Morgunblaðið - 25.11.1959, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 25.11.1959, Qupperneq 16
16 MOHCVlSBT.ATnÐ Miðvikudagur 25. nóv. 1959 ,Músagildran' í 15. sinn Leikfélag Kópavogs sýnir „Músagildruna" í 15. sinn á fimrntu- dagskvöld. — Aðsókn hefur verið ágæt, enda er leikurinn mjög spennandi og hefur hfotið ágæta dóma. — Nú eru aðeins eítir örfáar sýningar á leiknum. — Myndin er af Jóhanni Pálssyni og Arnhildi Jónsdóttnr í hfutverkum sínum. Hvít bók um Frí- verzlunarsvæðið HEATHCOAT-AMORY fjármála ráðherra Breta flutti neðrimál- stofu brezka þingsins í dag skýrslu um stofnfund Fríverzl- unarsvæðis Evrópu. Hann sagði að' með stofnun þessara samtaka hefði merkur áfangi náðst í við- skiptaþróun Vestur-Evrópu. — Hann rakti gang málsins og sagði að fyrsti þáttur Fríverzlunar- svæðisins myndi ganga í gildi 1. júlí 1960., þegar til framkvæmd- anna kæmi 20% tollalækkun. Heathcoat-Amory sagði, að ráð herrar hinna sjö þátttökuríkja hefðu nú undirritað stofnskrá Fríverzlunarsvæðisins til bráða- birgða, en endanlega yrði hún undirrituð næstu daga, þegar lóggiltar þýðingar væru fyrir hendi á tungumálum allra sjö þátttökuþjóðanna. Síðar þurfa þjóðþingin að staðfesta sáttmál- ann og munu umræður um málið þá verða í brezka þinginu. Áður en þær umræður hefjast hyggst brezka stjórnin gefa sáttmálann út í heild í hvítrí bók. f>á ræddi ráðherrann um þann þátt samnirigsins sem fjallar um freðfisk. Viðurkenndi hann, að Bretar hefðu talið sér óhag- kvæmt að fallast á það, að freð- fiskur yrði fríverzlunarvara. Teldu brezkir sjómenn nærri sér höggvið með því. Hins bæri þá jafnframt að geta, að nokkur kvótatakmörkun hefði fengizt á freðfisknum, svo að brezkum sjávarútvegi ætti ekki að vera mikil hætta búin. Kongó heimtar sjálfstæði LEOPOLDVILLE,23. nóv. (NTB) Tveir stærstu stjórnmálaflokkar svertingja í belgíska Kongo til- kynntu í dag, að þeir myndu ekki taka þátt í bæjar- og sveit- arstjórnar kosningum þeim, sem fram eiga að fara í næsta mán- uði. Skýringin sem flokkarnir gefa á þessú er sú, að belgiska stjórn in gangi álltof skammt í aðgerð- um til að veita Kongo sjálfstæði. Vilja flokkarnir, að Kongo verði án tafar veitt skilyrðislaust sjálf- stæði. Þá mótmæla flokkarmr því að þúsundir belgískra her- maruia hafa verið fluttar til Ruanda Urundi, vegna þess eins að ibúarnir kröfðust aukinnar sjálfstjórnar. Tilkynning stjórnmálaflokk- anna kemur daginn áður en ny.- lendumálaráðherra Belga, de Schryver ætlaði að hefja viðræð- ur við áhrifamenn i Kongo um st j órnmála viðhorf in. Menn og listir ný bók rit gerða Indriða Einarss. Pólskt-ísl. félag í Varsjá PÓLSK dagblöð birtu nýlega eft- irfarandi frétt um starfsemi Pólsk-íslenzka félagsins í Varsjá: 20. nóv. sl. hélt Pólsk-íslenzka félagið i Varsjá fund í skólai pólsku utanríkisþjónustunnar. Á fundinum sagði dr. Margaret Schlaudh, prófessor við háskól- ann í Varsjá, frá för sinni til ís- iands nú i sumar og hélt fyrir- lestur um isienzkar bókmenntir. ÚT er komin bók, sem nefnist Menn og listir, og er það rit- gerðarsafn eftir Indriða heitinn Einarsson. Útgefandi er Hlaðbúð, en Hersteinn Pálsson