Morgunblaðið - 22.09.1959, Blaðsíða 2
2
Monv-vftnt AÐIÐ
Þriðjudagur 22. sept. 1959
Enn eitt umferðarslys
18 ára piltur beið bana
ENN hefur orðið banaslys.
Á laugardagskvöldið var ung-
ur piltur fyrir bíl á þjóðveg-
inum uppi í Mosfellssveit.
Beið hann bana af völdum
meiðsla er hann hlaut.
Þc-tta dauðaslys var um kl.
11,45 á laugardagskvöldið á Mos-
fellssveitarvegi, skammt frá
heimreiðinni að stórbúinu á
Blikastöðum. Þar var á gangi
18 ára piltur, Sigurður Runólfur
Bjarnason, Hverfisgötu 85. Hann
varð fyrir fólksbíl, R-9486, er var
á leið til Reykjavíkur.
Sigurður heitinn Bjarnason
hafði verið á dansleik í félags-
heimilinu í Hlégarði. Hann hafði
lagt af stað einn gangandi áleið-
is til Reykjavíkur. Skyggni var
mjög slæmt vegna þess hve
dimmt var í lofti, en rigning var.
Maðurinn, sem bílnum ók var
einn í honum. Hann hefur skýrt
svo frá, að á slysstaðnum hafi
hann, rétt áður en hann sá Sig-
urð fyrir framan bílinn, mætt
bíl. Rétt í sama mund sá hann
í ljósunum frá sínum eigin bíl,
hvar maður var framundan. —
Segist bílstjórinn hafa snar-
hemlað, en slysinu varð eigi forð-
að. Framendi bílsins kom aftan
á manninn og kastaði honum upp
á vélhúsið, en síðan féll mað-
urinn á veginn. Hann var með
meðvitund er bílstjórinn kom að
honum. En lítilli stundu síðar
missti maðurinn meðvitund.
Lézt Sigurður Runólfur í sjúkra-
húsi nokkru eftir að komið var
með hann þangað.
Þar sem þetta sviplega slys
varð er vegurinn mjög breiður.
Höfðu hemlaför eftir bílinn
mælzt í um það bil 70 sentimetra
fjarlægð frá vegbrúninni.
Sigurður Runólfur Bjarnason
var sonur Bjarna Sigurðssonar
skipstjóra og konu hans, að
Hverfisgötu 85 hér í Reykjavík.
| íslenzkir flugmenn j
i í nauðum staddir !
\ — Báti þeirra hvolfdi á skemmtisiglingu j
„POLITIKEN“ og fleiri dönsk
blöð skýra frá því, að sl.^Iaug-
ardag hafi báti hvolft undir
tveim íslendingum og tveim
Dönum á Sjælsp, skammt
fyrir utan Kaupmannahöfn,
en öllum verið bjargað um
síðir.
Islendingarnir voru tveir flug-
menn hjá Flugfélagi íslands, þeir
Anton Axelsson, flugstjóri og
Axel Thorarensen, loftsiglinga-
fræðingur sem boðið hafði verið
út í skemmtisiglingu af tveim
kunningjum sínum.
Veður var sæmilegt og segir
ekki af ferðum þeirra, fyrr en
einn í hópnum missti hatt sinn í
vatnið. Brugðu þá 3 mannanna
snöggt við og teygðu sig út fyrir
borðstokkinn, til þess að ná hatt-
inum. Skipti það þá engum tog-
um, að bátnum hvolfdi. Þeir fé-
lagar komust allir á kjöl, en einn
þeirra, annar fslendingurinn, var
ósyndur.
Þegar þetta gerðist var bátur-
inn 7—800 metra frá landi og
lagðist annar Daninn til sunds,
til þess að sækja hjálp. Hjálpar
leiðangur fór síðan út til aðstoð-
ar þeim, sem á kili voru, og kom
hann á vettvang, þegar Vz klst.
eða 3 st.fj. voru liðnir, frá því
að bátnum hvoldi. En þegar verið
var að innbyrða mennina tókst
svo illa til, að einn hjálparbát-
anna, sem á voru tveir menn,
hvolfdi einnig og fóru þeir báðir
í vatnið.
