Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 20
VEDRIÐ NV kaldi, léttskýjað með köflum. 198. tbl. — Föstudagur 11. september 1959 Stéttarþing bœnda Sjá bls. 11. Ekki neyðarkall, skotœfing Breta 1 GÆRMORGUN. var Slysavarna- félaginu tilkynnt að fólkið á bænum Njarðvík í Borgarfirði eystra hefði séð Ijósmerki á hafi úti. Var talið að þarna væri um hjálparbeiðni frá báti að ræða og sendi Slysavarnarfélagið út kall gegnum útvarpið, þar sem allir bátar á þessum slóðum voru beðnir að svipast um. — Einnig var haft samband við Land- helgisgæzluna og brezka sendi- ráðið. Skömmu seinna setti varðskip- Þriðja skákin: Biðskák - jafntefli? BLED, 10. sept: — Allar skákirn- ar fóru í bið. Skákir þeirra Friðriks og Gligoric, Smyslovs og Petrosjan og Fischers og Benkö eru jafnteflislegar, en staðan í skák Keres og Tal er flókin. I 2. umferð vann Petrosjan Fischer og Keres vann Smyslov. Hlíf segir upp samningum HAFNARFIRÐI. — Á fundi í Verkamannafélaginu Hlíf í gær kvöldi var einróma.samþykkt að segja upp samningum við vinnu- veitendur. Kemur það til fram- kvæmda frá og með 15. október næstkomandi. Er Hlíf fyrsta fé- lagið, sem segir upp gildandi samningum. Á fundinum voru teknir inn 50 nýir félagar, og er það með því mesta, sem gengið hefir í félagið, á einum fundi. Að vísu liafa ekki verið haldnir fundir í ,sum- ar og þvi nokkuð langt fru síð- asta funöi — G E. En Onassis vildi ekki staðfesta það. — Meneghini, sem Maria er nú að skilja við, sagðist í dag ekki vera áhyggjufullur. Að vísu væri hann þess fullviss, að hann færi varhluta í skiptunum. Ef skipta ætti öllu, sagði hann við blaðamann — og benti á lítinn hund, sem þau Maria eiga — og þessum hundi yrði líka skipt í tvennt — þá færi Maria með framhiutann, en ég yrði að láta mér nægja afturhlutann og róf- i:na. ★ • ★ Meneghini sagði, að í hinni margumræddu skemmtiför þeirra hjónanna á snekkju Onassis fyr- ir skemmstu hefði Maria Callas vtrið eins og tigrisdýr við sig. Oft hefði það verið slæmt, en aldrei sem þá. Maria hefði neit- að að syngja allan tímann, jafn- vel hefði hún þverneitað, þegar Churchill bað hana að syngja lagstúf, en gamli maðurin^ var einnig gestur Onassis. ið Albert sig I samband við tundurspillirinn Jutland D 62, sem viðurkenndi að hafa verið á skotæfingum þá um morguninn 12—14 sjómílur út af Glettinga- nesi. Var þar fengin skýring á blossum þeim, sem sáust úr landi. Drunurnar heyrðust inn í bæ Blaðið átti í gær tal við hús- freyjuna í Njarðvík, Ástu Péturs dóttur. Sagðist henni svo frá þess um atburðum: — Það mun hafa verið um 11 leytið að við heyrðum þungar drunur. Við tókum þá fram kíki og sáum í honum blossa og hnoðra úti við sjóndeildarhring- inn til hafs. Þetta ágerðist er á leið og að lokum glumdu við sífelldar dimmar drunur, sem heyrðust alla leið inn í bæ. Þetta stóð yfir í um hálf tíma. Við héldum að þarna væri skip í nauð um statt og hringdum til hrepp- stjórans í Borgarfirði. Slysavarnafélagið kvartaði Henry Hálfdánarson skýrði blaðinu frá því í gær, að Slysa- varnafélagið hefði kvartað við brezka sendiráðið yfir þeim ó- þægindum, sem þetta hefði vald- ið, og mótmælt því að slíkt færi fram, án þess að tilkynnt væri um það. MILLI 1500—2000 manns hafa ekki sinnt boðun í bréfi frá saka- dómaraembættinu, um að koma og borga fésektir, er þessu fólki hefur verið gert að greiða með dómi. Er nú verið að innheimta þessar sektir á þann hátt, að greiði menn þær ekki eða semji um örugga greiðslu, þá eru dyr „Steinsins" opnaðar fyrir þessa viðskitpavini réttvísinnar. Einn þessara manna, sem var. — Ég hefi eytt öllum mínum f jármunum til þess að gera Mariu Callas stórt nafn, mér hefur tek- izt það, sagði Meneghini — og mér hefur tekizt það. Maria er ekki nema 36 ára. Meneghini er sjálfur 62 ára. Ungfrú Reykjavík, Ester Garðarsdóttir. Sjá viðtal bls. 3. búinn æ ofan í æ að svíkja greiðslu á 100 kr. sekt vegna bifreiðalagabrots, greiddi sekt- ina, er honum hafði verið ekið upp í „Stein“ og að því komið að skrá hann í tölu fanga þar. Þá dró hann upp budduna og borgaði sektina. Nokkrum mönnum var stung- ið í „Steininn" í fyrradag, er heldur kusu að afplána sektina með setu í ’ fangelsi. Þeir, sem fengið hafa bréf, en ekki sinnt boðuninni, mega eiga á hættu að verða handteknir hvar sem er, eins og t. d. einn, sem var tekinn á veitingastað og fékk tæpast að ljúka úr kaffibollanum! Ungi maðurinn enn í sjúkrahúsi