Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 6
e MORCVTSTtLÁÐlÐ Sunnudaerur 1. nov. 1959 Maður á að vera — ÞAÐ er ljóta bókin, sem ég hef verið að lesa að undanförnu, sagði Kristmann, þegar ég hitti hann í Austurstræti fyrir skömmu. — Hvaða bók? spurði ég. — Kompaníið. Ég hef aðeins hitt einn góðan Sjálfstæðismann, sem hefur sagt það sé skemmti- leg bók. Það var þó eitthvað skárri bók, sem ég var að lesa prófarkir af í nótt. — Hvaða bók er það? — Sjálfsævisaga mín. — Jæja, þú líka! Afskaplega hlýtur það að hafa verið erfitt verk að skrifa hana. — Af hverju heldurðu það? — Nú, mér skilst þú eigir sjö líf eins og kötturinn og það hlýt- ur að vera erfitt að tengja þau öll saman í eina heild. Kristmann yppti öxlum og fékk sér ópal. — Alltaf sama hljóðið í þér, sagði hann, fáðu þér ópal. Það er gott við þorsta. Svo gengum við upp í Naust að borða kvöldverð, því Krist- mann var ákveðinn í að eyða þeim hluta ritlaunanna, sem hann hafði ekki lagt inn á bók í Iðn- aðarbankanum. Þetta var engin smáupphæð, eins og sést á því, að skáldið sat á hattinum sínum, þegar líða tók á kvöld. — Hvað heitir ævisagan, spurði ég. — ísold hin svarta, svaraði hann. — Það minnir á miðaldirnar. — Já, auðvitað minnir það á miðaldirnar. Við lifum á mið- öldum. — Engin tilviljun að ævisaga þín skuli heita kvenmannsnafni. Var hún svört? — Nei, hún var hvít — ja kannske dálítið svört líka — en hvern fjandann kemur þér það við, karl minn? Þú átt ekki að tala um konur. Það erum við, sem eigum a ðtala um konur. — Við? Við hverjir? Hann strauk augabrúnirnar með grönnum vísifingri hægri handar, og sökkti augunum nið- ur í kinnbeinin eins og djúp- sprengju, leit svo upp og sagði glottandi: — Það er gott að borða, já gaman að borða. — Maður á að vera sterkur eins og naut. Það er það eina sem konur skilja í þessu lífi, að vera sterkur eins og naut. — Eins og holdanaut, sagði ég og fór að tala um Gyðjuna og uxann. — Gyðjan og uxinn er skratti góð bók. Það eru kaflar í henni sem gerðust á ströndinni við Ost- ende. Þar voru fallegar konur. Það voru unaðslegir dagar. Þá var sandurinn heitur við Ostende. Þá logaði eldur á hverjum fingri. — Þér finnst gott að borða. — Já, ég hef orðið nógu hungr aður til þess að þykja gott að borða. Ég hef komizt í stórar lífs- hættur, og ég hef nærri verið dauður úr hungri, svo það er fátt sem bítur á mig úr þessu. Ég hef aldrei verið mikill peninga- maður. Samt hef ég alltaf ein- hvernveginn skrimmt. En veiztu hvað ég hef gott vit á peningum? í stríðinu þegar lá við hungri hjá mér byggði ég mér hús fyrir 100 þúsund krónur. Og ég gerði meira, karl minn. Ég fékk þetta allt saman lánað. Af því geturðu séð að ég hef einhvern tíma haft lánstraust. — Hungur, sagðirðu. — Já, ég sagði það. Ævisagan verður saga um hungur og ná- vígi við fátækt. Ég hef fulloft séð í hvíta augað á dauðanum, og þekki hann of vel til þess að óttast hann. Ég er enginn heima- alningur, eins og þú veizt. — Um baráttu og hungur já! Ég sem hélt þetta væri ástarsaga, ísold hin svarta? sagði Kristmann í IMaustinu — Þú mannst eftir ísoldunum, já. önnur er björt og hrein eins og mjöllin. Hún býður eftir að hreppa góðan eiginmann, sem veitir henni trygga og örugga af- komu. Hún er eins og botnvarpa, hefur alltaf eitthvað upp úr krafs inu. Og hún hefur almennings- álitið með sér, því hún er and- skotanum tryggari og dyggðugri. En fsold hin svarta, hún er kon- an sem gefur gjafir án þess að tryggja sér áður mánaðarútborg- un og fastar tekjur. Stundum huggar hún þá sem fsold hin bjarta særir með fullmikilli tryggð og dyggðum. — Og þér hefur líkað betur við þá svörtu? — Það skal ég ekkert um