Eftir skamma stund tókst hins
vegar að ná öllum upp í bátana
aftur og var þá siglt til lands sem
hraðast. Þar biðu sjúkrabifreið-
ir, sem fluttu hina velktu í
sjúkrahús til athugunar. Þeir
urðu á hinn bóginn brátt hinir
hressustu og fóru þvj ferða
sinna.
Friðrik vann Petrosjan
BLED, 19. sept.: — Biðskákir úr
7. umferð fóru þannig, að Glig-
oric vann Petrosjan og jafntefli
varð hjá Fischer og Smyslov. —
f 8. umferð vann Friðrik Ólafsson
Petrosjan og Gligoric vann Ben-
borðiriu í rólegheitum og fær
annað óþægilegra í staðinn á
drottningarvæng — peð, sem
Petrosjan ræður ekkert við. —
Þetta er anzi gott. Já, það er ekki
að því að spyrja“.
kö. —
Staðan eftir 8. umferð: 1 —2 ^
Keres og Tal 5Vt vinning hvor, S
3—4 Gligoric og Petrosjan 4% |
vinning hvor og 5—8 Friðrik ^
Ólafsson, Fischer, Smvslov og s
Benkö 3 vinninga hver. V
Staðan í biðskák Friðiiks og s
Petrosjan var birt í blaðinu sl. !
simnudag. Áframhaldið varð \
þannig: S
43. Kd4 g5 44. e4 Kg7 45. \
Hf2 Hb4t 46. Kd5 Hxa4 47. S
e5 Hal 48. e6 b5 49. e7 Hdlt •
50. Kc6 Hel 51. Kxb5 He5t 52. j
Ka4 Hxe7 53. Kxa5 Ha7t 54. S
Kb4 Ha8 55. b3 h5 56. Kc5 \
Hc8t 57. Kd6 Hd8t 58. Kc6 ;
Hc8t 59. Kd7 Hcl 60. Hb2 S
Hhl 61. b4 Hxh2 62. b5 Hhl >
63. b6 Hdlt 64. Ke6 Hd8 65. ^
b7 Hb8 66. Kf5 gefið.
„Já, hann hefur farið þessa i
leið“, sagði Baldur Möller, er ;
hann sá skákina. ,Einfalt og lag- s
gott. Hann gefur frípeðið á nrið- '••—
KOSNINGASKFIF-
STOFA SJÁLF-
STÆÐISFLOKKSINS
í REYKJAVÍK
er í Morgunblaðshús-
inu, Aðalstræti 6, II.
hæð. — Skrifstofan er
opin alla daga frá kl.
10—18. —
k ★ k
Stuðningsfólk flokksins
Valdimar Björnsson og frú Guðrún Jónsdóttir
Valdimar Björnsson flyt-
ur fyrirlestra á vegum
Stúdentafélags Rvíkur
íbúðarhúsið
á Útverkum
brennur
SELFOSSI, 21. sept.: — fbúð-
arhúsið á Útverkum á Skeið-
um brann til kaldra kola síðast
liðinn sunnudag. Eldsins varð
vart um kl. 12 á hádegi og fyilt
ist allt af reyk á skömmum
tíma og varð ekki við neitt
ráðið. Mikið hvassviðri var að
vestan. Húsið var ein hæð og
loft, timburhús, forskalað að
utan. Engu varð bjargað úr
húsinu, nema fatnaði, sem var
við yztu dyr. Þarna var þrennt
í heimili, og bóndinn Ilinrik
Þórðarson, átti gott bókasafn,
sem allt fór í eldinum. Húsið
var vátryggt og innbú.
Eldsupptök eru ókunn.
VALDEMAR Björnsson, fjármála
ráðherra í Minnesotafylki 1
Bandaríkjimum, kom til landsins
í gærmorgun. Er hann hingað
kominn í boði Stúdentafélags
Reykjavíkur og mun flytja tvo
fyrirlestra á þess vegum og verð-
ur fyrri fyrirlesturinn fluttur í
Sjálfstseðishúsinu annað kvöld.
