Morgunblaðið - 06.09.1959, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 06.09.1959, Qupperneq 13
Sunnudagur 6. Sgúst 1959 MnnnrnvTfT. aðið 13 REYKJAVÍKURBRÉF mótmælaskyni gegn stefnu og starfsaðferðum ríkisstjórnar- innar. Laugard. 5 sept. Upphaf heims- styrjaldarinnar Hinn 1. september sl. var þess minnzt um allan heim, að 20 ár voru liðin frá því að síðari heims- styrjöldin hófst. Upphaf þeirra skelfilegu átaka, sem kostuðu milljónir manna lífið, urðu með þeim hætti, að Þýzkaland sendi heri sína á hendur Pólverjum. En undanfari þessarar ofbeldis- árása Hitlers á einn nágranna Þýzkalands var sá, að nazistar og Sovét-stj órnin í Kreml höfðu gert með sér svokallaðan „griða- samning". f honum fólst það fyrst og fremst, að Stalin veitti Hitler frjálsar hendur til þess að hefja styrjöld á hendur Pólverj- um. í raun og veru fólst það einnig í þessum samningi, að Rússar og Þjóðverjar ákváðu að lirrta Pólland í sundur enn að nýju. Sú sögulega staðreynd verð- ur þess vegna ekki sniðgengin, að upphaf skelfilegustu styrjaldar mannkynssögunnar öyggðiSt á samkomulagi nazista og kommúnista. Þetta vilja kommúnistar hér á landi nú ómögulega viður- kenna. Engu að síður hafa þeir látið blað sitt Þjóðviljann verja „griðasamning“ Stalins og Hitl- ers eftir fremsta megni. Þannig hefur kommúnistablaðið lýst því yfir, að í honum hafi verið fólg- inn „óhjákvæmileg stjórnlist"! Sagan hefur þegar kveðið upp sinn dóm um samning Hitlers og Stalins. Sá dómur verður ekki umflúinn. Kommúnistar komast ekki fram hjá þeirri staðreynd, að Hitíer þorði ekki að hefja ár- ásarstríðið gegn Póllandi, fyrr en hann var búinn að tryggja sér stuðning Rússa. En hann reikn- aði dæmið samt skakkt. Hann hélt að hinum vestrænu lýðræðis þjóðum myndu þá fallast hend- ur, og hann gæti óhindraður farið sínu fram á meginlandi Evrópu. En þessi von hans brást. Póllands styrjöldin varð upphaf að heims- styrjöld, sem Þýzkaland tapaði eftir hrikalegar blóðsúthellingar og þjáningar þýzku þjóðarinnar og flestra annarra þjóða heims. Sovétstjórninni hefndist einnig grimmilega fyrir samningamakk sitt við nazista. Það kom í hlut hinna vestrænu lýðræðisþjóða að bjarga Rússlandi frá því að verða herskörum Hitlers að bráð. En það er vissulega lærdóms- ríkt fyrir íslenzku þjóðina, að kommúnistaflokkurinn hér á landi skuli enn þann dag í dag verja þá samninga nazista og kommúnista, sem hleyptu ægi- legustu heimsstyrjöld sögunnar af stað. 12 mílna íiskveiði- landhelgin 12 mílna fiskveiðilandhelgin við íslandsstrendur átti einnig afmæli í þessari viku. Hinn 1. september var eitt ár liðið frá því að reglugerðin um útfærzlu landhelginnar tók gildi. Á þess- um tímamótum bar þá staðreynd hæst, að allar þjóðir að Bretum undanteknum hafa viðurkennt 12 mílna fiskveiðitakmörkin í verki. Ástæða er til þess að ætla, að hin aukna friðun hafi þegar haft veruleg áhrif til verndunar fiskistofnunum við strendur landsins. Er vissulega rík ástæða til þess að fagna því. Tilgangur- inn með útfærslu fiskveiðiland- helginnar og hinni löngu baráttu, sem háð hefur verið á undan- förnum áratugum, er einmitt sá að koma í veg fyrir rányrkju og eyðingu fiskistofnanna. íslend- ingar hafa ekki gert þessar ráð- stafanir til þess að bekkjast til við neina þjóð, heldur til þess eins að tryggja lífshagsmuni sína. Á þessu ríkir án efa vaxandi skilningur meðal allra þjóða. Það