Morgunblaðið - 06.09.1959, Page 3

Morgunblaðið - 06.09.1959, Page 3
Sunnudagur 6. ágúst 1959 MORCV 3 Þegar lögin eru falleg — er sama hvernig söng- konan er „ENGEL Lund stendur upp og syngur. Hún setur sig ekki í stell ingar og er með enga tilburði. Það er ekki þörf á slíkum hjálp- armeðlum, því röddin ein flytur allt hið dramatíska innihald söngvanna til áheyrenda. Svip- urinn á andliti hennar leggur að vísu áherzlu á merkingu laganna, því auðvitað speglar hann hugar- ástand hennar“. Þannig byrjar enskur maður, Douglas Kennedy, lýsingu á hljómleikum Engelar Lund í for mála að þjóðlagasafni. En hvernig nær hún þessum ár- angri. Til þess nægja varla nót- ur af laginu, kunnátta ljóðs og góð söngrödd. Við lögðum þessa spurningu fyrir söngkonuna sjálfa, sem er stödd hér á landi um þessar mundir. — Ég byrja á því að safna að mér hundruðum þjóðlaga frá við komandi landi, fer í gegnum þau, læri heilmikið af þeim, ber saman hin ýmsu afbrigði þeirra í ýmsum landshlutum, vel það úr sem mér finnst bezt og íhuga málið. Svo skrifa ég út lögin, læri textana og þegar ég hefi valið úr 15—20, þá fer ég með þau til undirleikara míns, Ferdi- nands Rauters. Hann hlustar á mig syngja hvert lag ótal sinn- um. Síðan fer hann að leika lög- in á ýmsa vegu. Og þá byrjum við að vinna, þ.e.a.s. að reyna að komast að því hvernig lagið vill verða sungið, ekki á hvern hátt ég vil túlka það. Þetta er ákaflega mikilvægt, einkum þeg- ar þjóðlög eru annars vegar. Ég sem- ekki lögin, ég flyt þau. Það er ekki ég sem er skemmtileg, heldur lagið og það má ég ekki trufla. Oft rekst ég á skemmti- legt lag og fer að syngja það, en einhvern veginn næ ég ekki tangarhaldi á því. Þá er að finna hvað að er. Oftast er ástæðan sú, að ég hefi blandað sjálfri mér í málið. Það henti mig einu sinni á mín um yngri árum að eyðileggja fyrir mér lag. Frakkinn Mann lét mig hafa lag, sem móð- ir hans hafði sungið. Ég varð ákaflega hrifin af því og kastaði mér út í sönginn og mér tókst að syngja lagið. Ég var ákaflega hrifin af minni eigin túlkun. En þcuinig eyðilagði ég allt fyrir mér. Eftir að ég hafði haft þetta lag á efnisskrá minni í nokkur ár, þá hætti ég að geta sungið það. Eingöngu af því að ég hafði verið svona hrifin af sjálfri mér og troðið sjálfri mér fram fyrir lagið. Ég hefi aldrei náð tökum á því síðan. — Þér minntust á undirleikar- Sr. Öskar J. Þorláksson Bjartsýni ann yðar. Hafið þér allt- af sama undirleikarann? •— Já, við höfum unnið saman í 50 ár og hann hef- ur útsett atlt sem ég hefi sungið á þeim tíma. Raut- er er Austurríkismaður og leiðir okkar lágu satnan af tilviljun í Hamborg. Mér geðjaðist ekki að honum og honum fannst ég bæði skrýtin og erfið. En svo söng ég nokkur Gyðinga- lög og íslenzk pjóðlög. Hann varð mjög hrifinn af þeim og sagði: Það er alveg sama hvernig söng- konan er, úr því lögin eru svona falleg. Og svo fór hann að leika undir fyrir mig. Nú er hann orðinn vanur að vinna á sama hátt og ég, leggja út í harða baráttu til að kom- ast til botns í hvernig lög- in eigi að vera. Annars fer oft allt í háaloft á æf- ingum hjá okkur. Hann segir að ég syngi lagið illa og ég verð alveg fjúkandi reið, en svo endar það allt af með því að lagið sigrar okkur bæði. — Þér syngið öll þjóð- lög á frummálinu. Hvað syngið þér eiginl,ega á mörgum tungumálum? — Sennilega 14 til 15. Annars veit ég ekki hvort telja á málýskurnar sér- staklega. Ef við tökum Gyðingamálin sem dæmi, þá eru þrír mismunandi framburðir í yiddiskunni, sá rússneski, pólski og lit- háski, og sama er að segja um hebrezku mállýskurn- ar. öll þau ljóð sem ég fer með, syng ég á frummál- inu, kunni. ég það ekki syng ég þau ekki. En auð- vitað verður að útskýra efnið í söngvunum á máli, sem áheyrendur skilja. — Þegar ég syng íslenzk* lag — og ég lýk öllum hljómleikum á ísl. lagi. hafi ég ekki verið fengin til að flytja lög ákveðinnar þjóð- ar, — þá tala ég fyrst um íslenzka tungumálið og svo lögin, og á eft- ir talar svo söngurinn sínu máli. Tökum t.d. Bí, bl