Morgunblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 8
8 MOParnVTiT 4Ð1Ð Sunnudagur 6. ágúst 1959 UM HELGINA í sumar hafa fjöl- margir lagt leið sína að Skál- holti, til að skoða hina nýju kirkju. Eitt af því sem vakið hefur athygli að undanförnu eru nýju marglitu kirkjugluggarnir, 41 að tölu. Margir þeir sem í kirkjuna korna láta vafalaust þá skoðun í ljós, að þetta séu fallegir litir en að lítið sjái þeir kirkjulegt við gluggana. Aðrir afgreiða málið þannig, að þetta séu víst abstrakt postular. Síðan velta menn ekki lengur vöngum yfir því. En í rauninni eru gluggarnir byggðir upp með gömlum, symb- ólskum, kirkjulegum táknum og Gluggi 12. Gluggi Péturs postula höfundur þeirra ætlar hverjum glugga að tákna eitthvað ákveð- ið. Er efni annars hvers aí stóru gluggunum tekið úr biblíunni, en á milli eru viðfangseíni úr íslenzkri biskupasögu. I litlu gluggunum á hávegg í skipi eru kirkjuleg tákn. í>ar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir að nema fáir af þeim sem gluggana skoða séu vel að sér í gömlum kirkjutáknum, höf- um við útvegað okkur skýringar, sem höfundur glugganna, Gerð- ur Helgadóttir, myndhöggvari, lét fylgja þeim til húsameistara ríkisins, Harðar Bjarnasonar og fulltrúa ráðuneytisins við kirkju bygginguna, próf. Magnúsar Más Lárussonar. Skýringarnar voru að vísu ekki ætlaðar til opmberr- ar birtingar. En til fróðleiks fyr- ir væntanlega kirkjugesti í Skál- holti tökum við okkur bessaleyfi að birta þær. Fyrstur er talinn vesturgluggi yfir dyrum og síðan haldið á- fram austur eftir suðurhlið og vestur með norðurhlið. Gluggar, sem merktir eru 14 og 15, eru í rauninni 6 gluggar í kór. Nokkur form úr uppdráttunum Fyrst geri ég grein fyrir nokkrum formum sem eru í uppdráttunum og endurtaka sig á ýmsan máta, svo sem: Fer- hyrningurinn, Þríhyrningurinn, Fimmhyrningurinn, Sexhyrning- urinn, Sjöhyrningurinn, Átt- hyrningurinn, Krossinn. Allar eftirfarandi skýringar, viðvíkjandi tölum og formum, eru þýddar úr bók, seih er skrif- uð af Rene Gilles og heitir „Le Symbolisme dans L’Art religie- ux“. (Symbolisminn í kirkjulist) — Ég hefi einnig haft til hlið- sjónar bók eftir Lanza Del Vasto „Commentaire de L’Evangile". (Útskýringar við guðspjöllin). Allar tölur eiga sitt raunveru- lega form. Talan ríkir alls stað- ar í náttúrunni, í symetríu lauf- blaða blóma, í stíganda hljóm- listar, skáldskapar og litasam- setningar, jafnvel í byggingu frumeinda á lægstu stigum. Talan þrír er sú fyrsta, sem hægt er að byggja úr lokað form, þ. e. a. s. þríhyrmnginn. Þríhyrningurinn er tákn heilagr- ar þrenningar þegar eitt hornið' snýr upp á við, en þýðir aftur á móti neitun sannleikans eða hins helga, ef eitt hornið snýr niður á við. Talan fjórir eða ferhyrningur- inn er tákn hina Guðlega mátt- ar í verki og orði, en orð Guðs koma til mannanna til þess að upplýsa þá og leiða þá á æðri stigu. Talan fjórir kemur einnig fram í krossinum. í þessu til- felli er hún tákn jafnvægis í sameiningu andstæðnanna. Talan fimm eða fimmhyrning- urinn er tákn um eiginleika mannverunnar til þess að beina sér af frjálsum vilja að því góða eða því vonda. Getur þess vegna verið tákn hins mannlega full- komleika. Getur einnig táknað hin fimm sár Krists á krossinum. Talan sex eða sexhyrningur- inn er það form sém endurtek- ur sig oftast í náttúrunni. Liljan er bezta dæmi upp á það. Sex- hyrningurinn er tákn hins full- komna jafnvægis og harmoníu. Talan sjö eða sjöhyrningurinn er tákn tímabils þess er Guð skapaði himin og jörð. Átta eða átthyrningurinn er tákn hinnar Guðlegu réttvísi, sem refsar þeim er vanhelgi hafa í frammi og brjóta lögmálin. — Táknar einnig hin átta heilræði fjallræðunnar. Skýringar á táknum GLUGGI I. — Þessi gluggi er tileinkaður heilögum Þorláki, verndardýrlingi kirkjunnar og er um leið áminning til kristinna manna, hver tilgangur þessa stað ar er. Glugganum fylgir þessi setning: Opinberun Jóhannesar XXII 14. — Sælir eru þeir sem þvo skikkjur sínar, til þess að þeir geti fengið aðgang að lífs- ins tré og megi ganga um hliðin inn í borgina. í biskupasögum (fyrsta bindi) Þorláks sögu, kafla 13, er skrif- að: Byskup var linr ok mjúkr í öllum góðum ráðum og heilráðr um allt er hann var at sóttr. Hef- ir hann þat nú öðlazt er mælir í Guðspjallinu: Sælir eru mjúk- látir, því þeir munu öðlazt eilífa