Morgunblaðið - 25.11.1959, Page 10
10
MORcrn\Ttr,4ÐiÐ
Miðvikudagur 25. nóv. 1959
400 saumavélar eru framleiddar daglega.
karlmenn hamast við að sauma
smá tuskur og bisast við að þræða
hin litlu saumnálaraugu.
Samsetning hlutanna gengur
ótrúlega fljótt, enda vinnuaðferð-
irnar hagkvæmar og fljótvirkar.
Að meðaltali eru framleiddar
400 saumavélar daglega.
Græni liturinn á vélunum, hef-
ur síðustu árin orðið mjög vin-
sæll meðal húsmæðra víða um
heim. Hins vegar vilja húsmæð-
urí Afríku ekki viðurkenna þenn
an lit, og vegna þess eru fram-
leiddar ennþá vélar með gamla
Husqvarna enginn verksmiðjubær
Bærinn Husqvarna sem mynd-
ast hefur umhverfis verksmiðj-
una telur 13000 íbúa. Bærinn tal-
ar sögu verksmiðjunnar, því þar
standa enn hús frá dögum Dahl-
bergs, — timburhús, sem eru að
hruni komin, og nú snotur hús
sem stöðugt fjölgar. Husqvama
lítur ekki út eins og venjulegur
verksmiðjubær, því hér er þrifn-
aðurinn mikill, — litlir og snotrir
garðar umhverfis húsin og marg-
ir almennir trjágarðar, sem íbú-
arnir nota mikið á fögrum og
í pósti til íslands. Bréfið var
síðan birt í tímariti því, sem
starfsfólkið gefur út.
Nýjar hugmyndir
Stöðugt er unnið að nýjum hug
myndum, breyttum og betri
vinnuaðferðum. Leiðin frá hug-
mynd til fullgerðrar framleiðslu
er löng. Leiðin er rannsökuð og
stjórnað af fjölmörgum sérfróð-
um mönnum. Enginn hlutur kem-
ur fyrir almennings sjónir fyrr
en eftir miklar og ítarlegar rann-
sóknir sem oft taka fleiri ár.
G. I»ór Pálsson.
Yfirlitsmynd yfir verksmiðjusvæðið í Husqvarna
Islenzka konan fékk
stílnum, — .svartar með gyltum
rósum og alls konar skrauti.
Innbyggðar saumavélar í skáp-
um eru smám saman að hverfa
af markaðinum, segir Carlstróm
forstjóri, sem er yfirmaður Nor-
rænu deildarinnar. í staðinn eru
þær hafðar í tösku, sem hægt er
að bera með sér fram og tilbaka
um íbúðina, enda eru þær tiltölu-
lega léttar, eða 13—14 kíló.
Vopnaframleiðslan
Byssurnar eru eins og áður er
sagt, nú aðeins framleiddar fyrir
þá sem iðka skotfimni sem íþrótt.
Framleiðsla þeirra er ennþá í
sama húsi og þegar framleiðslan
byrjaði á 17. öld.
Að smíða riffil er mest handa-
vinna, sem krefst mikillar ná-
kvæmni og leikni af hendi þess
sem verkið annast. Þess vegna
er það líka oft þannig, að starfið
gengur í arf, svo að segja. Þegar
ég gekk um verksmiðjuna gafst
mér tækifæri til þess að sjá þrjá
ættliði við riffilsmíði.
Allt frá því að Husqvarna
byrjaði útflutning á rifflum til
verzlunarmanna í Afríku 1850 hef
ur útflutningur þeirra margfald-
azt með árunum, sem liðið hafa.
Mótorhjólin, sem framleidd
hafa verið síðan 1903, eru heims-
þekkt fyrir gæði. I síðustu al-
þjóða sex daga keppninni í Tékkó
slóvakíu unnu Husqvarna mótor-
hjólin 6 gull-, 1 silfur- og 2 brons-
verðlaun.
Framleiðsla heimilistækja nem
ur nú 96% af allri framleiðslunni
og hefur því nær yfirbugað hina
upprunalegu framleiðslu, vopnin.
Aðbúnaðurgóður
Verksmiðjurnar í Husqvarna
eru allar búnar nýtízku vélum og
hér er búið vel að starfsfólkinu.
Yfirmennirnir eru ánægðir með
fólkið og fólkið er ánægt með
vinnuna. Starfsfólkið hér hefur
einhver hæstu laun, sem iðnaðar-
fólki er borgað í öllum heiminum
og skatturinn er einhver hinn
lægsti í öllu landinu. Á vinnu-
stað er útbúnaður allur til fyrir-
myndar, — snyrtileg hreinlætis-
herbergi með sturtum, — góð loft
ræsting í vinnusölunum, — tón-
list við vinnuna o. s. frv.
kyrrum sumardögum og haust-
kvöldum.
Um allan heim
Nobelsverðlaunarithöfundur-
inn Ernest Hemmingway ber með
sér Husqvarna riffil á veiðarnar.
Konungurinn af Saudi Arabiu
keypti Husqvarna mótorhjól
handa syni sínum. Eldhús keisar-
ans af Eþiopiu er útbúið með
Husqvarna eldavél. Menntamála-
ráðuneytið í Chile keypti. 400
saumavélar fyrir barnaskóla þá,
sem reknir eru af ríkinu. Þetta
er tekið úr skýrslum hinna 155
umboðsmanna . j,im gervalian
heim.
