Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 8
8 r MORGUNRL 4 ÐIÐ Föstudagur 11. sept. 1959 Krúsjeff notar Jnungur Vesturlanda eftir friði MBL. HEFUR BORIZT eftirfar- andi bréf frá frú Chase S. Os- borne, ritara félagsskaparins „Atlantic Union“ fyrir N-Amer- íku. Frú Osborne hefur barizt mjög fyrir samrinnu NATO-ríkj- anna á öllum sviðum. Hún hefur komiff tvivegis til íslands, síðasi nú í sumar. Skoðanir frúarinnar á lieimsókn Krúsjeffs til Banda- ríkjanna fara hér á eftir: Tii Morgunblaðsins. Hr. ritstjóri. Ungfrú Tirzah S. King fra Pigeon Cove í Massachussets í Bandarikjunum hefur í Gloucest- er Times lagt til, að allar kirkjur fylkisins verði uppljómaðar frá sólarlagi til miðnættis, meðan Krúsjeff er þar staddur. Ég hef ennfremur lagt til að öll dómshús verði uppljómuð, meðan á heimsókn hans stendur, til þess að leggja áherzlu á það markmið okkar að vemda ein- staklingsfrelsið með lögum. Ég vil einnig hvetja til þess, að öll blöð verði prýdd með rit- stjórnargreinum, fréttum og öll- um hugsanlegum atriðum, sem leggja áherzlu á enn frekari ein- ingarþörf Vesturlanda á efna- hags- og stjórnmálasviðum innan Atlantshafsbandalagsins, þ.e.a.s. gera að raunveruleika aðra grein Atlantshafssamningsins. Við verð um að sækja styrk í sameiningu Vesturlanda, engu síður en í her- sveitir og engu síður en í bæmr; ellegar verður sundrungin okkur að fjörtjóni. Atlantshafsbanda laginu í dag má líkja við fána, sem er þaninn til hins ýtrasta í sterkum vindi. Þótt endalaust sé rætt um frið, þá er í Moskvu stöð ugt haldið áfram miskunnar- lausri leit að hverjum veikum hlekk. Ef böndin, sem tengia okkur, eru ekki fullhert, mun afl okkar brátt bresta. Þó ekki hafi verið hleypt af skotum, þá er stöðugur .undirróður að því að rýma varnarstöð okkar á fslandi; og nú eru merki undirróðurs far- in að gera vart við sig gagnvert stöðinni í Trinidad. Þó engu blóði hafi verið úthellt, á hversu mörg um vigstöðum hefur ekki verið grafið undan cjckur, og við verið neydd til undanhalds? Ég hvet til þess, að öll b!öð birti orð Manuilsky, sem var fyr- irliði rússnesku fulltrúasveitar- innar á ráðstefnunni, sem stofn- aði S. Þ.: „Úrslitastyrjöld mi’li kommúnismans og kapitalismans er óhjákvæmileg. í dag (1931) erum við auðvitað ekki nógu öfl- Ugir til árásar. Okkar tími kem- ur innan 20—30 ára. Til þess að sigra verður fyrst að svæfa bur- geisana. Þá munum við hefjast handa með því að setja á leiksvið mestu friðarhreyfingu sem sögur fara af. Við munum gera sláandi tilboð og áður óþekktar tilslak- anir. Auðvaldslöndin, heimsk og hnignandi, munu fagna samvinnu okkar, og stuðla bannig að eigin eyðileggingu. Þau munu grípa tækifærið og verða vinir okkar. Um leið og þau hafa lagt niður vörðinn munum við mola þau með krepptum hnefum okkar“. Hitstjórar ættu að draga aftur fram á sjónarsviðið orð Grunt- hers hershöfðingja: „Ég trúi því, að fólk, ef það skilur eðli hót- ananna — og hina algjöru nauð- syn þess að vemda einingu okkar til þess að mæta þeim, þá mun það ekki láta ginnast neinum fölskum röddum". Krúsjeff er ein þessara fölsku