Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 16
16
MORCVNfíLAfílfí
Sjnnudagur 1. nóv. 1959
Mondia
úr
Mondia — er þekkt og mjög vinsælt merki
í svissneska úra-iðnaðinum.
Mondia-úr eru úr 'við hæfi almennings að
gerð og verði.
Mondia-úr eru gæðaúr á góðu Verði.
Við förum með Mondia-umboðið á íslandi.
Við rekum viðgerðastofu fyrir úr
og klukkur.
Jön Stqmunílííson
Skurtyrtpuverzlun
Dömur
Nýjar amerískar vörur
Kjólar — Pils — Blússur
Hattar — Stíf skjört
Kftjú Báru
Austurstræti 14.
77/ sölu
Sérlega vandað einbýlishús (raðhús) í Vesturbæn-
um til sölu. Tvær geymslur, þvottahús, 3 svefnher-
bergi, bað, eldhús, borðstofa, forstofa og mjög stór
stofa með svölum. Tvöfalt gler. Harðviðarhurðir og
karmar. Semja ber við.
JÓHANNES LARUSSON, hdl.
Lögfræðistofa — Fasteignasala
Kirkjuhvoli — Sími 13842. heima 24893
Tilkynning
um atvinnuleysisskrámiigu
Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr.
52 frá 9. april 1956, fer fram í Ráðningarstofu
Reykjavíkurbæjar, Hafnarstræti 20, dagana 3., 4.
og 5. nóvember þ.á., og eiga hlutaðeigendur, er óska
að skrá sig samkvæmt lögunum að gefa sig fram
kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h. hina tilteknu daga.
Óskað er eftir að þeir sem skrá. sig séu viðbúnir
að svara meðal annars spurningunum:
1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði.
2. Um eignir og skuldir.
Reykjavík 31. október 1959.
BORGARSTJÓRINN 1 REYKJAVlK.
HRINGUNUM
FRÁ
* I 1
SKAK «
!
Belgrad, 20. október.
SKÁKMÓTIÐ hefur enn verið
flutt um set, og er aðsetur þess
nú í höfuðborg landsins Belgrad.
Teflt er í mjög stórum salarkynn-
um, sem sennilega rúma um þús-
und manns, og í fyrstu umferð
mótsins virtist hvert sæti vera
skipað. í>egar líða tók á fyrstu
umferð upphófst mikil ókyrrð í
salnum svo að keppendur urðu
fyrir mlklu ónæði og síðasta
klukkutímann hegðaði fólkið sér
eins og áhorfendur í spennandi
kanttspyrnukeppni. Ég er í eng-
um vafa um að Smyslof missti
af vinning gegn Tal eingöngu
fyrir þetta ónæði, en það vill
segja að Keres missir sennilega
alla möguleika á efsta sætinu fyr-
ir bragðið. Friðrik hafði hvítt
gegn Petrosjan, sem beitti Tarta-
kower afbrigðinu af drotning-
arbragði og hafði Friðrik frum-
kvæðið alla skákina, en í tíma-
hraki sem orsakaðist af ónæði i
skáksal, fann hann ekki beztu
leiðina og er skákin nú í bið og
verður sennilega jafntefli.
Hvítt: M. Tal.
Svart: V. Smyslov.
Sikileyjarvörn (Najdorf).
I. e4, c5. 2. Rf3, d6. 3. d4, cxd4.
4. Rxd4, Rf6. 5. Rc3, e6. 6. Be 2.
Uppáhalds leikur Smyslovs gegn
Sikileyjarvörn. Það er sjaldgætt
að sjá Tal beita svo rólegu af-
brigði, en hann er greinilega
hræddur við Smyslov, sem hefur
yfirteflt hann í hverri skákinni
af annarri, þó Tal hafi sl'oppið
nema í þeirri fyrstu. 6. —e6. 7.
0—0, Rbd7. 8. f4, b5. 9. Bf3, Bb7.
10. a3, Dc7. II. Del. — Þessir sið-
ustu leikir hafa allir verið eðli-
legir og samkvæmt hernaðar-
áætlun. Hvítur leitar færis á
kóngsvæng, en svartur á drottn-
ingarvæng. II. — Be7. 12. Khl.
Tii dæmis um fábjánahátt áhorf-
enda, þá gekk hláturbyiga yfir
salinn þegar Tal lék þessum eðli-
lega og jafnframt nauðsynlega
kóngsleik. 12. — Hb8. 13. b3, 0—0.
14. Bb2, He8. 15. Dg3, Bf8. 16
Hael, e5. — Smyslov hefur byggt
upp mjög góða stöðu, og Tal verð-
ur að tefla mjög vel til að halda
jafnvægi. 17. Rf5, Kh8. Hvítur
hótaði Rh6+ og Rxf7 + . 18. Dh4,
exf4“. Leikð til þess að koma
Rd76e5, en þar er hann bezt stað
settur. 19. Dvf4, Re5. 20. He3!
Það er mjö>g erfitt að finna við-
unnandi leiki fyrir hvítan, síðasti
leikur hvíts er tvímælalaust sá
bezti, með honum undirbýr Tal
peðsfórn og síðar meir manns-
fórn, sem að vísu stenzt ekki
hörðustu gagnrýni. 20. — g6“ —
Virðist í fljótu bragði glæfralegt,
þegar athugað er að hvítur hefur
Bb2 stefnandi til h8, en þegar
betur er að gáð, þá er leikurinn
liður í áætlun til þess að hertaka
frumkvæði hvíts. 21. Rh6, Bg7.
22. Rd5“! SannkallSður Tal leik-
ur. 22. — Rxd5. 23. exd5, f6! —
Hótar Dxc2 og g5. Smyslov hefur
nú hrundið sókn Tals, og grípur
Tal því til örþrifaráða. 24. Be4??!
