Morgunblaðið - 06.09.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 06.09.1959, Qupperneq 2
2 MORCVTVnr. 4Ð1Ð Sunnudagur 6. ágúst 1959 j Asfandio getur oröið alvarlegt ef ekki breytir til batnaðar MYKJUNESI, 2. september: — Hér er nú mesti óveðrahamur og stórrignir dag eftir dag. Annars var heyskapartíð betri hér síð- ari hluta ágústmánaðar en fyrr í sumar. Um 12. ágúst komu nokkrir góðir þurrkdagar, en sá böggull fylgdi þó skammrifi, að í tíu daga var norðaustan rok, sem var mjög til tafar og á stöku stað fauk hey, en ekki þó í stórum stíl. Eftir það voru svo þurrk- flæsur af og til þar til um miðja síðustu viku, að vísu skúrasamt með köflum og útlit oft ótryggt. En hvað um það, á þessum tíma var miklu heyi bjargað í hús. Mjög er það misjafnt hvað bænd- ur eru langt komnir með hey- skapinn hér um slóðir. Fáeinir hafa næstum lokið við heyskap, en hinir eru því miður fleiri, sem eiga alllangt í land og sum- ir eru mjög illa á vegi staddír. t>ó mun ástandið vera verra eftir því sem austar dregur og munu hey viða hafa hrakizt mjög sums staðar í austanverðri sýslunni. Hér í uppsveitunum munu hey yfirleitt ekki hafa hrakizt, því oft hefur verið hægt að hripa upp í sæti fljótlega, sem svo hef- ur orðið að breiða yfir, þegar til þess hefur gefið. Þetta hefur að sjálfsögðu skapað mikið auka erfiði, en ekki verður á allt kosið og má víst þykja vel sloppið, þegar tíðarfarið er með þeim hætti, sem það hefur verið í sum- ar. í stuttu máli, ástandið er ekki gott og getur orðið alvarlegt, ef ekki breytir til batnaðar. Gras- vöxtur var með allra bezta móti, en víða mikið úr sér sprottið það sem síðast var slegið, en að sjálf sögðu er ekki að ræða að tvíslá þar sem seint var slegið og ný- búið að hirða af. Heymagnið er því víðast mikið, en hætt er við að fóðurgildið verði ekki að sama gkapi. Mim það . að sjálfsögðu bitna á kúnum og mjólkurfram- leiðslunni og er nú þannig komið að það verð er Mjólkurbú Flóa- manna skammtar bændum fyrir mjólkina örvar engan til aðleggja í mikinn aukakostnað við að láta kýrnar mjólka. Sími og vegir. Unnið er nú að endurbótum og lagfæringum á símakerfinu hér á ofanverðum Holtum og víðar, enda ekki vanþörf á því. megnasta ólestri. Aftur á móti virðist vegagerðin hafa hægt um sig. Sýnist þó full þörf á að gera eitthvað meira en að hefla vegi er verða ófærir á hverju vori. Byggingaframkvæmdir. Nokkuð hefur verið unnið við bámaskólann að Laugalandi í sumar, þó ekki sé gert ráð fyrir að ljúka því verki til fulls í þetta sinn. Margar framkvæmdir eru í smíðum, bæði stærri og smærri byggingar af ýmsu tagi o. fl. Það er hlutur, sem aldrei getur stöðv- azt, ef ekki á að verða afturfór. Spretta í görðum. Útlit er fyrir að spretta í görð- um verði í meðallagi. Á sumum stöðum hefur kartöflpgras skemmzt af völdum frosta og veð urs, en ekki þó svo að það hafi fallið. Ráðgert er að slátrun sauð fjár hefjist 15.—20. september hér í sýslu. Nú eru grös tekin að sölna í út- högum, dagurinn styttist og nótt- in orðin dimmari. Það geiur til kynna að eftir eitt erfiðasta sum- ar, sem lengi hefur komið, er á næsta leiti haust, sem getur, et það vrður gott, orðið nokkur upp bót á sumarið. Á því væri vissu- lega full þörf. M G. Mót á Hellu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Rangárvallasýslu verður hald- ið á Hellu, sunnudaginn 27. sept- ember. Verður nánar tilkynnt um mótið síðar. Bílar teknir ur umferð } Nú er hver að verða síðastur s að láta skoða bílinn þar sem ) bifreiðaeftirlitsmenn og lög- | regluþjónar ganga nú um S götur bæjarins og taka núm- j erin af þeim bílum sem ekki • | hafa fengið skoðunarvottorð, S s hvar sem til þeirra næst. S s Bíllinn hér að ofan stendur • | á einu bifreiðastæði bæjarins. s ^ Þar gengu bifreiðaeftirlits- S S mennirnir að honum, tóku j ) númerið af, en létu þess í stað ^ \ tilkynningu um að bílinn s S væri tekinn úr umferð. Alls ) ) á 'eftir að koma með 800— ^ t 900 bíla í skoðun og er það S s því áskorun bifreiðaeftirlits- ) S ins til þeirra sem hafa van- | ? rækt að koma með bíla sína s s tii skoðunar, að þeir geri ) það strax eftir helgina til þess að forðast öll óþægindi. (Ljósm. Mbl.: M. Ö. Ant.) Komm^nistar ráðgera enn frekari herhlaup KASHMIR, 5. sept. — (Reuter). —i Lama hins afskekkta Ladakh héraðs í Kashmír sagði i gær- kvöldi, að borizt hefðu áreiðan- legar fregnir um að kínverskir kommúnistar hefðu í hyggju að ráðast inn í Ladakh í nóvember. Lamann, Kushak Bakula, sem einnig er ráðherra í stjórn Kashmír og héfur með að gera málefni héraðs síns, fór fram á að nauðsynlegar varnaraðgerðir yrðu hafnar, þar eð Kínverjar reyndu ekki að dylja þann ásetn- ing sinn, að ná héraðinu á sitt Símakerfið hefur verið hér í vald „í náinni framtíð“. ý Toledo-verzlun Nýlega var opnuð vefnaðarvöruverzlun að Langholtsvegi 128. Er það fyrirtækið Toledo h.f. sem á verzlunina, en það á nú orðið 4 verzlanir í bænum. í nýju búðinni verða seldar alls kyns vefnaðarvörur, tilbúinn fatnaður, auk búsáhalda o. fl. Verzlunin er í alla staði hin smekklegasta og er gólfflötur henn- ar 100 fermetrar. Fyrirtækið Toledo hefur nú starfað í 19 ár og hefur starfsemi þess farið ört vaxandi. Það hefur, sem áður segir. 4 verzlanir í bænum, i Fischersundi, að Laugavegi 1, Laugarárvegi 1 og Langholtsvegi 138. — í Nýju Dehli var upplýst, að yfirliðsforingjar í indverska land- og lofthernum hefðu farið flugleiðis til Ladakh, á landa- mærum Kashmír og Tíbet, tif þess að ræða við stjórnendur á staðnum. Saud og Nusser vinir ú ný KAIRO, 4. sept. — Saud konung- ur Saudi-Arabiu er farinn heim á leið eftir viðræður við Nasser. Mun mikil eining hafa tekizt með þeim á fundinum og hefur verið tilkynnt, að samband rikj- anna verði endurnýjað í þágu sameiginlegra hugsjóna Araba- ríkjanna. Allt samband milli ríkjanna rofnaði { fyrra,. þegar Nasser sakaði Saud konung um að hafa staðið að samsæri gegn sér >■ Þá munu þeir hafa verið samþykkir því, að taka ekki upp náið samband við Bret- land að svo komnu máli. UMFÍ hófst í gær í GÆRDAG hófst hér í Reykja- vík þing Ungmennasambands ís- lands. Eitt helzta viðfangsefni þess er að ræða um rekstur fé- lagsheimilanna í sveitum lands- ins. En að sjálfsögðu mun það láta fleiri mál er æskuna snerta til sín taka. Bílnúmer víxlast NÚMER bílsins, sem ungi mað- urinn frá Sandgerði varð fyrir, á Miklubraut, aðfaranótt laugar- dagsins, misritaðist í frétt blaðs- ins í gær. Stóð R-10297, t-n »tti að vera R-10279. Stéttarsambandið á fundi Á MORGUN, mánudag, hefst að Bjarkarlundi á Barðaströnd aðal- fundur Stéttarsambands bænda. Mun hann standa þann dag allan og Ijúka seint á þriðjudagskvöld. 