segja. Mér hefur líkað skolli vel við báðar. — Mér er sagt þú hrósir Ólafi Friðrikssyni á hvert reipi í ævi- sögunni? — Það er bara vitleysa. Ég geri kannski dálítið grín að honum, það er allt og sumt. Þeir komu með rússneskan strák hingað, en hann var með trakóm og þess vegna ætlaði borgar-íhaldið að reka hann úr landi, bara póli- tík ekkert annað. Ég stóð með Ólafi í þessu máli og var einn þeirra, sem gættu stráksins uppi á háalofti í Suðurgötu. Þetta er byltingarsaga. — Varst þú nú líka byltinga sinnaður eins og Hensi Ottósson? — Það kommatetur — nei, ég tel mig algerlega ósinnaðan. Sinn- aður er eitt andstyggilegasta orð sem ég þekki. Ég er aðeins venju- legur maður og fer minn eigin veg. — Þann breiða? — Breiða? Ég kysi auðvitað helzt þann gullna meðalveg, sem Lord Buddha talaði svo fallega um. En svo villist maður stund- um, já karl minn, þetta er nú ekki eins einfalt og þú heldur. KRISTMANN GUÐMUNDSSON sterkur eins m naut Listamenn verða að kynnast líf- inu í öllum sínum margbreytilegu myndum. Maður, sem aldrei hef- ur lært ensku, getur ekki orðið góður enskukennari. En ég hef mínar hugsjónir og mitt ideal og frá því hvika ég ógjarnan. — Jæja, átt þú ideal líka? Kristmann lyfti sér í sætinu og horfði á mig eins og mannýgur boli. — Ert þú nú líka einn af þeim, sem halda maður sé rót- laust kvikindi? sagði hann. — Nei, ég held ekkert. Mér er bara sagt þú lýs'ir því yfir í ævisögunni að þú sért Alþýðu- flokksmaður. — Alþýðuflokksmaður! Ekki batnar það. Ég er jafnaðarmaður og hef alltaf verið. Mér er engin launung á því. Þess vegna hef ég kosið Sjálfstæðisflokkinn. Ég er alltaf að verða róttækari með aldrinum. — Segðu mér eitt Kristmann, af hverju fórstu að skrifa þessa ævisögu þína? Er þetta ekki ein- hver þynnka? — Nei, karl minn, þetta er góð bók. Ég skal segja þér, að ég er svo umvafinn allskyns þvaðri skrifar úr dagleqa lifinu Bússur til að hlífa buxnaskálmunum. ÞAÐ er kannski að bera í bakka fullan lækinn að tala um rigningu. En hún er orðin svo mikill hluti af lífi okkar hér sunnanlands, að í sjálfu sér væn ekki undarlegt þó minnzt væri á hana einu sinni í viku a. m. k. Fólk virðist meira að segja vera farið að sætta sig við að ekki stytti upp. Það verður sjálfsagt svona fram að jólum, segja menn. En eitt er að sætta sig við böl- ið og annað að vera ánægður með það. Það er e. t. v. óskemmti legt að ferðast með troðfullum strætisvögnum, þegar allir koma rennblautir inn, svo gufustrók- urinn stendur upp af hverjum manni, og fólk þjappar sér renn- blautt saman. Það er heldur ekki mjög skemmtilegt að koma heim svona til reika: — Ertu nú kom- inn með bífumar á þér?, hrýt- ur út úr frúnni, þegar stór poll- ur myndast á nýbónuðu gólf- inu. En hvað á aumingja mað- urinn að gera. Hefur nokkurn tíma heyrzt að maður hafi kom- ið án þess að fæturnir væru með? Og hvað myndi frúin segja, ef maðurinn tæki upp á því að ganga um gólfin í bússum, til að halda buxnaskálmunum þurr- um? Þetta er reyndar ekki svo vitlaus hugmynd. Það gæti kann1 ski forðað frá kvefi og inflúenzu, sem kemur af að sitja í bleytunni allan daginn á skrifstofunni. Sundfit milli tánna. OFT er talað um að kvenfólkið kunni ekki að klæða sig og elti tízkuna meira en hollt sé fyrir heilsuna. Það er vafalaust mikið tii í því. En í rigningartíð leikur þó lítill vafi á því hvort kynið gengur í óhentugri klæðn- aði. í Bergen í Noregi rignir mikið og þykir íbúum bæjarins nóg um. Þeir segja frá því í gamni, að börnin þar í borg fæðist með sundfit milli tánna. Við getum næstum sagt það sama. Söfnunarlistar sendir út. Isamabandi við bréfaskriftir sem orðið hafa vegna áskor- ana um meira af íslenzkum