Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 19
Föstudagur 11. sept. 1959
MORCXJISBL AÐIÐ
19
— Stéttarþing
Framh. al bls. XI
„f tilefni af tillögum, sem aðal-
fundi Stéttarsambands bænda
hafa borizt um stofnun fóður-
tryggingarsjóða og eflingu bjarg
ráðasjóðs, lýsir fundurinn yfir
þeirri skoðun, að heppilegasta
lausnin sé að auka verulega fjár-
ráð bjargráðasjóðs og felur stjóm
sambandsins að beita sér fyrir því
við ríkisstjórn og Alþingi að svo
verði gert“.
Fundinum hafði borizt tillaga
um að stofnaðir yrðu fóðurtrygg
ingarsjóðir í hverju héaraði með
framlagi bænda og ríkis Hins
vegar var bent á að frumvarp
hefði komið fram um endurskoð-
un á lögum bjargráðasjóðs og lík
ur til að það yrði upp tekið á
næsta Alþingi. Fyrrgreind tillaga
var samþ. samhljóða.
Þá bar allsherjarnefnd frarn
tillögur um jöfnun flutningskostn
aðar á áburði úr landi líkt og
tíðkast með flutninga á sjó, svo
og tillögu um að beina því til
sveitastjórna að vinna að því að
sem víðast verði hægt að veita
fámennum heimilum vinnuhjáJp
þegar veikindi ber að höndum og
notfæra sér í því efni aðstoð þá.
sem hið opinbera lætur í té.
Hækkun á verðlagsgrundvelli.
Fyrsta tillaga verðlagsnefndar
hljóðar svo:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda haldinn í Bjarkarlundi 7.
og 8. sept. 1959 leggur áherzlu
á að stjóm sambandsins fylgi eft-
ir kröfu verðlagsnefndar um
hækkun á verðlagsgrundvellinum
1959—60 til samræmis við hækk-
un á ýmsum liðum reksturskostn
aðar og hækkaðs grunnkaups frá
samningi fyrra verðlagsgrundvail
ar. Fundurinn gerir kröfu til þess
að til vibótar þessu, verði við-
haldskostnaður véla hækkaður í
verðlagsgrundvellinum, þar sem
vélum fjölgar árlega og véíar
verða viðhaldsfrekari eftir pví,
sem þær eldast.
Þá telur fundurinn óhjákvæmi
legt að bændur fái leiðréttingu
vegna þess að niðurgreisðla rík-
issjóðs á verði landbúnaðarvara
er kominn niður 'fyrir grundvalt-
arverð. Mismunur þessi, miðaður
við neyzlu þá á þessum vörum,
sem tekinn er í vísitölu fram-
færzlukostnaðar, verði talinn
bændum til frádráttar í tekjum
við gerð grundvallarins.
Einnig telur fundurinn nauð-
syn á að að keypt vinna í verð-
lagsgrundvellinum verði hækkuð
með tilliti til þess að fjölskyldu-
vinna er oft vantalin í útgjöldum
búsins og nú er viðurkennt í
skattalögum að húsfreyjur eigi
rétt á kaupi vegna framleiðslu-
starfa í þágu búsins“.
Till. var samþ. samhljóða.
Jafn arður af búgreinum.
Allmiklar umræður urðu um
tillögu um jafnan arð af búgrein-
um, sem hljóðar svo:
„Aðalfundur ' Stéttarsambands
bænda haldinn í Bjarkarlundi
1959, viðurkennir nauðsyn þess,
að báðar aðalbúgreinar landbún-
aðarins verði álíka arðgæfar.
Felur fundurinn því stjórn
sambandsins að taka til gaum-
gæfilegrar athugunar skýrslu
nefndar þeirrar, sem rannsakað
hefur verðhlutföll mjólkurafurða
og sauðfjárafurða, og að þeirri
athugun lokinni verði með verð-
lagningu leiðrptt svo sem fært
þykir það misræmi, sem vera
kann þarna á milli“
Fram kom frávísunartillaga við
þessa tillögu, en hún var felld
með 42 atkv. gegn 1, 4 sátu hjá,
en aðaltillagan síðan samþykkt
samhljóða.
Önnur tillaga verðlagsnefndar
hljóðaði kvo:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda telur höfuðatriði að bænd-
um verði tryggt það að fá fullt
grundvallarverð.
Skorar fundurinn á stjórn Stétt
arsambandsins og Framleiðslu-
ráð að gæta þess við verðlagningu
í haust að þessu marki verði
náð“.
Samþ. samhlj.
Efnahagsráðstafanir komi ekki
harðast niður á bændum.
