Morgunblaðið - 22.09.1959, Page 21

Morgunblaðið - 22.09.1959, Page 21
Þriðjudagur 22. sept. 1959 MORGVNBLAÐIÐ 21 — Ivar Framh. af bls. 13. sjóði þessum eru veitt, og hlaut Orgland þau sem viðurkenningu fyrir þýðingar hans á íslenzkum ljóðum yfir á nýnorsku. Hin bók- menntaverðlaunin voru honum veitt úr svonefndum Gjelsvik- sjóði. Eru það verðlaun, sem sjóð urinn veitir fyrir bók á nýnorsku sem þykir skara fram úr í mál- búningi og að efni til. Var það þýðing Orglands á ljóðum Stef- áns frá Hvítadal, sem hann hlaut slíka viðurkenningu fyrir. Sú bók heitir á nýnorsku „Frá lidne dagar“, en hún kom út 1958. Qrgland skýrði frá því, að hin norska þýðing hans á ljóðum Tómasar væri komin til lands- ins og fengist í flestum bóka- búðum. Þá skýrði hann frá því, að Fonna-bókaútgáfan ráðgerði frek ari útgáfu á íslenzkum ljóðum. Kvaðst Orgland telja víst að næsta bók yrði þýðing á ljóðum Steins Steinárr. Þá þýðingu mun Orgland einnig annast. — Er áhugi fyrir norsku hér á landi? Ivar Orgland svaraði þessari spurningu svo, að sér þætti áhugi norrænu deildar stúdenta fyrir fyrirlestrum um bókmennt- ir og menningarmál, sem sendi- kennararnir halda, ótrúlega lítill. Þetta á við okkur alla sendi- kennaran við háskólann. En áhugi almennings fyrir norsku og norskum bókmenntum er mikill. Mun ég hefja kennslu í byrjun næsta mánaðar og til gam ans má geta þess að framhalds- flokkur minn, mun í vetur m. a. lesa þrjú leikrit Ibsens. Hlakka ég til þess að hitta aftur þessa nemendur mína og nýja að sjálf- sögðu líka, sagði Orgland. SVEliVBJÖRIN DAGFININSSON EINAR VIÐAR Málflutningsskrifstofa Hafnarstræti 11. — Sími 19406. Zig-Zag SADMAVÉLIN T 132 Tösku saumavélin Zig Zagar stoppar í býr til hnappagöt festir tölur skrautsaumur (handstýrður) Ábyrgð í 6 mánuði Söluumboð í Reykjavík: Viiberg & Þorsteinn Laugaveg 72 — Sími 10259. Einkaumboð á íslandi: nni y F Það er kraftur og heilbrigði Innihalda kalk, Járn, fosfór, B-vítamín og hið Iffsnauðsynlega eggjahvítuefni. GRJONUM Aðalsafnaðarfundur Hafnarfjarðarkirkju verður haldinn í kirkjunni í kvöld kl. 20 30. D a g s k r á : 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Rædd verður og borin undir atkvæði ósk um stofnum sérstakrar sóknar fyrir Þjóðkirkjumenn í Garðahreppi. 3. Onnur mál. SÖKNARNEFNDIN VÉLSAGIR Viljum kaupa meðalstóra Bandsög og stóra Bútasög Uppl. í síma 15228 á venjulegum skrifstofutíma. Garant eigendur Þessa viku verður sérfróður maður frá verksmiðj- unni til viðtals og Ieiðbeiningar daglega frá kl. 13—17 á verkstæði H. Jónssonar & Co. Þeir Garant eigendur, sem hafa áhuga á að ná tali af honum, snúi sér til verkstjórans. Verkfræðingur oskast Staða bæjarverkfræðings á ísafirði er hér með auglýst til umsóknar. Upplýsingar um nám og störf og krafa um launakjör fylgi umsókn. Umsóknarfrestur er til 1. desember.. Stað- an veitist frá næstu áramótum, eða eftir samkomulagi. ísafirði, 17. sept. 1959 * BÆJARSTJÓRI Kennsla í talmáli Langar ykkur að ná valdi á talmáli erlendra þjóða? Ef svo er, komið þá upp í Kennaraskóla eða hringið og látið innrita ykkur. Kennt er í fámennum flokkum, því að reynslan hefur sýnt okkur að talæfingar koma að hverfandi litlu gagni í stórum flokkum Kennsla hefst þegar í fyrsta tíma í byrjendaflokki með einföldustu spurningum, sem svo smá þyngjast þegar fram í sækir. 1 fram- haldsflokkum er reynt að fá nemendur til að segja frá í samfelldu máli og liðka málbein þeirra, sem hafa flest, ef ekki allt, á bók lært. Auk helztu heimsmálanna kennum við líka útlend- ingum íslenzku. Innritun frá kl. 5—7 alla virka daga í Kennaraskól- anum og í síma: 1-32-71.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.