ritstjóri bjó bókina til prentunar og formála skrifar Guðrún Indriðadóttir. — Getur hún þar m. a. um ætt föður síns og ýmislegt úr ævi hans. Eru greinar þessar að heita lá óþekktar og fjalla, eins og nafn bókarinnar segir, um menn og listir og þá auðvitað einkum leikhúsið. Meðal þeirra manna, sem segir frá í bókinni, mó neína: Ástir Jónasar Hallgríms- sonar, Matthías Jochumsson og útilegumennirnir, Bólu-Hjálmar og Skagfirðingar, Sveinbjöm Sveinbjörnsson tónskáld, Bjöm Jónsson ritstjóri, Stefanía Guð- mundsdóttir leikkona, frú Elísa- bet Sveinsdóttir og fleiri. Þá eru ýmsar greinar, svo sem Leikarar og leikrit í Reykjavík, Norður- reið Skagfirðinga og uppreisn leiguliðanna, og bókinni lýkur á frásögu um jólahaldið í Skaga- firði og tunglskinið þar. Menn og listir er 222 bls. og prýða hana fjöldi mynda, eins og t. d. af öllum þeim mönnum, sem skrifað er um. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA in sem ég sá í bókinni. — Litli kjáninn minn, sagði mamma hans. — Filar eru ekki röndóttir. Við erum fallegust eins og Við erum. Farðú nú út og leiktu þér við vini þína. Eg ætia að fá mér miðdegisiúrinn. Jumbo fór út og litlu siðar heyrði hann rnömmu sína hrjóta inni í húsinu. Þið haldið nú auðvitað, að Jumbo hafi verið þæg- ur og góður á afmælis- daginn sinn, en — mér þykir leitt að verða að segja það, hann var það alls ekki. Hann sótti myndabókina, sem hann áttr ekki að vera með úti, sparkaði í fínu bygginga- kubbana, sem Kobbi frændi gaf honum, og reif faliega trefilinn frá frænku. Hann ætlaði ein- mitt að íara að setjast á litblýantana, sem hann hafði fengið frá ömmu sinni, og brjóta þá, þegar honum datt nokkuð i hug. — Skröltormar! Skelli- nöðrur!, hrópaði hann. — Nú veit eg, hvað ég geri. Eg mála á mig rendur. Eg skal verða eins fínn og hin dýrin. En það voru ekki nógir blýantar í pakkanum til þess að mála rendur á fil, ekki einu sinni lítinn fílsunga eins og Jumbo. Hann flýtti sér nú til búðarinnar, en kaupmað- urinn var búinn að loka og farinn heim. Jumbó gat þó ekki stillt sig um að banka á dyrnar, ósköp hægt og varlega að hon- um fannst —, og hurðin mölbrotnaði. — Oh, en þau býsn af málningardósum! Það var rauð málning og græn málning, blá, gul, brún, hvít og svört — allir hugs anlegir litir. Það var ekki langrar stundar verk að mála litinn fil. Með ran- anum spraútaði hann álla vega litum röndúm yfir bakið, fætuma, snoðna kollinn og litlu, fallegu eyrnarsneplana. Að end- ingu settist hann á gulu dósina, til þess að rófu stubburinn gæti orðið svo heiðgulur, að það lýsti af honum. Það var ekki mik- ið eftir af málningu í búð- inni, þegar öllu var lokið, enda var Jumbó nú orð- inn skrautlegur á að líta. — Málningin verður ekki lengi að þorna í sól- skininu, hugsaði Jumbó hinn ánægðasti, þegar hann gekk inn í skóginn. Fyrst mætti hann vini sínum apanum, sem var að sveifla sér í trjánum. Þegar apinn sá Jumbo, skrækti hann af hræðslu, klifraði upp í hæsta tréð og faldi sig. — Skrítið, að apinn skuli ekki vilja tala við mig, hugsaði Jumbo og þrammaði áfram. Næst mætti hann nokkr um giröffum. Ekki höfðu þeir fyr séð hann, en þeir tóku á sprett og forðuðu | sér. — Eg skil ekkert í að gíráffarnir skuli ekki vilja hitta mig í dag, hugs aði Jumbó og hélt áfram. Nokkru síðar mætti hann frænku siuni. Þegar hún sá Jumbó, lyfti hún rananum, rak upp hræðsluöskur, og faldi sig á öruggum stað.