Morgunblaðið - 28.01.1960, Síða 2

Morgunblaðið - 28.01.1960, Síða 2
2 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtutfagur 28. Jan. 1960 Vonin um björgun námumannanna dvínar dag frá degi, en örvæntingarfullir ættingjar bíða samt enn við námuopið. Kjœrböl víttur KAUPMANNAHOFN, 27. jan. — Einkaskeyti til Mbl. — Þingið felldi í dag með 85 atkvæðum gegn 73, tillögu stjórnarandstöð- unnar um að Kjærböl-málið yrði tekið fyrir ríkisrétt. Fimm rót- tækir einn vinstrimaður sátu hjá. Að frumkvæði stjórnarinn ar voru samþykktar vítur á Kjærböl vegna ummæla bans um álit Grænlandsskipstjóranna og ófullnægjandi skýringar á því. Einnig var samþykkt álykt- un um að stjórninni bæri að hraða samningu sérstaks laga- frumvarps um ábyrgð ráðherra Frá Heimdalli HRAÐSKÁKMÓT Heimdallar fór fram í Valhöll, sunnudaginn 24. janúar. Þátttaka var góð. Hraðskákmeistari félagsins varð Daði Guðmundsson, hlaut hann 12% vinning af 14 mögulegum. A mánudag hófst svo tvímenn- ingskeppni í bridge, og var þá spiluð fyrsta umferð af þremur. Þátttakendur eru margir í keppn inni, eða 14 pör. Að lokinni fyrstu umferð var röð keppenda þessi: 1. Asgeir og Hreinn 98,5 2. Gunnar og Gunnar J 86 3—4_ Gunnl. og Jóhann 82 3—4. Kristján og Friðjón 82 5. Bjarni og Þröstur 81 6. Bernharður og Torfi 79 7. Hámundur og Jónas 78.5 8. Óskar og Halldór 78,5 9. Sigurður og ólöf 77 10—11. Ólafur og Grétar 75 10—11. Iris og Anna 75 12. Magnús og Einar 70,5 13. Elías og Gunnar .. 66 14. Skúli og Valur 63 önnur umferð verður spiluð n.k. mánudag kl. 20 í Valhöll. Dagskrá Alþingis BOÐAÐUR er fundur í samein- uðu þingi, er hefst kl. 1,30. — Sex mál eru á dagskrá: 1. Hafnarstæði við Héraðsflóa, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 2. Veðdeild Búnaðarbankans, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 3. Siglufjarðarvegur, þáltilL — Hvernig ræða skuli. 4. Samstarfsnefndir launþega og vinnuveitenda, þáltill. — Hvernig ræða skuli. 5. Hagnýting farskipaflotans, þáltill. — