Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Sunnudagur 1. nóv. 1959 — Reykjavíkurbréf Framh. af bls. 13. Styrkleiki Sjálfstæðis- flokksins SjálfstæSismenn munu áreið- anlega læra af þessum kosninga- órslitum. Þeim kemur allra sízt til hugar, að þeir séu alfull- komnir frekar en aðrir. Af gagn- rýni hafa allir gott. Það er hollt íyrir Sjálfstæðisflokkinn ekki síður en aðra að muna, að kjós- endur fylgja engum flokki blint heldur láta dómgreind ráða. Hið ánægjulega við stjórnmálabar- áttu í Reykjavík er, að hér er frjáls skoðanamyndun gagnstætt því, sem er sums staðar annars staðar. Hitt er áreiðanlega mis- skilningur hjá andstæðingunum, ef þeir halda, eins og þeir nú láta, að af þessum sökum muni koma upp togstreita eða klofn- ingur í Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðismenn mvrnu gæta sinna mála, án þeirra íhlutunar eða leiðbeiningar. Sjálfstæðis- menn vita, að flokkur þeirra er ómetanlegt afl í íslenzkum þjóð- málum og að staða hans í stjóm- málum hefur aldrei verið sterk- ari en nú. Flokkurinn fær að vísu ívið færri þingmenn en hon- PILTAR # EF ÞlÐ EIGIÐ UNNUSTÚNA ÞÁ Á ÉG HRING-ANA / ,; r',- - 6 V J Vn^-— um ber samkvæmt fylgi sínu hjá þjóðinni, en þó er sá munur nú hverfandi miðað við það sem áður var. Kjördæmabreytingin hefur því náð tilgangi sínum. Sterkari aðstaða en nokkru sinni fyri' Eftir kosningamar 1956 hafði Framsókn aðeins 2 þingmönnum minna en Sjálfstæðism., þrátt fyr ir miklu minna fylgi Framsóknar. Nú í sumar munaði aðeins ein- um. Nú eru Sjálfstæðismenn 24 og Framsóknarmenn 17, en ættu samkvæmt fylgi sínu ekki að vera nema 16. Því ræður til- viljun. Afleiðing Hræðslubandalags- ins er þess vegna sú, að Sjálf- stæðisflokkurinn, sem hafði ein- ungis 37,1% atkvæða næst áður en Hræðslubandalagið kom til, hefur nú 39,7% og 24 þingmenn, þrátt fyrir að ýmsu leyti svo óhagstæðar kosningar, að and- stæðingarnir fjölyrða um ósig- ur hans. Sjálfstæðisflokkurinn getur nú myndað örugga meirihlutastjórn með hvaða einum flokki öðrum, sem hann vill. Hann einn hefur þessa aðstöðu, það er gerbreyt- ing frá því, sem áður var. Hræðslubandalagið var stofn- að til þess að víkja Sjálfstæðis- mönnum til hliðar. Árangurinn er sá, að flestir hafa sannfærzt Um, að ekki sé ráð að stjórna landinu án þátttöku Sjálfstæðis- manna. Kosningaúrslitin nú eru greinileg vísbending um að kjós- endur vilja aldrei aftur vinstri stjóm. Þegar litið er á þá viður- eign, sem hófst með verkfallinu mikla, er til var stofnað að und- irlagi kommúnista og Hermanns Jónassonar, er því óumdeilan- legt, að Sjálfstæiðsflokkurinn hefur mjög styrkt aðstöðu sína til frambúðar. í því sambandi skiptir minnstu, þó að einstakar orustur hafi gengið ver en menn væntu. Meginatriðið er, að lagð- ur hefur verið nýr og öruggari grundvöllur fyrir heilbrigða stjórnmálaþróun í landinu. í því er fólginn hinn mikli sigur Sjálf- stæðisflokksins. Hlutskipti Framsóknar Þessi barátta var einkum háð við Framsókn. Hún hafði for- ystuna í tilraunum til að ein- angra Sjálfstæðismenn og víkja þeim til hliðar. Framsókn hefur raunar unnið nokkuð af atkvæð- um þar sem fylgi hennar var minnst áður. En staða hennar í stjórnmálum hefur