Morgunblaðið - 25.11.1959, Page 6
6
MORGUIVBLAÐIÐ
Miðvikudagur 25. nóv. 1959
Séð inn í verzlun Sindra.
Sindrasmiðjan h.f. opnar
sölu — og sýningarskála
SINDRI h.f. hefur opnað sýninga-
og söluskála á Hverfisgötu 42.
Ræddi forstjóri þess, Einar Ás-
mundsson og aðrir forráðamenn
fyrirtækisins, við fréftamenn og
skýrðu nokkuð frá starfseminni.
Einar Ásmundsson sagði, að í
nóv. 1924 hafi hann hafið starf-
semi sína með sjálfstæðum vél-
smiðjurekstri, sem nú er orðinn
allmikill og sérstæð starfsemi,
í sambandi við járniðnaðinn í
landinu. Vélsmiðjan var fyrst
inni í Lækjargötu 10 í smiðju
Þorsteins Tómassonar en skipta
má þróun fyrirtækisins í þrjú
tímabil.
Á fyrsta tímabilinu var ein-
göngu um vélsmiðjurekstur að
ræða og einkum viðgerðir í þágu
atvinnuveganna. — En jafnhliða
vélsmiðjustarfsemi sinni hóf fyr-
irtækið brátt að flytja inn járn,
stál og aðrar efnisvörur fyrir
járniðnaðinn í landinu. Sindri er
fyrsta og eina fyrirtækið hér á
landi, sem starfrækir nokkuð full
kominn járn og stál Iager. Til
þess tíma að ísl. lager var stofn-
aður hér á landi, þurftum við,
við starfrækjum almenna vél-
smiðju, sem m.a. framleiðir ýmsa
hluti í fjöldaframleiðslu. Þar
starfrækjum við einnig stál-
herzlu, þá einu í höfuðstaðnum.
— Saga framleiðslunnar á hús-
gögnum og öðrum skyldum hlut-
um, er ekki löng. Fyrir um það
bil 2 árum fóru þeir Ásgeir Ein-
arsson og Sveinn Kjarval að
velta fyrir sér húsgagnagerð úr
stáli. Það fyrsta sem kom úr
þeirri ráðagerð var stóll, sem
Sveinn Kjarval frumteiknaði og
voru gerðar ýmsar breytingar á
honum á teikningunni, en að lok-
um var hún einn bezti stóll sinn-
ar gerðar, sem nú er á markaði
bæði hér og erlendis. Fyrirtækið
hefur smíðað margar gerðir af
stólum, borðum, bókaskápum og
fatahengi o. fl. og starfa nú um
20 manns að þessari atvinnugrein
hjá fyrirtækinu.
Sölu- og sýningarskálinn að
Hverfisgötu 42 er gerður sam-
kvæmt teikningu Sveins
Kjarvals, og hefur hann með
þessu síðasta verki sínu aukið
enn á hróður sinn, sem frumleg-
ur og sjálfstæður arkitekt. Anton
Sigurðsson, trésmíðameistari hef
ur séð um framkvæmd tréverks-
ins, og Sigurður Helgason, múr-
arameistarai sá um múrverkið.
Gaulverjabœjar-
kirkja 50 ára
SVO sem áður hefur verið skýrt
frá hér í blaðinu, eru á þessu
ára afmæli Gaulverjabæjarkirkj
hausti liðin fimmtíu ár frá því
er núverandi kirkja í Gaulverja-
bæ var vígð. Kirkjan var vígð
hinn 21 .nóvember af þáverandi
sóknarpresti, síra Gísla Skúla-
syni, en það var 24. sunnudag
eftir Trínitatis og bar því sunnu-
daginn 8. nóv. s.l. upp á sama
dag. Þessara merku tímamóta var
minnzt sl. sunnudag með hátíða-
guðsþjónustu í Gaulverjabæjar-
kirkju, en að lokinni guðsþjón-
ustunni bauð sóknarnefnd Gaul-
verjabæjarsóknar til kaffi-
drykkju í félagsheimili sveitar-
innar. Voru samankomin við há-
tiðahöldin rúmlega tvö hundruð,
fyrrverandi og núverandi, sóknar
börn Gaulverjabæjarsóknar.
nefndar, Páll Guðmundsson á
Baugsstöðum viðtöku kirkjuleg-
um munum er gefnir höfðu ver-
ið í tilefni afmælisins afmælis-
ins. Eru það: Bíblía er sóknar-
presturinn og frú hans færðu
kirkjunni. Minningargjafabók:
Gefendur Soffía Einarsdóttir og
hennar systkin frá Brandshús-
um. Guðbrandarbiblía: Gefend-
ur hjónin Magnea Bjarnad. og
Sigmundur Ágústsson til minn-
ingar um foreldra Magneu er
bjuggu í Suðurkoti hér í sveit.
