Morgunblaðið - 06.09.1959, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 06.09.1959, Qupperneq 17
SunnudagUr 6. ágúst 1959 MORCVNfíL AÐIÐ 17 Sjötugur í dag: Daníel Benediktsson í>EIR sem nú eru að skila af sér 60—70 ára ævistarfi, eru oftast taldir tilheyra „aldamótakyn- slóðinni". En sú kynslóð sem þá var að vaxa úr grasi, beggja megin síð- ustu aldamóta, varð eins og kunnugt er fyrir snertingu nýrra strauma í þjóðlífinu. Þjóðin var að rétta sig úr kútn um eftir aldalanga baráttu við „kröpp kjör“ og öðlast trú á sjálfa sig. Það var vor í lofti. Við þessi aldamótastraumhvörf var afmælisbarnið Daníel Bene- diktsson fæddur að Vigur í ísa- fjarðardjúpi 6. sept. 1889. For- eldrar hans voru: Marsibil Krist jánsdóttir Vigfússonar bónda í Breiðadal í Önundarfirði og Bene dikt Eyjólfsson ættaður frá Breiðafirði. Munu þau hafa ver- ið heitbundin, þó ekki yrði af hjúskap. Ólst Daníel upp í Vigur til 8 ára aldurs og síðan hjá móður- systur sinni Viktoríu að Dönu- stöðum í Laxárdal í Dalasýslu, dvaldi þar til 14 ára, að hann fluttist til móður sinnar er þá var orðin gift húsfreyja í Val- þjófsdal í Önundarfirði. Eins og að likum lætur tók Daníel þátt í ungmennafélags- störfum sveitar sinnar, og varð vel búinn að íþróttum, einkunn sundi. Var hann sundkennari að Búðardal í Dalasýslu og Reykja- nesi við ísafjarðardjúp. Um hálfþrítugt hleypti hann heimdraganum og fór til Afríku með Ellefssen hvalveiðimanni er hafði verið á Sólbakka í Önund- arfirði og dvaldi þar nokkra mán uði, en fór síðan til Noregs og var þar á annað ár á vélaverk- stæði. Hugurinn beindist snemma að hinni tæknilegu hlið vélvæð- ingarinnar, og þeim sannindum, að: „Meira vinnur vit en strit“. Eftir tveggja ára dvöl ytra kom Daníel heim hlaðinn nýrri útsýn og verkhyggju. Árið 1917 kvæntist hann Jón- ínu Loftsdóttur frá Stóra-Kolla- bæ í Fljótshlíð hinni mestu at- orku- og myndarkonu. Þau hjón eiga 3 uppkomin myndarbörn: Bárð verkfræðing, Bjarna bílstjóra hjá Strætis- vögnum Reykjavíkur og Viktoría saumakona öll búsett hér í Reykjavík. Daníel stundaði bæði búskap og sjómennsku í Önundarfirði, var bóndi að Kirkjubóli í Val- þjófsdal í 22 ár, áður 6 ár að Tungu í Önundarfirði og jafn- hliða stundaði hann kúfiskstekju samfleytt í 25 vertíðir á mótor- bát sínum „Æsu“, en kúfiskur var þá aðalbeitan við Djúp og á Vestfjörðum. Árið 1945 fluttist Daníel til Flateyrar og dvaldi þar til árs- ins 1952, að hann flutti búferlum til Reykjavíkur. Daníel er skarpgreindur raun- sæis- og drengskaparmaður og hefur því aldrei haslað sér völl upp í „Hræsnisbrekku" sýndar- mennskunnar, en þess frekar haft í heiðri hollráð Ara fróða: „Að ætíð sé skylt að hafa það er sannara reynist". Slík eru viðhorf góðra drengja, hvar í flokki sem þeir standa, eða eins og skáldspekingurinn Stephan G. orðar það: „Vertu aldrei vinnumaður varmennskunnar þó hún bjóði gull og goðorð Gamli Hreppur setti í boðorð“. Þessu drengskaparboðorði hef- ur afmælisbarnið trúlega fylgt og munu margir minnast þess með þeim er þetta ritar, nú við 70 ára áfangann. Ef að líkum lætur mun af- mælisbarnið í dag verða fyrir gestagangi og góðum hugskeyt- um ætla é'g að honum muni ber- ast mörg stakan, því sjálfum liggur honum létt ljóð á tungu, og' tekur ekki nærri sér að: „Láta hita hugsana hrína á gliti orðanna“. Og getur þá stundum brugðið á leik með dýrt kveðnar vísur og sléttubönd. Að lokum árna ég svo afmæl isbarninu allra heilla með þökk fyrir ágæta samferð. Ég veit að þrátt fyrir 70 ár mun Daníel taka undir áskorun Kolbeins er hann var að kveða þann „Gamla nið- ur“. „Fullum huga lifum lífs! Ljós úr smugum berurn". Heill þér sjötugum- Bjarni ívarsson. ★ SJÖTUGUR er í dag, Daníel Benediktsson frá Kirkjubóli í Valþjófsdal í Önundarfirði. Starfsdagurinn er þegar orðinn langur en þó ekki allur. Hann hefir lagt gjörva hönd á margt bæði til sjós og lands og allt farið hið bezta úr hendi. Til ýmissa starfa hefir Daníel verið kvaddur í