6 togarar voru að veiðum fyrir utan. Þarna var tundurspillirinn „Jutland“ á verði. Auk þeirra herskipa, sem að framan eru nefnd, er „Dunc- an“ á ferð milli veiðisvæðanna. Einum færra en meðaltal Niðurstaðan af þessu er sem fyrr segir sú, að ólöglegar veiðar stunduðu um miðnætti sl. 12 brezkir togarar. Er það einum færra en að meðaltali hafa stund- að veiðar í landhelgi dag hvern, síðan nýju fiskveiðitakmörkin gengu 1 gildi, eins og fram kem- ur í viðtali við Pétur Sigurðsson á bls. 10. í blaðinu í dag. Þar er einnig að finna ýmsar fleiri fróð- legar upplýsingar Péturs um framferði Breta hér við land síð- asta árið og störf landhelgis- gæzlunnar á því tímabili. Eiginmaður minn JÖRUNDUR ODDSSON aðalbókari, andaðist 30 ágúst. María Pétursdóttir. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR GUÐBJARTSSON, bryti andaðist í sjúkrahúsi í Gautaborg laugardaginn 29. þ.m. Ester H. Ólafsdóttir, _ börn, tengdaböm og barnaböm Jarðarför mannsins míns, VALGEIRS MAGNÚSSONAR Langholtsveg 10, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 2. sept. kL 1,30 e.h. Fyrir mína hönd, barna okkar og annarra aðstandenda. Katla Dagbjartsdóttir. Fósturmóðir okkar BJARNLfN BJARNADÓTTIR sem andaðist að Landsspítalanum þann 23. ágúst sJ. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 3. sept. kl. 1,30 e.h. Margrét G. Einarsdóttir, Ólafur G. Einarsson. Við þökkum innilega þeim, sem á einn eða annan hátt hafa sýnt okkur hluttekningu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNlNU SOFFfU jósefsdóttur Miðtúni 20 Bömin Þökkum innilega auðsýnda samúð í veikindum og vtt andlát GUÐMUNDfNU HELGADÓTTUK Baldursgötu 11. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.