Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 3
Fostudagur II. sepf. 1959
Monr.rnsurAÐiÐ
3
Fegurðar-
drottning-
in — Ijós-
móðir
í FEGURÐARSAMKEPPN-
INNI í Tivoli í fyrradag varð
Ester Garðarsdóttir, Greni-
mel 25, hlutskörpust og hlaut
titilinn „Ungfrú Reykjavík“.
Ester er 24 ára gömul og Fá-
skrúðsfirðingur að ætt, dótt-
ir Garðars Kristjánssonar, út-
gerðarmanns og Guðbjargar
Guðmundsdóttur.
Nr. 2 varð Heiða Guðjónsdóttir,
Stórholti 12, 23 ára gömul dóttir
Guðjóns Guðnasonar tollvarðar
og Klöru Eggertsdóttur. Hún
vinnur við afgreiðslu í vefnaðar-
vörudeild SÍS. Heiða fær í verð-
laun flugfar til Kaupmannahafn-
ar eða London. Nr. 3 varð Sig-
ríður Clausen, Snekkjuvogi 15,
dóttir Axels Clausen verzlunar-
manns og Ólafar Jónsdóttur. Hún
vinnur á Drengjafatastofunni á
Óðinsgötu 14A hjá móður sinni.
★
Við reyndum í gær að ná tali
af „Ungfrú Reykjavík'. í síma,
en hún bað okkur um að hafa
sig afsakaða, búðin Væri full af
fólki og hún mætti ekki vera að
því að standa í símanum. Hún
afgreiðir í snyrtivöruverzluninni
Hygea.
Eftir lokun komst hún fyrst
til að spjalla við okkur, því allir
áttu í gær erindi í Hygeu. —
Ég er að hætta í búðinni, sagði
hún, því 1. október byrja ég í
L j ósmæðraskólanum.
— Ætlarðu að verða ljósmóðir?
— Já, mig hefur alltaf langað
til þess. Og svo vann ég í 8 mán.
á fæðingarheimili Guðrúnar Hall
dórsdóttur, og þá fékk ég óslökkv
andi áhuga fyrir þessu starfi.
Ég vona bara að ég geti orðið
góð ljósmóðir.
— Ekkert hrædd um að það
verði erfitt starf?
— Nei, nei, það er dásamlegt
starf. Litlu börnin eru svo indæl,
þegar allt er búið.
Ætlar að syngja
með hljómsveitum
— Enginn áhugi fyrir fegurð-
arsamkeppnum í útlöndum eða
leiksviðinu?
— Nei, ég tók þátt í fegurðar-
samkeppninni, af því að það buð-
ust góð verðlaun og mér veitir
Ljósmyndari blaðsins, M. Ö. Ant., tók þessar myndir af stúlkunum, sem urðu nr. 2 og 3, við
vinnu sína í gær. Sigríður Clausen, nr. 3 til vinstri og Heiða Guðjónsdóttir, nr. 2 til hægri.
ekki af að fá peninga fyrir nám-
inu. Þess vegna ætla ég ekki að
nota ferðina til Mallorca. Ég
hefi hvorki tíma til þess, né efni
á að nota verðlaunin þpnnig.
Hvað leiklistaráhuga viðvíkur,
þá var ég einu sinni í leikskóla
Ævars Kvarans, en komst að raun
um að ég hefi ekki sérstakan
áhuga fyrir að leika.
— Hvaða áhugamál áttu önnur
en að læra ljósmóðurstarfið?
— Það tek ég fram yfir allt
annað. En svo er ég að læra að
syngja hjá Árna Elfar. Ég er að
vona. að ég geti kannski unnið
fyrir mér á meðan ég er í skól-
anum, með því að syngja stöku
sinnum með danshljómsveitum,
því við fáum ekkert kaup í skól-
anum. Þó veit ég ekki, hvort af
því getur orðið.
— Þú hefur sýnt á tízkusýn-
ingum, svo þú hefur líklega ekki
kippt þér upp við að koma fram
í Tivoli?
— Jú, það er allt annað að sýna
föt eða sýna sjálfan sig. Og mér
fannst það hræðilegt. Annars
hefi ég stundum snyrt stúlkurn-
ar, sem þátt hafa tekið í fegurð-
arsamkeppnum, og haft gaman
af því .
Við óskuðum Ester svo góðs
gengis í ( Ljósmæðraskólanum.