almanna þágu. Hann var sundkennari í Reykja- nesi við ísafjarðardjúp og víðar þar vestra, búnaðarfélagsfor- maður í sweit sinni, oddviti og ráðsmaður rafveitu Flateyrar- hrepps, svo nokkuð sé talið. Ungur að árum réðist Daníel til Noregsferðar og dvaldi þar í landi um skeið. Þá var íþrótta- líf í miklum uppgangi þar í landi og tók hann mikinn þátt £ því. Á hann álitlegt safn minja um keppnisþátttöku í ýmsum íþrótta greinum. Er Daníel meðal hinna fyrstu íslendinga sem þátt tóku í íþróttakeppni á erlendri grund. Minnast þeir serri nú eru að verða miðaldra, margs sem sagt var um hreysti og líkams- þjálfun Daníels, þá er hann var í blóma lífsins. Svo sem margir efnalausir ungl ingar á Daníels aldri átti hann ekki kost annarar skólagöngu, auk takmarkaðrar barnafræðslu undir fermingu, en vetrardvalar í unglingaskóla. Hins vegar hefir lífið allt verið honum óslitin skólaganga. .Allt fram til þessa dags hefir hann verið að viða að sér fróðleik og hagnýtri þekk- ingu. Hann er greindur maður í þess orðs fyllstu merkingu, sem kann á mörgu skil og ánægju- legt er að ræða við. Skoðanir hans eru gjörhugsaðar og af- stöðu til mála, tekur hann ekki, nema að mjög vel athuguðum málavöxtum. Ekki þótti hann ávallt fljótur til mála á málaþing um en skýrorðari mörgum þeim sem meira töluðu. Tillögugóður um allt sem til framfara horfði en lítt gefið um bruðlunarsemi og lausung í fjármálum. Daníel hefir verið og er, einn hinn ágætasti fulltrúi þeirrar kynslóðar sem á fyrri hluta þess- arar aldar, heimti og byggði upp efnalegt og stjórnarfarslegt sjálf- stæði þjóðarinnar. Þegar nú Daníel Benediktsson leggur á áttunda tuginn, fylgja honum þakkir og árnaðaróskir fjölmargra samferðamanna vest- anlands og sunnan. Þ. B. Dömur Þetta fallega og þægilega mjaðmabelti sem kallað er litla X er komið. Belti þetta er fremst á markaðinum bæði í Evrópu og Ameríku. Framleitt hjá okkur úr fyrsta flokks amerískri teygju í 4 stærðum JLucL Lífstykkj a v erksmiðja Barmahlíð 56 — Sími 12-8-41 fimmtugur d morgun Sigurður Hannesson bakari Á MORGUN verður vinur minn, Sigurður Hannesson fimmtugur. Hann er fæddur 7. september 1909 í Reykjavík og hefur búið þar þessa hálfu öld. Ungur hóf Sigurður bakara- nám og hugðist leggja þá iðn fyrir sig, en hann veiktist svo, að hann þoldi illa hitann sem samfara er því starfi. Fór hann þá til sjós og stundaði sjóinn í 12 ár. Við batnandi heilsu tók hann aftur til við brauðgerðina og hefur starfað við hana um ára tuga skeið. Á Djúpavík var hann bakari í 10 sumur, en er nú starfandi hjá Ólafi Jónssyni á Brytanum í Reykjavík. Sigurður hefur lengi haft brennandi áhuga á þróttum, en það er ekki fyrr en nú á síðari árum, að hann hefur getað látið til sín taka á því sviði. Knatt- spyrnufélagið Fram á því láni að fagna að hafa hann innan sinna vébanda. Hefur Sigurður verið í stjórn þess undanfarin 3 ár og tekið mikinn þátt í starf- inu. Er hann ávallt boðinn og bú- inn til að veita þar aðstoð og telur ekki eftir sér þær stundir, sem í það fara. Hann er einnig í yfirmótanefnd fyrir félag sitt, vinsæll og vel liðinn af öllum, sem með honum starfa og til hans þekkja. Ég kynntist Sigurði í gegn um þessi störf hans, og get með ánægju og af hreinskilni sagt, að öðrum eins öðlingsmanni hef ég ekki kynnst. Glaðværð hans og vinalegt viðmót samfara dugn- aði og áhuga hafa áunnið hon- um marga og góða vini, sem allir hugsa hlýtt til hans í dag. Sigurður er kvæntur Laufeyju Benediktsdóttur, sem einnig er innfæddur Reykvíkingur. Hafa þau hjónin eignazt 5 börn. Eru 4 þeirra á lífi; öll uppkomin og hin myndarlegustu. Ég færi þér, vinur minn, mínar innilegustu hamingjuóskir á þessum merkisdegi. Drottinn blessi þér ókomin ár. Kormákr. KRISTJÁIU SICMIRSSOIi NF. Niísgögnin frá okkur Armstólar Fundastólar Sófasett Sófaborð o. m. fl. Sorðstofustólar Borðstofuskápar Veggfastar Bókahillur o. m. fl. Laugavegi 13 — Reylcjavík

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.