- — Af hverju hljóp frænka í burtu án þess að héilsa mér, hugsaði Jumbó. Þetta var ekkert gaman, svo að hann ákvað að fara heim. Mamma haris var að leita að hon- um, og þegar hún sá hann, trúði hún varla sínum eigin augum. — Jumbó, Jumbó, grét hún, —- hvað hefur þú gert? Aldrei hefi ég séð neitt svona hræði- lega Ijótt. Snáfaðu strax niður í ána og þvoðu þér, og láttu mig ekki sjá þig fyr en þú ert ofðinn hreinn og finn eíns og al- mennilegur fílh Aumingja Jumbó. Eng- inn kunni að meta allar renndufnar, sem hann hafði iriálað á sig. Eng- um þótti hann íallegur. Öll fyrirhöfn hans var til einskis. — Kannske er ég fallegastur, þegar ég er bara grár, eins og ég á að mér að vera, hugsaði hann, þegar harin mörg- um timum seinna skreið upp úr ánni hreinn og þveginn. — Eg hefi þó lært eitt af þessu, bætti hann við. — Það borgar sig ekki að vera að þykjast annar en maður er. Það er alltaf bezt að vera sjálfum sér líkur. fjáuu mér vængi Ur Íyrsíu sogu flugnins 3. Á dögum Leonardo de Vinci réðu menn ekki ýfir neinni annarri orku til að knýja flugvél á- fram, en afli mannsins. En afl mannsins í hlut- falli við þyngd hans, er allt of lítið, til þess að hann geti fiogið. Það er miklu minna, en aflið í vængjum fuglanna er í hlutfalli við þyngd þeirra. Kæra Lesbók! Ég sendi þér hér skrítl- ur, sem ég vona, að þér líki. Þær eru svona: Kennarinn (í sögutíma): „Þegar orustan stóð sem hæst og bardaginn var mestur, gall skyndilega við hróp úr miðjum hern- um: -----Einar, viltu gera svo vel að hætta þessu íikti." ★ Lögfræðingurínn (sem Rúmum 100 árum eftir dauða Leonardos fóru ýmsir uppfinningamenn að teikna loftskip, sem gátu svifið frá jörðu, af því að þau voru léttari en loftið. Hérna sjáið þið teikn- jngu af einu þeirra. Kúlurnar fjórar eru •hylki úr þunnum kopar, sem öllu lofti hefur verið dælt úr. Uppfinningamað urinn fékk aldrei tæki- færi til að koma hug- mynd sinni í framkvæmd og byggja svong loftskip. er kominn til að láta taka lögtaki): — Er pabbi þinn heima? Páll; — Nei. Lögfræðingurinn: — En mamma þín, er hún heima? Páll (sem ekki hafði fengið að vita, hvermg hann ætti að svara þesu): — Mamma, hún er líka inni í fataskápnum. Aðalsteinn Ingólfsson, 11 ára. Bréfaskipti: Þóra Ein- arsdóttir, Háholti 9, Akra- nesi, og Lovísa Sigíús- dóttir, Urðarvegi 4, Vest- mannaeyjum, vilja skrif- ast á við pilt eða stúiku 12 til 14 ára. 153 Skrítlur Læknirinn, getið þér gefið mér nokkuð við svefnleysi? — Eru nokkrar sérstak- ar ástæður til þess, að þér getið ekki sofið? — Já, tvær. — Hverjar? — Tvíburar. vr Móðirin: Pétur, hvers vegna seztu við píanóið, með svona óhreinar hend- ur! Pétur: En mamma, það gerir ekkert til. Ég ætla bara að spila á svörtu nóturnar! ★ Mamma, ég hugsa, að ég vaxi ]íka upp fyrir hár ið á mér, þegar ég verð eins stór og Beggi frændi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.