Morgunblaðið - 25.11.1959, Síða 14
14
MORGUNBLAÐ1Ð
MifiviVndagur 25. nðv. 1959
Hið íslenzka fornritafélag
Allar bækur félagsins 14 að tölu eru nú til í vönduðu
skinnbandi. Engin gjöf kærkomnari.
Bókaverzlun STEFÁNS STEFÁNSSONAK H.F.
Laugavegi 8 — Sími 19850.
Til leign
6 herbergja íbúðarhæð með sér hita og síma. Leigist
í eitt ár með fyrirframgreiðslu. Laus strax. Tilboð
merkt: „Lækjarverfi — 9316“ sendist Mbl. fyrir
laugardag.
ÓDÍBIK
barnagallar
úr ull á þriggja til fimm ára. — Fleiri litir.
H/v ÖÐINN Laugaveg 39 uppi. Opið kl. 1—3 dagl.
3/o herb. íbúðarhœð
í steinhúsi, sem er hæð og ris, við Hjallaveg, til sölu.
íbúðin er 72 ferm., með rúmgóðu eldhúsi, og í mjög
góðu ástandi.
STEINN JÖNSSON, hdl.
Lögfræðistofa — Fasteignasala
Kirkjuhvoli — Símar 1-4951 og 1-9090
HÁR YÐAR ER í ÞÖRF FYRIR ECG...!
Heildsölubirgðir: STERLING h.f. Sími 11977
...8/ac6-neaé/
ÆG SHAMPOO
BLACK-HEAD EGGJA SHAMPOO
EK TÖFRASPROTINN SEM GERIR
HAR YÐAR SKlNANDI FAGURT!
Hið Iecithin-auðuga og nærandi Black-Head
eggjarauðu shampoo gerir hárið lifandi og
mýkra og fegurra en nokkru sinni fyrr.
Það er nú heimskunn aðferð að nota
Black-Head eggja shampoo til að yngja hárið
upp.
Hinar fegnrstu konur vita þetta.
Viljið þér ekki reyna það líka?
Stjórn Skátafélagsins bauð Deep river Boys til miðdegisverðar
í gær í Skátaheimilinu. Um matreiðsluna sá 19 ára garnall
skáti, og var meðfylgjandi mynd tekin að hófinu loknu. Deep
river boys halda af landi brott í dag.
Góður gestur
Mjallhít sem fór yfir fjöllin
þau sjö
og fæðist nú upp hjá þeim
dyergunum sjö
er þúsundfalt fríðari en þú.
LENGI man til lítilla stunda. En
það var ekki lítil stund á sveita-
hejmili fyrir 65—67 árum þegar
Mjállhvít séra Magnúsar Gríms-
sonar birtist allt í einu eitt vetrar
kvöld, orðin eign systur minnar,
sem var elzt af systkinahópnum.
Það var stund sem ekki var hætta
á að gleymdist; það hefir ekki
skeflt yfir hana í öll þessi mörgu
ár, og enn í dág get ég líka lesið
þetta heillandi og barnslega ævin
týri þeirra Grimrtisbræðra í
snilldarþýðingu Mosfellsklerks-
ins — þýðingu sem aldrei verður
unnt um að bæta.
Og svo var það núna í gær
að ég hlýði á hugfanginn þegar
„Bára blá“ er sungið í útvarpinu;
á það undurþýða töfralag (út-
lend) að sögn Steingríms Torst-
steinssons) hlýði ég aldri öðru
vísi en hugfanginn. En hvað ger-
ist svo? Jú, ekki annað en það, að
þessi ógleymanlega vinkona
bernskuáranna flýgur óvænt upp
í fangið á mér. Sofandi gefur guð
sínum. Ekki heldur þetta var lítil
stund.
Hvað er það þá sem gerzt hef-
ir? Ekki annað en það, að ein-
hver sem er svo óþarflega hæ-
verskur að láta ekki nafns síns
getið, lætur Ijósprenta með snilld
ar-frágangi fyrstu útgáfuna af
þýðingu séra Magnúsar á þessu
heimsfræga æfintýri Þjóðverja.
En þessa fyrstu útgáfu hafa
nauðafáir núlifandi menn augum
litið, þó að Landsbókasafnið eigi
eintak komið frá Jóni Sigurðs-
syni) og geymi það á meðal dýr-
gripa sinna. Bersýnilega hefir
Finnur landsbókavörður Sig-
mundsson komið þarna eitthvað
við sögu, hvort sem hann átti upp
tökin að þessari ráðabreytni eða
einhver annar. En ekki væri það
í fyrsta skipti sem við eigum það
árvekni hans að þakka að Ijós-
prentaðar eru perlur bókmennta
okkar. Það var hann sem var um
allt ráðunautur Einars Þorgríms-
sonar er hann vann sitt merki-
lega útgáfustarf, sem varð of
endasleppt eins og ævi þessa
ágæta manns.
