Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 13
MORCUNBLAÐIÐ 13 Föstudagur 11. sept. 1959 Sigurþór Jónsson úrsmiður — Minning SIGURÞÓR Jónsson, úrsmiður, er til moldar borinn í dag. Hann lézt laugardaginn 5. september 69 ára að aldri. Sigurþór var um margt merkur maður. Ágætur borgari var hann og einn af þeim, sem setti svip á þennan bæ, und- anfarna áratugi. Sigurþór var af fátæku bergi brotinn. Lærði hann snemma að vinna fyrir sér og vann alla tíð meðan dagur entist. Honum tókst líka með ár- vekni, framsýni og elju að verða sjálfbjarga maður og síðar að komast á bekk með efnuðustu borgurum þessa bæjar. Sigurþór var drengur góður, traustur og tryggur vinum sínum og unni frelsi og réttlæti. Hann var smekkmaður og unni mjög landi sínu, enda lagði hann sinn drjúga skerf til ræktunar landsins og bjó um skeið stórbúi austur í Ölfusi. Hér er aðeins drepið á fátt eitt, sem mér er kunnugt um og vakti athygli mína á þessum sérstæða, góða dreng, sem ég var svo hepp- Kvöldskóli KFUM inn að eignast fyrir vin. Ég hef um nokkurra ára bil verið leigj- andi Sigurþórs og líkað alveg sérstaklega vel orðheldni hans og drengskap í þeim viðskiptum. Líka er mér kunnugt að margt gerði Sigurþór vel til annarra, sem fæstir vissu um aðrir en þeir mörgu, sem leituðu til hans með sín vandamál og nutu hjálpfýsi hans og manngæzku. Sigurþór var ákveðinn í skoðunum og í viðskiptum krafðist hann orð- heldni og öryggis af öðrum, enda var hann sjálfur mjög traustur og áreiðanlegur og vildi ekki vamm sitt vita í þeim efnum. Sigurþór var kvæntur Stefaníu Arnadóttur, hinni mætustu konu, og eignuðust þau eina dóttur, Sigrúnu að nafni. Ég kveð þenn- an góða vin minn með ágætum minnirigum og þakklæti fyrir samfylgdina. Eftirlifandi ástvin- um hans votta ég innilegustu hlut tekningu. Ó. V. D. Sendisveinn óskast allan daginn. Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 — Sími 10600 Óska eftir að taka á leigu Verzlunar- og iðnaðarhusnæði ca. 100—130 ferm. fyrir léttan iðnað. Afgreiðslu pláss nauðsynlegt. Góð leiga og góð útborgun. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir þriðjudag, merkt: „Express—4963“. Nýtt Kvengötuskór með lágum hælum, reimaðir og með spennu, brúnir, svartir og ljósir litir. Þetta er mjög þægilegir götuskór og kosta aðeins kr. 174.—. Skóverzlunin Hector hf. Laugavegi 11 — Sími 13100 B IJ Ð I N Spítalastíg 10 Skóvinnustofa (Smáíbúðarhverfi) hefur verið opnuð að GrensáS' vegi 26 (Bakhús) EIRlKUR FERDlNANDSSON, skósmiður Afgreiðslustarf Vil ráða áreiðanlegan pilt eða stúlku til afgreiðslu- starfa í matvöruverzlun. Þarf að geta byrjað sem fyrst. Upplýsingar veittar í síma 23518 milli kl. 6—7 í dag. Uppboð verður haldið að Reykjadal í Mosfellssveit laugard. 