Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 16
16 MORCVIVBLAÐIÐ PBstudagur 11. sept. 1959 Luvin beið þangað til hláturs kastið var af staðið. „Hvað finnst yður svo skrít- ið við það?“ spurði hann loks. Tungan drafaði í Anton. „Mig yfirgefa tvær konur. — Einn — - tveir“. Hann taldi á fingr um s°r. „Og bróður minn eltir kor.a til Briissel. Þér verðið að játa, að það er hægt að hlæja sig máttlausan út af því“. „Nú hlægið þér yður ekki mátt lausan, heldur komizt þér að því, hvers vegna Zenta hefur flogið til Briissel“. „Hvers »egna ætti hún ekki að fljúga til Brussel? Hún elskar hinn dýrðlega herra Hermann Wehr“. „Vitleysa! Það eru engir ásta- fundir. Slík og þvílík stefnumót geta þau bæði átt hérna. Það er alveg áreiðanlega í sambandi við Sewe“. Hann lækkaði róm- inn. „Undir eins og þau eru kom- in aftur, verðið þér að komast að því. Hafið þér skilið það?“ „Reiðubúinn til þjónustu", sagði Anton. Það var ekki víst, að hann hefði skilið fyrirmælin. Luvin benti hinum syfjulega þjóni að koma, og bað um kaffi. „Hitt atriðið er varðandi mála- ferlin“, sagði hann og sneri sér að Anton. „Ég hef sagt yður það, að við höfum á móti því, að það sé höfðað mál gegn Sewe. Það sem mest á ríður, er að Sewe hverfi áður. Þá munum við koma okkur saman um viðskiptin við Delaporte“. „Ég veit, ég veit“. „Þér vitið ekkert". Þjónnian setti tvo rjúkandi kaffibolla á borðið fyrir fram- an þá. „Það er að segja, að það er áformað, að málaferlin byrji í næstu viku“, sagði Luvin. „Sam- bönd Delaportes, þér skiljið". „Ég skil“. Hann skildi ekki. Hann hafði ekki hugmynd um, hvaða erindi Luvin átti við hann klukkan hálf tvö að nóttu í hinni' hálftómu „Perroquet“-vínstofu. Hann fór aftur að hugsa um Veru. Hann fór að hugsa um Lúlúu. En nú gat hann aðgreint bæði andlitin „Undir eins og málaferlin eru afstaðin og Sewe er sigraður“, hélt Luvin áfram, „verðum við að sýna Delaporte í tvo heim- ana“. „Brrr-----“, heyrðist . Anton. „Auðvitað ekki bókstaflega. En við verðum að hitta Delaporte, þar sem hann er veikastur fyrir“. „Auðvitað þar sem hann er veikastur. fyrir“, át Anton eftir og skildi ekki neitt. „Þessi viðkvæmi staður er bróðir yðar“. Anton fór að hlusta. „Þegar málaferlin eru hjá liðin og málið unnið, þá ætlum við að fá Delaporte til þess að ganga í félag við okkur“, sagði Luvin. „Hann mun ekki gera það af frjálsum vilja. Þér eruð maður- inn, sem getur hjálpað okkur til þess“. „Biðjið um eitt viskýglas handa mér í viðbót, og ég skal gefa fyr- irskipanir". Luvin pantaði ekki viský. Hann mælti: „Viðkvæmi blefturinn á Dela- porte er bróðir yðar. Þér hafið einu sinni sagt mér, að hann væri afbrotamaður". Anton hló. „Bróðir minn er heiðursmaður. Mesti heiðursmaðurinn í allri Leopoldville“. „Vitið þér nokkrar ákveðnar sakir gegn honum?“ Anton varð myrkur á svipinn. Hann hrukkaði ennið. Örið á hinu háa enni hans hvarf í hrukk urnar. „Nokkuð ákveðið?" sagði hann. „Ekki annað en það, að hann dró undan eigur föður míns og varð Keflavík — Afgreiðslusfúlka óskast nú þegar. Upplýsingar í síma 730 og 669. Stúlka óskast helzt nú þegar STÓRHOLTSBÚÐIN, Stórholti 16. valdur að dauða móður minnar“. „Getið þér sannað það?“ „Ég get svarið það“. „Það er ekki nóg. Við getum ekki látið yður vinna eið við öll tækifæri. Hafið þér ekki einhver skjöl, sem styðja fullyrðingu yð- ar“. Nú hvarf þokan frá augum hans. „Luvin", sagði Anton, „þér komið hingað til þess að spyrja mig spjörunum úr. Hvenær hef ég gefið ykkur minnstu vitneskju ókeypis? Og hvernig vitið þið yf- irleitt, að ég ætli að vera á ykk- ar bandi. Ef til vill ætla ég að verða aðalframkvæmdastjóri hjá Delaporte. Ég hef hæfileika til þess“. „Við bjóðum yður meira en Delaporte". „Með hvaða skilyrðum?