Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 10
10
M ORCVIS BLAÐIÐ
Sunnudagur I. nov. 1959
Tízkusýning í Lido
n. k. föstudag
Vetrartízkan
í París
inum. Um pelsa, stuttkápur og
herðasjöl úr skinni er óþarfi að
fjölyrða, sem þau hafa verið á
toppnum svo lengi.
Köflótt efni eru mjög í tízku
um þessar mundir, bæði í kjóla,
NÚ er veturinn genginn í garð
og farið að kólna í veðri. Margir
hafa þegar tekið fram úr pússi
sínu hlýjan og skjólgóðan fatn-
að til að verjast kuldanum, en
aðrir, sem ekki vilja ganga í föt-
unum frá því í fyrra, eru farnir
að hugsa til þess að fá sér vetr-
arklæðnað og sér í lagi yfir-
hafnir. Ekki er hægt að þessu
sinni að benda herrunum á,
hvaða snið þeir eigi að hafa á
frakkanum í ár, en að venju hafa
streymt á markaðinn nýjar gerð-
ir af kvenkápum og er úr miklu
að velja. Hér birtast nokkrar
myndir af því allra nýjasta, sem
komið hefur fram hjá tízkuhús-
unum í París, svo þær, sem vilja
vera svolítið franskar í klæða-
burði, geti betur áttað sig á,
hvernig kvenfólkið þar hyggst
klæðast nú í vetur.
kápur og pils. Engar ákveðnar
línur í kápusniði eru nú ríkjandi,
þær eru bæði víðar og þröngar,
síðar og stuttar, en athygli hef-
ur vakið að kápur með breiðu
belti er nú aftur orðin algeng
sjón, þó víðu kápurnar og trapez-
lína haldi enn sínu fulla gildi.
í heild má því segja, að breyti-
leikinn sé ótakmarkaður, og það
svo, að mörgum finnst úr
of miklu að velja og vanda-
samt að finna snið og efni við
sitt hæfi.
Ef hlaupið er stuttlega yfir
helztu einkenni kápu vetrarins,
ber fyrst að telja skinn. Skinn
hafa öldum saman þótt mesta
prýði á fatnaði, hvort heldur
sem um er að ræða kápur, kjóla,
hatta eða jafnvel innisloppa. Nú
ber mest á skinnum sem kápu-
skraut, í kraga, framan á erm-
um og jafnvel í tölur. Og svo
eru það alskinnshattarnir, sem
margir telja að sé endurbætt
eftirlíking af rússneku kóakka-
húfunum. Gefa þær heildarsvipn
um oft mjög skemmtilegan blæ,
þó mjög séu þær umdeildar,
eins og margt annað í tízkuheim-
Grá ullarkápa með silfurrefa-
skinni og skinnhúfa frá tizku-
húsi Madeleine Rauch.
Rönd úr gylltum þræði með-
fram hálsmálinu og framan á
ermunum. Tízkuhúsið hefur
gefið þessari flík nafnið „tígr-
isdýrir“.
TÍZKUSÝNING verður haldin í
Lídó n.k. föstudagskvöld kl. 8,30
á vegum fjölda fyrirtækja hér í
bæ og víðar. Tíkusýningar þykja
hvarvetna mjög góð skemmtun,
og af þeim fáu sýningum, sem
hér hafa verið haldnar, hefur
komið í ljós og fslendingar kunna
vel að meta slika skemmtun,
einkum kvenfólkið.
Frú Elín Ingvarsdóttir og ung-
frú Rúna Brynjólfsdóttir, en þær
annast framkvæmd sýningarinn-
ar, sögðu í viðtali við fréttamenn
að þessi sýning yrði með nokkr-
urri öðrum hætti en verið hefur
og mjög til hennar vaudað. Þar
yrði sýnt það nýjasta í kven-
klæðnaði, unglingafötum pilta
og stúlkna og svo barnafatnaður.
Á milli sýningaratriða yrði fjöldi
skemmtiatriða, svo sem eftir-
hermur, einsöngur, stuttir leik-
þættir, ennfremur yrðu sungnar
’auðlýsingavísur og vinsælasta
frú og ungfrú kvöldsins valin úr
hópi áhorfenda og þeim færðar
gjafir. Að sýningu lokinni yrði
svo stiginn dans, gestum að kostn
aðarlausu.
Stuttur jakki og húfa úr
leoparskinni. Beltið er úr
rúskinni.
Sýningardömur verða 8 talsins
þeirra á meðal ungfrú ísland,
ungfrú Reykjavík og Rúna Brynj
ólfsdóttir. Ennfremur sýna sex
karlmenn karlmannafatnað.
Hér í kvennaþættinum hafa
alltaf öðru hvoru verið birtar
tízkumyndir utan úr heimi, sem
sýna tízkuna eins og hún er
hverju sinni, en nú gefst tæki-
færi til að birta á næstunni
myndir af fatnaði, sem eru á boð
stólum í verzlunum hér í Reykja
vík, og gefa góða hugmynd um
klæðnað íslenzkra kvenna, eins
og hann er í dag, en á sýning-
unni verða bæði sýnd innlend og
innflutt föt.