Um þriðju till. verðlagsnefnd-
ar urðu nokkur átök, en hún
hljóðar svo eins og nefndin bar
hana endanlega fram:
„Að gefnu tilefni frá sl. vetri
lýsir fundurinn yfir því, að hann
treystir Framleiðsluráði landbún
aðarins að standa vfel á verði
fyrir hönd bændastéttarinnar um
að ráðstafanir þær, sem gerðar
kunna að verða í efnahagsmálum
þjóðarinnar k«mi ekki harðar
niður á bændastéttinni en öðrum
stéttum.
Fram kom tillaga, er fól í sér
vítur á núverandi ríkisstjórn,
vegna verðlagsmálanna. Tók
nefndin þá tillöguna til athugun-
ar á ný og bar siðan fram fyrr
greinda tillögu, sem samþykkt
var samhljóða.
í fyrradag héldu fulltrúar og
gestir heim á leið. Ýmsir ferða-
félaganna sögðu sögur í taltæki
bifreiðarinnar á heimleiðinni og
styttu mÖnnum þannig stundir.
Allt var ferðalag þetta hið
ágætasta og mikið starf liggur
eftir þennan fund þótt hann stæði
ekki nema í tvo daga.
vig.
Sendisveinn
óskast frá 1. október.
loftleiðir
SKRIFBORÐ
RITVÉLABORÐ
— Sími —
10 18 0
úíEfcnc
wHÚSGA GfJA V/NNUSTOFA -MIKLATORGi
s/mi toreo
Ódýrar
karlmannaskyrtur
Sport- og vinnuskyrtur
aðeins kr. 75.—
Umboðssalan
(Smásala) Laugavegi 81.
Bridgespilarar
Vantar tvo menn á aldrinum 20—30 ára, I bridge-
clubb. Þeir, sem áhuga hafa á þessu, leggi nöfn,
heimilisfang og simanúmer inn á afgr. Mbl., fyrir
sunnudagskvöld, merkt: „Grand—4961“.
Ýtuskófla
til leigu.
Véltækni hf.
Sími 22296 —24078
Atvinnurekendur
Ungur maður, með verzlunarskólamenntun, og
reynzlu í margskyns skrifstofustörfum, óskar eftir
vel launaðri atvinnu. Margt. gæti komið til greina.
Meðmæli fyrir hendi ef óskað er. Tilboð merkt:
„Beggja hagur—4957“, sendist afgr. Mbl. fyrir 15.
þ.m.
Stúlka
helzt vön afgreiðslu í snyrtivöruverzlun getur fengið
atvinnu við afgreiðslustörf. Málakunnátta æskileg.
Umsókn með upplýsingum um menntun og fyrri
störf, sendist afgr. Mbl. fyrir miðvikudaginn 16. þ.m.
merkt: „Snyrtileg—9Ó15“.
Þakka af alhug öllum þeim mörgu, sem heiðruðu
mig á 85 ára afmæli mínu og gerðu mér dagirm ógleym-
anlegann. Sérstaklega þakka ég dóttur minni og afa-
börnum, fyrir alla vinnu og undirbúning að hófi því,
sem mér var haldið í tilefni dagsins.
Guð blessi ykkur öll.
Þórður Friðriksson,
, Austurgötu 26, Hafnarfirði.
Lokað frá kl. 12-4
í dag vegna jarðarfarar
Guðm. B. Sveinbjarnarson
klæðskeri — Garðastræti 2
Lokaðar
verða í dag frá kl. 1—4 vinnustofur og
verzlanir félagsmanna vorra vegna jarð-
arfarar Sigurþórs Jónssonar, úrsmíða-
meistara.
Úrsmiðafélag íslands
Lokað í dag frá kl. 1-4
vegna jarðarfarar Sigurþórs Jónssonar,
KJÖTBÚÐ VESTURBÆJAR
REYNISBÚÐ, Bræðraborgarst. 43
.. ..............* ____________
Vegna jarðarfarar Sigurþórs Jónssonar
úrsmiðs, verður fyrirtækjum okkar
lokað frá kl 1-4 e.h.
Heildverzl. Péturs Péturssonar,
Bókabúð Norðra,
Verzluniu Eros,
G. Bjarnason & Fjelsted
LOKAÐ
í dag vegna jarðarfarar
Sigurþórs Jónssonar, úrsmiðs
Sigurþór Jónsson & Co.
Móðir okkar,
GlSLlNA SIGRÍÐUR GfSLADÓTTIR
Þrastalundi, Sandgerði
er andaðist 3. þ.m. verður jarðsett laugardaginn 12. sept.
Athöfnin hefst með bæn að Þrastalundi kl. 2 e.h. Jarðað
verður að Hvalsneei
Börnin
Útför mannsins míns,
GUÐNA PALSSONAR
fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði, laugardaginn
12. sept. kl. 2,30 síðd.
Margrét Halldórsdóttir
Jarðarför,
BJARNA ÁRNASONAR
Öldugötu 6, Hafnarfirði,
fer fram frá Frlkirkjunni í Hafnarfirði, laugard. 12. sept.
og hefst kl. 2 e.h.
Vandamenn