Morgunblaðið - 06.09.1959, Síða 20

Morgunblaðið - 06.09.1959, Síða 20
20 MORCUNBT AÐIÐ Sunnudagur 6. ágúst 1959 „Já, ég sagði það. Ég hef feng- ið mjög vanþakklátt verkefni. Samt sem áður hef ég ráðið það af, að heimsaekja yður“. Vera hallaði sér aftur á bak. Hvaða erindi átti þessi undarlega kona við hana? Og hvað kom Hermann henni við? Zenta litaðist um. „Ég á ekki vel vi?f heimili yð- ar“, sagði hún. „Ekki lengur, enda þótt ég sé frá heimili — en það kemur ekki málinu við. Þér skuluð fá að vita, við hverja þér eigið saman að sælda í dag. Ég er söngkona í vínkrá. Og þó er það ekki nákvæmlega rétt. Ég á næturklúbbinn „Perroquet", sem þér hafið líklega heyrt get- ið‘. Veru flaug margt'í hug. „Perro quet“. Það var næturklúbburinn sem Anton hafði ekki viljað fara með hana í. Hún minntist ennþá orða hans: „Þér lifið í paradís heimskingjanna", hafði hann sagt. Var nú komið að því, að hún yrði rekin úr paradís heimskingjanna fyrir fullt og allt? „Perroquet ^er sams konar stað ur og margir aðrir í Leopold- ville“, hélt Zenta áfram. „Hvorki betri né verri. Ég skammast mín ekki fyrir að eiga hann. Ég hef grætt mikið á veitingastaðnum. í gullgrafaraborg eiga gullgraf- arakrár við. Ég kom til-Leopold ville, fif því að yfir í Evrópu .. “ Hún leit á Veru og þagnaði. „En það kemur ekki heldur þessu máli við, frú. Fólkið í Leopold- ville er frábrugðið fólki í öðrum foorgum að því leyti, að það á sér allt sögu. Menn koma ekki hing að, ef menn eiga sér enga sögu. Jæja, ég á líka mina sögu. Ég aetla ekki að þreyta yður með henni“. Vera sat nú aftur bein í stól sín um. Það var aðeins lítið og lágt teborð lagt svölum, mislitum leirflísum á milli hennar og kon- unnar með feikna-stóra hattinn. „Ég hélt, að þér ætluðuð að tala við mig, til þess að —“ Zenta kinkaði kolli. „Til þess að segja yður nokk- uð, sem yður ir ekki um að heyra, frú“, sagði hún. Hún hló lítið eitt. „Ég á erxitt með að koma því út úr mér. Ekki af því að ég sé óframfærin. Það er eig andi „Perroquet“-vínstofunnar ekki, heldur af því að það lætur hlægilega í eyrun, eins og orð úr úreltum, frönskum gamanleik. Eða eins og orð úr aðalsmanna- leik eftir Oskar Wilde“. Þetta er kynleg kona, hugsaði Vera. Söngkona í „Perroquet“- vínstofunni, sem vitnar í Óskar Wilde. Hún hlustaði með vaxandi áhuga. „í stuttu máli“, hélt Zenta áfram, „ég var ástmey mannsins yðar. Rekið þér mig ekki út undir eins, frú. Það væri meiri smekkleysa en gamanleikahöfund ur aldamótanna hefði getað hugs að upp“. Hvað á ég að segja? hugsaði Vera. Hún reyndi í vandræðum sínum að taka ákvörðun. Væri það ekki í rauninni hlægilegt, ef hún stæði nú upp og léti hugar- æsing sinn í ljós með marg- þvældu orðalagi? En hún gat ekki heldur látið aðkomukonuna halda áfram að tala. Hún lyfti upp hendinni. Zenta gaf því ekki gaum. „Vanþakklátt vérk,- það var ég búin að segja“, sagði hún. Hún talaði fljótt. „Ég býst ekki við neinu þakklæti, og þér þurfið ekki að spyrja mig, hvers vegna ég segi yður þetta. Ég segi yður það óspurð. Ég geri það af hefnd“. Augu hennar voru græn eins og hafrót á undan þrumu- veðri. „Það er ekki af neinni ann arri ástæðu, frú. Mér er alveg sama um yður, frú. Ég ætla hvorki að bjarga heimilislífi yð- ar né eyðileggja það. Ég er ekki í hópi þeirra sviknu ástmeyja, sem hlaupa til kvenna elskhuga sinna og segja: „Ég geri það í yð- ar þágu að opna augu yðar“. — Þegar ég opna augu yðar, þá er það vegna þess að ég — —“. Hún hikaði við að nefna nafn Her- manns. „Vegna þess að ég vil gera bónda yðar lífið leitt1. Hún sagði seinustu setninguna eins og leikari, sem gleymir hlut- verki sínu og grípur til sinna eigin orða. Hennar eigin orð voru hversdagsleg. „Ég hygg, að ég sé nú búin að heyra nóg“, sagði Vera. „Ég væri yður þakklát, ef-----“ „Ef ég færi. Ég geri það undir eins. Þér verðið að heyra aðeins fáein orð enn. Ég ætlaði ekki að taka manninn yðar frá yður“. — Hún horfði á Veru. Það var eitt- hvað í hinum grænu augum henn