lög- um í útvarpið, hafðiVelvakandi orð á því, að fróðlegt væri að vita hvernig umræddri söfnun er háttað. Freymóður Jóhanns- son hringdi og kvaðst hafa sent söfnunarlista til fólks ,sem hefði sýnt þessum málum áhuga. Kona nokkur kom einnig að máli við Velvakanda og kvaðst hún hafa fengið slíkan söfnunar- lista, og ástæðan væri vafalaust sú, að hún hefði einu sinni greitt atkvæði í danslagakeppni SKT. — í bréfinu sem fylgdi listanrm segir m. a.: „Undirritaður hefur í höndum földa góðra og skemmti legra íslenzkra laga eftir ýmsa innlenda tónlistarmenn, sern sjaldan eða aldrei hafa heyrzt í útvarpinu, af því að þau hafa ekki verið gefin út á plötum. Tal ég ekki vanzalaust, að hirða jafn lítið um öll þissi lög, og önnur, sem til eru eftir íslendinga sjál'a og þá að sjálfsögðu með íslenzk- um textum — en leika í þeirra stað sæg af lítt skemmtilegum tónsmiðum eftir útlendinga. Við erum þó íslendingar og eigum að hlúa fyrst og fremst að því, sem íslenzkt er. Til þess að full- vissa ráðamenn útvarpsins ura vilja flestra landsmanna í þess- um efnum, hef ég ákveðið að gangast fyrir undirskriftasöfnun undir áskoranir eða tilmæli til Ríkisútvarpsins hér að lútandi“. Síðan er viðtakandi bréfsins hvattur til þess að safna undir- skriftum fjölskyldu sinnar og þeirra, sem í sama húsi búa og annarra kunningja, og senda nöfnin í pósthólf 88, í Reykja- vík. Og undirskriftin er Frey- móður Jóhannsson. Þá liggur fyrir hvernig söfn- uninni er háttað, hve mikið safn- aðist og skoðanir, bæði þeirra, sem eru með og móti, og málið því útrætt í þessum dálkum. að ég vildi gjarnan nokkrir vinir mínir og afkomendur fengju rétt- ari hugmyndir um mig sem mann. Bókin er hreinskilin. Ég hugsa sumir mundu kalla hana full ber- sögla. Svo er líka gott fyrir gamla n\enn að rifja upp ævi sína, ja, gamla menn, ég er náttúrlega ekki gamall, en —. Hann strauk á sér hárið og leit fram í salinn, hélt svo áfram: — Ja, ég á alltaf eftir ein 10— 20 ár. Á þeim tíma ætla ég að minnsta kosti að skrifa 12 bækur, sem ég hef gert uppkast að, og svo þessa þriggja binda ævisögu. — Þú ætlar ekki að sitja auð- um höndum? — Nei, ég hef alltaf verið vinnusamur. Það er í ættinni. Ég er hamhleypa, ef því er að skipta. Þú veizt ég er sonur Helgastaða- Gvendar. Hann dó úr vinnulúa hálfáttræður. Hann var aristo- krat. — Það getur ekki -erið, sagði ég og virti Kristmann fyrir mér, þar sem hann sat og borðaði eins og hungraður úlfur. — Jæja, ekki það? Sástu hann nokkurn tíma? Nei, auðvitað ekki. Þú hefur verið smákvikindi, þegar hann var upp á sitt bezta. Hann kunni að tala við höfðingja. Eitt sinn hitti hann séra Bjarna, sem var að koma frá jarðarför og var auðvitað í hempu: — Þú ert í vinnufötunum, segir séra Bjarni. — Mér sýnist þú vera 1 þeim líka, svaraði Helgastaða- Gvendur. Ég er af góðu fólki kominn, það er ekki því að kenna. Mér er samt alveg sama, ég er ekki snobb. En ég held ég sé dálítið líkur karli föður mínum. Þú veizt auðvitað ekkert um hann. Hann var skipstjóri fram- an af ævi. Svo einn góðan veður- dag sagði hann við sjálfan sig: — Ég er búinn að fá leið á þessU bölvuðu fokki — keypti sér smá- kænu og fór að veiða, gerði ekk- ert annað upp frá þvi. — Veiða, já. Ég held bara þér kippi í kynið, Kristmann. Það varð stutt þögn. Svo hélt hann áfram: — Af Helgastaða-Gvendi stóð gustur geðs og gerðarþokki. Móð- ir hans og amma mín hét Gunn- hildur hin fagra, kölluð Kjósar- blómið. Hún giftist niður fyrir sig, stórum karli og sterkum, sem hét Jón Jörundsson og var titlað- ur garðhleðslumaður. Okkur var aldrei vel til vina, kannski það Framh. á bls. ?9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.