Morgunblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.09.1959, Blaðsíða 24
VEDRID Reykjavíkurbrét er á bls. 13. 194. tbl. — Sunnudagur 6. september 1959 Norskt síldar- skip fórst með allri áhöfn út af Dalatanga Raufarhöfn og Seyöisfiröi, 5. september. NORSKT síldveiðiskip, sem stundað hefur reknetaveiðar hér við land, hefur farizt með allri áhöfn út af Dalatanga. Á skipinu voru níu menn. Norskir síldveiðibátar, sem komu á slysstaðinn, fundu lík tveggja skipsmanna. Þetta sjóslys mun hafa orðið undir kvöld á föstudaginn. Að því er skip- stjórar á norskum skipum, sem komu til Raufarhafnar í gær, skýra frá, þá munu nær allir skipverjar á þessu skipi hafa verið meira og minna tengdir. Neyðarkall Út af Dalatanga var stormur. Mun norska skipið hafa verið á leið inn til Seyðisfjarðar í var, er sjóslysið varð. Skipið hét Myr- nes frá Haran, sem er skammt fná Álasundi og var þetta um 100 tonna skip. Ekkert skip var nærri slysstaðnum er skipið fórst og þau sem fyrst komu til hjálp- ar, munu hafa komið 1—2 klst. eftir að Myrnes sendi út neyðar- kall sitt. ■Jr Tvö lík fundust Eftir nokkra leit á slysstaðn um tókst einu leitarskipanna Hald lagt á bókhaldsgögn STÖÐUGT er unnið að rann- sókn á máli Olíufélagsins og H.t.S. Einn Iiður í þessu umfangs mikla máli, er að sjálfsögðu rannsókn á bókhaldsgögnum fyrirtækjanna. Fyrir skömmu var því kveðinn upp úr- skurður um að hald skyldi lagt á þessi gögn vegna rann- sóknar málsins og hefur svo verið gert af rannsóknar dómurum þeim, er hafa með höndum rannsókn málsins. en þau munu hafa verið 4—5, að finna tvo skipverja af Myr- nes, — báða örenda. Hafði annar bundið sig við tunnu, en hinum hélt plastbelgur á floti. Þetta norska skip var væntanlegt inn til Seyðisf jarð ar um nónbil í gær. -á- Orsökin ókunn Það hefur komið fram af sam- tölum við norska skipstjóra á síldarskipum sem leitað hafa hafnar, að Myrnes muni hafa farizt nokkuð snögglega. Muni sennilega aðeins tveir menn hafa verið uppi, þeir sem fundust látn ir, en skipsfélagar þeirra aðrir undir þiljum. En í neyðarkalli skipsins var þess ekki getið hvað komið hafði fyrir skipið. Sýning HarSar MÁLVERKASÝNING Harðar Ágústssonar í Listamannaskál- anum hefir nú verið opin í eina viku. Alls hafa um 700 manns séð sýninguna og sex myndir hafa selst. Á sýningu þessari eru um 30 olíumálverk og 40 vatnslita- myndir auk allmargra teikninga og klippmynda. Sýning Harðar er opin, daglega frá kl. 13.00 til 22.00, en hún stendur aðeins til sunnudags næstkomandi. Hin nýja sjúkraflugvél, sem staðsett verður á Akureyri, verður af gerðinni Piper Apache, Hin nýja sjúkraflugvél Akureyr- inga gæti annazt millilandaflug Rætt við Tryggva Helga.son flugmann í GÆR kom blaðið að máli við Tryggva Helgason flugmann og spurði hann um kaup á hinni nýju sjúkraflugvél, sem fyrirhug- að er að fengin verði til Akur- eyrar nú á næstunni. Tryggvi verður eigandi vélarinnar ásamt Rauðakrossdeildinni á Akureyri og Slysavarnadeild kvenna þar. Hefur hann haft á hendi fyrir- greiðslu um útvegun vélarinnar. Hins vegar hafa fyrrgreindar hjálparstofnanir séð um útvegun aukins fjár til flugvélakaupanna. Svo sem kunnugt er, fórst hin nýja sjúkraflugvél, sem staðsett var á Akureyri, sl. vetur og trygg ingarféð fyrir henni nægir ekki til kaupa á nýju vélinni. Hefur því þurft að afla aukins fjár tii vélarkaupanna. Tveggja hreyfla vél. Hin nýja vél er af gerðinni Piper Apace. Er hún búin tveim- ur 160 hestafla Lycoming hreyfl- um og flýgur með 170 mílna hraða á klukkustund. Flugþol hennar er 1200 mílur eða tæpir 2000 km, en auðvelt er að auka það með viðbótargeymum fyrir eldsneyti. Þessi nýja flugvél verð ur búin sætum fyrir 5 manns. Þá verða í vélinni öll nýjustu tæki til blindflugs og eru þá sömu ör- yggistæki í henni og farþegaflug- vélum þeim, sem hér á landi eru notaðar til innanlandsflugs. Auk þess verður svo í henni