Riffillinn og saumavélin
Hér eru til gamans tvær aðrar
frásagnir, sem þykja merkilegar.
Á meðan á síðariheimstyrjöldinni
stóð var fjárhirði á eynni Krít
mjög annt um að varðveita riffil-
inn sinn fyrir eyðileggingum
stríðsins. Hann tók því til ráðs að
grafa riffilinn í jörð niður þar
sem hann lá síðan í fjögur ár,
áður en hann var grafinn upp
aftur, — óskemmdur.
Skömmu fyrir aldamót
keypti, þá ung kona á íslandi,
sænska saumavél, sem bar
nafnið „Freyja“ og var frá
Husqvarna verksmiðjunum.
Fyrir tveimur árum kom bréf
til verksmiðjunnar stimplað á
Austfjörðum. í bréfinu, sem
var skrifað á dönsku, bað kon-
an, sem þá var orðin gömul, að
sér yrði send ný spóla í vélina
sína, því sú upprunalega væri
ónýt orðin. Sagði hún ennfrem
ur að sér þætti miður ef hún
þyrfti að fleygja vélinni, að-
eins vegna þess að spóluna
vantaði, — vélin væri annars
alveg sem ný!
Bréfið vakti mikla eftirtekt
i Husqvarna og allt var gert
til þess að hafa upp á spólu
handa gömlu konunni, sem
vissulega var erfitt verk, því
eins og gefur að skilja var
■framleiðslunni á „Freyju"
löngu hætt. Það tókst hins
vegar að finna spólu, ryðgaða
þó, sem síðan var fægð og send
spóluna sína
Heimsókn i Husqbarna-verksmiðjuna
sem framleiðir saumavélar og riffla
SNEMMA í október 1689 steig
sendimaður af baki hesti sínum
fyrir utan múra Stokkhólms.
Hann bar í fórum sínum bréf til
Karls XI Svíakonungs frá Etik
Dahlberg greifa, sem þá var ríkis
stjóri í Jönköping. í bréfi þessu
stóð meðal annars: „Mér er á-
nægja að tilkynna yðar Há-
tign, að vopnaverksmiðja sú, sem
stofnuð var með yðar hjálp í
Husqvarna hefur nú tekið til
starfa .... verksmiðjan getur nú
framleitt 240 byssur á degi
hverjum".
Svíar áttu í miklum styrjöld-
um á 17. öld. Þessar styrjaldir
leiddu til þess að stofnuð var
vopnaverksmiðja, sem fullnægja
átti þörfum þjóðarinnar í styrjöld
um þessum. Staðurinn, Husq-
varna, sem fyrir valinu var, hafði
marga kosti. Járnið var ekki
langt að sækja, vatnsaflið og
vinnukrafturinn var einnig á
næstu grösum.
Nú, 270 árum síðar, framleiðir
Vopnaverksmiðjan í Husqvarna
aðeins riffla til friðsamlegia
nota. Þessir rifflar eru notaðir
um allan heim og aðeins í Sví-
þjóð eru 250000 rifflar í eigu
manna sem iðka skotfimni sem
íþrótt.
Eftir að hinum miklu styrjöld-
um lauk bar verksmiðjan sig ekki
lengur, svo finna varð nýjar leið-
ir til að halda henni gangandi.
Varð þá að ráði að byrja fram-
leiðslu á saumavélum og ýmiss
konar öðrum heimilistækjum.
Fengnar voru nýjar og full-
komnar vélar. Ný hús voru reist
og þau gömlu endurbætt. Stærð
verksmiðjusvæðisins óx 35 sinn-
um hina upprunalegu stærð sína.
Saumavélarnar
Fyrsta saumavélin var fram-
leidd í maí 1872. 85 árum síðar,
eða 1957, keypti svissnesk hús-
móðir sér saumavél, sem hafði
skrásetningarnúmerið 2.487.502.
Nú nálgast framleiðslan 3 millj.
og Husqvarna er meðal 5 stærstu
saumavélaframleiðenda í heim-
inum. Allir hlutir saumavélarinn-
ar eru þrautreyndir við öllhugsan
leg skilyrði. Einn þátturinn í þess
um rannsóknum fer fram í her-
bergjum, með mismunandi hita-
stigi, — mótsvarandi hitanum í
löndum allt frá Norðurpólnum til
Miðjarðarhafslandanna. Þá er
einnig blásið inn röku söltu lofti
og athuganir fara fram á því,
hvort hlutirnir hafa ryðgað.
Vélarnar eru síðan reyndar og
eru notaðir daglega 23 kílómetrar
af þræði til þess. Þennan starfa
annast mestmegnis karlmenn og
er dálítið einkennilegt að sjá
Afgreiðslustúlka
Vön stúlka óskast til afgreiðslustarfa ftú þegar.
Upplýsingar í verziuninni í dag milli kl. 5 og 7.
Marteinn Einarsson & Co.
Laugaveg 31 — Reykjavík.
Ungur maður með verzlunarskólapróf óskar eftir
aukav innu
á kvöldin og um helgar. Helzt bókhaldi. Annars
ýmislegt. Hef bílpróf. Uppl. í síma 32290 kl.
6,30—7,30 í dag.