Morgunblaðið - 25.11.1959, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.11.1959, Qupperneq 2
2 MORGVNBT AÐIÐ Miðvilíudagur 25. nóv. '1959 Fjárlagafrumvarp fyrir 1960 lagt fram á Alþingi NiÖurstöðutölur áœtlaðar lœgri en á þessu ári FJÁRLAGAFRUMVARP fyrir árið 1960 var lagt fram á Alþingi í gær. Niðurstöðu- tölur á sjóðsyfirliti eru 976,- 313 millj. kr., sem er nokkru lægra en á þessu ári. í athuga semdum er frumvarpinu fylgja segir á þessa leið: „Að því er bezt verður séð, munu tekjur ríkissjóðs á ármu 1959 fara talsvert fram úr áætlun fjárlaga. Er það einkum tekju- og eignaskatturinn, stimpilgjöld og tekjur ríkisstofnana, sem virð- ast ætla að gefa betri raun en ráð hafði verið fyrir gert. Þrátt fyrir tilraunir ríkisstjómarinnar til að draga úr umframgreiðslum, munu útgjöld hins vegar fara nokkuð fram úr áætlun. Er því ekki hægt að búast við greiðslu- afgangi hjá ríkissjóði, en aftur á móti ekki ástæða til að óttast greiðsluhalla á yfirstandandi ári. Ekki gert ráð fyrir eins hag- stæðri afkomu ríkissjóðs Fjárlagafrumvarp það, sem hér liggur fyrir, er miðað við það verðlag og kaupgjald, sem nú er og hefur staðið óbreytt síðan snemma á árinu 1959. Þrátt fyrir þetta er ekki hægt að gera ráð fyrir jafnhagstæðri afkomu ríkis- sjóðs á árinu 1960 eins og verða mun á árinu 1959. Til þess liggja þrjár orsakir. í fyrsta lagi var í tekjuáætlun fjárlaga fyrir árið 1959 gert ráð fyrir tolla- og skatta greiðslum Sogsvirkjunarinnar, að upphæð 30 m. kr., og notkun greiðsluafgangs frá árinu 1958, að upphæð 25 m. kr. Þessir tekju- stofnar falla nú að sjálfsögðu burt. f öðru Iagi er ekki hægt að gera ráð fyrir að tekjur ríkis- sjóðs af verðtolli og söluskatti verði eins miklar árið 1960 og þær munu reynast á árinu 1959. Hinn mikli innflutningur ársins 1959 hefur að nokkru byggzt á notkun erlends lánsfjár, sem gera verður ráð fyrir að minnki á ár- inu 1960. Tekjur ekki áætlaðar hærri Erfið gjaldeyrisstaða í frjálsum gjaldeyri og sívaxandi greiðslú- byrði af erlendum lánum tak- marka einnig möguleikana á jafn miklum innflutningi og verið hef- ur. Af þessum sökum eru tekjur þessa frumvarps ekki áætlaðar hærri en tekjur fjárlaga ársins Dagskrá Alþingis í DAG eru boðaðir fundir í báð- um deildum Alþingis. Á dagskrá efri deildar eru kosningar í fasta- nefndir, samkvæmt 16. gr. þing- skapa. 1. Fjárhagsnefnd, 2. samgöngumálanefnd, 3. landbúnaðarnefnd, 4. sjávarútvegsnefnd, 5. iðnaðarnefnd, 6. heilbrigðis- og félagsmála- nefnd, 7. menntamálanefnd, 8. allsherjarnefnd. Á dagskrá neðri deildar er kosning í fastanefndir, sam- kvæmt 16. gr. þingskaDa: 1. Fjárhagsnefnd, 2. samgöngumálanefnd, 3. landbúnaðarnefnd, 4. sjávarútvegsnefnd, 5. iðnaðarnefnd, 6. heilbrigðis- og félagsmála- nefnd, 7. menntamálanefnd, 8. allsherjarnefnd. 1959, enda þótt vitað sé, að tekjur þess árs muni reynast allmiklu hærri en fjárlögin gerðu ráð fyr- ir. í þriðja lagi aukast útgjöld í þessu frumvarpi um 43 m. kr. frá fjárlögum 1959, ef ekki er tekið tillit til greiðslna til útflutnings- sjóðs. Hækkanir stafa yfirleitt af óhjákvæmilegri aukningu þeirrar þjónustu, sem ríkið lætur í té. Kveður hér mest að aukningu útgjalda til kennslumála (16,0 m. kr), félagsmála (10,5 m. kr.) og til dómsgæzlu og lögreglu- stjómar (5,5 m. kr.). Þau út- gjöld vegna launauppbóta, að frá dregnum vísitölulækkunum (17,2 m. kr.), sem talin voru í 19. gr. fjárlaga ársins 1959, hafa nú ver- ið felld inn í einstaka liði. 50 millj. í stað 150 til Útflutnings- sjóðs Afleiðing þeirra breytinga, sem hér hafa verið nefndar, er sú, að ríkissjóður getur ekki að ó- breyttum tekjum innt af hendi jafnmiklar greiðslur til útflutn- ingssjóðs og hann hefur gert á árinu 