Er biblían forkunnarfögur með
Gefandi Kvenfélag Gaulverja-
bæjarhrepps. Blóm bárust og frá
fyrrv. sóknarpresti, síra Árilíusi
Níelssyni og frá Ungmennafél
„Samhyggð" o. fl.
Form. sóknarnefndar færði gef
endum öllum þakkir fyrir tryggð
þeirra og hlýhug er þeir sýndu
sinni fyrrverandi kirkju með
gjöfum þessum á þessari hátíða-
stund. Lauk þar með athöfninni
í kirkjunni en kirkjugestir héldu
til félagsheimilisins og var þar
setzt að hlöðnum veizluborðum
er kvenfélag sveitarinnar hafði
undirbúið og gefið kirkjunni,
Veizlustjóri var Gunnar Sigurðs-
son í Seljatungu, bauð hann gesti
velkomna og las skeyti er sam-
kvæminu höfðu borizt en þar á
meðal voru skeyti frá fyrrv.
biskup Ásmundi Guðmundssyni,
Árilíusi Níelssyni o. fl. Aðalræð-
Veður var hið illyrmislegasta
austan fjalls á sunnudagsmorg-
un, norðaustan strekkingur og
snjókoma en er líða tók að há-
degi fór veður batnandi og mátti
kallast sæmilegt er á daginn leið.
Klukkan tólf á hádegi hóf hringj
ari Gaulverjabæjarkirkju, Guð-
laugur Jónsson á Eystri-Hellum,
að hringja klukkum kirkjunnar,
en guðsþjónustan skyldi hefjast
kl. 1. Er klukkan var liðlega eitt
gengu Biskup íslands ásamt
sóknarpresti, prófasti og sóknar-
prestinum á Selfossi til kirkju.
Kirkjukórinn, undir stjórn Pálm
ars Eyjólfssonar organleikara,
söng fyrst sálminn, Gakk í herr-
ans helgidóm. Sóknarpresturinn,
síra Magnús Guðjónsson þjónaði
fyrir altari fyrir prádikun, en
Biskupinn yfir íslandi herra Sig-
urbjörn Einarsson prédikaði. Á
eftir þjónuðu fyrir altari, biskup-
inn og prófasturinn síra Gunnar
Jóhannesson. Skírnarathöfn fór
fram er síra Magnús Guðjónsson
framkvæmdi. Var það stúlku-
barn er skírt var og gefið nafn-
ið, Elín María.
Er lokið var hinni kirkjulegu
athöfn, flutti frú Ingibjörg Ey-
fells ávarp í kirkjunni, en hún
er dóttir frú Jóhönnu Briem og
síra Einars Pálssonar fyrrum
prests í Gaulverjabæ. Að því
loknu veitti formaður sóknar-
Gaulverjarbæjarkirkja.
skrautrituðu tiltilblaði og teikn-
aðri mynd af kirkjunni. Silfur-
bikara 36 að tölu ásamt eikar-
borðið til að geyma bikarana á.
Gefendur burtflutt sóknarbörn,
búsett í Reykjavík. Gólfdregill.
Gefendur, burtflutt sóknarbörn á
Selfossi. Tveir silfurbikarar á
altari: Gefendur, börn Ingi-
bjargar Árnadóttur og Jóns Ein-
arssonar Vaðlakoti. Rikkilín:
una flutti sóknarpresturinn, síra
Magnús Guðjónsson er rakti í
mjög skýru og eftirtektarverðu
máli, sögu Gaulverjabæjarkirkju
og Gaulverjabæjarstaðar. Eru
því miður engin tök á að rekja
ræðu síra Maðnúsar í þessari frá
sögn svo að nokkurt gagn að
verði, en hún var öll svo skýr
heimild um liðna sögu kirkju-
halds í Gaulverjabæ, að fengur
er að, ef hún fengist hér birt í
heiid.
