Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 8
8 MORCUNIiT, Afílfí Sunnudagur 1. nóv. 1959 Beðið til Allah áður en lagt er til orustu. Ur Tyrklandsför Spírur og hvolfþðk ber við himin ISTAMBUL er fögur borg, þeg- ar komið er að henni úr lofti, og hún liggur eins og landabréf fyr- ir neðan mann, gamla Istambul Evrópumegin og Skutari Asíu- megin, og á milli hlykkjast ör- mjótt Bosporussundið, þar sem alltaf eru á ferðinni skip og bátar, vestur í Marmarahaf, aust- ur í Svartahaf eða inn eftir vík- inni Gullna hornið, sem skagar inn í miðja borgina. Fegurst þyk- ir mér hún þó, ef komið er sigl- andi að henni af hafi, helzt und- ir kvöld, þegar sólin er að setj- ast að baki borgarinnar, svo að hvolfþökin og spírurnar á guðs- húsunum ber eins og skugga- mynd í fagurlitan himin. Þannig minnist ég Istambul frá því ég bjó um borð í skipi úti á höfninni þar í nokkra daga fyrir 8 árum. Með ströndinni hafa greinilega orðið miklar umbætur síðan þá. Búið er að rífa gamla húshjalla á löngu svæði og verið að leggja breiða akbraut með- fram sjónum. Það er mikill hug- rir í borgaryfirvöldunum að fegra og lagfæra borgina og hika þau ekki við að kosta miklu til. Ónýtar byggingar verða að víkja, en um leið er lagt kapp á að halda við gömlum sögulegum minjum í þessari 2200 ára gömlu menningarborg. T. d. er nýbúið að hreinsa burt alla húskofana, sem lágu upp að hinum 14 km langa borgarmúr frá því um 450, svo að nú getum við virt hann fyrir okkur eins og Væringjarn- ir forðum. Kaffilaus kaffidrykkjuþjóð Er ég var þarna á ferðinni í haust í hópi erlendra blaða- manna, bjuggum við ekki á skipi úti á sundinu. Því miður, ligg- ur mér við að segja, þó okkur hafi verið komið fyrir á hinu fræga 300 herbergja Hilton- hóteli. Það hefur upp á að bjóða allt sem auðugir ferðamenn geta fundið upp á að krefjast. Tvær sundlaugar eru í hótelinu, og fékk einn úr okkar hópi til af- nota búningsklefa við aðra þeirra, vegna rúmleysis í hótel- inu. Var sá eins og fínasta hótel- herbergi. Þar eru verzlanir, hár- greiðslustofur, næturklúbbar, þar sem dansmey skemmti gestum með ósviknum tyrkneskum , magadansi", og barir, þar sem þeir geta hresst sig á þjóðar- brennivíni Tyrkja, raki, sem bú- ið er til úr vínberjum og krydd- að með anis. I stóra, nýtízkulega anddyr- inu, sem minnir mest á flugstöð, þar sem farþegar streyma út og inn, er síðdegis fram borinn ann- ar þjóðardrykkur Tyrkja, sterka tyrkneska kaffið. Það er sykur- laust og svo sterkt að þykk leðj- an nær upp í miðjan bolla. — Gamall málsháttur: „Kaffibolli stofnar til 40 ára vináttu“, gefur e. t. v. bezta hugmynd um hvaða sess kaffið hefur ætíð skipað hjá Tyrkjum. Þess vegna hlýtur það að hafa verið þeim mjög eríitt, er yfirvöldin ákváðu fyrir tveim- ur árum að banna allan kaffi- innflutning. Tyrkir eru fátækir af gjaldeyri eins og fleiri, og þar sem allt þeirra kaffi kemur alla leið frá Suður-Ameríku og þeir nota svona mikið af því, voru kaffikaupin þeim dýr. Það var ekki fyrr en nú í haust að aftur var leyfður innflutningur á litlu magni af kaffi, sem auðvitað er torfengið og rándýrt. Þeir Tyrk- ir, sem ég spurði um þetta, full- yrtu að almenningur hefði alveg möglunarlaust hætt við kaffið sitt, en ég sel þá fullyrðingu ekki dýrara en ég keypti hana. Fyrir utan nokkur stór hótel í Istambul, eru gistihús ákaflega léleg í Tyrklandi, jafnvel þau sem bezt eru talin á hverjum stað. Og þar sem Tyrkir eru kurteisir menn og elskulegir, dettur þeim ekki í hug að angra gesti með því að segja þeim að ekki sé hægt að framkvæma ósk- ir þeirra strax eða kannski aldrei. 