Morgunblaðið - 06.09.1959, Side 23

Morgunblaðið - 06.09.1959, Side 23
Sunnudagur 6. Sgúst 1959 MORCVNBL 4ÐIÐ 23 — Gufuborinn Framhald af bls. 1. hefur ekki enn komið í þessa holu. Aðalástæðan fyrir því, að við viljum reyna að sækja vatnið svo djúpt, er sú, að það má telja líkur á því að hitinn aukist með dýptinni. Borholur gufuborsins í Reykjavík munu nú við frjálst rennsli afkasta líklega 75 lítriun á sek. áf vatni, sem er um 130° heitt. Með því að setja dælur í holurnar mætti væntanlega auka rennslið upp í 100 lítra á sek- úndu. Hér verður þó að hafa nokkurn fyrirvara, þar sem mæl- ingar hafa ekki getað farið fram á holunum vegna þess að nauð- synleg frárennsli efu ekki fyrir hendi. Einnig er ekki vitað gjörla um, hvort holurnar hafa áhrif hvor á aðra. Ekki má telja útilokað, að hin- ar dýpri boranir hér í bænum geti gefið heitara vatn, t. d. 150 stiga heitt vatn. Gufuvinnsla i Reykjavík Ef það tekst að ná vatni með 150 stiga hita, þá má nota yfir- hita vatnsins til þess að vinna nokkra gufu, sem gæti haft þýð- ingu fyrir iðnaðinn hér í bæ. Kæmi þá til mála að vinna guf- una með því að eima vatnið við 120 stig og verða þá 30 stig fyrir hendi til gufuvinnslu. Afrennslis vatn gufuvinnslunnar, sem væri 120 stiga heitt, mætti síðan nota til húshitunar í hitaveitu á venjulegan hátt. Gufan fengist þá við þrýsting, sem er ein loft- þyngd, en slík gufa getur haft þýðingu fyrir iðnfyrirtæki í bæn um, ef það tekst að vinna hana við nægilegu lágu verði. Gufuverðið færi að sjálfsögðu eftir dreifingarkostnaði og yrði varla um gufuvinnslu í Reykja- vík að ræða nema notendur hennar væru nægilega stórir og á tiltölulega litlu svæði í bænum, þannig að dreifingarkostnaður hennar yrði tiltölulega lítill. Sem stendur eru gufunotendur í Reykjavík litlir og einnig það dreifir að þeir koma varla til með að geta orðið aðnjótendur umræddrar gufuveitu. Gufuveita mundi því ekki hafa þýðingu nema fyrir fyrirfram skipulagt iðnaðarhverfi. Að sjálfsögðu mætti einnig vinna gufu úr vatni, sem yrði veitt frá Krýsuvík eða Hengli, Það eru engin vandkvæði á því að flytja 150—160° heitt vatn frá hinum stóru jarðhita- svæðum þar, og þetta vatn mætti þá nota til vinnslu iðn- aðargufu með því að eima það við 120 stiga hita, eins og áður var nefnt. Afrennslisvatn yrði síðan notað til hitaveitu. Um- ræddir möguleikar eru einn- ig fyrir hendi í Hafnarfirði, þar mætti koma upp gufu- veitu, sem byggðist á heitu vatni frá Krísuvík. Vinnslukostnaður gufunnar skiptir að sjálfsögðu mestu máli og skulu hér gefnar nokkrar á- ætlaðar tölur til skýringar. I. eftirfarandi töflu er gefið verð iðnaðargufu, sem unnin er með olíu hér í Reykjavík og Vestur- Evrópu, og til samanburðar er gefið áætlað verð frá gufuveitu, sem byggist á jarðhita. TAFLA Gufuverð 1) Gufa unnin úr olíu í Reykja- vík: 70 kr./lest. 2) Gufa unnin með olíu í Vest- ur-Evrópu 40 kr./lest.' 3) Gufa frá borholu í Reykja- vík: 20 kr./lest. 4) Gufa frá Krýsuvík eða Heng- ilsveitu: 30 kr./lest. 5) Gufa í Krýsuvík eða Hengli: 4 kr./lest. I þrem síðustu liðunum er reiknað með öllum veitukostn- aði og er verðið því áætlað hjá notanda. Reiknað er aðeins með stórum notendum. Hér er að sjálfsögðu aðeins um bráðabirgðaáætlun að ræða, en tölurnar sýna að gufa unnin við jarðhita hér gæti líklega orðið ódýrari en jafnvel iðnaðargufa í