Morgunblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 12
12 MORCT'nnr áfílÐ Surmnflapriir ’R 5pxist 1959 ínrgjiJtM&iMífr tTtg.: H.l. Arvakur ReykjavUs. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýíingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askiiítargald kr 35,00 á mánuði innarnands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. HERHLAUP KOMMÚNIST'A LlTILL vafi leikur á því, að Nehru, forsætisráð- herra Indlands, er einn af virtustu stjórnmálamönnum, sem nú eru uppi í heiminum. Hann hefur ætíð verið talsmað- ur friðar og öryggis og lagt ríka áherzlu á góða sambúð þjóða á milli, og aldrei hefur hann verið hræddur við að fordæma of- beldi. Hann nýtur mikillar virð- ingar meðal þeirra þjóða, sem nú á síðari árum hafa verið að losna úr fjötrum nýlenduskipu- lagsins og hefur hingað til ver- ið einn helzti talsmaður Asíu- þjóða á alþjóðavettvangi. Þó hef- ur sumum fundizt Nehru á stund um allhliðhpllur kommúnistum eða undanlátssamur við þá, en það er mála sannast, að hann hefur í Iengstu lög reynt að forð- ast árekstra við þá. Hann er einn þeirra manna, sem hefur haft trú á að þjóðirnar gætu lif- að í sátt og samlyndi, þó þær hefðu ólíkt stjórnarfar. Af þeim sökum og mörgum fleiri hefur hann verið einn helzti talsmaður hlutleysisstefnunnar í heiminum, en kommúnistar hafa ætíð litið þá stefnu hýru auga, ems og kunnugt er. Nehru hefur því ekki verið þeim óþægur ljár í þúfu á undanförnum árum og þess má einnig geta, að hægri hönd hans, Krishna Menon, var um langt skeið allgóður banda- maður þeirra á þingi Samein- uðu þjóðanna. Augu Indverja opnast En atburðir síðustu mánaða hafa gjörbreytt afstöðu Nehrus til kommúnismans og nú er ekki annað að sjá en augu indverskra forystumanna séu að ljúkast upp fyrir þeirri staðreynd, að eng- inn getur verið óhultur, sem er hlutlaus í baráttunni við komm- únista. Stefnufesta og eining þeirra ríkja, sem ekki hafa orðið kommúnismanum að bráð, er það vopn, sem hann bítur, og er nú ekki annað að sjá en sú stað- reynd sé að renna upp fyrir for- sætisráðherra Indlands. Hlut- leysið býður hættunni heim. Af þessu má sjá, að margt er nú breytt frá því Nehru lét þau orð falla, að hann væri viss um „að hið eina, sem Kínverjar vildu, væri friður“. Þessi orð lýsa vel afstöðu hans til alþjóðamála á undanförnum árum. Hann var einn hinna fyrstu, sem viður- kenndi kínversku kommúnista- stjórnina og krafðist þess, að hún fengi sæti Kína hjá Samein- uðu þjóðunum og á Bandung- ráðstefnu Asíu og Afrík.uríkja 1955 vann hann að því öllum árum, að hlutur kínversku kommúnistastjórnarinnar yrði sem mestur á albjóðavettvangi. „Ungverjaland Asíu“ Auðvitnð eru það margir at- burðir, sem hafa orðið til þess, að Indlandsstjórn heíur bre. tt um stefnu gagnvart kínversku kommúnistastjórninni. Komm- únistar sýna alltaf klærnar fyrr eða síðar og þeir gerðu það svo rækilega í Tíbet sl. vor, að ó- gleymanlegt er þeim, sem með því fylgdust. Þá gekk mót- mælaalda yfir allt Indland og raunar öll lönd Asíu, sem ekki hafa ánetjast kommúnismanum. Indverjar nefndu Tíbet „Ung- verjaland Asíu“. Kínverska kommúnistastjórnin brást illa við aðfinnslum Indverja í þessu máli og lýsti því yfir, að þeir væru „heimsveldasinnar" og Nehru „talaði máli kalda stríðs- ins“, eins og þeir komust að orði. Nokkru síðar komst Nehru í tæri við kommúnista í Indlandi sjálfu. Eins og mönnum er í fersku minni, var ofbeldi þeirra orðið svo mikið í Keralafylki, að forseti landsins neyddist til þess að víkja kommúnistastjórn- inni í fylkinu frá völdum. Auð- vitað var framkoma Indlands- stjórnar ekki til fyrirmyndar í þessu máli, því kommúnistar stjórnuðu fylkinu samkvæmt úr- slitum lcosninganna, en eitthvað hefur á gengið, áður en Nehru missti þolinmæðina. Atburðirnir í Asíu og ummæli Langes Að lokum hefur stjórn Nehrus þurft að horfa upp á síendur- tekin herhlaup kínverskra kommúnistahersveita inn í Ind- land á norðausturlandamærunum í Himalayafjöllum að undan- förnu. Ástandið á þessum slóð- um hefur verið mjög slæmt um alllangt skeið en upp úr hefur soðið síðustu daga, eins og kunn- ugt er. Kommúnistastjórnin í Peking hefur meira að segja ver- ið svo ósvífin að láta prenta landakort, þar sem ríkin Nepal, Buthan og Sikkim eru sett inn fyrir landamæri Kína. Nehru hefur mótmælt þessari útþenslu og landvinningastefnu kommún- ista og lýst því yfir, að ef á Buthan og Sikkim væri ráðist, mundu Indverjar verja þau. Síðan hafa Kínverjar enn