Morgunblaðið - 25.11.1959, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.11.1959, Qupperneq 24
VEÐRIÐ Skýjað, úrkomulítið, vaxandi austanátt. JMmngiittliIgiibifr 263. tbl. — Miðvikudagur 25. nóvember 1959 Úti í geimnum Sjá bls. 12. Qður maðut í Landsbankanum MORGUNBLAÐIÐ frétti í gær, að maður nokkur hefði farið inn í Landsbankann í gærmorgun og gengið þar um með hótunum. Það fylgdi fréttinni, að einn af dyravörð- um bankans, Björn Vigfús- son, hefði sett manninn út. — Blaðið sneri sér því til Björns og spurði hann frétta af þess- um atburði og sagðist honum svo frá: — Rétt fyrir klukkan hálf ellefu var ég staddur á gangin- um á annarri hæð bankahússins. Bankastjórar viðskiptabankans höfðu verið á fundi á næstu hæð fyrir ofan, þar sem Seðlabankinn er til húsa, og voru ekki byrjáðir að taka á móti viðskiptavinum. Þegar þeir komu niður á aðra hæð, var margt manna á gangin- um, því margir eiga erindi um ganga bankans um þetta leyti dags. Ég tek eftir þvi, að maður nokkur kemur inn um vestur- dymar. Sé ég, að hann er allund- arlegur og fer með nokkrum ó- látum og þykist ég sjá, að hann sé annað hvort geggjaður eða öl- óður. Bjóst ég samt við, að hann myndi ganga gegnum ganginn og fara út hinumegin, þ. e. Pósthús- strætismegin, en þegar minnst varir ryðst hann fram hjá fólk- inu á ganginum og ætlar inn í eitt af bankastjóraherbergjunum, en þar sem mér hafði fundizt maðurinn alleinkennilegur, fylgd ist ég vel með ferðum hans, og um leið og hann ætlaði inn í bankastjóraherbergið, tók ég ut- an um hann og báða handleggi hans og fór með hann niður. eins og hvern annan pakka. Eitthvað tautaði hann á leiðinni, en ekki heyrði ég hvað það var. Skildi ég svo við hann í Pósthússtræt- „Dýr myndi Haflidi allur 44 í GÆRKVÖLDI var nokkrum kössum snarað inn í verzlun Silla & Valda í Aðalstræti. Þeir létu ekki mikið yfir sér. Eigi að síður höfðu þeir inni, aS halda heimsþekkta vöru: Ósvikinn rússneskan kavíar. Er kavíarinn á litlum glær- um glösum, sem vega 113 gr. — Kavíar! sagði einn við- sbiptavinanna, við Sigurjón) Þóroddson verzlunarstjóra. — Já, ekkert nema kavíar. — Maðurinn spurði nú um leið og hann hafði orð á því, að það kæmi vatn í munninn á sér við tilhugsunina: — Hvað kostar glasið, Sigur jón? — Litlar 178 krónur maður | minn. Islenzkur kavíar kost-1 ar níu og áttatíu, — ef þú villt. Maðurinn deplaði augunuml sneri sér frá borðinu, um leið og hann sagði: — Dýr myndi Hafliði allur. inu og segi við hann um leið og ég sleppi honum: — Þú kemur ekki upp aftur. — Nei, svaraði hann. Þegar ég kom aftur upp á ganginn á annarri hæðinni, voru þar fyrir þrír lögregluþjón- ar. Einn þeirra sagði við mig: — Vár maðurinn ekki með hníf? — Nei, ég varð ekki var við það, sagði ég. — Var hann þá ekki með skammbyssu? spurði ein- hver. Ég sagðist ekki hafa orðið var við, að hann hefði verið vopnaður. Var mér þá sagt frá því, hvað gerzt hafði, áður en maðurinn kom upp á ganginn. Hann hafið komið inn um vesturdyr bankans og var þar þá fyrir Anton Halldórsson, húsvörður, og fleira fólk. Anton spurði manninn, að hverju hann væri að leita, en þá kippti hann upp úr vasa sínum annaðhvort skamm- hann nokkrum sinnum hér í bænum. Þetta var frásögn Björns Vig- fússonar, dyravarðar í Lands- bankanum. Aðspurður sagðist hann hafa unnið í Landsbankan- um í 15 ár og hefði lítið borið til tíðinda þann tíma. Það væri einna helzt nú upp á síðkastið, sem þar væri eitthvað um að vera — því þetta er þriðji mað- urinn, sem ég hef orðið að fjar- lægja úr bankanum síðan í vor, sagði hann. Hinir tveir voru báðir ölvaðir og gengu um bank- ann með hótunum. Björn Vigfússon er fyrrum lög- regluþjónn. Hann er rmkill mafS- ur að vallarsýn og sterkur, eins og sést ú myndinni, sem frétt þessari fylgir. Hann er frá Gull- berastöðum í Borgarfjarðarsýslu. í GÆR flaug Björn Páls- son með 7 ára telpu, sem nóttina áður hafði verið mjög þjáð af kíghósta, upp Batnaði í 14000 feta hæð í sjúkra- flugvél sinni, var uppi í hinu þunna lofti í um hálf- tíma og eftir því sem bezt varð séð hafði telpunni batnað hóstinn þar uppi, a. m. k. hóstaði hún ekkert það sem eftir var dagsins í gær. Telpan heitir Guðrún Guðna dóttir, fósturdóttir hjónanna Bjarna Tómassonar málara og Elísu konu hans. Hún var bú- in að vera með slæman kíg- hósta síðan 19. okt., og tvisvar sinnum fengið sterk meðul og helzt haft þau ráð að láta hana hanga út um glugga, þar eð henni létti helzt við það. I gærmorgun var hringt til læknisins, sem ekki kunni fleiri ráð. Sagðist