Morgunblaðið - 22.09.1959, Síða 3

Morgunblaðið - 22.09.1959, Síða 3
Þriðjudagur 22. sept. 1959 WORCUrUiLAÐIÐ 3 Lídó Hafa auga- staÖ á MBL. sneri sér í gær til I»or- valds Guðmundssonar, for- stjóra, og spurðist fyrir um það hjá honum', hvort hæft væri, að hann hygðist selja ríkinu veitingahúsið Lídó. I»orvaldur svaraði: — Skólanefnd og skólastjórn Matsveina- og veitingaþjóna- skólans hafa undanfarin ár ósk- að eftir því að fá betri aðstöðu vegna kennslu nemenda til handa í góðu veitingahúsi, þannig að þeir mundu geta lært að búa til veizlumat og fjölbreytta rétti og þjónar lært framreiðslustörf og barþjónustu. íþví sambandi hef- ur skólinn farið þess á leit við menntamálaráðherra, að hann fengi Þjóðleikhúskjallarann til afnota, en úr því hefur ekki orð- ið, enda er þar mjög takmarkað vinnupláss og vinnuskilyrði heldur slæm fyrir skóla, þar sem eldhús er eingöngu miðað við fátt starfslið, sem þar vinnur. Þjóðleikhúskjallarinn hefur því ekki þótt sem hentugastur fyrir skólann. Nú undanfarið hafa farið fram viðræður milli mín og skóia- stjóra Matsveina- og veitinga- þjónaskólans, Tryggva Þorfinns- sonar, og menntamálaráðherra um það, hvort til greina kæmi, að ríkið keypti veitingahúsið Lídó undir starfsemi skólans. Hefur verið um það fjallað, hvort Lídó væri heppilegur stað- ur fyrir skólann og er það mál nú í athugun hjá skólastjóran- um og ráðuneytinu. Ég vil leggja áherzlu á það, sagði Þorvaldur að lokum, að aldrei hefur komið til greina í þessum umræðum, að ég leigði Lídó af ríkinu, ef úr kaup- um yrði, enda eru vafalaust nógu margir um boðið. Aftur á móti vil ég geta þess, að ef ríkið vildi kaupa Lídó fyrir kostnaðarverð, þá er það til umræðu af minni hálfu. Lídó heppilegt fyrir skóla. Mbl. hitti einnig að máli í gær Tryggva Þorfinnsson og spurði hann frétta af Matsveina- og veitingaþjónaskólanum. Tryggva fórust orð á þessa leið: Undanfarið höfum við verið til húsi með starfsemi skólans í Sjó- mannaskólanum. Þar er ágætt eldhús, en ekki hægt að veita nema takmarkaða verklega kennslu. Er húsnæði þetta því mjög óhentugt fyrir skólann og svo er einnig um marga veit- ingastaði hér, að þeir eru mjög einhæfir og óhentugir til verk- legrar kennslu. Af þeim sökum er ekki hægt að veita nemend- þá þekkingu og leikni í. þess- um húsakynnum, sem .krefjast verður af þeim eftir fjögurra ára nám. Af þessu er Ijóst, hélt Tryggvi áfram, að nauðsynlegt er að skól- inn starfi í húsnæði, þar sem hægt er að stunda verklega kennslu og selja það, sem nem- endur búa sjálfir til. Lídó er vel til þess fallið að starfrækja þar slíkan skóla, þar er ágætt eldhúspláss og aðrar aðstæður góðar. Yið teljum, að það væri mjög góð lausn á vandamálum skólans, ef hann fengi inni í Lídó eða öðrum veitingastað, þar sem hægt er að leggja meiri áherzlu á verklega kennslu en nú er. Tryggvi gat þess að lokum, eins og Þorvaldur hafði áður gert, að mál þetta væri að öðru leyti í athugun og enn á um- ræðustigi. Á SUNNUDAGSMORGUN fór fram í Kristskirkju í Landa- koti söngmessa og ferming, sem hinn nýskipaði erkibiskup Norðurlanda Martin Lucas framkvæmdi. Eins og frá var skýrt í blaðinu sl. föstudag hefur Martin Lucas nýlega verið skipaður umboðsmaður páfa á Norðurlöndum. í lok söngmessunnar sl. sunnudag flutti erkibiskupinn ávarp til safnaðarins og þakkaði mót- tökurnar hér og sagði að páfi hefði lýst yfir sérstökum á- huga sinum á lífi Norður- landabúa og þá sérstaklega ís- lendinga. Erkibiskup kvaðst fremur hefði kosið að koma hér að vetrarlagi til þess að kynnast erfiðleikunum sem harður vetur og illviðri hefðu í för með sér fyrir íbúa lands- Cóðir gestir TÓNLISTAKHÁSKÓLINN í Prag bauð nokkrum nemendum og kennurum frá Tónlistarskóla Reykjavíkur í heimsókn til Prag í vor. Skyldu nemendur og kenr.