Morgunblaðið - 22.01.1960, Side 20

Morgunblaðið - 22.01.1960, Side 20
VEDRID Sjá veðurkort á bls. 2. Oil’!0lTOl»laí)íít> 17. tbl. — Föstudagur 22. janúar 1960 Kjarnorkuver er á bls. 11. Allslaus flóttakona fæðir barn í Keflavík Var i hópi berklaveikra flóttamanna á leið til Kanada KEFLAVÍKUBFLUGVELLI, 21. jan. — Kl. 2 sl. nótt kom til Keflavíkurflugvallar Cloudmast- erflugvél frá Canadian Pacific flugfélaginu, á leið frá Amster- dam til Montreal í Kanada. Með henni voru 72 farþegar, flótta- fólk úr flóttamannabúðum í Aust urríki, flestir frá Júgóslavíu. Voru þetta fjölskyldur, og einn eða fleiri í hverri fjölskyldu berklaveikur. Júgóslavneskir flóttamenn Er fólk þetta innflytjendur til Kanada, sem Kanadastjórn hefur lofað Alþjóðaflóttamannastofnun inni að taka við síkum sjúkling- um. Fkigvélin hafði aðeins dvalið skamma stund á Keflavíkurflug- veili, þegar í ljós kom að kona ein meðal farþeganna, frú Ang- ela Benkovic, hafði tekið létta- sóttina. Starfsmenn flugmálastjórnar- innar brugðu þegar við og hringdu á sjúkrahúsið í Kefla- vík. Svo vel vildi til að tveir lög- regluþjónar úr Keflavík voru staddir á flugvallarhótelinu, er Fjórða flugslysið KINGSTON, Jamaica, 21. janúar. (Beuter-NTB): — Farþegaflug- vél af gerðinni Superconstella- tion, sem var á leið frá New York til Bogota í Colombíu, fórst í lendingu á Montego Bay flug- vellinum hér í dag. Fórust 37 manns í slysi þessu, en fimm af áhöfn vélarinnar og fjórir far- þegar komust lífs af. — Þetta er fjórða flugslysið, sem orðið hefir nú á örfáum dögum, en samtals hafa látizt í þeim um 130 manns. Sprenging varð í hreyfli flug- vélarinnar, er hún var að koma inn til lendingar, en talsmaður Pan-American flugfélagsins, sem átti vélina, taldi þó, að sú hefði varla verið orsök slyssins, nema því aðeins, að flugmaðurinn hefði einhverra hluta vegna misst stjórn á vélinni, þegar hreyfill- inn bilaai. Þorvaldur Ga.'ðar þetta skeði. Brugðu þeir skjótt við, sóttu sjúkrabifreið og fluttu konuna á sjúkrahúsið í Keflavík. Með flugvélinni voru læknir og hjúkrunarkona og fylgdist hinn kanadíski læknir með frú Benkovic á sjúkrahúsið. Þar tók við konunni sjúkrahúslæknirinn, Jón Jóhannesson, ásamt Ijósmóð- ur spítalans. Fáeinum mínútum eftir að frú Benkovic kom á spítalann í Keflavík, varð hún léttari, og ól 12 marka sveinbarn. Gekk fæðingin ágætlega og líður móður og syni vel. Hinn kanadíski læknir hafði orð á því, er hann kom til baka á Flugvallarhótelið, hversu að- búnaður á sjúkrahúsinu í Kefla- vík hefði verið til fyrirmyndar og Jón læknir og ljósmóðirin fær í starfi sínu. Maður og sonur héldu áfram Maður frú Benkovic, sem er berklasjúklingur, og tveggja ára sonur þeirra hjóna, héldu áfram til Kanada með flugvélinni í nótt. Frú Benkovic er landflótta Júgóslavi um tvítugt. Mun hún hafa komizt í flugvélina, með því að segja flugfélaginu að hún væri aðeins komin 7 mán. á leið, en flugfélög taka ekki flugfar- þega, sem gengið hafa lengur með. Kona þessi er allslaus, á ekki eina einustu flík á barn sitt. Hið kanadíska flugfélag mun að- eins borga sjúkrahúsleguna í