12. sept. n.k. og hefst kl. 2 síðd. Þar verður selt m.a.: Dráttarvél með slátturvél, þrjár múgavélar, Dodge Weabon flutningsbíll, Heyvagn, Dráttarkerrur, Rör ög fittings, Rafknúnar vatns- dælur, Borðbúnaður, Isskápur, Frystir, Þvottavél, Strauvél, allskonar búsáhöld, Girðingarefni, Margs- konar byggingarefni o. fl. Greiðsla við hamarshögg. SÝSLUMAÐURINN I GULLBRINGU- OG KJÓSARSÝSLU Lögtaksúrskurður Hér með úrskurðast lögtak fyrir gjaldföilnum en ógreiddum útsvörum 1959 til bæjarsjóðs Kópavogs- kaupstaðar, auk dráttarvaxta og kostnaðar. Verður lögtak framkvæmt að liðnum átta dögum frá dagsetningu þessa úrskurðar fyrir öllu útsvari 1959 hjá þeim útsvarsgjaldendum, sem eigi hafa greitt fyrir þann tíma allan þann hluta útsvars, sem greiddur átti að vera 1. þ.m. hefst 1. október HINN 1. september hófst innrit- un nemenda í Kvöldskóla KFUM og fer hún fram í nýlenduvöru- verzluninni Vísi, Laugavegi 1. Kvöldskóli KFUM er fyrst og fremst ætlaður piltum og stúlk- um, er stunda vilja gagnlegt nám samhliða atvinnu sinni, og eru þessar námsgreinar kenndar: ís- Ienzka, danska, enska, kristin fræði, reikningur, bókfærsla og handavinna (stúlkna), en auk þess upplestur og íslenzk bók- menntasaga í framhaldsdeild. Einskis inntökuprófs er kraf- izt, en skólavist geta þeir hlotið, er lokið hafa lögboðnu skyldu- námi. Einnig er þeim nemendum, er lokið hafa námi 1. bekkjar gagnfræðastigsins, heimilt að sækja skólann. Að loknu burt- fararprófi úr Kvöldskólanum hafa þeir fúllnægt skyldunámi sínu. Skólinn starfar aðeins í tveim deildum, byrjenda- og fram- haldsdeild. Er fólki eindregið ráð lagt að tryggja sér skólavist sem allra fyrst, en umsækjendur eru teknir í þeirri röð, sem þeir sækja um, þar til bekkirnir eru fullskipaðir. — Skólasetning fer fram fimmtudaginn 1. okótber kl. 7,30 í húsi KFUM og K við Amt- mannsstíg, og er mjög áríðandi, að allir umsækjendur séu þar viðstaddir eða sendi einhvern fjrir sig. Annars kann að fara svo, að þeir missi af skólavist, en fól'c af biðlista verði tekið í þei ;ra stað. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er gtum ódýr .ra að auglýsa í Morgunklaðinu, en í öðrum blöðum. — Stúlka Rösk stúlka óskast í bókaverzlun hálfan daginn. Vélritunar- og enskukunnátta nauðsynleg. Upplýsingar frá kl. 4—6 í dag og fyrir hádegi á morgun. Snatbjöm3ónsscm&íb.h.f the english bookshop Hafnarstræti 9 Atvinna Unglingspiltur óskast til afgreiðslustarfa. Þarf að hafa bílpróf. Kjötbúðin Langboltsvegi 17 Sími 34585 og 14598 eftir kl. 7. Valdemar Gíslason. Bókarastaða við bæjarfógeta- og sýslumannsembættið í Hafnarfirði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launalögum. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 15. þ.m. BÆ JARFÓG ETINN 1 KÓPAVOGI 7. september 1959. Sigurgeir Jónsson Keflavík — Suðurnes Borðstofusett úr teak og maghony Svefnherbergissett úr birki og maghony Sófasett margar gerðir. Sófaborð fimm gerðir Innskotsborð þrjár gerðir o. m. fl. A T H U G I Ð ! Ef ykkur vantar húsgögn sem ég hef ekki til, eru mjög miklar líkur til að ég geti útvegað þau á sama verði hér í Keflavík og þið gætuð fengið bau ann- ars staðar. Húsgagnaverzlun Gunnars Sigurfinnssonar Bæjarfógetinn í Hafnarfirði Hafnarg. 39. — Sími 88.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.