ar, sem líktist aðdáun. „Ég hef alltaf vitað, að þaj var ekki hægt. Nú veit ég það enn betur. En ég hef í raun og veru elskað Herrrxann" — nú virtist henni sama, þótt hún nefndi nafn hans. „Ef til vill skiljið þér þ’að, ef til vill ekki. Konur eins og þér halda áfram að vera fyrirmynd- ar eiginkonur, þótt þær elski ekki menn sína. Ég þekki hann ef til vill betur en þér. f Leopold- ville kynnist maður fólki fljótt. Ég hef aldrei dáðst að honum. Ég hef alltaf vitað, að hann er úrhrak“. Hún sat kyrr, þótt Vera væri staðin upp. „Konur eins og ég leita ekki að neinni hugsjón, þar sem karlmennirnir þeirra eru“. „Nú verð ég að biðja yður að fara“, sagði Vera. Zenta stóð upp. Hún lagaði á sér hattinn. Hún dró vinstri hanzkann á hina löngu, fíngerðu hönd sína. Vera furðaði sig á höndum hennar. Það voru ekki hendur vínkráreiganda í Leopoldville. Hún furðaði sig á sjálfri sér, að hún gerði ekki annað en horfa á hendur aðkomukonunnar. „Konur eins og ég“, sagði Zenta rólega, „eru ekki afbrýðissamar gagnvart eiginkonum“. „Þá hefð um við of mikið að gera“. — Hún gekk kring um borðið. „En við erum ekki vanar því, að Ónnur ástmær skjóti okkur aftur fyrir sig. Og allra sízt andstyggilegur svertingj astelpu-krakki". Vera greip til hjartans. Hún hafði ætlað sér að ganga til dyra, en fætur hennar voru allt í einu orðnir rótfastir. Hún stóð graf- kyrr í miðjum salnum. Það var óþolandi heitt. Enginn vindblær hreyfði tjöldin, sem dregin voru fyrir. „Maðurinn yðar hefur komið með ástmey sína heim til yðar“, sagði Zenta. „Hún heitir Lúlúa. Ég veit líka, að hún er ekki leng ur hérna. Hún er horfin. Lögregl an leitar hennar árangurslaust, en Hermann mun finna hana“. — Hún nam staðar gegnt Veru og nú var hún búin að láta á sig hinn hanzkann. Rödd hennar varð allt í einu hlýleg og alúðleg, þegar hún mælti: „Flýið þér frá Leopoldville, frú. Það er ráð konu, sem þekkir Kongó eins vel og sinn eigin næt- urklúbb. Hjónaband er byggt á tálvonum. Ég veit það, af því að ég hef reynt það. í Kongó gufa tálvonirnar upp í skini hitabeltis sólarinnar. Flýið þér, ef þér vilj- ið eiga eitthvað eftir af tálvonun- um. Ég þekki Hermann, eins og ég þekki Kongó. Menn eins og hann eru glataðir hérna. Þetta er ekkert land fyrir aukvisa". Vera þurfti nú ekki að fara til dyranna. Gostur hennar virtist hugsa sig ‘ snöggvast um, hvört hún ætti að rétta Veru höndina, en hún brosti aðeins dálítið háðs lega, eins og hún væri viss um það, hvort sem var, að Vera myndi ekki rétta henni hönd sína. Hún sagði: „Au revoir, madame", og gekk út. Vera horfði á eftir henni. And- stæðar tilfinningar höfðu hana á valdi sínu, áður en þær voru orðn ar að ljósum hugsunum. Her- mann og svarta stúlkan, sem hafði reynt að drepa Anton nótt ina góðu. Anton! Hann hafði sagt henni sannleikann. Það var sannleikurinn aftur. Hún fylltist þrá eftir Anton, sem líktist líkam legum sársauka. Hann var fær um allt nema að ljúga. Tólf ár hafði hún trúað manni, sem virt ist heiðarlegur í öllum sínum at- höfnum, en laug þó hverju orði. Hafði hann í raun og veru komið með ástmey sína heim til sín? Og var þessi fallega, svarta stúlka líka ástmær Antons. Hafði Hermann ætlað að hefna sín á Anton með því að tæla Lúlúu til ótryggðar — og ætlaði Anton að hefna sín á Hermanni, með því að látast hafa ást á konu Hermanns? Loksins hafði hún afl á að hreyfa sig. Hún gekk að hæginda stólnum, sem hún hafði setið í. í sömu svipan kvað við óp í húsinu. „Frú! Frú“. Vera vissi þegar í stað að eitt- hvað hræðilegt hafði komið fyrir. PFAFF-saumavél Ný — óupptekin PFAFF-heimilissaumavél í tösku er til sölu. Vélin er af fullkojrmustu gerð. Uppl. í síma 15471. fT 1) — Ég hugsa, að skjórinn cigi hreiðut einhvers staðar í grennd við gamla kofann þarna, Ríkharður. 