Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 18
18 MORCUNBT AÐ1Ð FSstudagur 11. sepf. 1959 Landsliðið 7949 leikur við unglingalandslið á sunnudag verðlaun unglingadagsins » Hver með sínu lagi" „AÐALATRIÐIÐ er ekki aS sigra — heldur að taka þátt“ stendur þar og víst má segja að piltarnir sem á meðfylgj andi myndum sjást þreyta sínar íþrólttiir lifi eftir þvi spakmæli. Þó þeir hvorki stökkvi hátt, né hoppi langt á Norðurlanda- eða Evrópumæli kvarða, eða myndu fá fegurð- N arverðlaun fyrir stíl, þá má vel gefa þeim gaum — og vona „að snemma beygist krókurinn að því sem verða vill“. Sendisveinar tveir á ritstjórn- arskrifstofum Mbl. brugðu sér um helgi austur á Skeið. Með- ferðis höfðu þeir bambusstöng eina allmikla, sem þeir höfðu keypt á 20 krónur í Geysi. Er- indið austur var m.a. að gefa stöngina félaga þeirra sem Erlend ur heitir Valdimarsson og á heima að Kilhrauni. Erlendur þessi er 11 ára gam- all og hefur mikið yndi af íþróttum. Hann hefur í félagi við aðra gert sér sandgryfju sem þeir nota til að stökkva í, þeir iðka langstökk, þrístökk og stang arstökk, hástökk o. fl. Erlendur hefur mest gaman af stangarstökki — en hann hefur ekki eignast stökkstöng. Notaði hann hennar í stað járnrör. Það má því nærri geta að hann varð feginn gjöf sendlanna er þeir komu með glansandi og fjaðr- Það verður siðasii „stórleikur" ársins Á SUNNUDAGINN kl. 5 verður nýstárlegur knattspyrnu- leikur háður á Laugardalsvellinum. Mætast þar landslið íslands frá 1949. — Liðið, sem tapaði fyrir Dönum í Ála- borg með 5—1 — og unglingalandslið eins og unglinganefnd KSÍ velur það. Leikur þessi er liður í unglingastarfi KSÍ, allur ágóði rennur til unglingastarfsins og afhent verða sumar og afreksmerki fyrir knattþrautir KSÍ, þeim er unnið hafa til þeirra á árinu. ★ í dag og fyrir 10 árum Þetta er síðasti „stórleikur“ árs ins og áreiðanlega um leið ein- hver sá skemmtilegasti. Það verð- ur gaman að sjá hina eldri lands- liðsmenn í keppni við landsliðs- menn framtíðarinnar — og nú- verandi landsliðsmenn, því { því eru nokkrir ungir menn og hafa þeir sannarlega sett svip ó nú- verandi landslið okkar. Má þar nefna Þórólf Beck og Örn Stein- sen. Þeir eru báðir í unglingalið- inu en það er valið úr hóþi pilta 21 árs og yngri. Mörgum þykir enn að knatt- spyrna fyrri ára, fyrir 1—2 ára- andi létta bambusstöng og gáfu honum. Á járnrörinu hafði Erlendur stokkið hæst 2.02 m og má það kallast mjög gott. Hann bætti sitt „persónulega met“ í 2.13 metra sama daginn og bambusstöngin komst í hans eigu. Nú er hann áreiðanlega búinn að bæta sig enn meir. Stíll hans í stangarstökki er eins og sjá má af myndinni ekki sérstaklega fagur. Tilsögnin held ur enginn. En það er kraftur í svip hans og ákveðni. Ég ætla ekki að verða verri íþróttamaður en Þorsteinn Alfreðsson hálfbróð ir minn hugsar hann kannski, en Þorsteinn hefur oft keppt á mót- um í Reykjavík og víðar og er nú einn af beztu iþróttagörpum UMSK. Erlendur litli stekkur hins vegar langstökk með mestu prýði, eins og önnur myndin sýn ir. Hann hefur lengst stokkið 4.23 m og það er gott hjá 11 ára dreng. í þrístökki hefur hann stokkið 8.74. m. Á þriðju myndinnl er félagi Erlendar Guðmundur Þórðarson búsettur að Kálfhóli Skeiðum. Hann sýnir hér sérkennilegan há stökkstíl — og ekki vænlegan til árangurs. Það er líkast því sem hann stingi sér til sunds .yfir rána. En hvað um stílinn. Það er gaman að sjá svona tilþrif hjá drengjum. Orðsending Aí óviðráðanlegum ástæðum hættir verkstæði vort starfrækslu um ófyrirsjáanlegan tíma. Það eru því vinsamleg tilmæli, að fólk sæki þá muni er það á í viðgerð hjá okkur, sem allra fyrst og í síðasta lagi fyrir 19. þ.m. F \ F IM I R Laugavegi 17 B — Sími 12631 Þannig fara strákarnir á Skeiðunum að því. Efst er Erlendur Valdi- marsson í stangarstökki, í miðið stekkur hann langstökk og neðst er Guðmundur Þórðarson í hástökki. (Ljósm.: sendisveinar Mbl.). tugum hafi verið betri en í dag. Úr því fæst skorið á sunnudag- inn. í landsliðinu frá 1949 eru margir sem allt fram á þennan dag hafa að staðaldri stundað knattspyrnu t.d. Ríkharður Jóns- son, Karl Guðmundsson landsliðs þjálfari, Óli