UNGI maðurinn, sem slasaðist i umferðaslysinu á Kópavogshálsi á dögunum, er drukkinn og rétt- indalaus maður ók á bíl hans, er enn í sjúkrahúsi og mun vera við sæmilega líðan nú. Manninum, sem olli slysinu, var sleppt úr haldi, er frumrann sókn málsins var að mestu lokið. I gærdag mátti sjá mann þenn- an ölvaðan rangla um helztu götur Miðbæjarins og það var ekki að sjá að lögreglan hefði neitt við það að athuga. , Héraðsmót Sjálfstœðis- manna á Akureyri HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna á Akureyri og innsveitum Eyja- fjarðar verður haldið á hótel KEA sunnudaginn 13. sept. kl. 8,30. Ávörp flytja: Bjartmar Guðmundsson, bóndi, Sandi og Gísli Jónsson, menntaskólakennari. Leikararnir Bessi Bjarnason, Steindór Hjörleifsson og Knútur Magnússon flytja skemmtiþætti og syngja gamanvísur. Að síðustu verður stiginn dans. Aðgöngumiðar verða seldir í skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á Akureyri á laugardag frá kl. 4 til 7 og við innganginn ef eitthvað verður óselt. Ég fæ afturhlutann og rófuna mmmmm>mmmmummmmmmmmmmm^^mm^^mmmmmmmmmams^mmmmmm^mmm^mmm^^mmm — segir Menegrhini og er vonsvikinn PARÍS, 10. september. — Heimsblöðin gera sér nú tíðrætt um vináttu þeirra Maríu Callas og Onassis, en skipakóngurinn neitar enn allri ást á milli þeirra. Hann sagði í blaðaviðtali í dag, að hann hefði örsjaldan haldið í hönd söngkonunnar — og hann hefði ákveðið að veita henni lítillega aðstoð. — Heyrzt hefur, að aðstoð sú sé fólgin í byggingu óperuhúss í Monte Carlo, þar sem María Callas eigi að verða einráð. Þeim er síungið í Steininn ef þeir borga ekki sektina Enn gekk vafnið úr greipum þeirra f FYRRADAG var gerð filraun til að veita vatninu á Mýrdals- sandi undir nýju Blautkvíslar- brúna eftir farvegi sem grafinn hefur verið að undanförnu. En að fáum klukkustundum liðnum braut nokkur hluti vatnsins sér aftur leið úr farveginum, og er sandurinn nú jafn ófær og áður. Á aðra viku hefur verið unnið að þvj með þrjár ýtur að grafa Rússnr knupa farveg þann, sem að ofan er nefndur, og eru vinnuflokkarnir nú að reyna að hlaða fyrir þar sem vatnið braut sér í fyrradag leið út úr honum. Það gerir verk ið enn erfiðara að sandinum mun halla og sækir vatnið því rnjög á garðinn, sem er austan við það. Verkfræðingar frá Vega málaskrifstofunni hafa verið fyr- ir austan. Samgöngur eru afar litlar aust- ur yfir. Þó er reynt að draga stóra bíla með ýtum 1—2 í viku yfir sandinn. Foxusíld RÚSSAR hafa ákveðið að kaupa verulegt magn Faxasíldar — eða Suðurkinds-síldar — til viðbótar þeim 40 þús. tunnum, sem þeir sömdu um kaup á í ágústmánuði sl. Hafa Rússar nú kvðeðið að kaupa 20 þúsund tunrur síldar til viðbótar. Reknetjaveiðar eru ekki hafn- ar enn hér syðra. Bátarnir munu þó fyrirvaralítið geta byrjað þegar síldin gengur á miðin. — Skipulögð síldarleit fyrir Suður- landi er rétt að hefjast. Báturinn, sem leitina mun stunda, er nýlega farinn út, en það er Hafþór frá Neskaupstað. — Fregnir hafa borizt um að mælzt hafi á síld úti fyrir Suðurströndinni. AKUREYRI, 10. sept.: — Fyrsta frostnóttin á þessu hausti hér á Norðurlandi var aðfaranótt sunnudagsins sl. og komst frostið allt upp í 5 stig í Garði í Fnjóska- dal. Síðan hefur séð hér á kartöflu grösum og eins skemmdi frost Fréttaritari Maður og kona eru eit* ALLMARGIR hringdu til blaðsins í gær og spurðu, hver Jensína Jónsdóttir rit- höfundur væri eiginlega, en í skýrslu um bókaútlán, sem birt var í blöðum, var hún m.a. sögð mest lesni höfund- urinn í Kópavogi. — Blaðmönnum varð ógreitt um svör, og var því spurzt fyrir um þetta hjá Snorra Hjartarsyni, yfirbókaverði. — Kom þá í Ijós, að hér er raunverulega um tvo höf- undaaðræða. Bækurnar, sem eru svona vinsælar í Kópa- voginum, eru sem sé eftir „Jennu og Hreiðar", hjón á Akureyri, sem bæði eru barnakennarar. Hafa þau samið margar barnasögur í félagi, er náð hafa mikilli út- breiðslu, eins og fram kem- ur í fyrrgreindri skýrslu —- þótt tveir höfundar séu þar raunar gerðir að einum. — En maður og kona eru eitt.,. ■■■ ********* É v 1 ’ ■ | B Um þessar mundir er að hefjast bygging hins nýja húss Iðnað- arbankans við Lækjargötu. Eru fengin leyfi fyrir 5 hæða húsi á þessum stað. Ljósmyndari Mbl. tók þessa mynd af grunnin- um, þar sem vinna er nú að hefjast. Byggingarmeistarinn, Jón Bergsteinsson, sést á myndinni, ásamt tveimur mönnum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.