Morgunblaðið - 25.11.1959, Page 13
Miðvik'udagur 25. nóv. 1959
morgunblaðið
13
Kristmann Guðmundsson
i B Ó K M E N
skrifar um ^
N T I R
GrafiS úr gleymsku
Eftir Árna Óla
Bókaútgáfa menningar-
sjóðs
ÍSLENDINGAR hafa mikinn
áhuga fyrir sögulegum fróðleik
og auðvitað spillir það ekki að
hann sé aðgengilega fram reidd-
ur, en því hefur Ámi Óla lag
á. Hann kann að vel að semja
kröníkur, þannig að efnið beri
ekki frásögnina ofurliði og að
lesandanum leiðist ekki. >á er
hann oftast heppinn með val á
efni í þætti sína. Að þessu sinni
gefur hann út bók með tuttugu
og fjórum þáttum og kennir þar
margra grasa girnilegra til fróð-
leiks.
Sýslumaður steypist í brunn,
heitir fyrsti þátturinn. Segir þar
frá sýslumanni einum, sem Grím-
ur hét, og er óvenjulega illa hald-
ið á efninu, svo að lesandinn
nærri hrekkur frá, þó að um at-
burði sé fjallað, sem vel mættu
hafa orðið sögulegir. Annar
kaflinn: Kirkjuprestur í Skálholti
flæmdur fyrir galdur, er aftur á
móti vel gerður. Sýnir hann all-
vel hugsunarhátt manna — ekki
einungs alþýðu, heldur höfðingja
og lærðra manna á dögum Brynj-
ólfs biskups. Þarna er sagt frá
galdramáli einu er upp kom í
Skálholtsskóla með þeim hætti,
að einn skólasveina veitkist á
undarlegan hátt og vildi um
kenna kirkjuprestinum í Skál-
holti, er Loftur hét. Ekki ræður
höf. gátu þá, sem þarna er um
að ræða, en einmitt það gefur
hugmyndaflugi lesandans lausan
taum og er hér um að ræða hið
ágætasta söguefni ef það væri
tekið til skáldlegrar meðferðar
af góðum rithöfundi.
Þáttur um Þorgils á Brimils-
völium, er laglega sagður, en
bragðlítill. En þar næst kemur
kröninka er nefnist: Hrakfalla-
presturinn Mála-Ólafur, sem er
vel gerður af höfundarins hendi
og mjög sálfræðilega athyglis-
verður. Einnig hann gefur góða
augnabliks innsýn í liðna öld,
en segir jafnframt frá sérkenni-
legum manni, sem virðist hafa
verið að einhverju leyti geggj-
aður, þó vera megi að umhverfi
og aldarháttur hafi átt mikla sök
á framferði hans. Frásögnin í
þessum þætti er þannig stíluð, að
lesandinn veit aldrei til fulls,
hvort um er að ræða hálfsturl-
aðan stórbokka eða stórmenni,
sem samferðamennirnir misskilja
og beita misrétti. Einnig hér er
hið ágætasta skáldsöguefni. Höf-
undurinn hefur gert úr því læsi-
lega og skemmtilega kröniku, en
jafnframt raðað efninu svo, sem
hefði hann í huga að eitthvert
góðskáld samtíðar eða framtíðar
gæti gengið að því og gert úr því
listaverk.
í kaflanum: Hrakningar til
Grænlands og þrjár hjúskapar-
sögur, er sagt frá undarlegum
örlögum manna, er hrökkluðust á
leið frá íslandi til Noregs og lentu
við Grænland. Galdraprestur er
vel gerður þáttur um mikilhæf-
an prest, sem þjóðtrúin eignaði
kukl. í þættinum: Árni á Grá-
síðu, er fjallað um sakamál eitt
frá þeirri tíð, er stóridómur var
í landi. Manni einum ágætum
varð það á að eiga barn með
mágkonu sinni, sem vart myndi
til tíðinda talið nú. En þá var
það dauðasök og urðu þau bæði,
maður þessi, er Árni hét, og
Kristín barnsmóðir hans, að láta
lífið fyrir þetta afbrot. Er þátt-
urinn sögulegur og vel með efni
farið. Kaflinn: Skólameistari rek-
inn, fjallar um viðsjár 1. Hóla-
skól um miðja átjándu öld og
Hrösull sýslumaður, segir frá
kynlegum laganna verði.
Þátturinn Sjö systur, fjallar um
afkomendur Jóns Arasonar biskp
ups, aðallega dætur Jóns Björns-
sonar, sonarsonar biskupsins, en
þær voru sjö. Er þetta bæði
skemmtilegur og fróðlegur kafh,
og hefði mátt vera ýtarlegri. Eins
og flestum er kunnugt, eru flest-
ir núlifandi íslendingar taldir
geta rakið ættir sinar til Jóns
biskups. — Prestur í stríði við
biskupa, er kafli um Jón nokk-
um Sigmundsson prest er var
skjólstæðingur Brynjólfs biskups
Sveinssonar í Skálholti. í honum
er gott söguefni fyrir skáld, því
að maður þessi er kynlega sam-
an settur og væri fróðlegt að sjá
hvað gott söguskáld gæti gert
úr honum sem persónu. Virðist
honum ekki ávallt hafa verið
sjálfréátt, en fjölhæfur hefur
hann verið og gáfaður og tals-
vert frábreyttur öðrum mönnum.
