Morgunblaðið - 06.09.1959, Síða 15

Morgunblaðið - 06.09.1959, Síða 15
Sunnudagur 6. águsf 1959 MORCinvnr aðið 15 Vetrartízkan nýja Skjólgóðar yfirhafnir og kvenlegar draktir TÍZKUHÚS Parísarborgar hafa nú lokið við að sýna tízku komandi vetrar og eru öll blöð og tímarit yfírfull af myndum af fatnaði þeim, sem þar kom fram, en birting mynda frá sýningunum er ekki leyfð fyrr en öll tízkuhús borgarinnar hafa lokið við að sýna framleiðslu og hugmynd ir sínar. í>að, sem einkum vekur eftir- tekt í þetta sinn, er hve hlýlegar og skjólgóðar yfirhafnirnar eru. Tízkufrömuðirnir hafa sem sé komizt að þeirri niðurstöðu að ekki væri vert að láta kvenfólk- ið krókna úr kulda x vetur. Er það einkar heppilegt íyrir okkar veðurfar og mun íslenzkt kven- folk vissulega fagna þessu, og er þess að vænta að færri íslenzkar stúlkur sjáist nú með blátt nef og kxóknar loppur en verið hefur. Draktir og kápur eru nú mjög prýddar skinni, bæði stóium og smáum, dýrum og ódýrum. Káp- urnar eru ýmist kragalausar — prýðilegt fyrir þær, sem eiga lausan skinnkraga eða ref, og þær, sem gjarnan nota stóra trefla, — eða með stórum kraga. Eru margir hafðir svo stórir að tæplega er hægt að tala um kraga heldur herðaslá. En eins og kunnugt er stendur aðalstyrinn um síddina á kjólim- um. Hinn ungi eftirmaður Diors, Saint-Laurent, skelfdi allan heim með því að stytta kjólana heldur mikið, að því er mönnum fannst i fyrstu, en svo er að sja af nýj- um fréttum og ummælum ann- arra tízkukónga, að hann sé á góðri leið með að vinna þessari „nýjung“ sinni aukið fylgi. Kjólar frá öðrum tízkuhúsum eru mup síðari. Yfirleitt þykir kvenfatnaður- inn, sem nú hefur komið fram, mun kvenlegri en áður hefur verið. Draktarjakkarnir eru hafð ir síðari en undanfarin ár, margir hverjir aðskornir, þannig að mitt- ið hefur nú meira að segja en verið hefur. Aaðallitirnir f ár eru olívu- grænt, hnotubrúnt og dökkfjólu- blátt, ennfremur ber mikið á köflóttum og yrjóttum efnum. Köflótt drakt með stórum f skinnkraga. Takið eftir hve jakkinn er síður og heildar- svipur draktarinnar kvenleg- ur. Hér gefiur að líta yfirlit yfir breytingar þær, sem orðið hafa á pilssídd kvenfólksins á fyrri hluta 20. aldar. Er mjög skemmtilegt að athuga þær sveiflur, sem orðið hafa á sídd- inni sl. 60 ár og má segja að „kúrvan“ «é afar hiykkjótt. Hæst hefur hún risið árið 1925 og er nú eftir að sjá, hvort næsta ár, árið 1960, muni slá öll met og afhjúpa hnén, sem svo mikið er deilt um í heimi tízk- unnar. Cha, cha, cha og samba er „uppá hald" söngkonunnar — MÉR þykir ákaflega gaman að dansa — en ég vil þó heldur horfa á aðra dansa, en að dansa sjálf. Það var söngkonan Stella Felix, sem sagði þetta, brosti sánu blíðasta og hló. Það voru víst allmargir sem voru nærri því að snúa sig úr hálsliðnum, svo snöggt litu þeir við er tjaldið var dregið frá svið- inu í Lido og suðrænir tónar magnaðir seiðandi trumbuslætti fylltu salinn. Og þarna fremst Grunnt á því góða BUENOS Aires, 4. sept. — Her- málaráðherra Argentínu, Anaya herforingi, sagði af sér í dag til þess að forða uppreisn £ landinu. Montero nokkur, sem sviptur hafði verið foringjatign í hern- um, hafði stofnað byltingarráð og fengið áhrifamenn í hernum á sitt band. Montero lýsti því yfir að herinn bæri ekki lengur traust til Anya —■ og eftir að Frondizi hafði átt fund með Montero var tilkynnt, að Larcher herforingi hefði tekið við