Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 3
Sunnudagur 1. nóv. 1959 M ort CTJy BLAÐlh Sr. Oskar J. Þorláksson Allra heilagra messa Kláfurinn hjá Brú. Vírarnir, sem sjást á myndinni eru mörgum sinnum giklari, en vírinn, sem brast. Áin var til muna vatnsmeiri þegar Páll fór í hana. Þá var allt grjótið undir klettinum í kafi. Páll kom upp nokkru utar undir klettinumen sést á myndinni. Hann syndir! var hrópað uppi á árbakkanum MIÐVIKUDAGINN 12. sept. árið 1945 gerðist mjög svipleg ur atburður við kláfinn á Jökulsá á Brú undan nefndum bæ. Annar tveggja burðarvíra sem kláfurinn rennur á. slitn- aði, kláfnum hvolfdi og mað- urinn, sem var í honum steypt ist niður í kolmórauða, belj- andi jökulána. — Hann er farinn, heyrðist hrópað upp á bakkanum og við hugsuðum allir það sama: Hann kemur aldrei upp aftur. Dragreipin sviptust til í straumnum og áður en okkur hafði unnizt tóm til að gera okkur fullkomlega ljóst hvað var að ske, skaut höfði manns- ins upp í beljandi straumnum og aftur var hrópað uppi á árbakkanum: Hann syndir! Hann synti þvert á straum- inn. en bar um leið óðfluga niður ána. Mundi honum tak- ast að ná landi áður en straum urinn kastaðist frá aftur nið- ur við flúðirnar? Með öndina í hálsinum horfðum við á fangbrögð mannsins við straumþungt og helkalt jökulfljótið. Það vildi til að þetta skipti engum tog- um. Hann barst stöðugt nær landi og náði loks að klöpp- inni þar sem straumkastið breytti um stefnu. Þar skreið hann síðasta spölinn til lands á fjórum fótum og veifaði til okkar er hann kom á land undir klettinum. Við veifuð- um á móti og kölluðum eitt- hvað til hans hásum rómi. Maðurinn, sem bjargaði lífi sínu með svo frækilegum hætti var Páll Gíslason, bóndi á Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Sem dæmi um hver þrekraun þetta sund var má geta þess, að áin var í svo miklum vexti, að kunnugir menn hefðu ekki talið fært að sundleggja hesta í henni á beztu vöðum. Undir kláfnum fellur hún í stokk og þar er straumurinn enn þyngri. Sumsstaðar er niður- sog og lenti Páll í einu slíku. Kvaðst hann þá hafa átt erf- iðast á sundinu. Fallið úr kláfnum og niður í ána var um sex metra. Und- ir kláfnum skiptir árstraum- urinn sér og fellur megin- straumurinn að eystri klettin- um. en gljúfrin breikka út frá kláfnum. Eina vonin til að ná landi var því að synda þeg ar í stað þvert á strauminn að austurbakkanum eins og Páll gerði. Hann skýrði svo frá síðar, að hann hefði verið bú- inn að athuga aðstæður og hver von væri til björgunar ef hann félli úr kláfnum. Hon um fataðist heldur ekki að hagnýta sér þá athugun er hann féll úr honum fyrirvara laust. Um búning Páls á sundinu má geta þess, að hann var í leðurstígvélum með þykkum, járnbentum tré'botnum. Voru þau vegin til gamans siðar og reyndust níu pund. Er slitni vírinn hafði verið hnýttur saman til bráðabirgða var Páll sóttur yfir ána svo hann gæti haft fataskipti heima á Brú. Þá fór hann úr stígvél- unum og lagði þau í kláfinn hjá sér, því hann vildi ekki hafa þau á fótunum ef hann færi í ána öðru sinni. Páll á Aðalbóli er óvenju- mikill þrekmaður, sem óþarft mun raunar að taka fram eft- ir það sem á undan er sagt. Hann lærði sund á Laugar- vatni er hann stundaði nám þar, en hafði síðan haldið því við og m. a. synt allmikið í sjó fyrir Norðurlandi er hann var þar á síldveiðum. I. „Sælir eru fátækir í anda, þvl að þeirra er himnaríki. Sælir eru syrgjendur, því að þeir munu huggaðir verða. Sælir eru hógværir, því að þeir munu landið erfa. Sælir eru þeir, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu, því að þeir munu saddir verða. Sælir eru miskunnsamir, því að þeim mun miskunnað verða. Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Sælir eru friðflytjendur, því að þeir munu Guðs synir kallaðir verða. Sælir eru þeir, sem ofsóttir verða fyrir réttlætis sakir, því að þeirra er himnaríki. (Matt: 5.1-10). Þegar vér lítum í almanakið sjáum vér, að tveir fornir messu dagar standa þar hlið við hlið, en það er allra heilagra messan og allra sálnamessan. Var hinn fyrri sérstaklega helgaður sam- félaginu við dýrlinga og helga menn ,en hinn síðari samfélag- inu við látna ástvini og fyrirbæn fyrir þeim, er horfnir voru af þessum heimi. Eins og kunnugt er voru sið- skiptamennirnir mjög andvígir dýrlingadýrkun katólsku kirkj- unnar og sálumessum og vildu því afnema þessa messudaga, og !niðurstaðan varð sú, að allra sálnamessa hvarf, en fyrsti sunnudagurinn í nóvember var Atburðurinn, sem hér hef- ur verið lýst, gerðist fyrsta árið, sem Páll bjó á Aðalbóli. Hann býr þar enn myndarbúi með konu sinni Ingunni Ein- arsdóttur og níu börnum. Þessa afreks hefur ekki fyrr verið getið hér í blaðinu en það rifjaðist upp nú,. er blað- inu bárust myndir af Páli á Aðalbóli og kláfnum hjá Brú. Páll Gíslason í réttinni á Aðalbóli nú í haust. Svo vill til, að hægra megin á myndinni sést a bak þeÞra tv*»*ia er gáfu >«t dragreinið begar kláfurinn fór niður. (Ljósm.: Sturla Friðriksson) .... -..............................................................