B. Jónsson þjálfari KR, Sigurður Ólafsson landsliðs- nefndarform. o.fl. TJnglingaliðið Liðin eru annars svona. Þórður Ásgeirsson Þrótti mark vörður, bakverðir Helgi Hannes- son ÍA og Þorsteinn Friðþjófsson Val, framverðir Gunnar Felixs- son KR, Rúnar Guðmannsson Fram, Ingvar Elíasson ÍA, fram- herjar Örn Steinsen KR, Hólm- bert Friðjónsson ÍBK, Þórólfur Beck KR, Guðjón Jónsson Fram og Ellert Schram KR. — Vara- menn Gísli Þorkelsson KR, Krist inn Jónsson KR, Bersteinn Magn ússon Val, Eggert Jónsson Fram og Magnús Hjálmarsson Val. Landsliðið frá 1949 Markvörður Hermann Her- mannsson Val, bakverðir Karl Guðmundsson Fram, Helgi Ey- steinsson Víking, framverðir Óli B. Jónsson KR, Sigurður Ólafsson Val, Sæmundur Gíslason Fram, framherjar Ólafur Hannesson KR, Ríkharður Jónsson ÍA, Hörð ur Óskarsson KR, Sveinn Helga- son Val og Eellert Sölvason Val. — Varamenn voru og eru Adam Jóhannsson Fram, Daníel Sigurðs son þá KR, Gunnlaugur Lárus- son Víking, Hreiðar Sigurjóns- son og Halldór Halldórsson Val. Halldór kom sem varamaður inn í leikinn í Árósum og skoraði eina mark íslands með skalla. Eins og fyrr segir verða verð- laun unglingadagsins frá í sum- ar afhent á sunnudaginn en það eru bikarar fyrir flokkakeppni í knattþrautum. Þá fá og þeir er unnið hafa til afreksmerkja fyrir knattþrautir merki sín. í unglinganefnd KSÍ eru nú Frí mann Helgason form., Sveinn Ragnarsson, Sigurgeir Guðmanns son, Árni Njálsson og Atli Stein- arsson. Meistaramót INorð- urlands í knatt- spyrnu AKUREYRI, 9 .sept: — Meistara- mót Norðurlands í knattspyrnu hefst hér á Akureyri n.k. föstu- dag. Að þessu sinni keppa 4 fé- lög um titilinn Norðurlandsmeist ari í knattspyrnu, en þau eru Knattspyrnufélag Akureyrar, íþróttafélagið Þór, Knattspyrnu félag Siglufjarðar og Héraðssam band Þingeyinga. Eins og fyrr segir hefst mótið á föstudag kl. 4 og keppa þá K.A. við HSÞ og Þór við KS. Á laugardag keppa KS við HSÞ og KA við Þór, og á sunnudag keppir Þór við HSÞ og KA við KS. Knattspyrnufélag Akureyrar sér um mótið. Undan farin 5 ár hefur KA unnið þetta mót. — Mag. Enska knattspyrnan: Fulha m vann Úlfa na 6 .umferð ensku deildarkeppn- innar fór fram fyrri hluta þess- arar viku. Úrslit leikjanna urðu þessi: 1. deild Burnley — Preston 2:1 Birmingham — Chelsea 1:1 Bolton — Arsenal 0:1 Fulham — Wolverhampton 3:1 Leichester — Blackpool 1:1 Luton — Manchester C. 1:2 Manchester U. — Leeds 6:0 N. Forest — Sheffield W. 2:1 Tottenham — West Ham. 2:2 W. B. A. — Newcastle 2:2 2. deild Bristol Rovers — Ipswich 2:1 Plymouth — Rotherham 1:0 Sheffield U. — Sunderland 1:2 Charlton — Bristol City 4:2 Derby — Cardiff 1:2 Huddersfield — Swansea 4:3 Lincoln — Stoke 3:0 Liverpool — Schunthorpe 2:0 Middlesborough — Hull 4:0 Portsmouth — Aston Villa 1:2 Mesta athygli vekur sigur Ful- ham yfir meisturunum Wolver- hampton. Sérstaklega þegar þess er gætt að enski landsliðsmaður- inn Johnny Haynes er meiddur og leikur ekki með Fulham. — Manchester United sýndi enn einu sinni hve hættulegt liðið er og staðfesti þessi leikur þá skoð- un, að liðið kæmi til með að berj- ast um efsta sætið. — Sá leikur í II. deild er mesta athygli vakti var leikurinn milli Sheffield Uni ted og Sunderland og er vonandi að Sunderland, sem fyrir nokkr- um árum var eitt frægasta lið í Englandi, fari nú að standa sig betur. Félagið hefur á að skipa mörgum góðum leikmönnum og var um tíma með flesta af dýrustu leikmönnum Englands. Að 6 um ferðum loknum er staðan þessi: I. deiid (efstu liðln) Blackburn 5 4 1 0 13:3' 9 Tottenham 6 2 4 0 12:7 8 West. Ham. 6 3 2 1 12:7 8 Wolverhampton 6 3 2 1 16:13 8 Burnley 6 4 0 2 14:13 8 Manchester U. 6 3 1 2 18:10 7 W. B. A. 6 2 3 1 14:9 7 Arsenal 6 2 3 1 9:6 7 Fulham 6 3 1 2 10:10 7 (Neðstu liðin): Newcastle 6 11 4 10:17 3 Luton 6 0 3 3 3:6 3 Bolton 6 11 4 4:9 3 Everton 5 0 2 3 6:11 2 II. deild (efstu liðin) Sheffield U. 6 4 1 1 14:5 9 Aston Villa 6 4 1 1 9:4 9 Huddersfield 6 4 1 1 15:8 9 Cardiff 6 4 1 1 13:8 9 Middlesborough 6 3 2 1 18:6 8 Charlton 5 3 2 0 15:8 8 (Neðstu liðin) Bristol City 6 11 4 10:16 3 Derby 6 11 4 7:15 3 Hull 6 10 5 7.22 2

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.