500 moskur prýða borgina Gullna homið skiptir Istambul í tvo hluta. Austan megin er þétt- býlasti hluti borgarinnar. Þang- að tekur ferðalangurinn gjarnan leigubíl, því þeir eru ódýrir. Bíll- inn er amerískur, af nýjustu teg- und og tyrkneski bílstjórinn ek- ur eins og hann eigi lífið að leysa fyrir kröpp horn og inn í örmjó- ar götur, og styður í sífellu á flautuna, en enginn virðist kippa sér upp við það. Vegfarendur víkja aðeins örlítið til hliðar, svo hann geti smogið gegnum þvöguna. Hinum megin við vík- ina er gamla Istambul á þrí- hyrntu svæði, sem afmarkast af sjó á tvær hliðar og gömlu borg- armúrunum á þá þriðju. Þar er að sjálfsögðu mest af gömlum, sögulegum minjum og fallegum sérkennilegum byggingum. — Moskurnar einar eru eitthvað um 500 talsins. Enginn kemur til Istambul án þess að skoða kirkju vizkunnar, St. Sofíu. Hún er stór og falleg og bygging hennar, einkum hvolfþaksins, hefur verið afreks- verk á 6. öld, en hún er nú ein- göngu notuð sem safn og við það missa öll guðshús svip. Þegar kirkjunni var breytt í guðshús j Múhameðstrúarmanna árið 1454, eftir að Tyrkir tóku Konstantino- pel, var bætt á hana fjórum spírum og kalkað yfir helgi- myndirnar, því Múhameðstrúar- menn hafa ekki manna- eða dýra myndir í guðshúsum sínum. 1 stað myndanna komu austur- lenzk tákn og mynsturskreyting- ar, sem nú er víðast búið að skafa af, svo að undirmyndirnar eru sjáanlegar. Árið 1936 var hætt að nota St. Sofíukirkjuna fyrir guðshús og síðan hefur hún aðeins verið sýningargripur fyrir ferðamenn. Ég varð hrifnari af öðrum guðshúsum, einkum af Bláu moskunni eða Sultan Ahmed moskunni. Hún stendur skammt frá St. Sofíukirkjunni og ekkert annað guðshús Múhameðstrúar- manna hefur 6 spírur. Nafn sitt hefur hún hlotið af fögrum veggskreytingum úr tígulstein- um í bláum litum, þar sem mynstur- og ritningargreinar úr Kóraninum eru uppistaðan og birtunni þar inni, þegar sólin skín gegnum bláleit gluggagler- in. Gólfin eru þakin dýrindis austurlenzkum teppum, enda Tyrkneskur bóndi. unni og súla Konstantinusar 7. á litlu svæði. Bazarinn einna forvitnilegastur Fyrir Vesturlandabúa er „Stóri bazarinn" í Istambul e. t. v. for- vitnilegastur og skemmtilegast- ur. Hver gatan tekur við af ann- arri á 200 þús. ferm. yfirbyggðu svæði. Yfir göngunum eru hvelf- ingar og súlnaraðir prýða aðal- göturnar. Það er ekkert auðveld- ara en að villast í þessu völ- undarhúsi, einkum ef maður gleymir sér við að skoða varn- inginn í sölubúðunum á báðar hliðar. Þar eru heilar götur með silfur- og koparmunum, aðrar með dýrindis teppum, skartgrip- um eða öðrum austurlenzkum varningi, sem þarna er hægt að fá mjög ódýrt á okkar mæli- kvarða. En þá verður líka að kunna að pranga. Gamall kastali Evrópumegiq við Bosporus. Litla-Asía hinum megin við sundið. Bláa moskan og Sofiukirkjan. Gamli skeiðvöllurinn fremst. Um klukkutíma siglingu fr& Istambul rísa Prinsaeyjarnar úr hafi. Þar voru áður geymdir óþægir prinsar, sem oft voru blindaðir áður en þeir fóru í útlegðina. Væringjasveitir voru þá gjarnan látnar gæta þessara fanga. Þrátt fyrir allt voru þeir þó geymdir á dásamlega falleg- um stað, enda hafa auðmenn síð- an lagt eyjarnar undir sig, og komið þar upp glæsilegum vill- um, með fögrum skrautgörðura í kring og baðströndum við sjó- inn. En bílar eru bannfærðir á eyjunum, og er það e. t. v. ein aðalástæðan fyrir því hve eftir- sóttar þær eru í þessum háværa heimi okkar. Ekkert rýfur þögn- ina þar nema hottið í ökumönn- unum og hófatak hestanna, sera draga léttikerrurnar — einustu farartækin. Á hinum friðsælu leggja Múhameðstrúarmenn ennið á gólfið, þegar þeir biðja og snúa andlitunum í áttina til Mekka. Enginn gengur þar inn á skónum og Múhameðstrúar- menn þvo sér eftir settum regl- um undir krönum utan á guðs- húsunum, um andlit, hendur og fætur, áður en þeir ganga til bæna. Framan við Bláu moskuna eru leifarnar af skeiðvellinum, mið- stöð skemmtanalífsins í Mikla- garði, sem Væringjarnir sögðu miklar sögur af. Þá horfðu um 100 þús. áhorfendur á æsandi aksturskeppni þar, en nú eru aðeins eftir oboliska Theodosíus- juey.jum eru hestvagnar einu farartækin. I ar, neðri hlutinn af Snákasúl- „Láti Allah sverð ykkar bíta“ Alger andstaða þessara frið- sömu eyja fannst mér Rumedi Hisar kastalinn við Bosporus- sund, þar sem það er mjóst. — Kastalinn er geysimikið vígi, byggt 1452, rétt áður en Mú- hameðstrúarmenn tóku Konstan- tinopel. Er við komum inn fyr- ir múrana leizt mér ekki á blik- una. Á móti okkur þrömmuðu 39 vígalegir hermenn í fullum stríðsskrúða frá því á 16. öld, svipmiklir verðir í hringabrynj- um með hnífa við belti, merkis- berar með fána og hálfmána, og hermenn í litfögrum skykkjum með vefjarhetti. Þeir marseruðu Frh. á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.