Morgunblaðið - 22.09.1959, Síða 11

Morgunblaðið - 22.09.1959, Síða 11
Þriðjudagur 22. sept. 195: \fOPCTiiVT>r 4f)iD 11 Æðstu hjón Rússlands og Bandáríkjanna við kvöldverðarboðíð í Hvíta húsinu. inn og engin fagnaðarlæti heyrðust, en venjulega glymja fagnaðarópin, þegar kunnir erlendir gestir koma þangaö. Er Krúsjeff var horfinn inn í húsið, ók forsetinn einn áfram í bifreið sinni og er bifreiðin heygði fyrir næsta horn, brnt- ust fagnaðarlætin út — fyrir forsetanum. Fyrsti fundurinn og för með þyrilvœngju 1% klst. síðar kom Krúsjef'f yfir götuna til Hvíta hússins og haldinn var fyrsti viðræðufund- ur hans og Eisenhowers. Við- staddir hann voru margir banda- rískir ráðherrar, þeirra á meðai Herter utanríkisráðherra, Gromy ko utanríkisráðherra Rússa og Menshikov sendiherra. Þar var ákveðið, að ráðstefna þessara tveggja þjóðaleiðtoga skyldi haldin í Camp David 25.—27. september, þegar Krúsjeff hefur lokið kynnisför um Bandaríkin. Við þetta tækifæri afhenti Krúsjeff Eisenhower að gjöf ná- kvæma eftirlíkingu af stálkúlu, sem var með tungleldflaug Rússa. Kúlan er gerð úr mörgum fimm- hyrndum reitum og munu þeir hafa skilizt í sundur við spreng- inguna er eldflaugin hitti tungiið og dreifzt út um stórt svæði. Á hverjum reit eru einkennisstafir Sovétríkjanna. Herter utanríkisráðherra skýrði frá því á eftir, að viðræðurnar á þessum fyrsta fundi hefðu ver- ið mjög hreinskilnislegar. Hefði verið snert á flestum deilumal- um heims og hefði það komið í ljós, að Krúsjeff hefði tilhneig- ingu til að fá Bandaríkjamenn til að semja við sig um málefni annarra þjóða. 1 lok þessa fundar ræddust þeir Eisenhower og Krúsjeff einslega við, aðeins í návist túlkanna og ÞfáSunimn b®r skylda til að kynnast hvor annari Rceður leiðtoganna í kvöldverðarboðinu BÁÐIR þjóðaleiðtogarnir fluttu stutt ávörp í kvöldverðarboð- inu í Hvíta húsinu og fer hér á eftir útdráttur úr ræðum þeirra: Bæða forsetans: — Fyrir 150 árum var fyrst tekið upp stjórnmálasamband milli ríkja okkar. John Quincy Adams, síðar forseti Bandaríkj anna afhenti Alexander I. keis- ara embættisskilriki sín. Allt frá þeim tíma hafa þjóðir okkar starfað saman að mörgum verk- efnum og þær voru bandamenn 1 tveimur heimsstyrjöldum. Og nú virðist mér að ríki okkar hafi si#ldu að rækja við allan heiminn. Vegna styrkleika okkar, vegna þess hve áhrifa- miklir við erum í heimsmálun- um, þá er það mikilvægt að við skiljum hvorn annan. Við erum líka sammála um þetta Ég álít að það sé ekki nóg að hefja leiknar rökræður. Við verðum að byggja á staðreyndum og sannleika. Og við verðum að gera það að sameiginlegu við- fangsefni okkar að hvor þjóðin geti öðlazt sem allra mesta þekk ingu á hinni, þekkingu byggða á staðreyndum og sannleika, svo að við getum leitt veröld- ina til meiri friðar og velmeg- unar. Ræða Krúsjeffs. Krúsjeff svaraði ræðu Eisen- howers og sagði m.a.: — Við höfum tekið boði for- seta Bandaríkjanna um að heim sækja landið 1 þeirri hyggju að komast að samkomulagi og bæta sambúðina milli þjóðanna. Það er nauðsynlegt eins og þér t;ögðuð, vegna þess að iönd okk- ar eru sterk og mega því ekki eiga í illdeilum. Ef við værum veik lönd, horfði málið öðru vísi við, því að þeir sem eru veikir klóra að- eins hvorn annan í framan og þeir þurfa ekki annað en að fara á snyrtistofu á eftir og þá verð ur allt í lagi. En ef við deilum, þá er ekki nóg með það að lönd okkar geti orðið fyrir stórkost- legu tjóni, heldur kæmi hrunið líka yfir önnur lönd. Þér minntust á það, að 150 ár væru liðin síðan sendiherra yð- ar afhenti Alexander I. keisara embættisskilríki sín. Síðan þetta gerðist hafa lönd okkar aldrei háð styrjöld hvort gegn öðru og ekki nóg með það, heldur hafa aldrei komið upp milli þeirra alvarlegar deilur. Mismunandi þjóðskipulag rík ir hjá okkur. Við teljum okkar skipulag betra og þér teljið ykkar betra. En það er ástæðu- laust að fara að deila þessvegna. Leyfum sögunni að dæma um það, hvort þjóðskipulagið er betra. Ef við föllumst á það, þá get- um við byggt sambúð okkar á friði og vináttu. Bandaríkin eru ríkt og öflugt land. Ég les venjulega margar ræður sem þingmenn ykkar og stjórnmálamenn