1959. í stað 152,1 m. kr. greiðslu til útflutningssjóðs í nú- gildandi fjárlögum, er því að- ris gert ráð fyrir 50 m. kr. greiðslu í því frumvarpi sem hér liggur fyrir. Það hlýtur að verða verkefni nýrrar ríkisstjórnar að gera tillögur um lausn þess fjár- hagsvandamáls útflutningssjóðs, sem með þessu skapast. F.l. flytur 600 Dani frá Thule fyrir jól SL. laugardag flaug Sólfaxi til Thule á Grænlandi og var aðeins 5 klst. og 40 mín. Þessi flugleið tekur venjulega um 7 klst. og er þetta flug a. m. k. methraði Skymasterflugvélar þangað. Flug stjóri var Aðalbjörn Kristbjarn- arson. Þar eð engir farþegar voru með á leiðinni til Grænlands, var flogið beinustu leið yfir jökul- inn. Sólfaxi var í leiguflugi til að sækja farþega í ofarnefndri ferð. Með farþegana var svo flogið lengri leið, yfir Syðri-Straum- fjörð til Reykjavíkur, og tók flug ið 9 klst. Kom flugvélin hingað Brimið tók vetr- orbirgðir Kuup- iélugsins BÆ, Höfðaströnd: — Ennþá i er ófundið eitthvað af fénaði / er vantaði eftir ofviðrið. í 1 Haganesvík tók af um 80 m. 1 kafla úr veginum utan við Sandólsbrú, gróf þar niður allt niður að sjávarmáli. Er nú verið að gera við þetta, en gengur hægt, þar sem mjög óhægt eru um að ná í efni. Brimið tók allar vetrar- byrgðir Kaupfélagsins af kol- um, og liggja þau enn eins og hráviði um alla fjöruna. Einn- ig tók það timbur sem félagið átti staflað á mölinni hjá hús- unum, en nú mun búið að ná mestu af timbrinu aftur. Um tíma gekk sjórinn allt í kringum Kaupfélagshúsin. á sunnudagskvöld og hélt nær samstundis áfram til Kaupmanna hafnar. Farþegar höfðu verið á Græn- landi á vegum Danskra heim- skautaverktaka, sem hafa miklar framkvæmdir í Thule, og er ætl- unin að Flugfélagið ljúki við að flytja 600 manns þaðan heím til Danmerkur fyrir jól. Hófust þess ir fólksflut-ningar í sept. og hafa þegar verið farnar margar ferð- ir. Sr. Eiríkur J. Eiríksson ráðinn þ j óðgarðs vörður Á FUNDI Þingvallanefndar í gær var séra Eiríkur J. Eiríksson ráðinn þjóðgarðsvörður á Þing- völlum. Séra Eiríkur hefur verið prest- ur að Núpi síðan 1937 og skóla- stjóri Núpsskóla síðan 1942. Hann er forseti Ungmennasambands Islands. Umsóknir um þjóðgarðsvarðar starfið höfðu borizt frá 7 umsækj endum, en þeir voru auk séra Eiríks Jón Leifs, tónskáld; Ein- ar G. Skúlason, bókbindari; Þor- steinn Guðjónsson, Úlfstöðum í Borgarfirði; Pétur J. Jóhanns- son frá Skógarkoti í Þingvalla- sveit, Ásmundur Jónsson, gull- smíðameistari og Svavar F. Kærnested, garðyrkjumaður. Sformar, fiskileysi en hátt fiskverð erlendis LÁTLAUSIR stormar hafa geis- að á miðum togaranna út af Vestfjörðum. Hafa þeir legið í vari inni á fjörðum vestra og undir Grænuhlíð. Togarar sem sigla til útlanda með aflann, hafa verið með mjög lítinn afla. Aðr- ir hafa verið með óverulegan slatta og hafa togararnir þá far- ið inn á hafnir vestanlands og norðan og landað þar. Há sala miðað við magn Sem dæmi um fiskleysið má nefna fisksölu togarans Karlsefnis er seldi í gær í Bremerhaven. Var togarinn með aðeins 99 tonn af fiski. En fiskverðið var afarhag- stætt og náði Karsefni ann- arri hæstu xölunni miðað við Þahkargjörðardagar Bandaríkj- anno haldinn hóbðlegnr í Lídó aflamagn. Fékk togarinn 88.731 mark. Bjarni riddari, sem einnig seldi í V-Þýzkalandi í gær fékk 106.000 mörk, fyrir 130 tonna farm, sem einnig er prýðisgott verð. V-þýzkir togarar, sem verið hafa á veiðum hér við land síðasta hálfa mánuðinn, hafa verið í svo algjöru fiskileysi að þeir enu farnir heim með 6—25 tonna afla, eftir 12 daga veiðar! Sjöunda sinfónían leikin í gær SINFÓNÍUHLJ ÓMS VEIT fs- lands hélt í gærkvöldi tónleika í Þjóðleikhúsinu undir stjórn Bandaríkjamannsins Henry Swo- boda. Húsið