Vestur-Evrópu. En þó ber að hafa í huga að gufa sú, sem hér um ræðir, er aðeins 120 stiga heit og getur það sett nokkrar takmarkanir fyrir notkun henn- ar. — Segja má, að gufuveita af þessu tagi í Reykjavík sé fram- tíðardraumur en ekki má loka augunum fyrir þessum mögu- leika, þar sem hann getur haft þýðingu fyrir iðnað í bænum, ef rétt og skipulega er á mál- unum haldið. Margir munu sjálfsagt spyrja, hvort ekki mætti byggja ein- hverja útflutningsframleiðslu á jarðhitagufu hér í Reykjavík, en því er erfitt að svara á þessu stigi málsins. Öll útflutnings- framleiðsla er miklu erfiðari við- fangs en iðnaður, sem ætlaður er fyrir innanlandsmarkað, og verð- ur því að dæma möguleikana mjög varlega. Hér eru svo að segja engin hráefni, sem vinna mætti úrð en það torveidar að sjálfsögðu verulega. Vinnsla sjávarefna Nokkuð hefur verið rætt um vinnslu salts úr sjó með jarðhita og hefur Baldur Lín- dal efnaverkfræðingur eink- um starfað að athugunum á þeim möguleika. Samfara salt inu má einnig vinna önnur efni úr sjó, svo sem magnesi- um-sambönd en þau eru veru- lega verðmætari en saltið. Saltvinnslan yrði að fara fram á einu hinna stóru jarðhita- svæða, svo sem í Krýsuvík eða á Reykjanesi. En vinnsla magnesiumefnanna gæti hins vegar farið fram utan jarð- hitasvæðis, ef það tekst að gera nægilega ódýra gufu- veitu. Kemur til athugunar, hvort ekki sé einmitt mögulegt að vinna magnesium-efnin hér í Reykjavík. Hér er góður að- gangur að sjó, og einnig ann- að nauðsynlegt efni fyrir heni, sem er skeljasandurinn í Faxaflóa, sem er mjög ódýr. Boranir í Reykjavík Þær boranir, sem nú er verið að framkvæma eru að sjálfsögðu gerðar með það fyrir augum, að auka hitaveitu í Reykjavík og er engan veginn útilokað að í bæj- arlandinu og næsta nágrenni þess megi fá þá viðbót af heitu vatni, sem þarf til að hita upp allan bæinn. Eins og áður er getið er talsvert vatnsmagn þeg- ar komið í borholur gufubors- ins. Boranir á Reykjum í Mos- fellssveit Hitaveita Reykjavíkur hefur sem kunnugt er til umráða um 330 lítra á sekúndu af 87 stiga heitu vatni frá jarðhitasvæðun- um í Mosfellssveit. Þar munu hafa verið boraðar með eldri bor- vélum um 70 borholur, sem flestar eru grynnri en 500 metr- ar. Nú kemur til athugunar, hvort ekki sé rétt að hefja djúpbor- anir á Reykjum með það fyrir augum að auka hita vatnsins og jafnvel magnið. Hitaveituenfnd Reykjavíkur hefur haft þessi mál til athug- unar og telur hún að af ýmsum ástæðum sé rétt að hefja þessar boranir á Reykjum þegar í stað en fresta frekar borunum í bæj- arlandinu um nokkurn tíma. Er þetta hugsað með hliðsjón af því, að heppilegra er að bora að Reykjum nú, en þegar líðúr að vetri. Er ekki ólíklegt að næsta verk gufuborsins verði á Suður- Reykjum í Mosfellssveit. Boranir í Krýsuvík og Hengli Reykjavíkurbær hefur gufu- borinn til rnnráða samkvæmt samningum fram í nóvemberlok, en síðan er honum ætlað að bora á vegum ríkisins. Að svo stöddu eru það einkum boranir í Krýsu- vík og Hengli, sem til mála koma á vegum ríkisins. Þó er nokkurt vafamál, hvort rétt sé að hefja slíkar boranir í mesta skammdeginu, og tæknilega séð væri það eðlilegt að gera það ekki fyrr en liðið er á vetur- inn, en ljúka frekar aðkallandi verkefnum í nágrenni bæjarins í skammdeginu. Líklegt má telja að fyrsta gufurafstöðin á Islandi verði reist