haldið uppi herhlaupum inn fyrir landamæri Indlands og er ekki gott að sjá, hvernig þeim leik muni Ijúka. Aftur á móti hafa þeir nú sýnt og sannað Asíubú- um, svo ekki verður um villzt, að kommúnistum er aldrei hægt að treysta, og stefna þeirra mark- ast fyrst og fremst af tvennu: Útþennslu og yfirgangi. At- burðirnir í Tíbet og Laos og á landmærum Kína og Indlands undanfarið ættu að verða til þess að styrkja samstöðu lýðræðisþjóð anna um allan heim, ekki sízt þeirra ríkja sem aðild eiga að NATO, öflugasta vígi lýðræðis- ins í heiminum, eins og Lange, utanríkisráðherra, Noregs sagði á blaðamannafundi hér í Reykja- vík í fyrradag. Slagur um HAFIÐ er nú þegar eins kon- ar „kapphlaup“ milli borg- anna New York og Washing- ton um að fá að „hýsa“ heims sýninguna, sem halda á árið 1964. Los Angeles hefur einn- ig látið í ljós óskir um, að sýningin verði haldin þar. ★ ★ Samt sem áður liggur það alls ekki fyrir enn, að heims- sýningin verði haldin í neinni þessara borga. Ákvörðun í því efni verður sem sé tekin af hinni alþjóðlegu heimssýningarnefnd, sem skipuð var fyrir nokkrum árum — og hefir hún ekkert lát- ið frá sér fara um það, hvar sýn- ingin helzt muni haldin. Hins veg ar þykir ekki ólíklegt, að eitt- Mæsta sýnimj verður haldin árið 1964 yrði að kunngera þessar fyrir- ætlanir, „að gefnu tilefni“. — Og það var ekki aðeins New York, sem átt war við með hinu „gefna haldin í London árið 1851, en sú, sem lengst er í minnum höfð, er heimssýningin í París 1889 — enda stendur „fegursta mann. virki heimsins", Eiffelturninn, sem ævarandi minnismerki henn. ar. Síðast var heimssýning hald- in í Bruxelles í Belgíu í fyrra. Þar höfðu 47 þjóðir sýningardeild ir, og 42 milljóriir manna sóttu sýninguna. hvert Evrópulanda verði ofan á í þessu efni — og hefir t.d. Vest- ur-Þýzkaland verið nefnt. En hvað um það. — Borgar- stjóri New York tilkynnti á dög- unum að fyrir lægi fullkomin áætlun um heimssýningu í New York 1964 — sem yrði þáttur í hátíðahöldum til þess að minnast 300 ára afmælis borgarinnar. — Jafnframt lögðu tveir þingmenn, republikaninn Javits og demó- kratinn Keliy, fram tillögu í þinginu, þess efnis, að Eisen- hower forseta skyldi heimilað að senda út tilkynningu um að Bandaríkin væru fús til að sjá um næstu heimssýningu — í New York' Veiöur pað NEW VORK tilefni", heldur einnig fregnir frá Los Angeles um, að áhugi væri á því, að heimssýiningin yrði haldin þar. Ekki eru menn enn sammála um, hvernig sú sýning hafi tek- izt — og menn eru ekki heldur á einu máli um það, hvort slíkar heimssýningu ★ Sama dag og þessi tillaga kom fram í þinginu — aðeins fá- um klukkustundum síðar — var kallaður saman blaðamannafund ur í höfuðborginni, Washington, þar sem tilkynnt var, að borgin, „sem að nokkru væri höfuðborg Bandaríkjanna, og að nokkru sjálfstætt ríki“, hefði lengi haft uppi áætlanir um, að næsta heims sýning yrði haldin þar — og nú eða WASHINGTON — eða hvað? PARÍS, 4. sept. (Reuter/NTB) — Bandaríski utanríkisráðherrann, Herter, ávarpaði í dag fastaráð Atlantshafsbandalagsins, og full- yrti, að Eisenhower mundi ekki ganga til neins konar samninga við Krúsjeff, er þeir hittast um miðjan mánuðinn. — Sovézka forsætisráðherranum væri boðið til Bandaríkjanna fyrst og fremst vej^ha þess, að talið væri að hann þekkti ekki sem skyldi bandarísk an hugsunarhátt og lífsvenjur. Eftir fundinn í NATO áttu de Gaulle og Debré, forsætisráð- herra, tal við Segni, forsætisráð- herra Ítalíu, og Pella, utanríkis- ráðherrann. Ríkti þar ánægja með, að þeir Eisenhower og de Gaulle skyldu sammála um það, að fundur æðstu manna skyldi því aðeins haldinn, að góðar von- ir væru um nokkurn árangur af honum. Herter fór með flugvél til Washington í kvöld, en áður átti hann stuttar viðræður við utan- ríkisráðherra Grikklands og Tyrk lands, Averoff og Zorlu, og Couve de Murville, utanríkisráð- herra Frakklands. Það eru ekki nema 20 ár síðan heimssýning var "haldin í New York, en sú sýning bar nokkurn svip heimsstyrjaldarinnar, sem brauzt út það haust. — Gert er ráð fyrir, að sá staður, sem fær að halda fyrirhugaða sýningu 1964, muni græða sem svarar 6 milljónum dollara — aðeins á ferðamönnum. ★ Fyrsta heimssýningin var risasýningar eigi yfirleitt rétt á sér. Ymsir eru þeirrar skoðunar, að þær séu úreltar — en hvorki forráðamenn New York, Wash- ington né Los Angeles virðast fylgja þeim að málum. Krúsjeff þekkir ekki...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.