flyíja svo að þó ég kynnist þeim hér í fyrsta skipti persónulega, eru þeir þeg ar gamlir kunningjar mínir með ræðum sínum. Það sem við ættuT. að leggja megináherzluna á núna er að bæta sambúðina okkar í milli. Við ásælumst ekkert frá Banda ríkjunum og þau ásælast ekkert frá okkur. Það er satt að nú í dag eruð þið ríkari en við En á morgun verðum við eins ríkir og næsta dag ennþá i íkari en þið. En gerir það nokkuð til. Þeg- ar allt kemur til alls, þá ætlum við að gera þetta með eigin afli og á einskis kostnað. að því loknu bauð Eisenhower hinum rússneska leiðtoga í ferða- lag með þyrilvængju yfir Was- hingtonborg. Þeir gengu út á grasblettinn fyrir framan Hvíta húsið. Þar stóðu tvær þyrilvængjur og stigu þeir um borð í aðra þéirra. 1 hinni þyrilvængjunni, sem fylgdi á eftir voru öryggisverðir. Krúsjeff hafði ákaflega gaman af þessari ferð. Hafði Eisenhower uppdrátt af borg- inni á hnjám sínum til að sýna honum skipulag og byggingu borgarinnar. Þeir flugu m. a. yfir Washington, Lincoln og Jefferson minnismerkin, yfir þinghúsið og yfir stór ný í- búðarhverfi sem eru í bygg- ingu. En það virtist hafa einna mest áhrif á Krúsjeff að sjá hina gífud£gu bílaumferð frá Washingtonborg út eftir þjóð- vegunum, en einmitt um þetta leyti var verið að loka skrif- stofunum og fólk að halda heim. Síðan lentu þeir aftur hjá Hvíta húsinu og Krúsjeff skrapp um sinn yfir í Blair House. Hann þurfti að búa sig undir kvöld- verðarboðið, sem Eisenhower efndi til honum til heiðurs. Kiœddisf ekki kjóltötum Þess var beðið með nokkurri eftirvæntingu, að Krúsjeff kæmi til veizlunnar, því að á boðsmið- anum stóð ritað, að klæðnaður skyldi vera kjólföt. En aldrei er vitað til þess að Krúsjeff hafi klæðzt kjólfötum. Nú bjuggust menn við að sjá það í fyrsta skipti. En Krúsjeff mætti í venjuleg- um dökkum jakkafötum með grátt slifsi og þannig voru allir Rússarnir klæddir, meira að segja Menshikov sendiherra, sem þó hefur oft klæðzt kjólfötum í opinberum veizlum. Hófið var vegjegt. Það var stærsta veizla, sem Eisenhower hefur nokkru sinni haldið. Voru í henni 100 manns. Næst stærsta veizla hans var 1957 fyrir banda- ríska vísindamenn en í henni voru 98 gestir og í veizlu sem haldin var Elísabetu Englands- drottningu til heiðurs voru 97 gestir. Á borðum var Ijúffengur steikt ur kalkún, melóna og karrisúpa. Hljómsveit lék vinsæl amerísk lög. Báðir þjóðarleiðtogarnir fluttu ávörp í þessari veizlu í Hvíta húsinu. Stóð hún fram yfir mið- nætti og gafst Krúsjeff tækifæri til að ræða við fjölda veizlu- gesta. Þar hitti hann na. a. Allan Dulles, yfitmann leyniþjónustu Bandaríkjanna og sagði við hann: — Ég fæ að lesa allar sömu skýrslurnar og þér lesið. — Þá vona ég að þér fáið þær allar með löglegu móti, svaraði Dulles. Krúsjeff gaf ekkert út á það en sagði: — Við skulum sameina leyniþjónustu okkar. Þá kom- umst við af með helmingi minna starfslið. Svo var farið í háttinn. Gips-þitplötur Þakpappi IVfars Trading Co. hf. Klapparstíg 20 — Sími 17373. Bókin sem margir hafa beðið eftir: ,Listin að grenna sig4 Þér getið auðveldlega létzt um 10, 20, 30 pund eða meira? Þessi nýja aðferð hæf- ir bæði körlum og kon- um. Verð bókarinnar er Kr. 25.00. lendum hvert á land .em er gegn póstkröfu. Réttvægi. Pósthólf 1115 Reykjavík stbeiningabok .fyrír í>a se m veroaaogrínnast 0G lÍKA FYRIR ÞA SEM VÍLJA FITNA Aðeins lítið eitt nægir... þv/ rakkremið er írá Gillette Pað freyðir nægilega þó lítið sé tekið. Það er í gæðaflokki með Bláu Gillette Blöðunum og Gillette rakvélunum. JÞað er framleitt til að ftíllkomna raksturinn. Það freyðir fljótt og vel . . . og inniheldur hið nýja K34 bakteríueyðandi efni Reynið eina túpu í dag. sem einnig varðveitir mýkt húðarinnar. Gillette „Brushless“ krem. einni^ fáaníevt. Heildsölubirgðir: Globus hf., Vatnsstíg 3 síipi 17930 Glœsileg níu herb. íbúð við Hraunteig, efri hæð og ris ásamt bílskúr til sqIu. — Nánari uppiýsingar gefur. MALFLUTNINGSSKRIFSXOFA Einars B. Guðmundssonar, Guðl. Þorlákssonar og Guðm. Péturssonar. Aðalstræti 6 III. hæð (Morgunblaðshúsinu) Sírhar 1 20 *02 — 1 32 02 og 1 36 02

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.