■ - £ /n mæbiveik kind fundin v/ð Djúp ÍSAFIRÐI 31. október: — Þegar slátrað var fé í haust frá bænum Múla, sem er innst við ísafjarð- ardjúp, lá grunur á að lungu í einni kind væru sýkt af mæði- veiki. Var þess vegna fyrirskipað að skera niður allt fé á þeim bæ og var því slátrað hér á ísa- firði fyrir nokkrum dögum. Alls voru þetta 240 fjár. Við þær rannsóknir, sem enn bafa verið gerðar, hefur ekkert frekara grunsamlegt komið í ljós og er það von manna að hér hafi aðeins verið um þessa einu kind að ræða. Annars er uggur í mönnum hér vestra ef mæðiveikin skyldi vera komin að ísafjarðardjúpi, en hennar hefur ekki orðið þar vart fyrr. Féð frá Múla og öðrum bæjum I næsta nágrenni hefur eitbhvað gengið saman við fé úr Gufu- dalssveit í Barðastrandasýslu, en þar kom mæðiveikin upp s.l. ár eins og kunnugt er. — G.K. helgaður allra heilagra messu. f lúthersku kirkjunni hefur þó til- tölulega lítið borið á þeim boð- skap, sem við þessa fornu messu daga var bundinn. Þó hefur þessi sunnudagur viða verið helgaður minningu hinna fram liðinu, og margir kjósa að fara 1 kirkju þennan dag og minnast látinna ástvina sinna með þakk- læti og fyrirbæn. Fer vel á því að þessi fornhelgi kirkjulegi há- tíðisdagur fái smám saman meira rúm í helgihaldi vor nú- tímamannanna, því að samband- ið milli hins sýnilega og ósýni- lega heims hlýtur alltaf að verða veigamikiil þáttur í trú- arlífi manna. Þegar vér lesum sæluboðanir fjallræðunnar, sem helgaðar eru þessum degi, þá skiljum vér, að bak við hverja sæluboðun er meðvitundin um æðri heim æðra samfélag. Vér skulum taka eitt dæmi: „Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá“. Það væri vissulega út í bláinn aS gefa slík fyrirheit, ef ekki væri fullkomin vissa fyrir því, að vér ættum að lifa í æðra heimi, í návist Guðs föður. Það væri líka næsta óeðlilegt ef að vér vildum ekkert hugsa um framtíðina, sem bíður vor handan við gröf og dauða. öll höfum vér átt einhverja ástvini, sem frá oss eru horfnir og osg hafa verið kærir, og vér þráum að hitta á lífsins landi, og öll verðum vér að kveðja fyrr eSa síðar, hvort, sem oss kann _S vera það ljúft eða leitt. II. Þegar ég hugsa um boðskap þessa helgidags, þá finnst mér, að hann hljóti að vera öllum trú uðum mönnum kær, hvort sem heldur er hugsað um hina beztu menn kristninnar, sem lifað hafa, eða vér hugsum um þá ást- vini vora, sem frá oss eru horfn- ir og vér höfum elskað. Þegar vér minnumst ástvina vorra, þá gerum vér það með kærleiks- og bænarhug, að biðja fyrir framliðnum er eSIi- legur þáttur bænalífsins. Kær- leikurinn þekkir engin takmörk, hvorki tíma né rúms. Vér trú- um á blessun bænalífsins, hvort sem vér getum sannað nokkuS þar um eða ekki. Að heiðra minningu látinna ástvina og lifa í andlegu kær- leikssamfélagi við þá og hugsa um allt, sem bezt var í fari þeirra og sjá yfirleitt lífið í ljósi trúarlegra sanninda, það hlýtur einnig að styrkja ábyrgð- artilfinningu vora í daglegu lífi. Ég veit, að þeir ,sem lesa þess ar línur mínar í dag og hugsa um boðskap þessa helgidags, þeir minnast ásjálfrátt í huga sínum látinna ástvina sinna. Margir geyma í þakklátum huga minningu foreldra sinna, eiginkvenna eða eiginmanna, barna sinna eða trúfastra vina, sem mikla þýðingu hafa haft fyrir líf þeirra. Það, sem mest gildi hefur í öllum þessum minningum er |kærleikurinn, hvort heldur það er sá kærleikur, sem vér höfum sjálf notið, eða það er kærleik- ur, sem vér höfum sýnt þeim, sem vér höfum verið bundin fjölskyldu og vináttuböndum. Vér fáum auðvitað aldrei ráð- ið allar gátur tilverunnar eða leyst öll vandamál, er varða lif og dauða, en vér trúum á sigur lífsins og Guðs eilífa kærleika, og þannig hugsum vér til fram- liðinna vina vorra og biðjum þeim blessunar. Þá er gott að hafa í huga þessi orð Opinber- unnarbókarinnar: „Sælir eru dánir, þeir, sem í Drotni deyja upp frá þessu. Já, segir andinn. Þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, þvi að verk þeirra fyigja þeim. (Op. Joh. 14. 13). Ó. J. Þ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.