á árinu 1963, og þyrftu öllum borunum og undirbún- ingsatriðum að vera vel lokið fyrir þann tíma. Stöðin yrði væntanlega 10—15 þúsund kw. og mætti staðsetja hana í Hengli eða Krýsuvík. Eisenhowcr á f örum heim SKOTLANDI, 5. sept. (Reuter). Evrópuför Eisenhowers Banda* ríkjaforseta er nú senn á enda og mun forsetinn að öllum lík- indum halda vestur um haf á mánudaginn. Um helgina dvelur hann I Culzen-kastalanum hér í Skot- landi, en þangað kom forsetinn í gær. Hyggst hann halda kyrru fyrir að mestu og hvíla sig eftir hina erfiðu 10 daga ferð sína og tíð fundarhöld að undanförnu. Hjartans þakkir til ykkar allra sem sýnduð mér vin- arhug á áttræðisafmæli mínu 26. ágúst, og glödduð mig með heimsóknum, skeytum og gjöfum. Þóra L. Björnsson Glæsilegf einbýlishus í Austurbænum til sölu nú þegar. RANNVEIG ÞORSTEINSDÖTTIR hrl. Laufásvegi 2 — Sími 19960 Innbyggð rishæð fokheld eða lengra komin óskast til kaups. Góð útborgun. RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR hrl. Laufásvegi 2 — Sími 19960. Frá Reykjarfirði á Ströndum, nyrzta bæ í Grunnavíkurhreppi. Bóndinn þar, Guðfinnur Jakobs- son, mun scnnilega verða að Iáta af búskap í haust vegna heilsuleysis. Ljósm.: Þorst. Jósefsson. — Við túngarðinn Framh. af bls. 6. sem tilraunabú hér á landi hafa fengið. Trúa á framtíðina Við Hallgrímur bregðum okkur nú í heimsókn til ungs bónda þar á næsta bæ, Ragúels Hagalíns- sonar. Hann er alveg nýtekinn við búi af föður sínum, sem er ný látinn, en hefir lengst af stund að sjósókn og þá oft verið á vertíð á Suðurlandi. Hann er á- kveðinn { að halda búskap föð- ur síns áfram og er bjartsýnn um framtíðarhorfur þeirra Grunn- víkinga. Það berst í tal að næsti nágranni þeirra, bóndinn í Reykjarfirði á Ströndum sé að hætta búskap, en Reykjarfjarðar- bændur hafa alla jafna sótt við- skipti sín til ísafjarðar gegnum Jökulfirði. Þótt mönnum kunni máske að vaxa í augum erfiðleikar og ein- angrun afskekktustu byggða þessa lands þá er óhætt að full- yrða að meðan við eigum jafn stælta Unga bændur og ég hitti í ferð minni um Vestfirði þá mun byggðin haldast og jafnvel færast út. Það er og staðreynd að landið okkar er gjöfult og frjótt ekki síður það sem fjarst liggur þéttbýlinu. I Grunnavík eins og á Snæ- fjallaströnd og í Nauteyrarhreppi fékk ég hinar beztu móttökur hjá því góða og dugmikla fólki, sem þessar sveitir byggir. — vig. Þýðingar Erlendar bréfaskriftir. — Upplýsingar, Hafnar- stræti 15. 3. hæð. Sími 22865 kl. 10—12. INGI K. JÓHANNESSON. Veitingastofa í Miðbænum er laus nú þegar Upplýsingar sendist afgr. Mbl. merktar: „Veitingastofa—4994“. Luxux íbuð Til sölu luxus íbúð í Lækjunum. íbúðin er á I. hæð með sér inngangi, sér hita og vaskahúsi á hæðinni. Þeir, sem hafa hug á að kynna sér þetta nánar, leggi nafn og heimilisfang inn á afgr. Mbl. fyrir 9. sept. merkt: „Luxus—4995“. Eiginkona mín ÖLÍNA A. THORODDSEN lézt í Bæjarspítalanum í Reykjavík föstud. 4. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar. Ólafur E. Thoroddsen. Útför mannsins míns JÖRUNDAR ODDSSONAR aðalbókara fer fram frá Dómkirkjunni, þriðjudaginn 8. þ.m. kl. 2 e.h. María Pétursdóttir Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför BERGÞORU J. NYBORG kaupkonu. Júlíus V. J. Nyborg, Vigdís Bruun Madsen, Jónas Guðlaugsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.