Má því vel vera að sögusagnirn-
ar um hann hafi skekkt hann og
skælt, þannig að moka yrði ofan
af honum talsverðum hroða af
þvættingi, áður en komizt yrði
nærri sannleikanum. En greinin
er skemmtileg og vekur hug
myndaflug lesandans. Sama er að
segja um kaflann: Líki sökkt í
sjó á Mjóafirði. Það er öðugt að
átta sig á hvernig piltungurinn
Eiríkur Ólafsson hefur verið sem
persóna. Hann er matkær með
afbrigðum, á erfiðum tíma, þegar
fæstir fengu nóg að borða, en
góðlyndur og glaður virðist hann
hafa verið, í rauninni indælis-
drengur, sem öllum féll vel við,
en einfaldur og munaðarlaus. Svo
þægur var hann húsbónda sín-
um, að hann fer með þeim á sjó
sárlasinn og meira að segja svo
þjáður, að hann andast upp úr
þeim róðri. Það skín alveg út úr
frásögninni, að eitthvað hefur
verið myglað um aðhlynningu
hans alla, en stórir menn áttu
hlut að máli og fár er vinur hins
snauða. Loks er skrokknum af
strákgreyinu hent í sjóinn, hann
fær ekki einu sinni kirkjuleg, og
afsakanir húsbændanna íyrir því
allloðnar. Þetta er söguefni, sem
sjálfsagt verður einhvem tíma
gert skil af góðu skáldi, en höf-
undur bókar þessarar hefur dreg-
ið það vel fram í dagsljósið, og
gefið því form, sem vekur bæði
áhuga og ímyndunarafl lesand-
ans.
Svartur sauður í merkri ætt,
fjallar um ungan og gáfaðan
mann, sem á minni gæfu en
gjörfuleika, en margar „íslend-
ingasögur" eru því líkar. —
Prestur skal hálshöggvast, er
átakanleg saga frá eymdartímum
átjándu aldar. Átakanlegur er
einnig þátturinn: Dæmdur á
Brimarhólm — drepinn í Keykja-
vík, en í honum er sagt frá fá-
ráðlingi, sem var hart dæmdur
fyrir gripdeildir, er hann naum-
ast virðist hafa haft vit til að
varast. Þá er fróðlegur kafli um
Maríulömb og Péturslömb, frá-
sögn af Fjallavegafélaginu gamla
og pistill um veiðiskap og örnefni
í Drangey. — íslenzkur hugvits-
Egill
„Alltaf sama þófið"
Gengið um borð í varðskip
UNDANFARIÐ hefur fátt
stórviðburða gerzt hjá
landhelgisgæzlunni. Að því
er forstjóri landhelgis-
gæzlunnar, Pétur Sigurðs-
son, tjáði blaðinu í gær
voru þá engir brezkir tog-
arar innan landhelgislín-
unnar, en sami fjöldi her-
skipa og verið hefur var að
skælast á svipuðum slóð-
um, eins og það var orðað.
Brezkir togarar að veiðum
hér við land voru taldir
ekki færri en að undan-
förnu.
Við fréttum hjá landhelgis-
gæzlunni að tvö varðskip
lægju hér í höfninni, Albert
og María Júlía. Hvarflaði að
okkur að fréttnæmt kynni ef
til vill að vera að líta þar um
borð og útbjuggum okkur með
Ijósmyndara og renndum mð-
ur á bryggju. Albert lá nær
landi og komum við fyrst þar
um borð. Nokkrir menn sátu
yfir kaffi í lúkar og kváðust
alls ófúsir að láta hafa nokk-
uð eftir sér. Náðum við tali
af vélstjóra á skipinu og sagði
hann ekkert vera að gerast
nema þeir stæðu þar í skít upp
fyrir haus. Þó sagði hann okk-
ur dálítið um vélina, en tók
jafnframt fram að það væri
hernaðarleyndarmál og fer
það því ekki lengra. Er við ætl
uðum að mynda vélstjórann,
tók hann til fótanna og hafði
ekki áður sagt okkur nafn sitt.
Héldum við nú um borð í
Maríu Júlíu. Gengum lengi
um skipið án þess að verða
manna varir, en að lokum
kom maður fram í undirbygg-
ingu skipsins. Kvaðst hann að
spurður vera háseti á Maríu
Júlíu. hafa verið það í sex ár
og heita Egill Pálsson. Við
spurðum hann um ný ævintýri
í starfinu.
— Þetta er alltaf sama þóf-
ið, svaraði Egill. Við erum
alltaf nálægt brezku togurun-
um annað slagið, en það er
ekkert hægt að gera eins og
þið vitið. Egill skýrði okkur
frá því að hann væri einn um
borð og yfirgáfum við nú skip
maður, er athyglisverð frásögn,
og sömuleiðis Seinasta gos Eyja-
fjallajökuls.