[ ■ ' • ■ ■ 1 skrifar úr daglega lífinu J
hélt Einar Ásmundsson áfram, að
sækja þjónustu til erlendra lag-
erfyrirtækja að mestu leyti til
Danmörkur. Núna erum við orðn
ir að þessu leyti mikið til sjálf-
bjarga. í dag flytur Sindri inn
járnið frá okkar aðalviðskipta-
löndum beint frá verksmiðjunum
í hundruðum og jafnvel þúsund-
um tonna og á því að njóta þeirra
bettu kjara, sem fáanleg eru á
heimsmarkaðinum hverju sinni.
Þá gat hann þess ennfremur, að
önnur hlið verzlunarstarfseminn-
ar væri hagnýting og útflutning-
ur á brotajárni og málmum. Á
því sviði hefur Sindri einnig
átt frumkvæðið, eins og kunnugt
er, og er eina hérlenda fyrirtæk-
ið, sem hefur gert þessa mikil-
vægu starfsgrein að sérgrein
sinni. Á undanförnum árum hef-
ur félagið flutt út brotajárn fyrir
tugi milljóna króna og má segja,
að þetta hafi verið fólginn fjár-
sjóður, því mestur hluti járnsins
hafi verið tröllum gefinn og beið
þess eins að tærast upp. Hér er
bæði um gjaldeyrishagsmunamál
að ræða og menningarmál, þar
sem það hefur verið háttur sið-
aðra þjóða, að fleygja ekki brota-
járni hingað og þangað um land
sitt, heldur nýta það eftir beztu
getu.
Þriðja tímabilið í starfsemi
Sindra má kenna við iðnaðar-
framleiðslu og þar erum við að
sýna árangurinn með því að opna
sýningar og söluskála að Hverfis-
götu 42. Við störfum, sagði Einar
Ásmundsson,- að iðnaðarfram
leiðslu á tveim stöðum, að Hverf-
isgötu 42 að húsgagnaframleiðslu
úr stáli og í Borgartúni, þar sem
* Þjónusta Krabba-
meinsfélagsins
Sveitakona skrifar:
„Mig langar til að vekja
athygli á þjó.iustu þeirri, sem
völ er á hjá Krabbameinsfé-
laginu. Ég er hrædd um að
fókli, a. m. k. þeim, sem búa
úti á landsbyggðinni, sé ekki
nægilega kunnugt um þessa
ágætu þjónustu, sem ég hefi
sjálf nýlega reynt.
Það fer ekki hjá þvi á þess-
um síðustu tímum að manni
detti ýmislegt í hug, þegár
eitthvað er að þesum líkama
manns, og ekki er vitað í
hverju það liggur. Og sjálf-
sagt dettur mörgum fleira í
hug, en þeir vilja kannast við.
Enda ekki ólíklegt. Þá er ekki
lítils virði að fá úr því skorið
hvort nokkur ástæða er til að
óttast, þó ekki nema til að
losna við áleitinn grun.
Þannig var þetta með mig.
Ég frétti að vísu ekki af þeirri
þjónustu, sem Krabbameinsfé-
lagið veitir, fyrr en ég kom
í bæinn, og gat þar af leiðandi
ekki pantað tíma fyrirfram,
eins og maður þarf að gera
vegna aðsóknar. En fyrir lið-
legheit komst ég fljótt að, enda
mun biðtíminn ekki eins lang-
ur og margur heldur. Sjálf-
sagt er þó, ekki sízt fyrir
sveitafólk, að vera búið að
tryggja sér tíma.
• Ekkertkák
Það er skemmst frá að segja,
þarna fékk ég þá beztu þjón-
ustu sem ég hefi fengið á þessu
sviði. Læknarnir gáfu sér
nægan tíma til að hlusta og
tala við mann, enda er þetta
viðkvæmt mál sem sjúkling-
urinn verður að geta rætt við
lækninn um undir fjögur
augu, og án þess að rekið sé
á eftir.