staðar- ákvörðunartæki, sem aðeins er í millilandaf lugvélum okkar, svo neíndur móttakari fyrir sending- ar frá fjölstefnuvitum (Omni- range). Slíkur viti er ekki nema á Keflavíkurflugvelli hér á landi. Getur flogiff til Evrópu. Þessi nýja sjúkraflugvél getur auðveldlega flogið með sjúkling til útlanda. Hefur hún flugþol til þess að fara án viðkomu til Kaupmannahafnar og verður þvi búin auka eldsneytisgeymi. Hins vegar segir Tryggvi að slíkt flug myndi öryggis vegna fara um Skotland. Að sjálfsögðu er mikiU kostnaðarsparnaður að geta not- að þessa vél til slíks flugs, þar sem hinar stóru millilandavélar eru mjög dýrar og ekki alltaf handbærar. — Flugferð til Kaup- mannahafnar mundi ekki taka nema 7—8 klst. með þessari véi. Aukiff öryggi. Þá er ástáeða til að benda á hið mjög aukna öryggi sem felst í því að hafa tveggja hreyfla vél til sjúkraflugs. Hins vegar krefst þessi flugvél 300 m langra flug- brauta til flugtaks ef hún er full hlaðin, en vél sú, er áður var á Akureyri, gat komist af með '200—250 m brautir. Ekki nógu langar flugbrautir. Eitt mesta vandarriálið í sam- bandi við sjúkraflug á Norður- landi, er skortur á nægilega löng- um flugbrautum. Má benda á, að á Siglufirði getur þessi flugvél ekki lent og ekki heldur á Rauf- arhöfn. Þar eru, sem kunnugt er, stórar verksmiðjur og hafnir, sem leitað er til með sjúklinga, og er því nauðsyn að fá aðstöðu bætta þar. Margir staðir á Norðuflandi eru samgöngulausir mikinn hluta vetrarins, nema þar sem skip ná til, og má þar nefna, auk Siglu- fjarðar, Ólafsfjörð og Vopna- fjörð. Áuk þess, sem flugvél þessi mun stunda sjúkraflug, verður hún til afnota fyrir hvern sem er til farþega og vöruflugs, eftir því sem aðstæður leyfa. Sjúkra- flug er ekki nægilegt verkefni fyrir vél á Norðurlandi. Og jafn dýrt tæki sem þetta verður að hafa tryggan rekstrargrundvöll. Hins vegar mun öllum ljóst hið mikla öryggi sem fólgið er í því að hafa slíkt tæki, er alvarlegt slys ber að höndum. Tryggvi Helgasort sagði að lok- um, að hann vildi þakka öllum þeim, er lagt hefðu gott lið til þess að hrinda þessu máli í fram- kvæmd, bæði þeim er safnað hefðu fé til fyrirtækisins og eins opinberum aðilum, er góðfúslega hefðu greitt fyrir leyfum og gjaldeyrisútvegunum til kaupa á hinni nýju vel. Fiskaflinn rúm 1. 360 þús. tonn í SKÝRSLU Fiskifélags íslands sem Mbl. barst í gær, um fisk- aflann, miðað við júlílok, kem- ur fram að fiskaflinn er lítið eitt minni nú í ár en í júlílok í fyrra, aftur á móti var síldaraflinn orðinn miklu meiri í júlílok nú en í fyrra. Heildarafli lands- manna, fiskur og síld, var í júlí- lok rúmlega 360,200 tonn, á móti 334,480 tonna afla í júlílok 1958. Þannig skiptist aflinn nú að bátafiskur er 185,966 tonn, togara fiskur 911,679 tonn og síldarafl- inn 83,111 tonn. í fyrra í júlílok var bátafisk- urinn rúmlega 173,000 tonn og togarafiskurinn rúm 105,600 tonn og síldaraflinn rúmlega 11,400 tonn. I júlílok höfðu farið til hrað- frystingar nær 165 þúsund tonn af fiski, til herzlu 39,000 tonn, til söltunar rúmlega 57,600 tonn. Þessi sérkennilega mynd er tekin nm borff í Þór fyrir nokkru af einu af birgffaskipum brezka herskipaflotans hér viff land. Allt frá því aff Bretar hófu innrás sína í hina ísl. fiskveiffiland- helgi, hafa slík birgffaskip fylgt herskipunum. (Ljósm. G. Pálsson). FjórSungsþing ungra Sjálfstœðismanna nyröra FJÓRÐUNGSSAMBAND ungra Sjálfstæffismanna á Norffurlandi heldur ársþing sitt á Blönduósi laugardaginn 12. september n. k. Þing þetta sækja fulltrúar af öllu sambandssvæðinu, sem nær frá Þingeyjarsýslum til Ilúnavatnssýsla. Fjórðungssamband ungra Sjálfstæðismanna á Norðurlandi hefir um árabil efnt til slíkra þinga og hafa þau jafnan veriff vel sótt. Síðast var fjórffungsþing haldiff á Siglufirffi í fyrra. Núverandi formaff’'r sambandsius er Sigmundur Magnússon á Hjalteyri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.