2) — Hvers vegna hætturðu þessu ekki, Markús — við erum búnir að leita í klukkutlma. z — Bíddu hægur — sérðu þeesa 3) Þó að gimsteinarnir væru í hreiðrinu, gætir þú alveg eins hafa sett þá þar sjálfur, Markús. sprekahrúgu þarna? SHUtvarpiö Sunnudagur 6. september 9.30 Fréttir og morguntónleikar: —» (10.10 Veðurfregnir). a) Alma Musica sextettinn leikur þrjú gömul tónverk: 1) Ricercar a tre voic eftir Adrien Willaert. 2) Sonata con tre violini eftir Giovanni Gabrieli. 3) Concerto 1 g-moll op. 10 nr. 2 ,,La notte" eftir Vivaldi. b) Kór dómkirkjunnar í Trevise syngur mótettur frá 1«. öld. Giovanni d’Alessi stjórnar. c) Licia Albanese syngur ítölsk lög. d) Ungversk fantasía fyrir píanó og hljómsveit eftir Liszt. Ung- verski píanóleikarinn György Cziffra leikur með hljómsveit tónlistarskólans í París undir stjórn Pierre Dervaux. 11.00 Messa í Dómkirkjunni í Reykja* vík. (Prestur: Séra Jón Auðuns dómprófastur. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson). 12.15—13.15 Hádegisútvarp. 13.00 Vígsluathöfn á Hólum. Biskup íslands vígir séra Sigurð Stefáns* son prófast á Möðruvöllum vígslu biskup yfir Hólabiskupsdœmi hið forna. (Hljóðritað á Hólum sunnu / daginn 30. ágúst). 15.30 Miðdegistónleikar: I>ættir úr Sálumessu („Requiem") eftir Verdi. Herva Nelli, Fedora Barbieri, Giuseppe di Stefano og Cesare Siepi flytja Ssamt Robert Shaw-kórnum og NBC-sinfóníu« hljómsveitinni undir stjórn Art-* uro Toscaninis. 16.15 Kaffitíminn: Frönsk dægurlög sungin og leikin. 16.45 Útvarp frá Laugardalsvellinum I Reykjavík: Síðasti leikur íslandsmótsins 1 knattspyrnu 1959 milli K.R. og Akurnesinga. Síðari hálfleikur. (Sigurður Sigurðsson lýsir). 17.40 Sunnudagslögin. 18.30 Barnatími (Anna Snorradóttir) f a) Þáttur af Pálínu. b) Kalla-saga (Steindór Hjörleiía son leikari). c) ,,Rauðgrani“, ævintýri í leik- formi; I. hluti. d) Framhaldssagan: „Gullhellir- inn“; X. lestur. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: A'rthur Rubinstein leikur píanóverk. 19.45 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: Vilhjálmur frá Skáholti. a) Flosi Ólafsson og höfundur sjálfur. b) Matthías Johannessen flytur blaðaviðtal við Vilhjálm frá Skáholti. 21.00 Tónleikar: Atriði úr söngleikn* um ,,Leðurblakan“ eftir Jóhann Strauss. Elisabeth Schwarzkopf, Rita Streich, Nicolai Gedda og fleiri syngja með kór og hljóm* sveit undir stjórn Herberts von Karajan. 21.30 Úr ýmsum áttum (Sveinn Skorrl Höskuldsson). 22.00 Fréttir. 22.10 Danslög. — 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 7. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —; 8.40 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir). 12.00—12.50 Hádegisútvarp. ■— (12.25 Fréttir, tilkynningar). ** 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — 19.25 Veðurfregnir). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: Hilde Gtiden syngur óperettulög. 20.50 Um daginn og veginn (Frú Val- borg Bentsdóttir). 21.10 Tónleikar: „Gamansamir tréblás- arar“ — mansöngur í sex þátt- um eftir Wolfgang Schumann, Útvarpshljómsveitin í Leipzig leikur. Gunther Schubert stjórn- ar. 21.30 Útvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland. VIÍ. lestur (Séra Sigurður Einarssonl. 22.00 Fréttir, síldveiðiskýrsla og veð- urfregnir. 22.25 Búnaðarþáttur: Búnaðarháskól- inn á Ási í Noregi 100 ára (Hauk- ur Jörundsson, fulltrúi). 22.40 Kammertónlist frá austur-þýzka útvarpinu: 24 tilbrigði eftir Beethoven um lag Righinis „Vieni amore". Wil- helm Gennarmann leikur á píanó. 23.10 Dagskrárlok. Þriðjudagur 8. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fiéttir og tilk.). — 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. (19.25 Veðuifr). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Skiptapi fyrir Hvarfi (Helgi Hjöfvar rithöfundur). 21.00 Einleikur á fiðlu: Nathan Mil- stein leikur verk eftir Smetana, Wieniawsky, Chopin og fleiri. 21.30 íþróttir (Sigurður Sigurðsson). 21.45 Tónleikar: Hljómsveit Francks Chacksfield leikur verk eftir Ge- orge Gershwin. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Lög unga fólksins. 1 23.05 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.