47 fulltrúar víðs vegar að af land inu eiga sæti á fundinum, en alls munu þátttakendur verða um 70 talsins. Aðalverkefni fundarins eru verðlagsmál landbúnaðarins, fé- lagsmál bænda og kaupgjalds- mál. í dag munu langflestir fulltrú- anna halda héðan úr Reykjavík vestur að Bjarkarlundi og verð- ur lagt af stað með bílum kl. 1 síðd. frá Búnaðarfélagshúsinu. Nú haustar ao.. u ÞAÐ var vonzkuveður í gær- morgun og eins óg um haust. Hvassviðri var í fyrrinótt og fyrstu laufin sleit veðrið af trjánum. Á norðanverðum Vestfjörðum var mjög kalt veður. Um hádegið í gær var t.d. aðeins tveggja stiga biti á Hornbjargsvita og Dala* tanga og taldi.veðurstofan senni- legt að þar myndi hafa snjóað £ nótt er leið. Búist var við kóln- andi veðri og t.d. var talið að hitmn hér í Reykjavík myndi falla niður í aðeins 4 stig í nótt er leið. í gærmorgun var vont veður í Vestmannaeyjum og var storm- ur þar árdegis nær 10 vindstig- um. Búist var að veðrið myndi skána í dag. 6^1 r r ibuoir i smiðum STYKKISHÓLMI, 4. sept. — Byggingarfélag verkamanna í Stykkishólmi hefur nú starfað upp undir 2 ár. í fyrra var byrj- að að byggja á vegum þess tvær íbúðir í svonefndum parhúsum. Eru líkur til að þær verði nú teknar í notkun mjög bráðlega. I ár hefur félagið hafizt handa um byggingu á 6 íbúðum og standa vonir til að þær geti orð- ið fokheldar allar í haust. Margir eru nú á biðlista méð íbúðir hjá félaginu, enda eru hús- næðisvandræði hér mikil í Stykkishólmi og því verkefni mörg framundan, enda hefur fé- lagið fullan hug á að sinna þess- um málum með einbeittni. Er von ast til að starfsemi þessi geti aukizt mjög á næsta ári. Félagið hefur orðið aðnjótandi góðra lána úr byggingarsjóði verkamanna í Reykjavík. Form. félagsstjórnar er Kristján Bjart- marz, fyrrum oddviti hér, en með honum eru í stjórn Erlingur Viggósson, Ingvar Ragnarsson, Ágúst Bjartmarz og Árni Helga- son. — Fréttaritari Nýr bátur til Ólafsvíkur ÓLAFSVÍK, 3. ágúst •— Á mið-* nætti s.l. nótt sigldi í heimahöfn nýr 70 lesta bátur, sem ber nafn- ið Jón Jónsson SH 187. Bátur- og óska eiganda og skipshöfn til KEA á Akureyri, sem afhenti hann í júní s.l. Þaðan fór báturinn beint á síldveiðar fyrir Norðurlandi, og reyndist í alla staði prýðilegasta skip, og fiskaði 5.100 mál og tunnur. Skipstjóri á síldveiðunum var Sigurjón Kristjánsson, Akranesi. Báturinn er búinn 390 til 500 hest afla vél af Mannheim gerð, svo og öllum fullkomnustu siglingar. tækjum svo sem radar og fl. Allir, sem séð hafa bátinn, ljúka upp einum munni um að þarna sé einn glæsilegasti bátur ís- lenzka fiskiskipaflotans. Eigandi er Halldór Jónsson útgerðarmað- ur. Skipstjóri verður Jón Steinn Halldórsson. Ólafsvíkurbúar bjóða þetta glæsilega skip velkomið í flotan, og óska eigenda og skipstjóra til hamingju með fleytuna. f — Oryggisráðið Framh. af bls. 1. meðlimir utanríkismálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrt fréttamönnum frá því, að þeir væru þess hvetjandi, að S. þ. rannsökuðu málið, áður en grip- ið verður til ákveðinna aðgerða. Sendiherrar frá löndum í Suð- austur Asíu voru kvaddir í aðal- stöðvar S. þ. til viðræðna um síðustu atburði í Laos. Eisenhow- er forseti, sem dvelur í Skotlandi um helgina, fylgist mjög náið með atburðum ,og hefur blaða- fulltrúi hans látið svo ummælt, að. forsetinn telji sér slíkt skylt. Samkvæmt fregnum frá París, stendur franska stjómin í nánu sambandi við ríkisstjórnir Bret- lands og Bandaríkjanna ura ástandið 1 Laos svo og það, hvern ig bregðast skuli við beiðni Laos stjórnar um að öryggissveitir verði þegar sendar á vettvang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.