M. Tal
Heldur gef ég mennina mína en
að tefla vörn!
24. — g5. 25. Df 5, Bxh6. 26.
Dxf6+, Bg7. 27. Df5. Rg6. 28.
Hh3! — Eini möguleikinn til þess
að halda sókninni gangandi. —
28. — Bxb2. 29. Dxg6. He7. 30.
Hh6, Hg8. 31. Df5, Bc8. 32.
Df3, g4. — 33. Dd3, Be5. — 34.
V. Smyslov
c4, bxc4. 35. bxc4, He7—g7. — 36.
c5“. — Tal hefur manni minna
og vitaskuld tapaða stöðu, en
keppendur verða að ljúka 40.
leikjum á 2 % tíma og Smyslov er
orðinn naumur með tíma og á-
horfendur gefa engin grið. 36. —
dxc5. — 37. d6 Da7. — 38. Bd5,
Hd8. — 39. De4, Bd4. — 40. Df4!
Síðasta vonin. 40. — Hg—d7???
Smyslov fann eina leikinn, sem
tapar skákinni, það verður að teij
ast til yfirnáttúrulegra hluta, að
Smysov skuli takast að tapa þess-
ari skák. Það er iæstum þvi alveg
sama hverju leikið er, svartur
vinnur alltaf. T. d. 40. — a5 eða
Hg6. 41. Hf6! og Smyslov gafst
upp. Hér getur omyslov að vísa
leikið Hg8 eða Hg7, en það er
ekki hægt að verjast hrókstapi og
peðið á d6 yrði því fijótt að gera
út um skákina.
Ingi R. _...msson.
♦ *
BRIDCE
♦ ¥
♦ *
AÐ 6 umferðum loknum er stað-
an í sveitakeppni Bridgefélags
Reykjavíkur þessi:
stig
1. sv. Einars Þorfinnssonar 1006
2. — Sigurhj. Péturssonar 1000
3. — Rafns Sigurðssonar 984
4. — Halls Símonarsonar 973
5. — Stefáns J. Guðjohnsen 949
6. — Róberts Sigmundssonar 940
7. — Ólafs Þorsteinssonar 927
8. — Sveins Helgasonar 893
7. umferð fer fram í dag og
verður spilað í Skátaheimilinu
við Snorrabraut.
Að þremur umferðum loknum
í tvímenningskeppni Bridgefé-
lags kvenna er staðan þessi:
1. Eggrún Arnórsdóttir og
Kristjana Steingrímsd. 567 st.
2. Sigríður Guðmundsd.
og Petrína Færseth 540 —
3. Guðríður Guðmundsd.
og Júlíana Isebarn 522 —
4. Sigríður Siggeirsdóttir
og Rósa ívars 518 —
5. Dagbjört Bjarnadóttir
og Lilja Guðnadóttir 516 —
6. Ása Jóhannsdóttir og
Kristín Þórðardóttir 509 —
IMý sending
VETKAKHATTAK
Glæsilegt úrval.
Hatla og Skermabuðin
Bankastræti 14.
Athygli
viðskiptamanna vorra skal vakin á því,
að inngangur í skrifstofur vorar er
framvegis frá Skúlagötu.
Sláturfélag Suðurlands
Skúlagötu 20.
Fjórða og næst-síðasta umferð
verður spiluð annað kvöld í
Skátaheimilinu við Snorrabraut.
* ¥ ♦ *
Eftirfarandi spil er einkar
skemmtilegt og mjög lærdóms-
ríkt. Spilið sýnir hve nauðsyn-
legt er að gert sér grein fyrir
spilaskiptingunni hjá andstæð-
ingunum. Hinn kunni enski
bridgespilari Meredith var Suður
og spilaði 4 spaða.
* Á Ð 6
¥ A K 5
* 8 3 2
* Á D 8 2
AG 10 5 3 * 8 4
¥ G N f D 10 9 7
♦ K D G 10 v A 42
9 2 S ♦ 6
* 7 4 * G 10 9 3
* K 9 7 4
¥ 8 6 3
* Á 7 4
* K 6 5
Vestur, sem sagt hafði tígul,
lét út tígulkóng, sem Suður gaf.
Tíguldrottningu var þá spilað,
Austur kastaði hjarta og Suður
drap með ás. Suður tók síðan ás
og drottningu í spaða og því næst
lét hann út lágan spaða, sem
Austur kastaði hjarta í og Suður
drap með kóngi. Nú var augljóst,
að Vestur hlaut að fá slag á
tromp, en eins og sést má Vest-
ur ekki troínpa háspil hjá sagn-
hafanum, því þá fær Suður ekki
10 slagi. Meredith spilaði því
þannig: lágu hjarta var spilað
og drepið með ás í borði. Laufaás
tekinn og síðan lágú laufi spilað
úr borði og drepið með kóngi og
nú lét Meredith út lágt lauf. Það
er augljóst, að trompi Vestur,
þá fær Suður auðveldlega 10
slagi og vinnur spilið. Vestur
kastaði því tigli og drepið var
með drottningu í borði. Þú var
síðasta laufið úr borði látið út.
Austur drap með gosa og Suður
kastaði tigli. Nú hafði Austur
eingöngu hjarta eftir og varð
því að láta það út. Nú er sama
hvað Vestur gerir, ef hann
trompar, þá fær Meredith tvo
síðustu slagina á tromp og hjarta
kóng. Ef Vestur gefur, þá drepur
borðið með hjartakóng og síðan
er tigull látinn út úr borði og
Suður trompar og fær þannig
10 slagi.