“ „Að þér vitnið fyrst gegn Sewe og fáið svo bróður yðar á okkar mál“. Anton lagði hendur sínar aftur á axlir Luvins. í þetta skipti leit ekki svo út, að hinn prúðbúni, ungi maður gæti sloppið undan þessum tökum. „Þér Mjótið að halda, að ég sé fullkominn' lubbi, Luvin“, sagði hann og gretti sig, svo að skein í tennurnar. „Stingið þér upp á endurgjald inu“, svaraði Luvin og reyndi árangurslaust að losa sig undan taki Antons. „Eftir málsóknina. Þá getum við haldið uppboð. Við höldum uppboð á æru minni. Sá, sem býð ur hærra, fær hana“. Hann fann, að þokan kom aftur og lagðist um hann. Honum fannst hún koma upp frá gólfinu í kránni. Hann starði á Luvin, eins og hon- um dytti skyndilega eitthvað í hug, sem hann hefði gleymt síð- ustu mínúturnar. „Sögðuð þér, að bróðir minn væri með Zentu í Brússel?" Það kom ekki til þess, að Lu- vin svaraði spurningunni. Þjónn- inn kom að borðinu og beygði sig að eyra Antons. „Það er maður úti, herra An- tóníó, sem vill tala við yður“. Anton sleppti Luvin. „Látið hann koma inn“, sagði hann við þjóninn. „Hann vill ekki koma inn“. „Segið honum þá, að hann megi fara til fjandans“. Þjónninn brosti og Anton virt ist brosið ósvífið. Hann mælti: „Sá maður fer áreiðanlega ekki til fjandans, herra Antóníó!" „Þekkið þér hann?“ „Já“. „Rekið þér hann burt". „Þann mann er ekki hægt áð reka burt“. Anton fann til einhvers, sem líktist hræðslu. Það var mjög largt síðan hann hafði fundið til nokkurrar hræðslu. Hann mundi varla, hvernig hún var. „Er hann frá lögreglunni?" spurði hann. „Nei“. „Er það morðingi?" Nú brosti þjónninn greinilega háðslega. „Nei, áreiðanlega enginn morð- ingi, herra Antóníó". „Ekki frá lögreglunni og ekki morðingi. Það er ekki hæf c í þvi“. Hann stóð upp. Hann slagaði dáiítið og hélt sér í þjóninn. Hann vissi, að hann varð að fara til dyra. Óákveðin tilfinn- ing, sem var öflugri en vilji hans, rak hann til dyra. Luvin horfði hissa á eftir honum. Hann opnaði dyrnar. Loftið var svalt, eins og nætur-loftið er allt- af í Leó. Anton hallaði sér að veggnum. Honum fannst ekki loftið þægilegt. Það var þvert á móti, eins og loftið hefði gefið honum duglegan löðrung. Þá kom maðurinn fram úr skugganum afm úrnum. Hann kom fram í gul-bláa neonljósið frá glerpáfagauknum. Það var enginn lögregluþjónn og engin.i morðingi. Það var Adam Sewe. „Hvað eruð þér að gera hérna, herra prestur?" spurði Anton. Hann kallaði Sewe annars ekki „herra prest“. Það var illkvitnis- íeg löngun, sem kom honum til að kalla manninn, sem var í dyr- unum á Perroquet-vínstofunni, „prest“. „Vitið þér, hvar Lúlúa er?“ spurði Sewe. Hann var mikilfenglegur, þar sem hann stóð fyrir framan An- ton. Honum fannst hann vera eins og standmynd, sem væri stigin niður af fótstalli sínum. „Ég hef ekki hugmynd um það“, sagði hann. „Við verðum að finna hana“, sagði presturinn. „Hún er horf- in“. „Horfin?“ tók Anton upp eftir honum. Hann var allt í einu orðinn al- gáður. Það var þriðjudagur 10. júní, klukkan sex að kvöldi. Anton stóð við einn gluggann í íbúð sinni í „Hótel Memling“, við Avenue G. Moularet, sem hann hafði flutt í fyrir tveimur dög- um. Gluggarnir í stofunni hans sneru út að hinni breiðu götu. Framan við hlið gistihússins, sem var með tveimur risastórum, 10% afsláttur Gefum 10% afslátt af öllum skólapeysum, þennan mánuð. Prjónastofan Hlín hf. Skólavörðustíg 18 Gættu að hvort þú getur ekki Reyndu bara ekki að komast und-! yfir þér verður settur á morg- hreinsað ofninn, Ríkharður, ég an, Markús. Mundu að rétturinn un. Sparaðu þér glósuruar, bang- setla að höggva dálítinn við. a ðtil, Ríkharður. Ég er þegar búinn að fá nóg af þér. svörtum marmarasúlum sitt hvoru megin, iðaði kvöldlífið í