Morgunblaðið - 01.11.1959, Blaðsíða 12
12
MORGTJTSJtT, AÐlb
Sunnudagur 1. nov. 1959
tfttMaMfr
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni. Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
FYRSTI ÞÁTTUR OLÍUHNEYKSLISINS
UTAN UR HEIMI
AF skýrslu rannsóknardóm-
aranna í olíumálinu á
Keflavíkurflugvelli er
sýnt, að það er eitt umfangs-
mesta afbrotamál, sem til rann-
sóknar hefur komið hér á landi.
Það hefst með kæru tveggja lög-
reglumanna á Keflavíkurflug-
velli hinn 26. nóv. sl. Næsta dag
er Gunnar Helgason skipaður
sérstaljur umboðsdómari í mál-
inu. Dómsrannsókn hófst 16. des.
1958 og hefur henni verið fram
haldið æ síðan.
Við rannsóknina kom hvað eft-
ir annað í ljós, að málið var mun
umfangsmeira en ætlað hafði
verið. Þess vegna var umboð
Gunnars Helgasonar víkkað 20.
apríl 1959. Sú útfærsla rannsókn
arheimildarinnar hrökk ekki til.
Enn víðtækari rannsóknéirheim-
id varð að veita 8. ágúst 1959. Þá
var bert orðið, að málið væri svo
umfangsmikið, að einum rann-
sóknardómara væri ekki ætlandi
að kanna það til hlítar. Guðmund
ur Ingvi Sigurðsson var því skip-
aður rannsóknardómari í málinu
ásamt Gunnari Helgasyni.
Til þess að greiða úr málinu,
töldu rannsóknardómararnir sig
þurfa að greina það sundur í
þætti. Þrátt fyrir það, þótt rann
sóknin hafi nú staðið í fulla 10
mánuði, er enn ekki búið að rann
saka nema fyrsta þátt málsins
og þó ekki til fullrar hlítar.
★
Eftir því, sem nú þegar liggur
fyrir er sannað, að H.Í.S. og Olíu
félagið hf. hafi heimildarlaust
komið sér undan tollgreiðslu, m.
a. á þessum innflutningi, að sögn
rannsóknar dómaranna:
„Þrjár benzínafgreiðslubifreið
ir, 11 tengivagnar til afgreiðslu
smurningsolíu o.fl. til flugvéla,
20 dælur til afgreiðslu á mótor-
benzíni, 19 dælur til afgreiðslu
á flugvélaeldsneyti og 2 loftdæl-
ur, ásamt mælum. Ennfremur
stálpípur, ventlar, lokur, rennsl
ismælir, slöngur o.fl. í neðan-
jarðarleiðslukerfi H.Í.S. vegna
flugafgreiðslunnar á Keflavíkur
fflugvelH, svo og varahlutir í
benzín-dælur og bifreiðir, dekka
viðgerðarefni, pípulagningarefni
allskonar, krossviður, gólfflísar,
216,703 pund af frostlegi, 350
tunnur af terpentínu, 52.203
pund af ísvarnarefni og jafnvel
áfengi“.
Innkaupsverð á meginhluta
þessa varnings er rúmlega 2
milljónir og 100 þús kr. Ekki eru
þó enn öll kurl komin til graf-
ar ,og ekki hafa verið reiknuð
aðflutningsgjöld af þessum inn-
flutningi.
Þessu til viðbótar kemur, að
Olíufélagið var búið að flytja
inn vatnseimingartæki og vara
hluta í Leylandbifreiðir, án þess
að fá innflutningsleyfi eða greiða
tolla. Leyfa var fyrst leitað eft-
ir að rannsókn málsins var haf-
ín og þurfti þá að greiða aðflutn
ingsgjald af þessum vörum kr.
176.765,00. Leynir sér ekki, að
félagið hefur einr.ig ætlað að
,,spara“ sér þær greiðslur, þó að
óttinn við rannsókn yrði til þess,
að annað yrði ofan á.
Þá er einnig sannað, að félög-
in hafa gefið rangar skýrslur til
stjórnarvalda varðandi innflutn
ingsleyfi fyrir afgreiðslutæki
fyrir eldsneyti, sem sérstaklega
voru sögð fyrir farþegaþrýstilofs
flugvélar. Þar er ekki um að
villast, að ætlunin var að kom-
ast undan greiðslu lögmætra
gjalda og e.t.v. að fá leyfi fyrir
innflutningi tækja, sem ella
hefðu ekki verið leyfð.