Sennilega sáröfunda karlmenn-
irnir konurnar sínar, sem stund-
aðar verða af svo fallegri Ijós-
móður.
Hann œflar ekki
að stytta upp
í dag
K O M I maður í sveit hér á
Suðurlandi, þá hefjast öll
samtöl manna á þessa leið: —
Hann ætlar ekki að stytta upp
í dag frekar en fyrri daginn.
Síðan raéða svo komumenn
við bændur um ástand og
horfur við heyskapinn, því
þó komið sé fram í september
eru bændur enn með allan
hugann bundinn við heyin
sín. Það hefur verið ömurleg
sjón að sjá heyin spillast*dag
frá degi, sjá tjarnir myndast
á túnum, botninn á stóru
göltunum er orðinn vatnsósa.
Steini og Ólafur Ágúst á Valdastöðum í grenireituum ofau
við bæinn.
Alltaf heldur áfram að rigna
og rigna dag eftir dag.
í fyrradag áttu fréttamenn
Morgunblaðsins erindi upp í
Kjós, í hin fagra Laxárdal, en
um dalinn fellur Laxá í Kjós.
Hún var * mjög vatnsmikil og
bakkafull. Ofan úr Reynivalla-
hálsi féllu lækir í gilskorningum.
Allvíða mátti sjá sum túnin,
neðan við veginn nær ánni,
gulnuð sem um haustdag. Þar
lá flatt undir stöðugri rigningu
hey á nokkrum bæjum. Á öðr-
um stöðum mátti sjá hey í sæti,
sem hvassviðrin og riginingin
undanfarið hafa barið saman,
eða velt um koll.
Á Sogni, hjá Ólafi bónda
Andréssyni, var verið að flytja
að hlöðu hey, sem sýnilega var
nokkuð hrakið og sáturnar voru
blautar í botninn, sagði Ólafur.
Hann sagði okkur, að rigning
hefði verið upp á hvern einasta
dag frá því síðustu viku ágúst-
mánaðar. Suma dagana hefur
verið stórrigning. Þetta hefur
haft í för með sér, auk skemmda
á hánni, að víðast hvar eru tún-
in orðin ófær yfirferðar með
dráttarvél. Ólafur benti okkur
á dálítið hafraflag kippkorn frá
heimreiðinni að Sogni. — Ég
hefði kosið að geta slegið þessa
hafra fyrir 3 vikum, sagði hann.
Það er með öllu ófært með
sláttuvélina, hún myndi strax
festast. Það er ekki heldur hægt
að fást við upptöku garðávaxta
í svona veðurfari. Og sjáðu,
sagði Ólafur, og benti upp í hlíð-
ar Reynivallaháls, rollurnar leita
nú niður í byggð vegna rigning-
anna. Ólafur kvaðst þó vona að
hin votviðrasama tíð myndi ekki
hafa áhrif á þroska dilkanna.
Þeir voru orðnir það stórir er
rigningarnar byrjuðu.
Á Valdastöðum hjá Steina
Guðmundssyni og Ólati
Ólafiur í Sogni
bónda, skoðuðum við nokkur
grenitré í girðingu ofan við bæ-
inn. — Þetta gróðursetti ég hér
fyrir nokkrum árum og þeim fer
vel fram, þykir ykkur ekki?
spurði Steini, er hann stóð hjá
hæsta trénu. Þeir Steini og Ágúst
sögðu okkur að á nokkrum bæj-
um fremst í sveitinni, hefði bænd
unum gengið svo erfiðlega að
heyja vegna óþurrkanna, að allt
að því neyðarástand mætt' heita,
ef ekki á næstunni yrði bieyting
til batnaðar. Við vöktum má!s á
því við heimamenn, að bændur
þar virtust ætla enn að stækka
tún sín verulega. — Já, sagði
Ágúst, það hefur árlega verið
ræst fram verulegt land hér
sveitinr.i. Bændur hér mynduðu
með sé' sjóð, sem þegar tók til
starfa. Við greiðum í hann ariega
ákveðna fjárhæð og leggjum
þannig inn á reikning hans fé til
væntanlegra jarðabóta. Er þetta
miklu hentugra fyrirkomulag, en
að þurfa allt í einu, jafnvel að
snara út tugum þúsunda vegna
framkvæmdanna.