Fyrirlestrar þessir munu fjalla
um mismuninn á þeim tveimur
aðal-stjórnmálaflokkum Banda-
ríkjanna, repúblikönum og demó
krötum. Má vænta mikils fróð-
leiks af fyrirlestri Valdemars um
þessa stjórnmálaflokka, en marg
ir gera sér ekki glöggan greinar-
mun á stefnum þeirra.
Valdemar Björnsson mun
einnig flytja fyrirlestur á vegum
íslenzk ameríska félagsins, er
hann nefnir: Það er svo bágt að
standa í stað. Fjallar sá fyrir-
lestur um innflytjendur í Ame-
ríku.
Kona Valdemars, Guðrún Jóns
dóttir, kennara Hróbjartssonar,
kom með honum hingað að þessu
sinni og búa þau hjónin að Eski-
hlíð 6A meðan þau standa við í
Reykjavík.
— Það er ágætt að vera kom-
inn til íslands einmitt í slátur-
tíðinni, sagði Valdemar Björns-
son er tíðindamaður blaðsins hitti
hann snöggvast að máli í gær. Er
við spurðum hann frétta að vest-
an sagði hann m.a., að atburðum,
sníoaoi
í Esjuna
ÞAÐ haustar að hér í bænum,
blöðin á trjánum eru tekin að
gulna, og svalt í lofti á kvöldin.
í gærmorgun, er bæjarbúar risu
úr rekkju, veittu þeir því eftir-
tekt, að snjóað hafði í Esjuna.
Er það fyrsti snjórinn, sem feliur
þar á þessu hausti.
er beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna
og gefa henni upplýs-
ingar varðandi kosn-
ingarnar.
k ★ k
Athugið hvort þér séuð
á kjörskrá í síma
12757.
k ★ k
Gefið skrifstofunni upp-
lýsingar um fólk sem
verður fjarverandi á
kjördag, innanlands og
utan.
k ★ k
Símar skrifstofunnar eru
13560 og 10450.
sem gerzt hefðu á íslandi nýverið
hefði verið veitt mikil athygli í
Bandaríkjunum og skrifað um þá
í blöð heimshafanna á milli
bæði um samskipti íslendinga við
bandaríska varnarliðið og eins
um landhelgisdeiluna við Breta.
— Ég held að andinn í þessum
skrifum hafi yfirleitt verið vin-
veittur íslandi, bætti hann við.
Af íslendingum vestra kvað
Valdemar það helzt til tíðinda, er
vikublöðunum Lögbergi og
Heimskringlu var steypt saman
í eitt blað. Kvað hann fólk gera
sér góðar vonir um að þetta yrði
til að stuðla að aukinni út
breiðslu.
íslenzku námsfólki hefur fækk
að mjög í Bandaríkjunum síð-
ustu árin. Eru það nú helzt lækn
ar, sem þangað leita til náms, eða
námsmenn á góðum styrkjum.
Selveiðiskip
flytja olíuna
til Grænlands
HINGAÐ til Reykjavíkur eru
komnir tveir norskir selfangar-
ar, Norvarg og Norbjörn, báðir
frá Tromsö.
Þeir hafa verið leigðir til þess
að flytja til Kulusuk flugvallar
við Angmagsalik gasolíu og benz
ín. Er hér um að ræða sama farm
og franska olíuskipið Port de
Bouc skipaði hér á land á dögun-
um. Það hafði aldrei komizt til
Kulusuk vegna ísa. — Það er skip
ið, sem varð rauðvínslaust í hafi!
Selveiðiskipin geta lestað um
300 tonn af olíu í hverri ferð, en
alls er um að ræða um 2000 tonn.
Verbúðin Crœnahúsið á
Raufarhöfn brunnin
Á SUNNUDAGSKVÖLDIÐ
kviknaði í svokölluðu Grænahúsi
á Raufarhöfn. Skemmdist það
svo af eldi og vatni, að það er
talið ónýtt.
