Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 2
2
MORVVHBLAÐIÐ
Föstudagur 11. sept. 1959
Nu
«00
3 50
300
250
200
150
100
50
\
. n
Cwts. or. 100 Hours Trawling
Number pr. One Hour Trowlin^
fl
1922 2« 26 28 3 0 32 34 36 38
C«*is
IOO
80
70
60
50
40
30
20
10
46 4Q 50 52 54 56 58
Á línuritinu sést, hversu veiði finglendinga hefur aukizt hér við land, frá því Iandhelgin var
færð út í 4 sjómílur 1952. Tölurnar til hægri sýna skarkolaveiði Englendinga hér við land,
og til vinstri er sýndur fjöldi skarkola á togtíma hjá rannsóknarskipum í Faxaflóa. — (Töl-
urnar eiga við súlurnar).
Brefar fá bróðurpartinn
IMær 22 þus. skarkolar merktir síðan 1953
AÐALSTEINN Sigurðsson, fiski- hrygnum. Þá er einnig óskað I reikna út eftir endurheimtunum
I r /1 I y*\ ffi 1 r olrrmAi o /( n « , W. /I f i ■ n #-» /C f á W. A r. ÍC n J n «« m T_ n I 1__ _ — -11.111 T_1 ..XI 1_ _ _ r ' _1_1 __ __
Guðrún frá Lundi:
H issa á vin-
sœldunum
fræðingur, skýrði blaðamönnum
í gær frá rannsóknarleiðangri
kringum landið á b/v Hafþóri frá
Neskaupstað, sem fiskideild at-
vinnudeildar Háskólans lét gera
út síðastliðinn ágústmánuð til
merkingar á þorski, ýsu og skar
kola. Stóð leiðangurinn yfir í 22
daga og voru merktir alls 6229
fiskar. Auk Aðalsteins Sigurðs-
sonar, tóku þátt í leiðangrinum
Jón Jónsson, deildarstjóri og 3
aðstoðarmenn. Aðalsteinni Sig-
urðssyni fórust svo orð um leið
angurinn:
Slíkir leiðangrar sem þessir
hafa verið farnir á hverju sumri
síðan 1955, og hefir varðskipið
María Júlía verið notað við þess-
ar rannsóknir fram að þessu, en
eftir að landhelgin var víkkuð
fyrir ári síðan hefir hún verið
svo bundin við gæzluna að hún
hefir ekki fengizt til rannsóknar-
starfa. Slíkt er náttúrulega mjög
óheppilegt fyrir rannsóknir okk-
ar, þar sem það gerir næstum
ókleift að gera samanburð á afla
magni því sem fengist hefir í þess
um leiðangri og leiðangrum und
anfarinna ára, en slíkur saman-
burður væri einmitt æskilegur
vegna útfærslu landhelginnar.
6229 fiskar merktir
Aðalverkefnin um borð voru
að merkja þorsk, ýsu og skarkola
og taka kvarn^prufur bæði úr
Ipessum tegundúm og ýmsum öðr
um. Einnig var eftir föngum
reynt að athuga fiskmagnið á
hverjum stað. Þá var safnað botn
prufum til athugunar á botndýra
lífinu, en ýmsir fiskar, svo sem
ýsa og skarkoli, lifa mikið á
botndýrum. Einnig var safnað
nokkru af svifprufum til athug-
unar á dýrasvifinu við strendur
landsins.
Við merktum 1642 þorska, 2019
ýsur og 2568 skarkola eða 6229
fiska alls í þessum eliðangri. Þess
ar merkingar fóru fram á ýms
um stöðum kringum allt landið
eða á 21 stað alls.
Sjálfar merkingarnar eru að
eins fyrsti þátturinn í þeim rann-
sóknum, sem á þeim eru byggðar.
Annar þátturinn hvílir á sjó-
mönnum og öðrum, sem vinna
við fisk, en hann er í því fólginn
að hirða merkin úr merktum
fiski ,og senda þau til okkar á
Fískideildina með þeim upplýs-
ingum, sem fyrir hendi eru, en
það sem óskað er eftir, eru kvarn
irnar úr fiskinum svo hægt sé að
ákvarða aldur hans, lengdin í cm.
svo hægt sé að sjá vaxtarhrað-
ann, en allir eru fiskarnir mæld-
ir um leið og þeir eru merktir og
kynið, af því að vaxtarhraðinn
er oft misjafn hjá hængum og
eftir að fá mánaðardaginn, þeg- Ihve mikill hluti þess fiskjar, er
ar fiskurinn er veiddur, veiðistað
inn, dýpið, hvaða veiðarfæri hef-
ir verið notað og nafnið á skipinu
og heimahöfn þess.