sýnir þess vegna mikla og hrapalega skammsýni, þegar Bretar láta herskipaflota sinn halda uppi hernaðaraðgerðum gagnvart íslenzku þjóðinni í þess ari baráttu hennar fyrir tilveru sinni. í erlendum blöðum kemur sú skoðun stöðugt fram, að Bretar hljóti að tapa í þessari viðureign við minnstuv og vopnlausustu þjóð heimsins. Þeir geta að visu haldið áfram að beina fallbyss- um flota síns að hinum litlu ís- fram eiga að fara 25. og 26. okt. nk. í öllum hinum nýju kjör- dæmum hefur undanfarið venð unnið að undirbúningi framboða og er þegar vitað um skipan fram boðslista í nokkrum þeirra. Óhætt er að fullyrða að mikill áhugi ríki meðal almennings fyr- ir þessum kosningum, þar sem kosið verður í fyrsta skipti eftir hinni nýju kjördæmaskipun. Þjóð in gerir sér ljóst, að svipur næsta Alþingis verður í meira sam- ræmi við vilja hennar en nokkru sinni fyrr. Mun það hafa örlaga- rík áhrif á stjórnarfar þjóðar- innar í framtíðinni. Alþingi get- ur því aðeins gegnt hlutverki sínu að það sé nokkurn veginn Lofað nýrri vinstri stjórn Þrátt fyrir það, að vinstri stjórnin yrði ber að meiri svik- um við almenning og hrikalegri uppgjöf gagnvart viðfangsefnum Islenzkra stjórnmála, en nokkur önnur stjórn hefja kommúnistar nú kosningabaráttu sína með því að heita þjóðinni nýrri vinstii stjórn, ef þeir megi ráða. Kemsl „Útsýn“, sem er nokkurs konar dilkur „Þjóðviljans“, m. a. að orði um þétta á þessa leið sl. mánudag: „Það er. skoðun Alþýðubanda- lenzku varðskipum, sem reyna að koma lögum yfir veiðiþjófana. En þeir geta ekki stöðvað hina Óhjákvæmilegu þróun, sem hníg- ur í þá átt meðal allra þjóða að hindra rányrkjuna og stuðla að skynsamlegri verndun fiskistofn- anna. Bretar etu þess vegna ekki aðeins í stríði við íslenzku þjóðina heldur við heilbrigða skynsemi og þróun í alþjóða- niálum. Það er vissulega öm- urlegt og skammarlegt hlut- verk. Skriður að komast á kosninga- undirbúning Skriður er nú að komast á undirbúning stjórnmálaflokkanna undir haustkosningarnar, sem rétt mynd af vilja landsmanna á hverjum tíma. Til þess ber og brýna nauðsyn að löggjafarsam- koman njóti trausts og virðingar almennings. Nokkuð hefur á það brostið hið síðari ár, og á það fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þeirrar staðreyndar, að þingið hefur verið skrípamynd af vilja þjóðarinnar. Vantraust almennings á Alþingi var sér- staklega ljóst á tímum vinstri stjórnarinnar. Flokkar hennar höfðu lofað fólkinu allsherjar- lausn á öllum vanda, án þess að nokkur þyrfti nokkru að fórna. En niðurstaðan varð sú, að öll þessi loforð voru svikin, og það fólk, sem sett hafði traust á „vinstra samstarf“ stóð uppi ger- samlega vonsvikið og ringlað. Þetta kom greinilega fram í bæjarstjórnarkosningum vet urinn 1958, þegar þúsundir kjósenda snerust í lið mcð Sjálfstæðisflokknum í hreinu | Kommúnistar bjóða upp á { nýja vinstri stjórn. — Þann- s ig hugsar teiknari blaðsins ^ sér sviðið, þegar samningar ( hefjast milli þeirra og Fram- S sóknar. } lagsins, að kjósendur eigi rétt á að fá að vita um þessi viðhorf flokkanna fyrir kosningar. Þess vegna ákváðu miðstjórn og þing- flokkur Alþýðubandalagsins þeg ar er kjördæmamálið var afgreitt á Alþingi, að hefjast handa í þvi skyni að beita sér fyrir því að koma á vinstri samvinnu í land- inu að haustkosningunum lokn- um, og að sú samvinna yrði und- irbúin með ýmsum hætti fyrir