Morgunblaðið - 06.09.1959, Page 14

Morgunblaðið - 06.09.1959, Page 14
14 MORcrxnr 4ðið Sunrmdaerur 6. Serúst 1959 Röskan pilt eSa stúlku vantar til afgreiðslustarfa. Upplýsingar gefnar mánudag. xuiisimidt Laugavegi 3. Ödýrt Ödýrt Plasttöflur á börn. Verð frá kr. 39-50 Kventöflur frá kr. 58.00. Kveninniskór frá kr. 45.00. Kven- og unglingaskór frá kr. 90 00. Athugið þér gerið góð kaup hjá okkur BIJÐIIM Spítalastíg 10 IMýkomið POIMD’S Hreinsunarkrem N æringarkrem Dagkrem l eqiiBQQinn Bankastræti 7 Hard Gloss Glo-Goat er það bezta á nýtízku tíglagólf og gólfdúka. Fæst í næstu búð. Umboðsmenn: MÁUAKINA H.F., Rvík. Gólfg Ijáinn Berib á og farib frá! Komið aftur og gólfið hefir þornað með mjög fallegum, sterkum glans. Attræður á morgun Lárus Fjeldsted hæstar.lögm. Á MORGUN verður Lárus Fjeld- sted, elzti starfandi málafærslu- maður landsins áttræður. Hann er fæddur á Hvítárvöll- um í Borgarfirði 7. sept. 1879, sonur hins alkunna atorkumanns Andrésar óðalsbónda síðar í Ferjukoti og konu hans Sesseljti Kristjánsdóttur. Lárus varð stúdent árið 1900 og lögfræðingur frá Kaupmanna hafnarháskóla 25. júní 1908 Að loknu námi var hann um skeið settur sýslumaður í Gull- bringu- og Kjósarsýslu og bæj- arfógeti í Hafnarfirði, en 1. apríl 1909 setti hann á stofn mála- færsluskrifstofu í Reykjavík og hefur rekið hana óslitið síðan. — Yfirréttarmálafærslumaður varð hann 23. október 1908 og hæstaréttarlögmaður 1. marz 1922. Málafærsluskrifstofu sína rak Lárus árin 1923—1955 í félagi við Theodór B. Líndal, próf. og frá 1944 einnig í félagi við Águst son sinni. Þegar Theódór B. Líndal varð prófessor í lögum kom Benedikt Sigurjónsson þáverandi fullttrúi borgardómara í stað Theódórs og reka þeir Lárus, Ágúst og Bene- dikt hæstréttarlögmenn skrifstoí una nú saman í félagi. Þó að Lárus Fjeldsted hafi átt við allmikla vanheilsu að stríða undanfarin ár, er hann nú í fullu fjöri og gengur daglega að störf- um sínum. Lárus Fjeldsted hefur verið far sæll málafærslumaður og hefur skrifstofa þeirra félaga verið ein sú stærsta hér í bænum með fjölda innlendra og erlendra við- skiptavina, þar s á meðal ýmsar erlendar sendisveitir hér í Reykja vík. Auk starfs síns sem málaflutn- ingsmaður hafa hlaðizt á Lárus Fjeldsted fjöldi starfa meira og minna opinbers eðlis. Hann var t. d. í bankaráði Útvegsbanka ís- lands frá stofnun hans, þar til hann var gerður að ríkisbanka, formaður Merkjadóms Reykja- víkur frá 1930 til 1944, skila- nefndarmaður í búi Síldareinka- sölu íslands 9. des. 1931 situr í stjóm Sjóváta-yggingafélags ís- lands o s. frv. Er hér aðeins fátt upp talið. Það, sem einkennt hefur mála- færslustarfsemi Lárusar öðru fremur, er raunsýni hans, lægni og góðvilji. Hefur hann alla tíð verið hinn mesti mannasættir. Fyrir þetta hefur hann hlotið almennt traust og virðingu og verið sæmdur fleiri innlendum og erlendum heiðursmerkjum en nokkur annar málafærslumaður. Lögmannafélag íslands hefur sýnt hug sinn til hans með því að gera hann að heiðursfélaga sínum á fertugsafmæli félagsms. Lárus er kvæntur Lovísu Ágústsdóttur, kaupmanns, ágætri konu, sem búið hefur honum ham ingjuríkt heimili. Hafa þau eign- ast 4 efnileg börn, og eru þrjú þeirra á lífi. Lögmannafélag fslands hafði hug á því að heiðra Lárus Fjeld- sted sérstaklega með samsæti á þessum merkisdegi hans, en hann tók ekki í mál að það væri geit. Hann verður fjarverandi úr bæn- um og ég veit að það er á móti vilja hans að þessa merkisdags hans sé getið opinberlega. En þetta afmæli hans er svo sér stætt, og maðurinn slíkur heið- ursmaður, að mér finnst að þessi merkisdagur í lífi hans megi ekki liggja í þagnargildi. Fyrir hönd Lögmannafélags íslands og persónulega óska ég honum og fjölskyldu hans til hamingju með þennan merkisdag og óska að hann megi enn lengi lifa og starfa meðal vor í fullu fjöri. Lárus Jóhannesson. — Reykjavikurbréf Framh. af bls. 13. lega að komið verði á heilbrigðu stjórnarfari í landinu. Þjóðin man, hversu ástandið var alvar- legt, þegar Hermann Jónasson sagði af sér og vinstri stjórninni 4. desember sl. íslenzkur almenn ingur vill ekki leiða yfir sig sömu ófremdina og hann bjó við frá sumrinu 1956 til haustsins 1958. Allir hugsandi menn gera sér ljóst, að.ný vinnúbrögð verð- ur að taka upp, ef nýtt stjórn- leysistímabil á ekki að renna upp. Það er ekki hægt að stjórna íslandi án þátttöku langsam- lega stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar, sem byggður er upp af framleiðsiustéttunum til lands og sjávar, verkalýð og fólki úr öllum öðrum stétt- um þjóðfélagsins. Fólkið veit líka, að Sjálfstæðisflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn, sem er fær um það, i senn, að framkvæma nauðsynlegar ráð stafanir til bjargar efnahags- grundvelli þjóðfélagsins, og áframhaldandi uppbyggingu atvinnuvega landsmanna. Það er þekking og viður kenning þjóðarinnar á þessari staðreynd, sem mun ríða baggamuninum í næstu kosn- ingum. Þess vegna er vinstri stjórnarhugmynd Framsóknar manna og kommúnista fyrir- fram andvana fædd. Stórt fyrirtæki í Miðbænum óskar eftir Skrifstofustúlku með Verzlunarskóla- eða hliðstæðri menntun. Eiginhandarumsókn, með uppl. um aldur, menntun og fyrri störf, sendist afgr. Mbl. fyrir 1Q. þ.m. merkt: „Lipur—4438“. Til leigu í nýbyggðu húsi: 1) 5 herbergi, skáli, eldhús og bað á ca 130 fermetra'hæð. 2) 2 herbergi, eldhús og bað í kjallara. 3) 2 einstaklingsherbergi með baði í risi Þeir, sem áhuga hafa á ofangreindu sendi nöfn sín og heimilisfang á afgr. Mbl. merkt: „Hagar—4736“. Sími 15300 Ægisgötu 4 Blikksmíði V erksmiðjuvinna Okkur vantar menn í verksmiðju- vinnu og aðstoð við blikksmíðar. Aðeins menn yfir 20 ára koma til greina. Fyrirspúrnum ekki svarað í síma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.