Göngur fiskanna
Merkingarnar gefa okkur upp-
lýsingar um göngur fiskanna, en
slíkar upplýsingar eru ýmsra
hluta vegna nauðsynlegar við
rannsóknir okkar á nytjafiskun-
um. Jafnvel skarkolinn, sem
ferðast þó minna en þorskurinn
og ýsan, leggur leið sína frá ein-
um landshluta til annars. Þannig
hafa skarkolar, sem merktir hafa
verið í Faxaflóa komið fram á
ýmsum stöðum allt í kringum
landið, þótt mest enurheimtist út
af Vestfjörðum og við Vestmanna
eyjar og í flóanum sjálfum. Skar
kolar merktir við Norður- og
Austurland hafa meðal annars
komið fram aftur við Suður-
og Vesturland. Einn, sem merkt-
ur var í Skjálfanda 20. júlí 1955
veiddist aftur skammt frá Þor-
lákshöfn, 4. marz 1956 eða 224
dögum seinna. Hefir hann því far
ið 1,5—2 sjómílur að meðaltali á
sólarhring eftir því hvort hann
hefir farið vestur eða austur um,
?f gert er ráð fyrir að hann haíi
farið styztu leið.
Englendingar fá bróðurpartinn
Þegar landhelgislínan var færð
út í 4 mílur 1952, héldu Englend-
ingar þvf fram, að skarkolinn
mundi verða ellidauður inni í
flóum og fjörðum, en reynslan
varð sú, að skarkolaveiðar þeirra
uxu jafnt og þétt miðað við fyrir-
höfn eftir útfærsluna og í réttu
hlutfalli við fjölgun skarkolans
innan íslenzkrar landhelgi. Það
kom líka í ljós, að Englendingar
fengu bróðurpartinn af þeim
skarkola, sem merktur var innan
landhelginnar t.d. í Faxaflóa. Um
síðustu áramót höfðu þeir t.d.
veitt 7,8% af þeim skarkola, sem
merktur var í Faxaflóa 1954,
heildarendurheimturnar frá því
ári voru 14,2%. Þess má og geta
að þeir voru búnir að veiða um
20% af skarkola þeim, er merkt-
ur var í mynni Amarfjarðar 1956
og ’57 áður en 6 mánuðir voru
liðnir frá merkingu í hvort sinn.
Það mega Englendingar eiga, að
þeir hafa sent okkur merkin og
það oftast með góðum upplýsing-
um. Að vísu hefir borizt minna
af merkjum frá þeim eftir að
landhelgislínan var færð út í 12
mílur, hvort sem það er vegna
þess að þeir fái færri merki, eða
þeir sendi þau ekki.
Merkingarnar gefa einnig
nokkra hugmynd um sóknina á
fiskstofnana, þar sem hægt er að
var á merkingarstað veiðist síðar
meir. Það er þó því aðeins hægt,
að öll merki komist til skila.
Vissar gerðir merkja eru þó
þannig, að merkin geta festst í
veiðarfærum, og því hætt við að
tiltölulega meira veiðist af merkt
um en ómerktum fiski, en vonir
standa til að við getum bráðlega
hætt að nota slík merki. í þess-
um leiðangri hefi ég gert tilraun
ir með að nota bæði svokölluð
Lea- og plastmerki á skarkola,
þar sem þau munu varla festast
í netum.
Talsvert miklu var safnað af
kvörnum til aldursákvörðunar.
Eru þau gögn meðal annars not-
uð til að athuga styrkleika ár-
ganganna og vaxtarhraðann.
Kvarnir voru teknar úr 2255
þorskum, 2820 ýsum, 79 lýsum,
2108 skarkolum, 273 lúðum, 1089
sandkolúm og 200 þykkvalúrum
eða 8824 fiskum alls.