Aðgöngumiðar að sýningunni
verða seldir í Lido og í Haraldar
búð, bæði í herradeildinni og
snvrtivöruverzluninni á loftinu.
Innisloppur og þröngar buxur
frá Báru. Sýningardama Rúna
Brynjólfsdóttir.
Sorpeyðingar-
stöðin og Tíminn
NOKKRUM dögum fyrir kosn-
ingar reyndi dagblaðið Tíminn
að telja lesendum sínum trú um,
að vélar sorpeyðingarstöðvarinn
ar væru í ólagi, þeim tækist
ekki að deyða skaðlega sýkla í
sorpinu, og að „stórhætta" biði
því bæjarbúa. Þetta var „frétt“,
sem Mánudagsblaðinu líkaði,
það tók söguna upp, brá á hana
énn meiri æsiblæ og lofaði
meiru seinna.
Þess vegna þetta:
Vélar sorpeyðingarstöðvarinn-
ar eru í fullkomnu lagi og vinna
eins og til var ætlazt.
Við gerjunarstarfsemi þá, sem
fram fer í vélasamstæðunni og
í áburðarhaugunum, myndast
nægilegur hiti til að drepa skað
lega sýkla, sem í sorpinu kunna
að vera. Er þetta og í samræmi
við niðurstöður sýklarannsókna
á áburðinum Skarna, sem fram-
kvæmdar voru sl. sumar og nú í
haust í Rannsóknarstofu Háskól-
ans, en þær leiddu í ljós, að eng-
ar skaðlegar þarmabakteríur
væru í aburðinum. Munu fram-
angreind blöð varla gera svo
strangar kröfur til húsdýraá-
burðar, sem þó „er dreift um
bæinn“ á sama hátt og Skama.
Aðferð sú, sem hér er notuð til
framleiðslu á lífrænum áburði,
mun frá heilbrigðislegu sjónar-
miði vera sú fullkomnasta, sem
völ er á. Er hún talin svo ör-
ugg, að víða erlendis eru föst
efni úr holræsum bæja blönduð
sorpinu fyrir vinnsluna.
Hins vegar hafa önnur óþæg-
indi fylgt miklum hluta af fram
leiðslu sorpeyðingarstöðvarinn-
ar. óþægindi, sem nú verður
ráðin bót á, og sem telja verður
til byrjunarörðugleika. Óþægi-
leg lykt hefur verið af áburðin-
um, og hafa rannsóknir í sumar
leitt í ljós, að áburðurinn hefur
ekki fengið nægilega mikla með
ferð (veltu) eða nægilega langa
geymslu eftir að hann kom úr
vélasamstæðunni. Reynslan hef
ur sýnt, að meðferð áburðarins
þarf að vera önnur hér en ann-
ars staðar, og kann þetta að
standa að einhverju leyti í sam-
bandi við það, að fiskúrgangur
í sorpi er hér mun meiri en í
flestum öðrum borgum. Óvenju
mikil rigningartíð seinni hluta
sumars og í haust hefur komið
í veg fyrir nauðsynlega stækk-
un og endurbætur á athafna-
svæði (plani) við stöðina í um-
ræddu skyni.
Það er von min, að innan
skamms tíma þurfi bæjarbúar
ekki að kvíða því lengur, að
Skarni, hinn mikilsverði lífræni
áburður sorpeyðingarstöðvarinn-
ar, lykti óþægilega.
Eins og kunnugt er, var sorp-
eyðingarstöðinni aðeins ætlað
að vinna- úr húsasorpi, en úr-
gangi frá iðnaði og byggingum
ætlað sérstakt uppfyllingar-
væði i námunda við stöðina. Þau
ógrynni berast af timburúrgangi,
um 5—7 smál á dag, að óhjá-
kvæmilegt er að brenna honum
jafnóðum, á meðan hann er ekki
hagnýbtur. Með aðstoð Iðnað-
armálastofnunar íslands hafa
erlendir sérfræðingar unnið að
því á sl. ári að athuga, hvernig
beri að hagnýta þennan úrgang
og annan á sem hagkvæmastan
hátt. Eru þessar athuganir langt
komnar.
Jón Sigurðsson.
Keflavik
Vana afgreiðslustúlku vantar strax.
Fermingarskeyti
Fermingarskeyti sumarstarfsins verða
afgreidd að Amtmannsstíg 2B og Kirkju-
teig 33 kl. 10—12 og 1—5 í dag.
Vatnaskógur — Vindáshlíð.
Baðker
fyrirliggjandi.
Verð kr. 1895.00
Marz Trading Company hf.
Klapparstíg 20 — Sími 17373.
Til sölu
Chevrolet vörubíll model 1947. Til sýnis við vöru-
geymslu Vora Hverfisgötu 52. Tilboð sendist fyrir
4. nóvember,
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis
Skólavörðustíg 12.