aldrei verið veikari en nú. Hún tapaði veru- legu fylgi frá sumarkosningun- um. Úrslitin urðu Framsóknar- mönnum mikil vonbrigði. I allt sumar hafa þeir látið svo sem kjördæmamálið hafi litlu ráðið þá. Framsóknarmenn þóttust eygja þann möguleika og töluðu bem- línis um hann 1 blöðum sínum að þeir gætu unnið þingmann í Reykjavík, í Vesturlandskjör- dæmi, í Vestfjarðakjördæmi, í Norðurlandskjördæmi eystra og í Austfjarðarkjördæmi, auk mannsins, sem þeir hrepptú í Reykjaneskjördæmi. Þá gerðu þeir ráð fyrir að halda öllum Fermingorskeytasími ritsímans I Heykjavík er 2 20 20 sínum þingsætum frá því í sum- ar. — Úrslitin urðu aftur á móti þau, að Reykjaneskjördæmið eitt vannst vegna þess, að kjósend- ur vöruðust þar ekki nægilega hinar alræmdu Framsóknarað- ferðir. Þar á móti kom, að þeir töpuðu manni í Suðurlandskjör- dæmi. Hvergi annars staðar fengu þeir nýja menn kosna og töpuðu sums staðar verulegu fylgi. Svo sem t. d. í Norður- landskjördæmi eystra, þar sem fylgi þeirra hefur hingað til ver- ið einna fastast. Gegn þessum staðreyndum duga engin gifur- yrði eða gort. r Ihlutun floksstjórnar Framsóknar Talið um íhlutun Reykjavík- urvaldsins varð og harla innan- tómt, þegar athuguð var með- ferðin á Óskari Jónssyni, sem var ýtt til hliðar og Reykvikingur settur í framboð, að tilhlutun miðstjórnarinnar, í hans, stað. Sunnlendingar svöruðu því á réttan hátt með því að fella hinn aðsenda frambjóðenda. Á sama veg færðu kjósendur í Norður- landskjördæmi eystra Framsókn þökk sína fyrir að bægja Bern- harði Stefánssyni frá þing- mennsku. Enda sagði Bernharð sjálfur, að tillagan um það hefði ekki verið upprunnin í Eyja- firði. Úrslitin í þessum kjördæmum eru vitni þess, sem koma skal. Tíminn játar nú sjálfur, að hann treystir ekki lengur á bænda- fylgið, heldur á þá, sem þekkja Framsókn síður. — Það fylgi mun ekki reynast hald- gott, þegar þessir menn átta sig á aðferðum Framsóknar og mögu leikar hennar til mútustarfs og misbeitingar minnka. Þess vegna munu þessar kosn- ingar marka þáttaskil í íslenzk- um stjómmálum, svo sem vonir stóðu tiL Kynningarsala I»á verður sú nýbrcytni tekin upp, sem sérstaklega er ætluð fyrlr bömin að seld verða tóm ísform í stykkja- tali. Er þá hægt að setja í þau heima og gefa krökkunum ís á aðeins broti af því verði, sem hann annars mundi kosta. Einnig er auðvelt að búa til heima ýmsa rétti svo sem: Banana Split — Milk Shake og fleira. Munið að mjólkur- og rjómaís er ekki venjulegt sælgæti, það er líka ein hollasta og næringarmesta fæða sem völ er á . í S B O R G f því skyni að kynna framleiðslu sína hefir fsborg h.f. ákveðið að selja mjólkur- og rjómaís I sérstökum umbúðum til neyzlu i heimahúsum á verksmiðjuverði frá og með deginum í dag og út októbermánuð. Kostar þá iíterinn af mjólkurís aðeins 15 kr. og líterspakki af rjómaís aðeins 25 kr. Auk þess verða á boðstólum amerískar sósur, sem helt er út yfir vanillaísinn þegar hann er notaður sem desert. f Beykjavík verður ísinn fyrst um sinn aðeins seldur í: í S B O R G við Miklatorg í S B O R G Austurstræti og SÖLUTURNINUM við Hálogaland en auk þess á allmörgum stöðum út um land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.