Auk þess, sem merkt var og
kvarnað, var mikið mælt og af-
gangurinn talinn, voru þannig
72947 fiskar athugaðir í leiðangr-
í FYRRADAG birtist hér í
blaðinu útdráttur úr skýrslu
um útlán almenningsbóka-
safna á landinu. — í gær
sneri blaðið sér svo til nokk-
urra rithöfunda og spurði
hvað þeim þætti athyglis-
verðast við skýrsluna, hvort
þeir læsu nokkuð sérstakt út
úr henni um lestrarvenjur og
bókmenntasmekk þjóðarinn-
ar — og bað þá að segja í
fáum orðum, hvað þeim kæmi
fyrst í hug við lestur hennar.
Fara hér á eftir ummæli
þeirra höfunda, er svöruðu
spurningum blaðsins:
"k
★ Börnin stór „póstur“
Guðmundur Danielsson: —
Spurningin er — hvað sýnir
skýrslan? Sýnir hún t. d. raun-
verulega bókmenntasmekk
þeirra, sem mest nota söfnin?
Mér virðist t. d. einsætt, að
börn og unglingar vegi mjög
þungt í skýrslunni, ef svo mætti
segja. — Ég get t. d. bent á
bækur þeirra Jennu og Hreiðars.
Það eru börnin, sem lyfta þess-
Happdrætti
Háskólans
í GÆR var dregið í 9. flokki
Happdrættis Háskóla íslands um
996 vinninga, að upphæð samtals
1.225.000 kr.
Hæsti vinningur 100 þúsund
kr. kom á nr. 17911, fjórðungs-
miðar úr umboði Arndísar Þor-
valdsdóttur, Vesturgötu. 50 þús.
kr. á heilmiða nr. 40078 í sama
umboði. 10 þús. kr. komu á 1844,
11938, 22572, 28487, 28906, 31882,
34659.
5 þús. kr. komu á 8782, 15919,
17910, 17912, 22609, 25543, 31020,
32311, 37080, 39789, 40833, 47809.
(Birt án ábyrgðar).
Vilja kommúnistar rœba
við Laosstjórn?
VIENTIANE, 10. sept. — Sá
orðrómur gengur nú í Vienti-
ane, að uppreisnarmenn hafi
sent fulltrúa sína á fund Laos-
stjórnar og beðið hana að
ræða við uppreisnarmenn áð-
ur en eftirlitsnefnd Samein-
uðu þjóðanna kemur til lands-
ins. Sagt er, að stjórnin hafi
látið fangelsa sendimennina,
en síðan sleppt þeim. Ekkert
bendir enn til þess, að stjóm-
in hyggist senda fulltrúa til
viðræðna við uppreisnar-
menn.
Búizt er við, að í gæzlunefnd-
inni, sem er á förum til Laos,
verði samtals um 60 manns. —
Mun ætlunin að fara með þá í
smáflugvélum milli helztu út-
varðstöðva hersveita stjórnarinn-
ar, en þaðan munu þeir fara
eins langt og hægt verður áleiðis
að víglínunni.
Vígstaðan er svipuð í dag og
hún var í gær. Sóknarþungi
kommúnista hefur þyngzt á
nokkrum stöðum — og stjórnar-
hernum hefur verið fyrirskipað
að yfirgefa eina útvarðarstöð til
viðbótar.
Meinleg prentvilla
í VIÐTALI við Thor Thors sendi-
herra í Mbl. í gær varð meinleg
prentvilla. Var það í þeim hluta
viðtalsins, sem fjallaði um Alsír-
deiluna. Þar segir réttilega frá
því, að Frakkar hafi á ýmsum
þingum staðhæft, að inálið væri
algert innanríkismál þeirra, og
á þeirri forsendu neitað að taka
þátt í fundum, þar sem það hef-
ur komið til umræðu. Síðan átti
að standa: „Þetta hafa Frakkar
þó ekki alltaf gert. Á tveimur
þingum hafa þeir — með tregðu
þó — breytt þessari afstöðu sinni
og tekið þátt í umræðunum, enda
hafa þá utanríkisráðherrar Frakk
lands mætt til þings í þeim til-
gangi".