Klukkan laust fyrir tólf á
sunnudagskvöldið varð spreng-
ing í brennsluolíutunnu utan við
Grænahúsið. Hafði tunnan staðið
við steinsteypt miðstöðvarhús,
áfast við það, austanmegin, þeim
megin, sem snýr að höllinni. Var
sprengingin svo mikil, að hún
heyrðist langar leiðir. Símstöðv-
arstjórinn á Raufarhöfn, Valtýr
Hólmgeirsson, var heima hjá sér
í símstöðvarhúsinu, en það er í
um 50 metra f jarlægð frá Græna-
húsinu, heyrði sprenginguna og
leit út um glugga til að gá
hverju hún sætti. Sá hann eld í
Grænahúsinu og gerði þá verk-
stjóra söltunarstöðvarinnar Haf-
silfurs aðvart svo og öðrum
þorpsbúum. Fljótlega dreif að
menn til slökkvistarfsins. Komið
var með mótorslökkvidælu þorps
ins á vettvang, en hún komst ekki
í gang, því að rafgeymi hennar
hafði verið stolið í sumar og ekki
fenginn nýr geymir í staðinn.
Einnig var komið með slökkvi-
dælu síldarverksmiðjanna og
reyndist hún í lagi, og var hún
notuð með góðum árangri við
slökkvistarfið. Tvö norsk síld-
veiðiskip, sem voru í höfninni,
Solberg og Henning. fluttu sig
upp að bryggju Hafsilfurs. Lögðu
skipsmenn slöngum frá sjódælum
skipanna upp að hinu brennandi
húsi.
Þegar komið var að Grænahús-
inu um 7 mín. eftir að sprenging-
in varð, var austurgafl hússins
alelda. Vestanátt var og lagði
eldinn að stafla af tómum tunn-
um, sem voru skammt frá húsinu,
og í áttina að bryggjum Hafsilf-
urs. Kviknaði í nokkrum tunn-
um, en verkstjóri söltunarstöðv-
arinnar, Jón Einarsson, náði í 5
stór handslökkvitæki, sem stöðin
átti, og með þeim og fleiri hand-
slökkvitækjum var slökkt í
tunnustaflanum.
Raufarhafnarbúar komu fljótt
á vettvang eftir' að símstöðvar-
stjórinn hafði gert aðvart. Gengu
þeir mjög rösklega fram við
slökkvistarfið ásamt skipshöfn.
norsku skipanna. Tókst að
slökkva eldinn í Grænahúsinu
þegar um þriðjungur þess var
brunninn. Húsið stendur enn, en
er svo mikið skemmt af eldi og
vatni, að það er ónýtt talið, eins
og fyrr greinir. Vegna hins ötula
slökkvistarfs, tókst að hindra að
eldurinn breiddist út, en söltun-
arstöð Hafsilfurs, sem er stærsta
söltunarstöðin á Raufarhöfn, var
í yfirvofandi hættu, og ennfrem-
ur stöð Hólmsteins Helgasonar.
— Við rannsókn málsins f gær
virðast eldsupptök þau, að neisti
frá reykháfi hússins hafi fallið
í olíumegnaða jörð utan við hinn
steinsteypta miðstöðvarklefa.
Hafi eldurinn valdið sprengingu
í brennsluolíutunnunni, en log-
andi olía kveikt í húsinu. Hafði
tunnan verið flutt að miðstöðvar
klefa|.um fyrir tveimur dögum
og þá tæmd að mestu í olíugeym-
inn við húsið, en hann slapp lítt
eða ekki skemmdur í brunanum.
Geta má þess, að botninn úr olíu-
tunnunni þeyttist um 20 metra
frá þeim stað, sem tunnan var.
Grænahúsið var eitt af verbúð-
arhúsum Hafsilfurs. Bjuggu þar
á sumrin um 30 manns, en nú áttu
þar heima fimm manns. Einn mað
ur var heima þegar eldurinn kom
upp og bjargaðist hann út. En
hann og fólkið, sem þar bjó,
missti sængurföt, klæðnað og
fleira, því lítið sem ekkert af
innanstokksmunum bjargaðist.