frú Elísa hafa heyrt um það úti í Þýzkalandi, þegar kíghósti gengi hér og hefði börnum oft batnað við það. Þetta væri þó í fyrsta skipti á þessu hausti, sem hann hefði verið beðinn um að fara slíka ferð. Sagðist Björn sérstaklega muna eftir einum föður, sem hefði komið kíghóstinn i 14000 feta hæð hjá heimilislækninum, þar eð hún fékk alltaf slæm ekka- sog á nóttunni. Fimm ár voru liðin síðan hún hafði verið bólusett gegn kighósta. — I fyrrinótt fékk hiin svo slæm köst að hún blánaði upp og náði ekki andanum í krampa- sogunum. Kvaðst móðir henn- ar hafa óttazt um líf hennar, Björn Vigfússon, sýndi snarræði. dyravörður. byssu eða hníf, og beindi að Antoni og sagði: — Ég skal drepa ykkur! Þá flýttu við- staddir sér allt hvað af tók og komust naumlega undan, en Anton skauzt inn í kompu og hringdi á lögregluna. Meðan á þessu stóð hljóp maðurinn upp stigann og komst upp á ganginn. — Síðar frétti ég, hélt Björn Vigfússon áfram, að maður þessi hefði farið upp í Arnarhvol eða stjórnarráð og verið handtekinn þar, en ekki veit ég á því neinar sönnur. Maður þessi var á að gizka um þrítugt, en ekki veit ég á honum meiri deili, hef þó séð Aðalfundur Nor- ræna félagsins AÐALFUNDUR Norræna félags- ins verður haldinn í Þjóðleik- húskjallaranum föstudaginn 27. nóv. n.k. Fundurinn hefst kl., 20.30. Auk venjulegra aðalfund- arstarfa verður rætt um breyt- ingar á skipulagi félagsins og lagabreytingar. Að aðalfundi loknum verður efnt til kvöldvöku. Leikararnir Valur Gíslason og Klemenz Jónsson flytja skemmti þátt á kvöldvökunni, einnig verð ur dansað. Félagar sýni skírteini við inn- ganginn. Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna. Heimilt er að taka með sér gesti á kvöldvök- una. heimalandi sínu, að kíghósti læknaðist stundum ef sjúkl- ingnum væri komið hátt upp í þunnt loft. Hún sagði manni sínum frá því, og hringdi hann til Björns Pálssonar flugmanns. Kl. 2.15 í gær hóf flugvélin sig til flugs með þær mæðgurnar innanborðs, báðar í sinni fyrstu flugferð. Telpan hóstaði aðeins Iítillega tvisvar þennan hálftíma sem flugið tók, og í gærkvöldi kvaðst móðirin ekki geta annað séð en að hóstinn væri horfinn. Mbl. spurðist fyrir um það hjá Birni Pálssyni, hvort hann gerði mikið að því að fljúga með kíghóstasjúklinga. Kvaðst hann hafa gert það til sín nokkrum dögum eftir að hann fór með strákinn hans upp í háloftin í flugvél, siðast þegar kíghóstinn gekk hér. Maðurinn hafði ljómað af ánægju og sagt að drengnum hefði snarbatnað mjög slæm- ur kíghósti við flugferðina. Björn sagðist venjulega fljúga í 12000—13000 feta hæð með sjúklingana og gæfist það ráð óft vel, þegar hóstinn væri farinn að keyra úr hófi. Kíghósti hefur gengið hér í bænum um skeið. I vikunni 9.—15. nóv. hafa verið skráð 100 tilfelli frá 40 læknum hér í Reykjavík. Ekki er kíghósta- faraldurinn talinn slæmur i þetta skipti, enda meiri hluti barna bólusett gegn honum. Stjórnarskipfin rœdd á fundi í Keflavík F L O K K S RÁÐ Sjálfstæðisflokksins í Gullbringusýslu boðar til fundar að VÍK í Keflavík fimmtudaginn 26. nóvember kl. 8.30 síðd. Ólafur Thors, forsætisráðherra, flytur ræðu um stjórnarskiptin og viðhorfið í þjóðmálunum. Sjálfstæðisfólk er hvatt til að fjölmenna stundvíslega á fundinn. Furóulega háar fisk- sölur i Bretlandi HIÐ brezka ,,Fishing News“ segir frá fiskilöndunum íslendinga í Bretlandi og getur þess, að þær komi sér vel vegna þess að mjög mikill hörgull sé á fiski þar í landi. Blaðið getur um þessar fiski- sölur: Jón forseti seldi 3259 kit í Hull fyrir 12,464 pund, og Ólafur Jó- hannesson seldi í sömu borg 2722 kit fyrir 15,244 sterlingspund. Bjarni Ólafsson seldi í Grimsby 2677 kit fyrir 15,074 pund og Brim nes 2701 kit fyrir 13,208 pund. Þá var þess getið að tveir togarar til viðbótar Sléttbakur og Margrét ætluðu að selja í Grimsby. Slétt- bakur hafði 220 kit og átti eftir löndun að fara í slipp í Grimsby. Fishing News segir, að allar þessar sölur íslenzku togaranna hafi verið óvenjulega háar. Staf- ar það af hinum almenna fiski- skorti í Bretlandi. Getur blaðið sérstaklega ummæla Mr. Ian Class forseta fiskikaupmannafé- lags Hull, þar sem hann lýsir fisk skortinum. Segir hann að fisk- skortur sé ekki venjulega kom- inn svo snemma vetrar í Bret- landi og sé söluverðið furðulega hátt (fabulous) fyrir þennan árs tíma. Hann segist vera að velta því fyrir sér hvernig ástandið verði síðar í vetur á þeim tíma, þegar fiskiskortur er venjulega verstur í Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.