radda. Erindrekar hans og ginn- ingarfífl þeirra hafa þegar sefjað of marga Vesturlandabúa til að trúa á fagurgala hans, friðsam- lega sambúð — með þeim skil- málum, sem hann setur, sem þýð ir að hann sleppir engu úr hendi sinni, en íikrar sig miskunnar- laust áfram eftir enn meiru. Með þvi að skapa stöðugan stríðsótta mcðal Vesturlandabúa, færir hann sér samvizkulaust í nyt hið sára hungur þeirra eftir friði. Það sem við þurfum þess vegna að gera, meðan K. er í Banda- ríkjunum, er að lýsa upp kirkj- urnar frá sólarlagi til miðnættis; og lýsa upp dómshúsin; og birta í fréttablöðunum áköll um lífs nauðsynlega eflingu bandanna sem tengja hinar frjálsu þjóðir. Og lýsa þau upp, ekki aðeins um þver og endilöng Bandaríkin, heldur meðal allra annarra þjóða Atlantshafs-samfélagsins. Látum ljósin tindra frá Vestur-Berlín og íslandi til Yukon og Hawaii. Yðar einlæg, Mrs. Chase S. Osborn. Hættir Dominguin nautaötum? MADRID, 5. sept. — (Reuter). Nautabaninn frægi, Luis JVIiguel Dominguin, sem nú er á batavegi, eftir að hafa verið rekinn á hoi einu sinni, fór í dag frá Madrid flugleiðis til frönsku Rivierunnar. Þar mun hann hitti spænska málarann Pablo PicássO og fara með honum í skemmtisiglingar. Eiginkona Dominguins, hin fagra ítalska leikkona Lucia Boáa, var í fylgd með nautabananum, sem síðar í þessum mánuði mun i samráði við lækna sína gera endanlega upp við sig, hvort hann hættir nautaötum á Spáni það sem eftir er af þeim tíma, sem þau eru iðkuð þar þessu ári. Ekki er talið ólíklegt, að hann geri hlé á, þangað til hann fer til Suður-Ameríku í vetur, en hann hefur gert samning um að taka þátt í nautaötum þar. ÍC London, 8. sept. — Útför kvikmyndaleikkonunnar Kay Kendall, konu leikarans Rex Harrisons, mun fara fram í kyrr- þey — aðeins nánustu ættingjar verða viðstaddir útförina. Leik- konan lézt úr hvítblæði sl. sunnu- dag. ur í hug síld. Mynd- in hér við hliðina er af | saltsíld í tunnu, og ekk- ^ ert er sjálfsagðara en -k að hún hafi verið tekin | á Siglufirði. -K I Myndin að ofan er líka af Siglufirði, þó -K hún sé dálítið sérstæð Urmið af kappi að flugbraut- argerð á ísafirði BYGGINGU flugbrautarinnar á ísafirði miðar allvel, sagði Hauk- ur Claessen, settur flugmálastjóri, er Mbl. átti tal af honum í gær Aflahæsti Akrancs báturinn með 9400 mál AKRANESI, 7. sept: — Síðast- liðinn laugardag kl. 9 f.h. kom vélbáturinn Sigrún, skipstjóri Einar Árnason, heim af síldveið- um. Sigrún fiskaði 9400 mál óg tunnur og er aflahæstur Akranes báta á sumarvertíðinni. Háseta- hlutur varð 50,000 krónur. — Annar sá aflahæsti kom og á sama tíma, Keilir .skipstjóri Ingi mundur Ingimundarson, og höfðu þeir samflot og fengu gott veður á heimleiðinni, nema frá Látra- bjargi. Keilir fiskaði 8500 mál og tunnur. Hásetahlutur varð 43,500 kr. — Klukkan 2 e.h. á sunnudag kom svo Höfrungur, skipstjóri Garðar Finnsson, heim, hreppti hann slæmt veður fyrir Vestfjörð um NA storm. Höfrungur fisk- aði 8000 mál og tunnur og er þriðji aflahæsti báturinn að afla- magni. Hásetahlutur 40,000 krón- ur. um framkvæmdir flugmálastjórn arinnar úti á landi. Við