Hörð lífsbarátta fjallar um ís-
lenzkt alþýðufólk á nítjándu öld
og segir frá kjörum þess hörð-
um. Er sagan af Brandþrúði sér-
staklega eftirtektarverð, því að
hennar líkar hafa margar verið
meðal íslenzkra kvenna á þeim
tíma. Síðasti kaflinn: Nílsson
skipstjóri, segir frá landhelgis-
baráttunni rétt fyrir aldamótin
Árni Óla
síðustu. Það er nefnilega engin
ný bóla að veiðiþjófar geris't
uppivöðslusamir á íslenzkum
miðum.
Eins og að ofan er sagt, er bók
þessi öll hin læsilegasta, kannski
verður hún ekki talin neitt merk-
isrit, að öðru leyti en því, að hún
minnir lesendur nútímans á kjör
og baráttu feðra þeirra og — eins
og heiti bókarinnar bendir til —
grefur úr gleymsku ýmislegt,
sem er vel þess vert að munað
sé. Hún á þessa kosti góðra ann-
ála, að segja vel frá í stuttu
máli stórum hlutum, sem gerzt
hafa í fortíðinni.
Þjóðsagnabók Ásgrims
Jónssonar.
Einar ÓI. Sveinsson ritaði
inngang og sá um útgáfuna.
Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs.
HÉR er út komið í prýðilegri
bók úrval þjóðsagnamynda Ás-
gríms Jónssonar málara, ásamt
þjóðsögum þeim, er þar til heyra.
Hefur verið vel til bókarinnar
vandað og er hún öll hin eigu-
legasta. Gils Guðmundsson skrif-
ar stuttan formála en síðan e»
allítarleg ritgerð eftir prófessor
Einar Ól. Sveinsson, er nefnist
Ásgrímur og þjóðsögurnar. —-
Hafa margir lagt þarna hönd a$
verki og getið er í formála Bjarn-
veigar Bjarnadóttur og Jóns
Jónssonar bróður listamannsins,
sem hafa aðstoðað við útgáfuna.
Myndamótin, sem virðast ágæt,
eru gerð hérlendis og myndirnar
flestar svo góðar, að frágangur
þeirra hlítur að vekja aðdáun,
þegar litið ér til þess að prentlist
af þessari tegund er ekki gömul
á íslandi.
Þarna er margt sem gleður
auga og hjarta, því að efni þess-
ara mynda er af djúpum rótum
runnið og listamaðurinn hefur
bersýnilega lagt í þær mikið og
hugheilt starf. Nefna má til dæm-
is Skessuna á steinnökkvanum,
Djáknan á Myrká og Tungustapa,
sem allar eru töfrandi listaverk.
En þar eð ég er ekki fróður um
myndlist, skal ekki fjölyrt um
gildi listaverkanna í bókinni, en
þess aðeins getið að í augum
leikmanns eru mörg þeirra fög-
ur og glæsileg.
Bókin er prýðilegt skrautverk,
smekklega gert og hið eiguleg-
asta og á forlagið þakkir skilið
fyrir útgáfu hennar.
Handbók við
söfnun frímerkja
KOMIN er út hér fyrsta leiðsögu-
bók um söfnun frímerkja. Er bók
þessi, sem Sigurður Þorsteinsson
bankamaður, hefir tekið saman
fyrst og fremst miðuð við
byrjendur í söfnun frímerkja, en
einnig geta aðrir, sem lengra eru
komnir, haft not af henúni. —
Hefir Sigurður kennt frímerkja-
söfnun á vegum Æskulýðsráðs
Reykjavíkur, og er bók þessi snið
in eftir reynslu þeirri, sem hann
hefir fengið þar við að kenna frí-
merkjasöfnun. Kvaðst Sigurður
hafa fundið brýna þörf á hand-
bók til að styðjast við söfnun frí-
merkja, en í bók þessari, sem er
prýdd myndum til skýringar, er
að finna ýmislegt það, sem miklu
varðar við söfnun.
Handbók þessi fæst í bóka-
verzlunum.
Sölvi og Siggi
hans og héldum aftur yfir í
Albert.
Vélstjórinn var nú horfinn
niður í vélarrúmið og töldum
við fráleitt að hann væri
árennilegri þar en hann hafði
verið uppi á þiljum og hugsuð
um ekki meira um hann. Tók-
um við tali ungan mann, er
við hittum á þilfari og spurð-
um nafns og stöðu. Hann sagð-
ist heita Sölvi Eiríksson og
vera viðvaningur nýbyrjaður
á dekki. Við spurðum Sölva
um ævintýri og mannraunir
og sagði hann okkur frá því
er Albert elti togarann fyrir
austan, sem löngu er frægt.
Við báðum um að fá að taka
mynd af honum og gaf hann
samþykki sitt til þess ,en vildi
þó að Siggi yrði með á mynd-
inni. Siggi heitir fullu nafni
Sigurður Þorgersson og er há-
seti á Albert síðan í sumar.
Sölvi og Siggi skýrðu okkur
frá því, að þeir kynnu mjög
vel við sig í starfinu, en er
við inntum þá nánar eftir
ástandi á miðunum vörðust
þeir allra frétta.