Keflavík. — B. Þ. Brennisfeinslykt afSkeiöaráíRvík SKEIÐABÁ hækkar jafnt og þétt og var talið fyrir austan að þrefalt til fjórfalt sumarvatn Uppboð á Vetti UM þessar mundir ríkir mikil óvissa um örlög togaraútgerð- ar þeirrar sem hófst austur á fjörðum hér á árunum, til atvinnuaukningar þar. Voru það þrír kauptúnahreppar sem að útgerðinni stóðu og réðust þeir í að kaupa tvo togara, Vött og Austfirðing. Nú er svo komið að útgerð Mállundanámskeið í Firðinum HAFNABFIBÐI. — Um þessar mundir eru að hefjast málfunda námskeið hjá Stefni, fél. ungra Sjálfstæðismanna, og er í ráði að þau verði hálfsmánaðar- lega, á föstu- dagskvöldum kl. 8,30. Hefst hið fyrsta í kvöld, og flytur Þor- valdur Garðar Kristjánsson lög fræðingur, er- indi um ræðu- mcnnsku, en að því loknu verða almennar umræður. — Eru Stefnis-félagar og aðrir ungir Hafnfirðingar, sem hug hafa á að taka þátt í námskeiðinu, hvatt ir til að fjölmenna í kvöld. Á námskeiðinu munu verða almennir umræðufundir, en jafn framt fá "játttakendur leiðbein- ingar í ræðumennsku. — G.E. K0> 0-0.0>*00 0. 0>00,00 0, Rœtt um 72 mílna landhelgi KAUPMANNAHÖFN, 21. jan. (Einkaskeyti til Mbl): Blaðið Dagens Nyheder seg ir frá því, að danska stjórn- in sé nú að gera athugun á því, hvaða áhrif tólf mílna fiskveiðilandhelgi muni hafa fyrir Dani. - Ekki hef- ir þó enn verið ákveðið, hvort Danir bera fram til- lögu um 12 mílna fiskveiði- takmörk á alþjóðlegu sjó- réttarráðstefnunni. Þá segir blaðið, að sænski þingmaðurinn Hedin, sem er hægri maður, muni bera fram fyrirspurn til Undens utanríkisráðherra Svía um það, hvort sænska stjórnin hyggist gera sérstakar ráð- stafanir í sambandi við væntanlega víkkun land- helgi Danmerkur og Noregs — en sænskir fiskimenn eru uggandi um sinn hag, ef af því verður. togaranna hefur algjörlega stöðvazt vegna fjárhagsvand- ræða. — Hafa báðir togararnir legið hér í Reykjavík frá því i haust, en báðum hlekktist á, öðrum í Færeyjum, en hinum í Ný- fundnalandi. Eins og stendur er Vöttur í umsjá stofnlánadeildar Lánds- bankans, en Austfirðingur mun vera í umsjón fjármálaráðu- neytisins. Ofan á hina miklu fjálhagsöðrugleika útgerðarinn- ar bætist það svo, að nú verður fram að fara hin lögskipaða flokkunarviðgerð á báðum skip- unum. Vöttur er orðinn 12 ára og Austfirðingur átta ára. Hefur verið talið að viðgerðin á Vetti myndi kosta upp undir 900,000 krónur, en á Austfirðingi um 700,000 krónur. Maður, sem kunnugur er mál- um þessarar útgerðar, sagði Mbl í gær, að það myndi taka nokk-1 urn tíma að grafa upp allar þær milljónaskuldir, sem á skipunum hvíla. Á Erfið útgerð Meðan útgerð þeirra var í gangi gekk erfiðlega að reka skipin, m. a. af því að frystihús- in á Eskifirði, Fáskrúðsfirði og Reyðarfirði gátu ekki tekið við svo stórum fiskförmum, án þess að komast í hreinustu vandræði. Sjálfa togarana átti að manna með áhöfnum heimamanna, en það tókst ekki heldur. Var öll að- staða togaraútgerðarinnar svo erfið, að það var ógerningur að reka skipin nokkuð í líkingu við það sem gert er t. d. í Reykjavík. Næsta skref í málinu mun vera það, hvað togaranum Vetti viðvíkur, að á