og blaka. Ég útskýri á undan laginu hvernig álftirnar á íslandi fljúga og syngja, og það þykir alltaf mjög skemmtilegt. — Og hvaða ísl. þjóðlög, sem þér hafið sungið, hafa fundið mestan hljómgrunn meðal er- lendra áheyrenda? — Það er nú það. Þeir sem vit hafa á, vilja alltaf heyra Liljukvæðið. En þeir sem hafa heyrt „Litlu börnin leika sér“, biðja alltaf um það, ef það er ekki á söngskránni. Ég skal segja yður dálítið skemmtilegt. Waughan Williams, sem er forseti brezka þjóðlagafélagsins og hef- ur safnað miklu af þjóðlögum, sat einu sinni á fyrsta bekk í áhorfendasal, þegar ég söng Ein- setumannskvæðið. Þegar söngn- um var lokið, sagði hann: „Viljið þér ekki syngja þetta aftur. Þetta er það fallegasta sem ég hefi heyrt“. Þetta er líka yndis- legt lag, hreint, ljóðrænt og lát- laust. —- Ég er ekki viss um að ís- lendingar þekki sum af þessum fallegu íslenzku þjóðlögum. —- Á hljómleikum fyrir með- limi Tónlistarfélagsins á morgun og þriðjudag ætla ég að syngja nokkur nýútsett íslenzk lög, sem ég hefi ekki sungið áður. En ég er svo hjátrúafull, að ég vil ekki tala mikið um það fyrirfram. Annars er ég svo heppin, að hann Páll ísólfsson skuli hafa tíma til að aðstoða mig. Við vinnum svo vel saman, og mér hefur þótt skemmtilegt að æfa með honum. Oðrum ísl. manni á ég líka mils- ið að þakka. Það er próf. Sig- urður Nordal. Ég kem til hans með vandamál mín varðandi isl. þjóðlögin og hann er hafsjór af fróðleik um þau. „Jesús sagði: Ég er ljós heimsins, hver sem fylgir mér mun ekki ganga í myrkrinu, heldur hafa ljós lífsins". (Jóh. 8, 12). Þegar ég les þessi orð Frels- ara vors, þá kemur mér alltaf í hug orðið bjartsýni. Það er eins og ljómi stafi af þessum orðum hans. Stundum spyr fólk, er kristin- dómurinn raunverulega trúar- brögð bjartsýninnar, sem hvet- ur menn til heilbrigðrar lífsgleði og athafna? Slær hann ekki frem ur á strengi svartsýni og örfar til heimsflótta og fyrirlitningar á öllum þessa heims gæðum? Ekki er því að neita, að stund Dregið S.Í.B.S.- happdrætti I GÆR var dregið í 9. flokki Vöruhappdrættis SÍBS. Dregið var um 450 vinninga að fjárhæð samtals 640 þúsund krónur. — Eftirtalin númer hlutu hæstu vinningana: 200 þúsund kr. 48348 50 þúsund kr. 14756 10 þús. kr. 2207 8620 9530 14993 21670 31350 31886 59631 59854 60489 4315 5 5450 þús. kr. 12911 16370 22833 24097 34424 36242 31495 32669 40603 44934 61340 62736 Þrestir hef ja vetrarstarfið HAFNARFIRÐI — Karlakórinn Þrestir hélt aðalfund sinn þriðjudaginn 1. sept. sl. Kári Arnórsson var endurkosinn for- maður og með honum í stjórn- inni eru Benedikt Einarsson, Magnús Guðjónsson, Páll Þor- leifsson og Pálmi Ágústsson. Á fundinum var meðal ann- ars rætt um vetrarstarfið. Söng- stjórinn, Jón Ásgeirsson, lagði fram söngskrá, sem er allnýstár- leg, en samsöng hyggst kórinn halda á komandi vetri, en enn er óráðið hvenær. Einnig er í ráði að halda samsöng víðs veg- ar um landið. Mikill áhugi er nú ríkjandi meðal kórfélaga að koma sér upp húsnæði, en hingað til hefir kórinn ekki haft neinn fastan samastað. Skortur á söngmönn- um hefir undanfarin ár háð starfsemi kórsins, og eru það því eindregin tilmæli frá stjórn kórs- ins að ungir menn gangi í Þresti. Allar upplýsingar gefur formað- urinn. Þrestir eiga 50 ára afmæli á næsta ári, og er von kórfélaga að þeir geti haldið upp á afmæl- ið með utanför. Vonskuveður AKRANESI 5. sept. — Þrír trillu bátar reru hér í gær, fengu þeir vonzku veður, storm og hellirign ingu. Aflinn var 300 kgr á bát. Tafla yfir Kandi- datsmótið komin út EINN framtakssamur skákunn- andi hér í bænum hefur ráðizt í að gefa út umferðatöflu yfir væntanlegt Kandidatamót í skák, sem hefst í Bled í Júgóslavíu á sunnudaginn kemur. Mikið hefur borið á því hér í bænum, þegar stórmót í skák hafa staðið yfir, að menn hafa gert sér töflu sjálfir til að fylgj- ast betur með gangi mótsins. Með útgáfu þessarar töflu, sem er smekklega og vel úr garði gerð, gefst mönnum kostur á að hafa gott yfirlit yfir gang keppninn- ar, en