Og nú sjáum við að Mjallhvít
var fyrst prentuð í Kaupmanna-
höfn 1852, en ekki 1853, eins og
hvarvetna er talið. En það skiptir
litlu máli. Hitt skiptir ekki litlu
máli að bæði um myndir og
prentun ber hún af því, sem við
eigum nú að venjast um barna-
bækur. Nú skulum við vona að
hún verði einhverjum forleggjar.
anum til fyrirmyndar. Og við
skulum líka vona annað: að nú
taki einhver forleggjara okkar að
sér það fyrir hendur að gefa út
meira eftir séra Magnús Gríms-
son. þennan hálfgleymda snilling,
bæði þýtt og frumsamið í bundnu
máli og óbundnu. Kverið sem út
var gefið 1925, til þess að minn-
ast aldarafmælis hans, var ófull-
komið, að sumu leyti misheppn-
að, og grynti lítið á þakkarskuld
okkar við minningu hins mikil-
hæfa og mikilsvirka listamanns.
ÁRSÞING Landseambands hesta-
mannafélaga, hið 10. í röðinni,
var haldið í Reykjavík dagana
20.—22. nóv. sl.
í sambandinu eru nú alls 17
hestamannafélög með alls rúm-
lega 1100 félagsmönnum. Alls
mættu 36 fulltrúar á þingið að
þessu sinni frá 13 sambandsfé-
lögum.
Forsetar þingsins voru kjörnir
þeir Egill Bjarnason ráðunautur,
Sauðárkróki og Jón M. Guð-
mundsson Reykjum, Mosfells-
fellssveit. Fundarritarar voru
þeir Stefán Jónsson, Kirkjubæ,
og Sigurður Haraldsson, Hellu.
Auk reikninga sambandssins
og landsmótsins við Skógarhóla,
tók þingið fyrir til afgreiðslu
ýmis mál varðandi starfsemi
hestamannafélaga í landinu og
annað er hestamennsku varðar.
Má þar nefna umferðarmál, kapp
reiðareglur, skipulag dómstarfa
við sýningar og mál varðandi út-
flutning hrossa.
Hugsum okkur hvílíku dagsverki
þessi maður skilaði er hann féll
frá 34 ára gamall.
En Mjallhvít mín, hjartanlega
velkomin, kæra æskuvina í nýja
og fallega kjólnum þínum.
Uppgjafakennari.
skyldi hrint í framkvæmd. Er
hugmyndin að ritið flytji ýmis-
konar efni um hesta og hesta-
mennsku bæði létt og fróðlegt
I og gegni tímaritið jafnframt hlut
verki því er ársrit sambandsins
gerði áður.
Næsta fjórðungsmót sambands
ins verður í Vestfirðingafjórð-
ungi. Ákveðið var að næsta árs-
þing skuli haldið á Norðurlandi.
Úr stjórn sambandsins áttu að
ganga Kristinn Hákonarson lög-
regluþjónn, Hafnarfirði. en var
endurkjörinn. Aðrir í stjórn sam-
bandsins eru: Steinþór Gestsson,
Hæli, formaður, Sigursteinn
Þórðarson, Borgarnesi, ritari, Jón
Brynjólfsson, Reykjavík, gjald-
keri og Samúel Kristbjarnarson,
Reykjavík.
í upphafi minntist formaður
látins félaga, Ara heitins Guð-
mundssonar í Borgarnesi. Hann
var ötull áhugamaður um stofn-
un og starf sambandsins og sat í
stjórn þess frá stofndegi, enda
þjóðkunnur hestamaður. Fundar-
menn heiðruðu minningu hins
látna félgaa með því að rísa úr
Þá urðu allmiklar umræður um
útgáfu tímarits á vegum sam-
bandsins og ákveðið að því máii I sætum.
Ársþing Landssambands
hestamannafélaga
Akveðin úfgáta tímarits um hesta og
hestamennsku
Hverl er ferðinni
heifið?
er ný bók
eftir Sigurð Haralz.
Þetta eru ferðaþættir á
sjó og landi og ýmislegt
skemmtilegt skeður.
Þetta verður kærkomin
bók fyrir hinn stóra les-
endahóp fyrri bóka Sig-
urðar Haralz.