honum mun fara fram uppboð í byrjun marz. væri komið í hana. Var áin far- in að raska simastaurum á sand inum, en símasamband hafði ekki rofnað síðast þegar fréttist. Má nú búast við að áin fari að brjóta úr jöklinum og flytja jaka niður á sandinn. Um hádegi í fyrradag fannst brennisteinslykt í Beykjavík að því er Jón Eyþórsson tjáði Mbl. í gærkvöldi, og um hádegisbilið var tilkynnt frá Hellu, að þar væri brennisteinslykt. Einnig fannst brennisteinslykt á Klaustri og í Vík í Mýrdal þá um morguninn. Berst lyktin af jökulvatninu alla þessa leið í austanáttinni. Þess má geta að 1934 barzt brennisteinslykt frá ánni alla leið til Önundarf jarðar. Áríðandi lundur í Málf.fél. Óðinn MÁLFUNDAFÉLAGIÐ Óðinn heldur mjög áríðandi fulltrúa- ráðsfund í Valhöll við Suður- götu í kvöld klukkan 8,30. Árshátíð Sjálf- stæðisfélaganna á Akureyri ÁBSHÁTÍÐ Sjálfstæðisfélag- anna á Akureyri verður hald- in að Hótel KEA n.k. laugar- dag (23. þ.m.) og hefst kl. 9.00. e.h. Aðgöngumiðar verða seldif á skrifstofu Sjálfstæðisflokks- ins, Hafnarstræti 101, simi 1578 á föstudag frá kl. 4—7 og á laugardag frá kl. 3—6. Borð verða tekin frá um leið og miðar verða afhentir. I GÆRDAG var ljósmynd ari Mbl. í leit að eir.hverju góðu efni niðri við höfn. Þegar hann kom niður und ir stóru skemmur Eimskipa félagsins sá hann menn halla sér f ram yf ir bryggjubrúnina. Skyldi einhver hafa farið í sjóinn? Það fór ekki milli mála, að það hafði eitthvað farið í sjóinn, því brátt sá hann menn með langan krók- stjaka, sem rennt var í sjó- inn. Björgunin gekk allgreið- lega og brátt var dreginn upp úr köldum sjónum, — ekki maður eins og margir höfðu spurt, er leið áttu hjá, heldur kaðalkefli, sem fara á til Vestmannaeyja. Segir myndin hér og á bls. 2frá þessu björgunarstarfi og þurfa ékki frekari skýr- inga við. Rannsókn hafin HIN boðaða réttarrannsókn í svo nefndu frímerkjamáli, er nú haí- in hjá sakadómaraembættinu. Þar hefur rannsókn málsins með höndum Þórður Björnsson. í fyrradag byrjuðu réttarhöldin. Ekkert vildi Þórður segja um réttarrannsóknina í gær, annað en það að svo gæti farið að fjöldi fólks yrði kallaður fyrir rétt til yfirheyrzlu. í sambandi við þetta mál og verð það á hinum gömlu frí- merkjum sem rannsóknin snýst um, 40 aura merkin frá 1898, hef- ur Mbl. aflað sér upplýsinga. Verðlagningu þeirra er að finna í verðlista sem ísafold gefur út. Þar segir að örk af þessum frí- merkjum, þ. e. a. s. 100 merkja örk sé 420.000 króna virði. Þetta verð kemur ekki á neinn hátt heim við verðlagningu sömu frímerkja í alþjóðlegum fri- merkjaverðlistum, t. d. Scott’s og Michel’s frá 1959 og ’60. Þar er frímerkisins getið að sjálfsögðu, en þar er ekki tilgreint neitt verð. Munu þir sem ábyrgð bera á útgáfu þessara viðurkenndu verðlista, ekki treysta sér til þess að ákvarða verðgildi þessara margnefndu frímerkja, af hvaða ástæðum sem það kann að vera. Ekki er vitað hver verðlagt hef ur þetta frímerki svo háu verði sem ísafoldar-verðlistinn segir, en þann verðlista tók saman Sig- urður Þorsteinsson hankaritari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.