þetta mót stendur yfir í tvo mánuði. Aftan á töflunni eru myndir af öllum þátttakendum, ásamt núverandi heimsmeistara, M. Botvinnik. Taflan kostar kr. 10. og fæst í flestum bókaverzl- unum. Afli er tregur hjá fogur- unum um þessar mundir TOGARAFLOTANUM hefur almennt talað gengið mjög illa undanfarið. Heita má að tekið hafi fyrir alla karfa- veiði á Nýfundnalandsmið- um. Hér á heimamiðum hef- ur einnig gengið erfiðlega, en helzt hefur aflavonin verið við V-Grænland. í þessari viku hafa t. d. aðeins þrír togarar komið af veiðum. Um síðustu helgi kom Þormóður goði með einn mesta karfafarm, sem landað hefur verið hér, rúm- lega 420 tonn. Hafði hann verið Framh. á bls, 22. um virðist kristindómurinn hafa verið túlkaður þannig. En þeir, sem í alvöru hugsa um hið upp- runalega nafn á kristindóminum, þar sem hann var kallaður fagn- aðarerindi og boðskapur Jesú fagnaðarboðskapur, þeim verður það ljóst, að boðskapur hans hlaut þetta nafn vegna þeirrar bjartsýni, sem hann flutti, og stakk svo mjög í stúf við allar trúarlegár kenningar samtíðar hans. Jesús Kristur var bjartsýnn, traust hans til Guðs var tak- markalaust. Guð var herra him- ins og jarðar, lífs og dauða, allt var honum mögulegt, kærleikur- . inn var innsta eðli hans. Hann var bjartsýnn, þar sem hann talaði um sjálfan sig. —- Á það benda orð hans um ljósið, sem að ofan greinir. Köllunarvit- und hans var skýr og ákveðin. Hann hélt því ákveðið fram, að hann væri sendur af Guði mönn- vnum til hjálpræðis. Hann býður öllum að koma til sín og læra af sér. „Komið til min, allir þér, sem erfiðið og þunga eru hlaðn- ir, og ég mun veita yður hvíld“. Hann var líka bjartsýnn á manneðlið og mennina, ef að þeir kæmust undir sterk áhrif Guðs vilja. Hann lokaði ekki augunum fyrir synd og spillingu mannlífs- ins eða því hvernig menn fara með líf sitt og hann notaði hin sterkustu líkingarorð, til þess að leggja áherzlu á þær hættur, sem því væru samfara að fara illa með líf sitt. En þrátt fyrir allt voru menn- irnir Guðs börn, skapaðir til þess að þroskast í samfélaginu við Guð til eilífs lífs. II. í mínum augum felst í boð- skap kristindómsins hvatning til bjartsýni, lífsgleði og heilbrigðs lífs, sem á að mótast af traust- inu til Guðs og löngun til að gera hans vilja. Margir segja þrátt fyrir þetta: Ég get ekki verið bjartsýnn í þessum heimi, þar sem allt er fullt af sjúkdómum, þjáningum, vonbrigðum og synd. Og margir taka undir orð Kr. Jónssonar, þar sem hann segir: „Lífic allt er blóðrás og logandi und, sem læknast ekki fyrr en á aldurtilastund“. En er þörf á því að heimurinn sé svo fullur af böli, synd og þján ingum og raun ber oft vitni? Áreiðanlega myndi flest af böli lífsins hv^rfa af sjálfu sér, ef að við vildum lifa í samræmi við grundvallarkenningar Frelsara vors. Ef að við vildum gefa kær- leikanum meira vald yfir lífi voru en vér oft gerum, þá gæti lífið vissulega verið ánægjulegt og yndislegt. Vér höfum öll skilyrði til þess, á vorum dögum, að lifa hamingju sömu lífi, ef að vilji vor og skyn- semi vildi lúta forystu kærleik- ans. Guð neyðir engan, heldur hef- ur hann gefið hverjum manni frjálsan vilja að velja og hafna. Þú, sem í dag lest þessar lín- ur mínar, átt ef til vill við ein- hverja þá erfiðleika að stríða, er varpa skugga yfir líf þitt og ger- ir það erfitt fyrir þig að vera bjartsýnn og lífsglaður. En ef þú íeyfðir áhrifum Krists að komast r ð í sál þinni og ef þú leitaðir styrks hjá Guði í sérhverjum vanda, sem verður á vegi þínum, þá myndir þú smám samar. komast að raun um, að hver sem fylgir Kristi, gengur ekki í myrkrinu, heldur hefur ljós lífsins. Að vera bjartsýnismaður er ekki s" loka augunum fyrir því, sem illt er í mannlífinu og sjá allt í eins konar hillingum, held- ur að trúa á sigur hins góða og leggja fram krafta sína, til þess að fegra og göfga mannlifið. „Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss“. Með þeim hug viljum vér horfa til framtíðarinnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.