STOKKHÓLMI, 10. sept. — Deila
hefur risið milli sænsku stjórnar-
innar og hægri flokksins vegna
þess að stjórnin hefur ekki
fengizt til þess að fallast á hægri
leiðtogann Hjalmarson sem full-
trúa í sendinefnd Svía á Allsherj
arþinginu. __
um höfundum upp í eitt af efstu
sætunum á „vinsældalista” bóka-
safnanna.
Þegar á heildina er litið, virð-
ast hins vegar ævisögur og léttir
reyfarar vera þær tegundir
bóka, sem njóta mestrar hylli
meðal almennings — þess fólks,
sem ekki leitar fyrst og fremst
að listrænum bókmenntum.
i
★ Skáldsögur og ævisögur
Guðmundur G. Hagalín: —
Hvað höfundur er mikið lesinn,
fer dálítið eftir því, hvað hann
hefir skrifað margar bækur,
hvort hann hefir nýlega gefið út
bók — og hvort bækur hans eru
þannig að formi, að allur þorri
manna átti sig á þeim, ef svo
mætti segja, án sérstakrar bók-
menntalegrar þjálfunar.
Það virðist augljóst, að skáld-
sögur og ævisögur séu þær teg-
undir bóka, sem eiga einna
mestum vinsældum að fagna —
einnig eru skemmtilegar ungl-
ingabækur mjög vinsælar, en svo
er í öllum löndum. Aftur á móti
virðast þeir færri, sem velja sér
ljóðabækur sérstaklega, og marg-
ir, sem lesa ljóð að ráði, kaupa
bækur þeirra höfunda, sem eru
þeim einhvers virði.
Eitt má gjarna benda á við-
víkjandi Nóbelsskáldinu okkar,
Kiljan, að í sveitum eimir enn
víða eftir af þeirri andúð, sem
einstakar lýsingar hans, t. d. í
Sjálfstæðu fólki, vöktu hjá eldri
mönnum á sinni tíð. En lesenda-
hópur Kiljans til sveita hefir
mjög aukizt á síðari árum, því
að yngri kynslóðin lítur meira
á ágæti frásagnar og persónu-
lýsinga — og raunar heildar-
innar.
Annars sýnist mér svo, að al-
menningur vilji fyrst og fremst
lesa bækur, sem eitthvað gerist
í -— og, að öðru jöfnu, bækur,
sem fjalla um það sem hann
kannast eitthvað við af eigin
raun.
★ AUir lesendur jafngóðir
Guðrún frá Lundi: — Ég er
satt að segja alveg hissa á því,
hve vinsælar bækurnar mínar
eru ,sagði Guðrún, er blaðið
hafði tal af henni í síma. Annars
vildi hún ekkert ræða málið, en
kvaðst þó vissulega vera mjög
glöð yfir því, hve stóran lesenda-
hóp hún ætti.
Guðrún er sem kunnugt er
mest lesni höfundur á landinu, ef
miðað er við skýrslur almenn-
ingsbókasafnanna. Einnig er hún
efst á blaði, ef litið er á Reykja-
.vík sérstaklega. En í sveitunum
skýzt Hagalín upp fyrir hana.
Er blaðamaðurinn spurði hana,
hvort hún gerði sér grein fyrir,
hverju þetta sætti, kvað hún nei
við. Sögur hennar gerðust nær
eingöngu í sveit, og því þætti sér
þetta eiginlega dálítið einkenni-
legt. Þetta skipti sig hins vegar
engu. Það væri mjög ánægjulegt
fyrir rithöfund að eiga stóran
lesendahóp — og gilti einu, hvort
meirihluti hans væri við sjó eða
í sveit.
ir Ekki réttur mælikvarði
Ragnheiður Jónsdóttir: — Ég
álít, að skýrslur bókasafnanna
beri gleðilegan vott um lestrar-
áhuga þjóðarinnar. — En það er
erfitt fyrir höfund, sem er meðal
þeirra, er mestan hafa lesenda-
fjöldann, kveða upp dóm um
þann bókmenntasm'ekk, sem birt-
ist í vali lesenda.
Þeim óánægðu má þó vera það
huggun, að verk okkar beztu
skálda og rithöfunda eru keypt
á miklum fjölda heimila, og þvi
eru skýrslur bókasafnanna ekki
réftur mælikvarði á vinsældir
þeirra.