Morgunblaðið - 11.09.1959, Blaðsíða 11
I'östudagur 11. sept. 1959
MORCVNBL4Ð1Ð
11
Stéttar-
jbing
bœnda
EIN S og frá hefir verið
skýrt í fréttum sat Stéttar-
samband bænda á aðalfundi
að Bjarkarlundi á Barða-
strönd dagana 7. og 8. sept.
si. Voru þar rædd hagsmuna-
mál sambandsins og þá fyrst
og fremst verðlagsmál. Gerð-
ar voru ýmsar samþykktir í
þeim málum. Fundinn sátu
47 fulltrúar, eða allir sem þar
eiga að mæta, svo og stjórn
og starfslið auk allmargra
gesta. Alls voru fundarmenn
70 talsins.
Vestur á Barðastrenil.
Klukkan eitt síðastliðinn sunnu
dag söfnuðust fulltrúar og gestir
saman við Búnaðarfélagshúsið
hér í bæ og stigu upp í langferða
bifreið, sem flytja skyldi þá vesí-
ur. Langflestir ferðamanna komu
hingað til Reykjavíkur áður. —
Nokkrir komu beint á fundinn t.
d. Norðlendingarnir og Vestfirð-
ingarnir. Fulltrúar af Vesturlandi
slógust í hópinn á leiðinni. Hald-
ið var sem leið liggur að Hreða-
vatni og þar snæddur hádegis-
verður. Á leiðinni vestur um Dali
lýsti Pálmi Einarsson fulltrúi og
sagði frá bæjarnöfnum svo og ör-
nefnum og sögufrægum stöðum.
Var þetta mjög til fróðleiks og
skemmtunar.
Þegar kom á leiðarenda að
Bjarkarlundi, var snætt en síðan
var meginþorra fulltrúanna skip
að niður á ýmsa bæi í sveitinni
og þar í nágrenninu. Fengu full-
trúar hinar beztu viðtökur hvar
vetna. ,
Á mánudaginn sátu fulltriiar
og hlýddu á skýrslur en síðar
um daginn hófust nefndarstörf.
Á þriðjudaginn skiluðu nefndir
álitum og þá fóru fram umræð-
um þau svo og stjórnarkjör.
Fyrst voru ræddar tillögur
framleiðslunefndar. Hljóðar hin
fyrsta þeirra svo:
Fiskirækt og útflutningur
sauðfjárafurða.
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda skorar á ríkisstjórnina að
leggja fram ríflega fé til fiski-
ræktar í ám og vötnum. Jafn-
framt leggur fundurinn áherziu á
að unnið sé ötullega að því, að
rannsaka lífsskilyrði fyrir físka
í ám og vötnum, og veiðimála-
stjórninni séð fyrir nægu starfs-
fé til þess“.
Bent var á hve mikil hlunnindi
væru að veiðum á fiski í ám og
vötnum svo og að samkvæmt at-
hugunum fróðra manna myndu
skilyrði til fiskiræktar víðar en
nú væri. Hins vegar lægi engin
heildarathugun fyrir um þetta
mál.
Tillagan var samþykkt sam-
hljóða.
Önnur tillaga framleiðslunefnd
ar hljóðar svo;
Sverrir Gíslason, Hvammi,
formaður Stéttarsambands
bænda.
„Þar sem aukin sauðfjárrækt
hlýtur að byggjast á erlendum
mörkuðum, vísar fundurinn ti!
fyrri samþykkta og treystir því
að framleiðsluráð og SÍS sýni
stöðuga árvekni um að leita nýrra
leiða í markaðsmálum og aug-
lýsingastarfsemi". Samþ. samhlj.
Af tillögum allsherjarnefndar
má nefna:
„Aðalf. S. B. 1959, mælir fast-
lega með því að Alþingi fram-
lengi lög nr. 48 frá 28. maí 1957
um sérframlög til jarðabóta á
þeim jörðum, þar sem ræktun er
skammt á veg komin og nái fram
lengingin til tímabilsins 1962—
1966“.
Bent var á að ýmsar aðstæð-
ur hömluðu því, að bændur þeir
sem enn hefðu litla ræktun
gætu notfært sér stuðn-
ing þann, er felst í fyrr-
greindum lögum fyrir þann tíma
er þau ganga í gildi. Samþykkt
samhljóða.
Þá var flutt tillaga um rafvæð-
ingu, er hljóðar svo:
„Aðalfundur ’Stéttarsamb. bænda
1959 skorar á raforkumálastjórn
ríkisins að hraða sem auðið er
rafvæðiilgu dreifbýlisins og
þeita sér jafnframt fyrir því að
raforkan verði seld sama verði
til allra landsmanna".
Tillagan var borin upp í tvennu
lagi og fyrri hluti hennar sam-
þykktur samhljóða, en síðari hiut
inn með þorra atkvæða.
Skipuleg þurrkun lands.
Tillaga um skipulega þurrkun
lands hljóðar svo:
„Þar sem fundurinn telur að
fram komin tillaga frá Benedikt
Kristjánssyni frá Þverá um skipa
lega þurrkun ræktanlegs votlend
is, sé mjög athyglisverð, en heyri
frekar undir Búnaðarfélag ís-
lands, felur fundurinn stjórn
Stéttarsambandsins að koma mál-
inu þar á framfæri til frekári
athugunar"
Tillagan var samþykkt sarn-
hljóða og á það bent, að þetta mál
væri mjög merkilegt, en þar sem
B. í. fjallar fremur um ræktun-
armál en Stéttarsambandið væri
eðlilegra að það fengi málið til
afgreiðslu.
Efling stofnlánadeilda.
Um eflingu stofnlánadeilda var
gerð svofelld ályktun:
„Aðalfundur Stéttarsambands
bænda haldinn að Bjarkarlundi
7. og 8. sept. 1959, telur nauð-
syn bera til að stofnlánadeildum
Búnaðarbanka fslands, veðdeild.
ræktunarsjóði og byggingarsjóði
verði nú þegar útvegað nægjan-
legt fjármagn til að lána með
svipuðum hætti og í ekki minna
mæli, en verið hefur að und-
anförnu. í því sambandi vill fund
urinn benda á, að ýmis héruð
hafa ekki á því tímabili getað
unnið að nauðsynlegum stofn-
framkvæmdum, móts við önnur,
og þess vegna dregist aftur úr.
Væri dregið úr lánastarfsemi þess
ari nú, gæti það haft alvarlegar
afleiðingar fyrir viðkomandi
sveitir.
Fundurinn lýsir því áliti sínu
að landbúnaðinum sé það fyrir
beztu að lánsfénu sé beint að
ræktun, byggingum og vélakaup-
um til frumbýlinga og þeirra,
sem dregizt hafa aftur út í fram-
kvæmdum, svo og til fyrir-
greiðslu við jarðakaup. Ennfrem-
ur til vinnslustöðva landbúnað-
arins, svo sem mjólkurbúa, slát-
urhúsa og frystihúsa.
Till. var samþ. samhljóða.
Efling Bjargráðasjóðs.
Um eflingu fóðurtryggingar-
sjóða var gerð svofelld ályktun:
Framh. á bls. 19.