jörð. Að mínu áliti þýðir þessi setning það sama og setningin í Opinberun Jóhannesar XXII 14. GLUGGI n. — I þessum glugga eru þrjár súlur, en sú í miðið er mikið Ijósari en hinar tvær. Súlunum er skipt með ljósu þverformi og verður aðal ljós- flöturinn krossinn. . Hugmyndin er sú, að með kristni á íslandi hverfa öndvegissúlurnar. Mér finnst rétt ‘ að tileinka Gissuri hvíta fyrsta gluggann í suðurhlið skipsins, þar sem hann var boð- beri kristinnar trúar á íslandi. GLUGGI III. — Markús XVI 15. — Farið út um allan heim og predikið gleðiboðskapinn allri skepnu. Ég hefi valið þessa setn- ingu úr Biblíunni, þar sem mér finnst hún koma heim við starf- semi Gissurar, sem boðbera kristinnar trúar á íslandi. Þrí- hyrningurinn er það form, sem mér finnst fara bezt við þessa setningu. 1 fyrsta bréfi Jóhann- esar V 7. 8. er skrifað: Og and- inn er sá sem vitnar því andinn er sannleikurinn, því þrír eru þeir sem vitna; andinn, vatnið og blóðið, og þeim þremur ber saman. Þríhyrningurinn endur- tekur sig fjórum sinnum, sem tákn um að orð Guðs kom til mannanna. Samanber talan fjór- ir. —■ GLUGGIIV. — Þessi gluggi er tileinkaður Gissuri ísleifssyni, en hann veitti Norðlendingum þá bón að setja á stofn biskupsstól á Norðurlandi. í þessum glugga er átthyrningurinn, en hér er honum skipt í tvennt, þ. e. a. s. hann verður að tveim fjórkönt- uðum formum, sem eru sitt hvoru megin í glugganum Talan átta stendur alltaf í nánu sam- bandi við töluna fjóra. Hér er átthyrningnum skipt í tvennt og finnst mér þetta form fara vel sem tákn um framtakssemi Gissurar þar sem hann stuðlar að því að Guðs orð nái til allra íslendinga. GLUGGI V. — Markús VI 42. Og allir neyttu og urðu mettir. —■ Hið bjarta ávala form, sem sam- einast því dökkrauða, táknar brauðið og vínið. I Jóhannesar guðspjalli VI 27. er ritað: Aflið yður ekki þeirrar fæðu sem eýð- ist, heldur þeirrar fæðu, sem var- ir til eilífs lífs og manns-sonur- inn mun gefa yður, því að hann hefur faðirinn innsiglað, sjálfur Guð. Og Jóhannes VI 35: Ég er brauð lífsins. Þann mun ekki hungra, sem til mín kemur, og þann aldrei þyrsta, sem á mig trúir. Mér finnst fara vel að nota þessa setningu við þennan glugga, sem er beint á móti glugga Gissurar ísleifssonar. GLUGGI VI. — Þessi gluggi er tileinkaður Klængi biskupi, en hann byggði kirkju í Skálholti. Guðrækni og vegsemd Klængs biskups finnst mér samsvara hin- um átta heilræðum, sem Jesús Kristur kenndi í fjallræðunni (Matteus V 10). I Hungurvöku, blaðsíðu 28, segir: Meinlátssam- ari var hann í mörgu lagi en aðr- ir byskupar höfðu verit í vökum ok föstum ok klæðabúnaði. Hann gekk oft berfættr um nætr í snjó um ok frostum. í þennan glugga hefi ég valið átthyrninginn og svipað form og er í glugga Páls postula, en mun gera nánari grein fyrir því, þegar að honum kemur. Pétur postuli er fyrsti staðgengill Jesú Krists. Með end- urreisn Skálholtskirkju er Klæng ur biskup að mínu áliti staðgeng- ill Jesú Krists í Skálholti. GLUGGI VII. — Matteus VIII 3. Og hann rétti út höndina, snart hann og sagði: Ég vil, verði þú Gluggl 13. hreinn og jafnskjótt varð líkþrá- hans hrein. í þessum glugga kem ur ferhyrningiurinn vel fram. í miðjum ferhyrningnum er átt- hyrningurinn og seinast er þrí. i hyrningurinn og geislar stafa út frá honum. Með Guðlegum mætti læknaði og kenndi Jesú Kristur líðnum, en eins og áður hefur , verið tekið fram er ferhyrning- urinn tákn hins Guðlega máttcir | í orði og verki. GLUGGI VIII. — Þessl gluggi I er tileinkaður Páli biskupi. í PáÍ3 * sögu biskups blaðsíða 254 segir: Ok þá er hann kom út til íslands, / þá var hann fyrir öllum mönn- um öðrum at kurteisi lærdóms síns, versagerðar ok bóklistar. Hann var, ok svá mikill radd- maðr ok söngmaðr, at af bar söngr hans ok rödd af öðrum mönnum, þeim er þá voru honum samtíða. Sexhyrninginn hefi ég valið í þennan glugga, þar sem hann er tákn hins fullkomna jafnvægis og harmoníu. Marg- faldast ljósbrotið í sexhyrningn- um, sem svarar til starfssemi Páls biskups er hann prýddi kirkjuna í hvívetna. GLUGGI IX. _ Opinberun Jó- hannesar I. 19. Rita því nú það, sem þú séð hefir, bæði það, sem er, og það, sem verða mun eftir þetta. — 1 þessum glugga eru ýmiss form, sem hafa komið fyr- ir áður. Serfhyrningurinn, fer- , Frámh. á bls. 15.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.