Þá gekk ég undir nákvæma
læknisskoðun, eða allsherjar-
rannsókn á öllu ástandi lík-
amans og það var ekkert kák.
Þó lítið fyndist að mér, leið
mér strax miklu betur á eftir,
að vita hvernig ástandið er.
Það er mikill munur, ekki sízt
fyrir okkur sveitafólkið, að
geta komið í bæinn, átt ákveð-
inn tíma og gengið í almenna
rannsókn, sem við vitum fyrir
fram að tekur hálfan mánuð.
Ef það sem við sízt vildum
finnst, þá eru þó alltaf meiri
líkur til að hægt sé að gera
eitthvað við því, þegar það
finnst snemma. Og ef eitt-
hvað annað er að, sem kemur
í ljós í rannsókninni, þá fær
heimilislæknirinn skýrslu um
það. Mér finnst að fólk, bæði
úr kaupstöðum og utan af
landi, ætti að ganga undir
svona rannsókn öðru hverju,
til öryggis og til að vita hvem
ig ástatt er um heilsuna. —
Þessum kr. 300,00, sem borg-
aðar eru fyrir, er vissulega
vel varið til þess“.
• Greiðsla fyrir vinnu
Svo er hér bréf frá „Ungri
konu“:
„Það bilaði smástykki í
þvottavélinni minni. Ég
hringdi á rafmagnsverkstæði.
Fljótlega var vélin sótt og
gerðu rafmagnsmenn við vél-
ina. Tók sú viðgerð nokkrar
mínútur.
Svo kom reikningurinn,
vereðið á stykkinu +9%
söluskattur, bílkeyrsla og
vinna í einn klukkutíma kr.
43,85. Samtals nokkur hundr-
uð krónur. Ég spurði hvort
reikna mætti vinnu fyrir heila
klukkustund þegar hún tæki
aðeins nokkrar mínútur. Það
eru víst engin lög fyrir því,
en við rafvirkjar reiknum
alla vinnu í klukkustundum,
þó viðgerð taki aðeins 5 mín.
Þannig hljóðaði svarið hjá
rafvirkjanum.
Það má kannski segja að
krónan sé ekki svo mikils virði
virði hjá okkur í dag. En fyrst
þessu stóra rafmagnsverk-
stæði munar um aurana, því
þá ekki okkur, einstakling-
ana?“
Að ræðu hans lokinni sungu
viðstaddir Blessuð sértu sveitin
mín, en Pálmar Eyjólfsson lék
undir á píanó: Aðrir ræðumenn
voru: síra Gunnar Jóhannesson
prófastur, Biskupinn, herra Sig-
urbjörn Einarsson, Páll Guð-
mundsson Baugsstöðum, Árni
Ólafsson frá Eystri-Loftsstöðum
og að lokum þakkaði veizlustjór-
inn fyrir allar þær miklu gjafir
er kirkjunni höfðu borizt, í mun-
um og peningaupphæðum.
Samkvæminu lauk með því að
allir sungu, Son guðs ertu með
sanni, en siðan kvöddust kunn-
irjgjar og vinir er ekki höfðu
margir hverjir sézt í fjölda ára
og létu í ljós gleði sína yfir að
hafa nú haft tækifæri til þess að
eiga sameiginlega helga stund í
guðshúsi sínu.
Þess er svo að endingu að geta,
að auk þeirra gjafa er áður voru
taldar bárust kirkjunni myndar-
legar peningagjafir frá fyrrver-
andi og núverandi sóknarbörn-
um sínum. Þá var í tilefni há-
tíðarinnar stofnaður sjóður er
verja skal til kaupa á orgeli í
kirkjuna þá er sóknarprestur og
safnaðarstjórn ákveða. Verður
gjafa þessara allra getið síðar.
í sóknarnefnd Gaulverjabæjar-
kirkju voru er núverandi kirkja
var byggð. Halldór Sigurðsson,
Gegnishólaparti; Árni Símonar-
son, Arnarhóli og Ólafur Guð-
mundsson, Sviðugörðum. Núver
andi sóknarnefnd skipa: Páll
Guðmundsson, Baugsstöðum;
Hallgrímur Þorláksson, Dalbæ
og Gunnar Sigurðsson, Selja-
tungu.