Leopoldville. Amerískur strætis- vagn ók upp að hótelinu. Hvít- klæddu blökkuþjónarnir báru dýrar leðurtöskur inn í forsalinn. Tveir ungir menn, klæddir eins og evrópskir tízkuherrar, löbb- uðu fram hjá. Gulur almennings- vagn rann eftir malbikaðri göt- unni. Hvítir menn og svartir komu hver á eftir öðrum út úr „Libraire de Carrefour", sem var rétt hjá hótelinu, og voru niðursokknir í nýjustu blöðin, „Le Courrier d’Afrique“ og „L’Avenir". Blöðin voru fróðleg þennan 10. júní. Með stórum fyrirsögnum og feitu letri sögðu þau nákvæmlega frá málaferlunum, sem áttu að hefjast um klukkan tíu morgun- inn eftir. Námufélagið „Delaporte & Co“ höfðaði málið gegn „Adam-Sewe félaginu“, sem annaðist góðgerða starfsemi. Fyrirtækið Delaporte hélt því fram, að fyrir nokkrum árum, þegar enn var hægt að fá lóðir og lendur í belgiska Kongó í frjálsri samkeppni samkeppni, hefði góðgerðafélagið haft af sér þau svæði, þar sem þorp „vel- gerða-mannsins“ Adams Sewe stóðu nú. Stjórnin haföi látið „Adam-Sewe-félagið“ fá þessi svæði á síðustu stundu. Fyrirtæk ið Delaporte ætlaði nú að sanna að það hefði verið óréttmætt að „góðgerða“-félagið hefði hlotið svæðin í Kwangó og það hefði fengið þau á röngum forsendum. í raun og veru hefði félagið vit- að það þá þegar, að úran var í landareignunum kringum byggð- irnar Ngidinga, Kimwula og Popkabaka. „Fyrirmyndar þorp“ Adams Sewe, fullyrtu ákærend- urnir, hefðu aðeins verið „dular- gervi“. — „Adam-Sewe-félagið“ hefði það á prjónunum, að nýta sjálft úranið fyrir austan árnar Luguya og Mf’di-Mosi. Fyrirtæk ið Delaporte krafðist þess, að þessar „staðreyndir“ kæmu í ljós. Þegar það hefði verið sann- að, þá yrði svæðið tekið af „Adam-Sev/e-félaginu“ og aug- lýst að nýju. SUÍlivarpiö Föstudagur 11. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. —- 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. 10.10 Veðurfregnir). 12.00—12 50 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir, tilkynningar). 13.15 Lesin dagskra næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — 19.25 Veðurfregnir). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir 20.30 Erindi: Kristófer Kólumbus (Jón R. Hjálmarsson skólastjóri). 21.00 Tónleikar: Kór og hljómsveit út- varpsins í Bæjaralandi flytja verk eftir Smetana og Wagner. 21.20 Afrek og ævintýr: Með Einarl Michelsen í landi gullleitarmanna (Vilhjálmur S. Vilhjálmsson rit* höfundur). 21.45 Tónleikar : „Capriccio italien“ op. 45 eftir Tsjaikovsky. Sinfóníu* hljómsveitin í Lundúnum leikur. Anthony Collins stjórnar. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: Úr „Vetrarævintýr- um“ eftir Karen Blixen (Arn- heiður Sigurðardóttir). 22.30 Á léttum strengjum: a) Laurie London syngur. b) Gerald Wiggins-tríóið leikur lög úr kvikmyndinni „Kring- um löróina á 8U dögu n * 23.00 Dagskrárlok. Laugardagur 12. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8,30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir), 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sig- urjónsdóttir. 14.15 „Laugardagslögin" — (16.00 Frétt ir og tilkynningar). 16.30 Veðurfregnir. 18.15 Skákþáttur (Baldur Möller). 19.00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Þjóðlög frá Vestur- heimi. Roger Wagnerkórinn syng- ur. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Smásaga: „Vetrarkápan'* eftir Maríu Dabrowsku í þýðingu Inga Jóhannessonar. (Þýðandi les). 20.45 Tónaregn: Svavar Gests kynnir lög eftir Leroy Anderson. 21.25 Leíkrit: „Heima vil ég vera“ eftir Roger Avermaete i þýðingu £»or- steins Ö. Stephensens. (Leikst.jóri: Lárus Pálsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Danslög. — 24.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.