Yfir kaffibollanum bar mörg
mál á góma, rafmagnsmál sveit-
arinnar og nauðsyn þess að bænd
ur gætu auðveldlega komið sér
upp súgþurrkun. Úti var hann
aftur byrjaður að rigna. Á hlað-
inu stóð heimilisdráttarvélm öll
ötuð auri. Hjólin sökkva á vél-
inni ofan í jörðina. — Við getum
ekkert aðhafst. Verðum bara að
halda að okkur höndum meðan
tíðin er svona og túnin ófær, sagði
Steini. Sv. Þ.
STAKSTEINAR
Leynimakk
Það sýnir virðingu Framsóknar
og kommúnista fyrir kjóscndum,
að hvorugir skuli skýra í heyr-
anda hljóði frá samningaumleit-
unum þeim, er staðið hafa að
undanförnu um náið samstarf
þeirra í milli og endurreisn V-
stjórnarinnar. Að sögn Alþýðu-
blaðsins sl. föstudag ganga samn-
ingarnir þó treglega. Alþýðu-
blaðið segir:
„Kommar biðla en
Framsókn hikar við
Kommúnistar sækjast nú eftir
mjög nánu bandalagi við Fram-
sókn, og hafa þeir sent skrifleg
tilmæli um það, að flokkarnir
lýsi yfir samstöðu og gefi út sam
eiginlega stefnuskrá fyrir kosn-
ingarnar í næsta mánuði. Fram-
sókn hefur svarað þessum tilmæl-
um vinsamlega en hikandi. —
Virðist svo, sem Framsóknar-
menn þori ekki að ganga til náins
bandalags við kommúnista fyrir
kosningarnar, en gefa þeim lof-
orð um að hafa forustu um mynd
un nýrrar vinstri stjórnar eftir
kosningar.
Framsóknarmenn hafna bón-
orðsbréfi kommúnista um sameig-
inlega stefnruskrá á þeim for-
sendum, að slíkt gæti leitt til
deilu um „aukaatriði", og telja
kunnugir, að með því eigi Fram-
sóknarmenn við varnarliðið og
fleiri slík „aukaatriði“, sem þess-
ir flokkar yrðu að semja um“.
Þetta voru ummæli Alþýðu-
blaðsins.
„Glórulaus þröngsýni og
a£turhaldssemi‘'
Þjóðviljinn gefur í gær við-
semjendum sínum þennan vitnis-
burð:
„Því miður bendir allt til þess
að skilningur flokksstjórnar
Framsóknarflokksins á nauðsyn
heiðarlegs samstarfs við stjóm-
málasamtök alþýðunnar í land-
inu hafi ekki aukizt þrátt fyrlr
fagurmæli Tímans. Afturhalds-
menn réð'u lögum og lofum á síð
asta flokksþingi Framsóknar-
flokksins, og svo er enn í mið-
stjórn hans. Stjórn þeirra á Fram
sóknarflokknum er með þeim
hætti, að þeir virðast því aðeins
vilja samstarf við stjórnmálasam
tök verkalýðsins að þau verði
þjónar Framsóknar en ekki jafn-
réttháir samstarfsflokkar. Sú af-
staða, glórulaus þröngsýni og aft
urhaldssemi manna eins og Ey-
steins Jónssonar, Hcrmanns Jón-
assonar og Vilhjálms Þórs, og
skilningsleysi þeirra á vald og
hlutverk verkalýðshreyfingar-
innar, torveldar allt samstarf
verkalýðsfiokka og Framsóknar.
Flokksforystu Framsóknar v^rð-
ur að skiljast, að samstarf við
verkalýðsflokk eða flokka getnir
ekki orðið með því móti að verka
lýðshreyfingin sé sveigð til liðs
við afturhaldsstefnu í þjóðmál-
unum“.
Eiga að spyrja- sinn
mann
Þjóðviljinn tekur í fyrradag
undir þann róg, að nokkrum
„íhaldsgæðingum“ hafi verið
hlíft við útsvarsálagningu, og
spyr m.a.:
„Vill borgarstjórinn í Reykja-
vík gera grein fyrir þessum mis-
mun?“
Þjóðviljinn væri sýnu nær, að
beina spurningu sinni til fulltrúa
kommúnista í niðurjöfnunar-
nefnd. í nefndinni var enginn
ágreiningrur um útsvör þessarra
manna. Fulltrúi kommúnista ber
því ábyrgð á hæð umræddra út-
svara en ekki þeir, sem á er lagt.