var fullskipað. Þrjú verk voru á dagskránni: Nótt á reginfjöilllum eftir Mussorgsky, Symphonie concertante eftir Haydn og Sinfónía nr. 7 eftir Beethoven. Fyrsta verkið eftir Mussorgsky hefur hlotið miklar almennar vinsældir hér á landi, sem víð- ar um heim. í Haydn Sinfóní- unni léku einleik: Björn Ólafsson á fiðlu, Karel Lang á óbó, Einar Vigfússon á knéfiðlu og Háns Ploder á fagótt. Sjöunda sinfónía Beethovens er eitthvert kröftugasta og erfið- asta hljómsveitarverk sem til er. Margir eru þeirrar skoðunar, að hún sé e. t. v. ásamt níundu sin- fóníunni hátindur allrar tónlist- ar. Hin íslenzka sinfóníuhljóm- sveit lagði sig í gær alla fram í túlkun þessa stórbrotna verks og var mikill stemning við flutn- ing þess. Að lokum hylltu áheyrendur hljómsveitarstjóra og hljómsveit- ina með langvarandi lófataki. Smávegis truflanir ER fréttamaður ríisútvarpsins var í miðju kafi að lesa erlendar fréttir í gærkvöldi og var í miðri setningu: „Ekki hafði þó flug- maðurinn . . .“ kvað við hveil hringing, og síðan önnur og eftir nokkurt hlé heyrðu undrandi út- varpshlustendur klipp-klapp, klipp-klapp, sem einna helzt líkt ist því að verið væri að hamra á hurðina. Að skammri stund liðinni kom þulurinn aftúr: „Út- varp Reykjavík. Hlustendur eru beðnir að afsaka þetta hlé, sem varð vegna . . . hér hikaði þulur- inn áður en hann bætti við „smá vegis truflana". Spila- kvöld HAFNARFIRÐI — Félagsvist Sjálfstæðisfélaganna er í Sjálf stæðishúsinu í kvöld og hefst kl. 8,30. — Verðlaun verða veitt og svo heildarverðlaun um nýár, en nú eru aðeins fá spilakvöld eftir fram til þess tíma. — Sendisvelnar SKRIFSTOFA Sjálfstæðis- flokksins óskar eftir sendl- um næstu daga og kvöld. — Þóknun veitt. Upplýsingar í skrifstof- unni, sími 17100. Sjálfstæðisflokkurinn. Aðmírálsfiðrildi fjúka hingað til lands EINS og undanfarin ár efnir íslenzk-ameriska félagið til kvöld fagnaðar fyrir félaga og gesti þeirra föstudaginn 27. nóv. í veit- ingahúsinu Lídó. Tilefnið er þakk argjörðardagur (Thanksgiving Day) Bandaríkjanna. Kvöldskemmtunin hefst kl. 8:30, en þeir sem þess óska geta fengið kvöldverð frá klukkan 7, ef þeir hringja í síma 35936, fimmtudaginn 26. nóv. eftir kl. 3 og panta borð. Þeir sem ekki ætla að borða geta líka pantað borð á sama tíma og í sama síma- númeri. Aðgöngumiðar að kvöld- fagnaðinum verða til sölu í Bóka- búð Sigfúsar Eymundssonar, Að- alstræti 6, og við innganginn ef eitthvað verður óselt. Meðal skemmtiatriða á kvöld- fagnaðinu í Lídó á föstudaginn verða stutt ávörp, flutt af sex bandarískum stúdentum sem stunda nám í norrænum fræðum við Háskóla íslands. Þá sýnir dansparið Jón Valgeir og Edda Scheving listdans, og ungfrú Vera McKay syngur og dansar. Að lokum verður stiginn dans fram til kl. 1 eftir miðnætti. FYRIR skömmu barst Mbl. frá Ljárskógum í Dalasýslu, en þar hafði það fundizt um litfagurt fiðrildi í tóbaksdós miðjan september. Voru framvængirnir mikið til svartir með hvítum blettum og fagurrautt band þvert yfir þá báða. Fiðrildið var sent til Geirs Gígja, skor- dýrafræðings, til umsagnar. Þarna var um að ræða svokallað Aðmírálsfiðrildi. Það á ekki hér heima, en berst hingað stundum á þessum tíma árs á vængj- um sínum og með vindum frá nágrannalöndunum. Eru áraskipti að því hve mikið ber á þeim, en í sumar hef- ur verið heldur meira af þeim en venjulega, enda hef ur oft blásið austlægur og suðaustlægur vindur. Eru þetta einhver skrautlegustu fiðrildi sem hér sjást. Fiðrildi þessi koma hing- að jafnan seint. Þau koma ekki til Norðurlanda fyrr en komið er fram á sumar, verpa þá eggjum sínum, og það eru nýju fiðrildin sem hingað berast.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.