höfum nú 9—10 stórvirkar vinnuvélar þar vestra og fyrir stuttu var lokið að brúa lónið milli Seljabrekku og Skipeyrarinnar, en það er erf- iðasti hluti í byggingu brautar- innar. Lokið er við veginn ofan við brautina og einnig er búið að gera langt ræsi, sem á að taka við öllu vatni úr fjallshliðinni og veita því suðiy fyrir Skipeyrina, sagði' Haukur. En að undanförnu hefur rigning nokkuð hamlað fram- kvæmdunum, sem þó ganga eftir vonum. Ólokið er að setja undir- lagið í nyrzta kafla brautarinnar svo og hækka Skipeyrina sjálfa, en við látum það mæta afgangi til þess að loka ekki sjúkraflug- brautinni, sem þar er. Ég þori ekki að spá neinu, um það hvenær lokið verður 1200 metra brautinni og hægt að taka hana í notkun, sagði Haukur, en við vonum að það verði sem fyrst væntanlega á þessu ári. Varðandi aðrar framkvæmdir sagði Haukur Claessen, að hætt væri framkvæmdum við Norð- fjarðarflugvöll að sinni. Brautin væri orðin 650—700 metra löng, en fjárveiting til þurrðar gengin. . Nú er verið að byggja til við- t bótar við flugturninn á Akureyr- arflugvelli — og verður farþega- afgreiðsla til húsa þar. Þetta hús verður fokhelt í haust, en senni- lega verður flugturninn, sem ver ið er að reisa á Egilsstöðum, tek- inn í notkun í næsta mánuði, en þar verður gömlu Akureyrar-rat- sjánni komið fyrir. í T -K í í j að því leyti að á engan ☆ hún hátt Það er áhugaljós- myndari, sem sendi okkur þessar myndir. Hann tók þær í sumar. Síld og S i g I u - f jörðu r i I Þegar við hugum um "K Siglufjörð, dettur okk- ^c. íslenzkar afurðir í Köln DAGANA 26. september til 4. október n.k. fer fram mikil mat- vælakaupstefna í Köln í Þýzka- landi —- sú fimmta í röðinni. Kaupstefna þessi, sem mun vera hin stærsta sinnar tegundar, er háð annað hvert ár, og taka ís- lenzkir útflytjendur nú þátt í henni í fyrsta skiptið. Haustið 1957 sýndu þar alls rúmlega 1800 fyrirtæki afurðir sínar og var meira en helmingur þeirra er- lend. Tala sýningargesta skipti hunruðum þúsunda og voru fjöl- margir erlendir kaupsýslumenn í þeirra hópi. Það er sameigin- legt álit þeirra, sem til þekkja, að matvælakaupstefnan í Köln hafi mikilvægu hlulverki að gegna fyrir matvælaiðnað fjölda landa og mun mikilvægi hennar mjög hafa vaxið við stofnsetn- ingu hins sameiginlega markað- ar í Evrópu. Að þessu sinni taka þrjú ís- lenzk útflutningsfyrirtæki þátt í kaupstefnunni, auk Vörusýninga nefndar, sem mun verða með al- menna landkynningardeild, en þau eru: Matborg h.f., Samband ís- lenzkra samvinnufélaga og Síld- ariitvegsnefnd. Unnið hefur verið að undir- búningi hinnar íslenzku þátttöku um nokkurt skeið og hefur Skarp héðinn Jóhannsson, arkitekt gert áætlanir og teikningar í samráði við fyrirtækin og Vörusýninga- íTefnd, en þýzkt fyrirtæki mun sjá um uppbyggingu íslenzku deildarinnar að öðru leyti. Fjarlægt tahmark PARÍS, 9. september. —'’Murville, utanríkisráðherra Frakka, sagði í dag, að þrákelkni Breta væri ein aðalástæðan til þess, að tak- markið „Sterk og sameinuð V- Evrópa gegn Rússlandi“ væri fjarlægt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.