★
Stórfeld afbrot forráðamanna
olíufélaga SÍS eru því nú þegar
uppvís. Framkvæmdastjórinn
ber að vísu fyrir sig skilning sinn
á varnarsamningnum frá 1951,
en eins og í fréttatilkynningu
rannsóknardómaranna segir:
„Upplýst er, að utanríkisráðu-
neytið hefur aldrei veitt H.Í.S.
leyfi til tollfrjálss innflutnings
bifreiða, tækja, varahluta eða
byggingarefnis."
Aðfarir olíufélaga SÍS sýna og,
að forráðamenn þeirra gerðu sér
grein fyrir lögbrotunum og hög-
uðu starfrækslu sinni beinlínis
með það fyrir augum, að dylja
íslenzk stjórnarvöld hvers eðlis
innflutningurinn væri. í frétta-
tilkynningu rannsóknardómar-
anna segir:
„í stórum dráttum gekk þessi
innflutningur þannig fyrir sig,
að fyrirtækin pöntuðu hjá Esso
Export-Corporation, New York,
munnlega eða skriflega, varn-
inginn með beiðni um, að fylgi-
skjöl með varningnum væru
stíluð á varnarliðið eða erlenda
verktaka á Keflavíkurflugvelli,
en send H.Í.S. eða Olíufélaginu
hf.“
Þarna hefur því verið beint
samsæri hins erlenda fyrirtæk-
is og olíufélaga SÍS um að rang
færa eða öllu heldur falsa fylgi
skjölin. Síðar segir:
„Þegar varan var komin til
landsins og fylgisskjölin í hend-
ur Olíufélagsins hf. eða H.Í.S.
voru farmskírteini send suður
á Keflavíkurflugvöll til fyrir-
svarsmanna H.f.S. þar, sem sáu
um að afla yfirlýsingar varnar-
liðsins um áritun á farmskír-
teinin þess efnis, að varan væri
flutt inn til notkunar fyrir
varnarliðið".
Þarna virðast og hafa verið
samantekin ráð til blekkinga.
★
Það vekur athygli að Tím-
inn einn blaða hefur ekki rúm
til þess í gær að birta alla
skýrsluna, en lofar þó að bæta
úr því í dag. Þegar hugleitt er,
að hér er aðeins um einn þátt
olíuhneykslisins að ræða, verð-
ur Ijóst, að óhugsandi er ann-
að en forráðamönnum félag-
anna, herrunum í SÍS, hafi
verið kunnugt um ,að hér var
eitthvað meira en lítið grugg-
ugt. Engu að síður lét formað-
ur félaganna, Helgi Þorsteins-
son, einn af framkvæmdastjór-
um SÍS, sig hafa það á aðal-
fundi SÍS að láta sem ekkert væri
athugavert.
Framsóknarmenn fullyrða í
öðru orðinu, að SÍS og fyrirtæki
þess séu frábrugðin öllum öðrum
af því þau séu eign almennings.
Þar af leiðir, að almenningur á
rétt á því að fá að fylgjast með
þvi, frekar um þessi fyrirtæki
en önnur, ef eitthvað bregður
út af. Það er eitthvað annað en
svo hafi verið farið að í þessu
máli. Framsóknarmenn hafa frá
upphafi gert allt, sem þeir gátu
til að dylja þetta hneyksli fyrir
almenningi.
ÞEKKTUR rússneskur vís-
indamaður heldur því fram,
að „snjómaðurinn hræðilegi“
í Himalaja-fjöllunum, sem
alltaf öðru hverju er „á dag-
skrá“ — líka í rússneskum
blöðum — sé ekki annað en
sögusögn og hugarfóstur hjá-
trúarfullra manna.
★
Dr. N. Kislyakov, sem er sagn-
fræðingur, beinir skeytum sínum
einkum að hinum rússneska leið-
angri, sem undanfarna 18 mánuði
hefur leitað sannana fyrir til-
veru snjómannsins í frostbláum
fjöllum Himalaja. — Það er
ekki unnt að líta á sögurnar um
„snjómanninn hræðilega" öðru
vísi en sem tilbúning — þjóð-
sagnir, segir dr. Kislayakov í
grein, sem hann ritaði nýlega. —
Ræðst hann einkum að foringja
CHARLES Coburn hefur oft ver-
ið nefndur „hinn aldraði ungling-
ur bandarískra kvikmynda. Hann
er víðþekktur fyrir hina léttu og
skemmtilegu kímni sína í fjöl-
mörgum hlutverkum „hálf-
skúrka" og góðlátlegra glæfra-
manna. — Coburn gamli er nú
82 ára — og ætlar að fara að
gifta sig. — Sú hamingjusama er
aðeins 41 árs, frú Winifred
Natzka, ekkja óperusöngvarans
Oscar Natzka og móðir tveggja
stálpaðra pilta.