- t-ins og skyrt var ira í biaðinu sl. fostudag er notuð serstæð aðferð við byggingu hins nýja háskólabíós. Þakið var sett saman á jörðu niðri, en síðan lyft með skriðmótum. — Hér á mynd- inni sést húsið, er því verki var lokið. (Ljósm. Mbl. M. Ö. Ant.) ins. Hann sagði að páfi hefði beðið sig að veita öllum trú- uðum postullega blessun sína. Því næst þakkaði erkibiskup- inn biskupi, prestum og systr- um fyrir störf þeirra í þágu kaþólsku kirkjunnar og bað fyrir starfi þeirra. Síðan skor- aði hann á söfnuðinn að standa stöðugan í trúnni og gera skyldur sínar þrátt fyrir alla erfiðleika vorra tíma. Að lokum ávarpaði hann fermingardrenginn og lýsti fyr ir honum mikilleika ferm- ingar, sakramentisins og bað hann standa stöðugan í trúnni. ★ M YNDIN: — Erkibiskupinn, Martin Lucas í fullum skrúða með mítur og bagal, flytur ávarp sitt (Ljósm. Mbl. M. Ö. Ant.) arar halda nokkra tónleika á ýmsum stöðum í Tékkóslóvakíu. Fóru alls þrír nemendur héðan í för þessa ásamt þeim Áma Krist- jánssyni skólastjóra, Birni Ól- afssyni konsertmeistara, Jóni Nordal, tónskáldi og Birni Jóns- syni framkvæmdastjóra Tónlist- arfélagsins. Tónleikar þeir, sem nemendur og kennarar skólans héldu, vöktu hvarvetna athygli í hinu mikla músíklandi, Bæ- heimi, og var förin öll hin ánægju legasta og þýðingarmikil. Nú hefur Tónlistarskólinn í Prag endurgoldið heimsókn þessa og þegið boð Tónlistarskólans hér. Alls eru á ferðinni sex nemendur frá Tónlistarháskólanum í Prag ásamt forstjóranum, dr. Václav Hubácek. Nemendahópur þessi hefur nú haldið tónleika í Aust- urbæjarbíói fyrir styrktarfélaga Tónlistarfélagsins, en einnig á Akureyri og víðar. Þetta eru glæsilegir fulltrúar hins fræga tónlistarháskóla, sem stofnaður var 1811, og er meðal elztu og virðulegustu tónlistarháskóla heimsins. Á tónleikunum hér var flutt tékknesk tónlist, svo sem hér segir: Václav Iíyzivát lék á klarinettu sónötu eftir Jan K. Vanhal. — Ludmila Skorpilova (mezzo- sópran) söng lög eftir Dvorrák og Framh. á bls. 23. STAKSTEINÁR Hver sálgaði vinstri stjóminni Vinstri flokkarnir halda enn áfram að hnakkrífast um það, hver hafi sálgað vinstri stjórn- inni. Þjóðviljinn kcmst m.a. að orði um þetta á þessa leið í for- ystugrein sinni sl. sunnudag: „Eysteini Jónssyni mun ekkl takast að breiða yfir svik Fram- sóknar við vinstri stefnu og hrak- farir sínar í viðskiptum sínum við íhaldið sl. vetur, hversu oft sem hann endurtekur lygasöguna um sök kommúnista í falli vinstri stjórnarinnar". Varð sjálfdauð Þjóðviljinn segir ennfremur: ,JÞaff er ekki hægt að þurrka út með áróffri þá staðreynd. a* Framsókn rauf stjórnarsamstarf- ið og sveik mörg mikilvægustn stefnumál vinstri stjórnarinnar. Afstaða Alþýðubandalagsins og sósíalistaflokksins var alveg ljós, þcss var krafizt að Framsóknar- flokkurinn stæði heiðarlega við gerða samninga. Auðskilið er að Eysteini Jónssyni og Hermanni Jónassyni hafi fundizt það ósvíf- in krafa.“ Þetta segir blað kommúnista um orsakirnar að falli vinstri stjórnarinnar. En mundi það ekki vera mála sannast, að vinstri stjórnin hafi beinlínis orðið sjálf- dauð, að hún hafi veslast upp í úrræðaleysi sínu og ræfildómi. Fáheyrðar blekkingar Tímans „Tíminn“ hefur enn einu sinnl sannað, að hann er óvandaðasta blað á íslandi. Þetta aðalmálgagn Framsóknarflokksins leggur nú höfuðáherzlu á það í málflutn- ingi sínum, að Sjálfstæðisflokk- urinn standi að bráðabirgðalög- um ríkisstjórnarinnar um bann gegn hækkun á landbúnaðaraf- urðum, ekki síður en Alþýðu- flokkurínn. Þessu heldur blaðið fram, þrátt fyrir það, að mið- stjórn og þingflokkur Sjálfstæð- isflokksins hafa mótmælt bráða- birgðalögum ríkisstjórnarinnar og lýst því yfir, að flokkurinn muni beita sér fyrir því á næsta Alþingi að bændum verði bætt það tjón, sem þeir verða fyrir af nefndum ráðstöfunum. Sjálfstæð- ismenn hafa lýst því yfir, að bændur eigi skýlausan rétt á því að fá 3,18% hækkun á verðlagi afurffa sinna á þessu hausti. Þeir hafa tekið upp þá kröfu, sem stjórn stéttasambands bænda hcf ur gert f. h. bænda. Láta sér hagsmuni bænda í léttu rúmi liggja Allir- heiðarlegir menn munn því sjá, hversu fáránlegar blekk- ingar Tíminn fer með um þetta mál. Það er þess vegna áuðsætt, að það sem Timaliðið hugsar um, er ekki það, hvernig hagsmunir bænda verða tryggðir, heldur hitt, hvernig Framsóknarflokkur- inn geti aflað sér stundarfylgis með þvi að þyrla upp alls konar óhróðri og ósannindum. Ef Framsóknarmenn hefðu vilj að vera heilir i þessu máli, myndu þeir hafa fagnað yfirlýsingu mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins og Iýst þvi yfir, að þeir væru reiðu- búnir til samstarfs við hann, um að rétta hlut bænda og leiðréUa ranglætið, sem minnihlutastjórn Alþýðuflokksins hefur framiff á bændastéttinni. En þetta gerðu Framsóknarmenn ekki, heldur hófu pólitísk illindi og ósann- indaáróður um máliff.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.