kosningar." Kommúnistar hafa þannig lýst því hreinlega yfir að tak- mark þeirra sé ný vinstri stjórn. íslenzkir kjósendur vita því mæta vel, að hverju þeir ganga, ef þeir veita kommúnistum aukinn stuðn- ing í kosningunum í haust. Þeir fá þá sama glundroðann, sama stefnuleysið, sama upp- lausnarástandið og á tímum vinstri stjórnarinnar. Ef ný vinstri stjórn yrði mynd- uð, myndi verðbólguskrúfan enn á ný 'fara í fullan gang, nýir og hrikalegir skattar yróu lagðir á þjóðina, kyrrstaða myndi ríkja um uppbyggingu atvinnulífsins og fyrr en síðar hlyti efnahags- legt hrun að dynja yfir iand og þjóð. Slíkt hrun blasti einmitt við, þegar vinstri stjómin hrökkl aðist frá völdum.Hermann Jónas son lýsti því sjálfur yfir, þegar hann sagði af sér, að „ný verð- bólgualda væri risin“ og engin samstaða væri fyrir hendi milii stjórnarflokkanna um úrræði gegn henni. Þjóðin þarf því ekki að fara í neinar grafgötur um það, hvað vinstri stjórn í raun og veru þýðir. Hina svokölluðu vinstri flokka brestur alla mögu- leika til þess að ráða sameigin- lega fram úr vandamálum þjóð- félagsins. Þegar einn þeirra vildi sigla í vestur, vildi annar sigla í austur og hinn þriðji norður og niður. Það er ekki nýtt samstarf slíkra flokka, sem íslenzku þjóð- ina vantar í dag. Hana vantar þvert á móti samhenta forystu, sem fær sé um að marka raun- hæfa stefnu, segja þjóðinni sann- leikann um eðli viðfangsefnanna, sem leysa verður, og halda áfram lífsnauðsynlegri uppbyggingu í landinu. Hafa snúið sér til Framsóknar En kommúnistadilkurinn segir frá fleiru en því, að flokkur þess hyggist beita sér fyrir nýrri vinstri stjórn. Blaðið tilkynnir jafnframt, að Alþýðubandalagið hafi snúið sér til Framsóknar- flokksins og óskað samvinnu við hann um undirbúning slíkrar stjórnar. Kemst blaðið að orði um þetta á þessa leið: „Sem fyrsta skref i þessu efni ákváðu miðstjórnin og þingflokk urinn að snúa sér til Framsókn- arflokksins og gerðu það með er- indi, sem sent var þingflokki Framsóknar áður en þingi lauk. Það erindi mun hafa verið rætt allmikið innan Framsóknarflokks ins og svars að.vænta þessa dag- ana. Verður því nánar skýrt frá þessu máli í næsta blaði Útsýn- ar.“ Það er af þessu auðsætt að kommúnistar gera sér góðar von- ir um það, að Framsókn muni fáanleg til stuðnings við hug- myndina um nýja vinstri stjórn. Þarf heldur ekki að draga það í efa, að Framsóknarmenn muni taka tilboði þeirra opnum örm- um. Hitt er svo annað mál, að ekkert er liklegra en að Fram- sóknarflokkurinn lýsi því yfir hátíðlega nú eins og fyrir sein- Ustu kosningar, að hann muni ekki mynda ríkisstjórn með kommúnistum. En bak við tjöldin munu Her- mann Jónasson og Eysteinn Jónsson ekki hika við að lofa kommúnistum öllu því, sera þeir biðja um. Þessar upplýsingar kommún- istablaðsins og vitneskjan um þá samninga, sem þegar hafa verið teknir upp milli Alþýðubanda- lagsins og Framsóknarflokksins hljóta að skýra línurnar í barátt- unni, sem framundan er, veru- lega. Þjóðin veit nú hvað er að gerast á bak við tjöldin. Það er verið að undirbúa nýja hallæris- stjórn undir forystu Framsóknar- flokksins, nýja verðbólgustjórn, nýja glundroðastjórn, sem reynsl an bendir óhikað til að leiða myndi mikla ógæfu yfir íslenzku þjóðina. Eeilbrigðara stjórnarfar En yfirgnæfandi meirihluti fs- lendinga óskar þess nú einlæg- , Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.