★
Hér á dögunum óku þau „aldr-
aði unglingurinn" og konuefni
hans upp að réttarhöllinni í Las
Vegas — til þess að sækja „gift-
ingarpappíra" sína. — Coburn
gamli bað um að skjölin væru
send til þeirra út í bílinn, þar
sem hann ætti erfitt með að
i ganga stigana upp á aðra hæð.
fyrrnefinds leiðangurs, prófess-
or Boris Porshney, hinum 54 ára
gamla sagnfræðingði, sem eytt
hefur mörgum árum við að rann-
saka sannleiksgildi sagnanna um
snjómanninn, bæði í Himalaja,
Mongólíu og Kína og jafnvel inn-
an Sovétríkjanna sjálfra.
★
Prófessorinn hefur í fyrirlestr-
um og greinum lýst því yfir,
að þessar athuganir hans væru
liður í „alvarlegum, vísindaleg-
Þetta var þó ekki annað en fyr-
irsláttur og gamansemi há hon-
um. Því að hann segir það sjálf-
ur — og allhv kunningjar hans
staðfesta það — að hann sé ekki
aðeins óbetranlegur nátthrafn,
sem aldrei fer í bólið fyrr en kl.
3—4 á nóttunni, heldur sé hann
eitt mesta „dansfífl" kvikrnynda-
borgarinnar.
★
„Mér þykir ákaflega gaman að
dansa“, segir sá 82 ára og brosir
kankvíslega. „Þegar ég hef fund-
ið mér góða dömu, stíg ég gjarra
sporið fram á ljósan dag. Og satt
að segja líður mér aldrei betur
en eftir slíka nótt . . .“.
Allt er fertugum fært, segir
þar. Charles gamli Coburn gat
meira en tekið undir það á sín-
um tíma — og nú getur hann með
góðri samvizku sagt — allt er á
færi hins áttræða ....
Snjómaðurinn — teikning ger0
eftir lýsingu manns, sem kveðst
hafa séð þessa furðuveru.
um rannsóknum". Hefur hann
látið í ljós þá skoðun sína, að
snjómaðurinn sé annað og meira
en sögusögn. — En Kislyakov
gerir gys að öllu saman, ekki
sízt að þeirri fullyrðingu rúss-
nesku leiðangursmannanna, að
þeir hafi raunverulega séð snjó-
mann í Pamir-fjöllunum.
Fáum dögum eftir að hin
háðulegu ummæli Kislyakovs
birtust, tilkynntu leiðangursmenn
frá háskólanum í Moskvu og
Kiev hins vegar, að þeir hefðu
séð risavaxinn, alhærðan „mann“
í Dagestan. Leiðangrar þessir
höfðu farið fram í norðurhluta
Kaukasus til þess að rannsaka,
á hverju byggðust frásagnir
manna þar um slíka veru, sem
stundum bæri fyrir sjónir ferða-
manna á fjallvegum.
★
Einn leiðangursmanna hafði
samband við prófessor Porshnev
og sagðist hafa talað við nokkra
heimamenn, sem héldu því fram,
að þeir hefðu séð þessa furðulegu
veru, sem gangi upprétt eins og
maður. — Kennari nokkur, Ibra-
him Gadzhiev að nafni, hafði þá
sögu að segja, að einn þessara
loðnu „manna“ hefði gengið í veg
fyrir sig, er hann var að fara
yfir þröngt fjallaskarð. Þetta átti
sér stað um hádag, og kennar-
inn kvaðst hafa séð veruna mjög
vel. Apamaðurinn, eða snjómað-
urinn, eða hvað við viljum kalla
hann, urraði að kennaranum og
virtist í fyrstu ætla að ráðast
á hann — en hafði sig þó bráð-
lega á brott.
★ Annar Rússi, veitingamaður-
inn Gadzhi Gamzatobe, kvaðst oft
hafa mætt þessum furðuverum,
sem allar eru mjög hávaxnar —
yfir tvo metra á hæð — og virðast
óhemju-sterklega byggðar.
★
Prófessor Pershnev hefur ekki
enn svarað árásum „kollega"
síns, dr. Kislyakov — en það er
ljóst af hinum fjölmörgu greinum
í rússneskum blöðum um þetta
efni, að deilumálið „snjómaður-
inn“ — veruleiki eða hugarburð—
ur“ er mjög vinsælt lesefni þar
í .landi. — Hvort nokkurn tíma
verður úr því skorið til fulls —
og þá hvenær — er enn á huldu.
Hinum lærðu ber ekki saman
um sannleiksgildi sagnanna
um hann — hvort hann sé raun-
veruleiki eða hugarburður ...
„Unglingur" 82 ára