hermálaráðherra- embættinu. Um tíma leit út fyr- ir að til bardaga mundi draga, því Montero naut stuðnings hluta úr hernum. Ekkert annað en af- sögn Anaya gat komið í veg fyrir blóðsúthellingar, segir í fréttum. stóð söngkonan Stella Felix þel- dökk — og jafn seiðmögnuð og músikin. Þetta nýja hljómlistarfóik Lido Franska hljómsveitin í Lido er allt ættað eða fætt í frönsku Vestur-Indíum. Það er einhver erlendur og framandi svipur yf- ir salarkynnunum þegar þessi þel dökka hljómsveit leikur þar. Við náðum sem snöggvast í hljómsveitarstjórann Felix Val- vert og söngkonuna, eiginkonu hans, Stellu Felix. Hann hefur leikið fyrir dansi í 20 ár og nú hin síðustu fimm verið hljómsveitarstjóri. Þessi hljómsveit hans hefur farið víða. Hún lék við opnun Strand Hotels í Stokkhólmi fyrir 3 árum og hef ur þrívegis verið fengin þangað aftur — og þaðan komu þau nú. Þau hafa auk þess leikið í Finn- landi, á Ambassadeur í Dan- mörku og á Atlanta í Stavanger. Auk fjölmargra staða annara víðs vegar um Evrópu og víðar. Þetta sagði hljómsveitarstjór- inn — en við gutum augunum til frúarinnar, og sögðum feimn- ir svona til að segja eitthvað. — Er langt síðan þið hafið verið heima, þ. e. a. s. í Vestur- Indíum? — Já, það er langt síðan. Við teljum okkur eiga heima í París. — En þeir dansa líka í Vestur- Indíum, er það ekki. — Jú, jú, sagði hún og hló. — En er betra að vera á fs- landi? — Það er ágætt — allt svo ný- tízkulegt og þægilegt, og svo bú- um við á góðu heimili, sem er svo miklu hlýlegra en hótel. — Hvert er uppáhaldslag söng- konunnar? — Æ, æ það er svo erfitt að segja. Ég get ekki svarað nei, jú, — cha, cha, oha og samba vil ég helzt. Og svo hætti Neo-kvartettinn sem á sívaxandi vinsældum að fagna og leikur til skiptis við Valvert-hljómsveitina næstu tvo mánuðina. Það er stanzlaus músik frá kl. 7. Tjaldið féll — og var dregið frá aftur. Þá var það að þetta skeði með hálsana á þeim sem sneru baki við sviðxnu. Tónar blökkumannanna voru svo takt- fastir og þýðir og rödd Stellu svo titarandi og seiðandi. Þeir brostu til hennar tveir einmana en glað- ir forstjórar á nálægu borði — hún brosti á móti, en þeir mis- skildu brosið. Þeir vissu ekki að hún var gift. En þeir pöntuðu romm og kók í glösin — í stil við músikk- ina og skemmtu sér konunglega í Lido. — Kirkjugluggar Framhald af bls. 8. hyrningurinn og átthyrningurinn. f þessu tilfelli nota ég ferhyrn- ingin sem tákn hinnar heilögu ritningar, en í heilagri ritningu er Guðs orð ritað. Átthyrningur- inn samsvarar hinni Guðlegu réttvísi og sexhyrningurinn hið fullkomna jafnvægi. GLIJGGI X. — Þessi gluggi er tileinkaður heilögum Þorláki. í Þorláks-sögu, blaðsíðu 76, stend- ur: Um vetrinn skírdagsnátt eft- ir andlát Þorláks byskups sá einn bóndi er Sveinn hét svá mikit ljós í Skálholti yfir leiði Þorláks byskups, at varla mátti hann sjá kirkjuna fyrir. í þessum glugga kemur fram svipað form og er í glugga Páls postula, en hverfur á söku stað vegna Ijósformanna yfir leiði Þorláks biskups. Neð- arlega í glugganum er átthyrn- ingurinn í kring um það form sem ég hefi hugsað mér gröfina. Þessi gluggi er tákn um heilag- leika Þorláks biskups. Mér finnst rétt að hafa hann sem næst kórn- um, helgasta stað kirkjunnar. GLUGGI XL — Jóhannes I 8.9. Ekki var hann ljósið, heldur átti hann að vitna um ljósið. Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, var að koma í heiminn. í þessum glugga er fimmhyrn- ingurinn aðal formið, sem tákn um hina mannlegu fullkomnun. Mér finnst fara vel að nota þetta form í glugga þeim, sern er beint á móti glugga heilags Þorláks, þar sem hann var ekki ljósið, en hann vitnaði um ljósið og Þorlák- ur helgi er fyrir okkur það bezta dæmi um hina mannlegu full- komnun. GLUGGI XH. — Matteus XVI 18. En ég segi þér, þú ert Pétur. Og á þessum kletti mun ég byggja söfnuð minn. í þessum glugga eru þrjú ferhyrnd. form, hvert upp af öðru, sem tákn *um eflingu safnaðarins. Þríhyrning- urinn með einu horninu niður á við kemur fram í öllum fer-. hyrndu formunum, sem táknar að Pétur postuli afneitaði Jesú Kristi þrisvar sinnum, en þessi þrjú augnablik hafa sennilega verið þau hörmulegustu i lífi hans. Orðið Pétur, eða klettur í þessu tilfelli er að mínu áliti ekki venjulegur klettur, heldur dýr- mætur steinn, sem geislar út frá en í glugganum hefi ég teiknað geislabrot út frá hverju formi. GLUGGI XIII. —— Opinberun Jóhannesar 18. Ég er Alfa og Omega, segir Drottinn Guð, hann sem er og var og kemur, hinn alvaldi. I þessum glugga er krossinn aðalformið, sem kem ur fram í björtum lit. Eins og áður hefur verið sagt, er kross- inn byggður á tölunni fjórum og er tákn jafnvægis í samein- ingu andstæönanna. xVIinn skiin- ingur á þessu er sá, að Jesús Kristur, sem er fæddur af mann legu holdi verður með Guðs- mætti fullkomleikinn, en í hinni venjulegu mannlegu veru eru óendanlegar andstæður, þ.e.a.s. ófullkomleikinn. Þríhyrningurinn er í miðjum krossinum. Hin heil- aga þrenning. Tólfhyrningurinn sem táknar postulana tólf er ofar lega í glugganum og nær út að gluggakörmunum. GLUGGI XIV. Matteus XXVII 51. Og sjá fortjald musterisins rifnaði sundur í tvennt frá ofan- verðu og allt niður í gegn og jörðin skalf og björgin klofnuðu. Þessi gluggi er tákn hins mann- iega veikleika. Sexhyrningurinn, sem, er tákn hins fullkomna jafn vægis og harmoníu er annað aðal formið í glugganum. Hér er ein hlið sexhyrningsins teiknuð með brotnum línum, sem skipta hlið- inni í sundur, en þar af leiðandi missir sexhyrningurinn sitt fyrra tákn. Mannskepnan brýtur lög- mál Guðs almáttugs og jörðin skalf og björgin klofnuðu, en í gegn um alla sundrungina skín krossinn. GLUGGI XV. — Mósebók I 3. Þá sagði Guð: Verði ljós. Og það varð ljós. f þessum glugga er sjö- byrningurinn, sern er tákn tíma- bilsins er Guð skapaði himinn og jörð. Þríhyrningurinn kemur þrisvar sinnum fram í þessum glugga sem Ijósform. Ég hefi valið sitt hvoru megin í kórnum helg- ásta stað kirkjunnar, sköpunina og sundrungina. í mannshjartanu er bæði hin góða og hið vonda, andstæðurnar, sem eilíft brjótast um í mannverunni. í litlu gluggunum í skipinu eru þessi tákn: GLUGGAR á hávegg í skipi. Fiskurinn, tákn Jesús Krists. Nagiarnir og hamarinn. Hrísvend irnir. Töngin. Þyrnikórónan. Leið- arstjarnan. Svampurinn. Dúkur Veroniku. Kaleikurinn. Stiginn. • LONDON, 1. sept. — Einn af ráðherrum í stjórn Arabalýðveld- isins, Abdul Monem E1 Kaissouny efnahagsmálaráðherra, mun heim sækja Bretland í þessum mán- uði á leið sinni til Bandaríkjanna, þar sem hann mun sitja árs- fund Aljóðabankans í Washing- ton. Verður þetta í fyrsta skipti, sem egypzkur ráðherra kemur til landsins frá því að stjórnmála- sambandi milli ríkjanna var slit- ið eftir Suez-innrásina árið 1956.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.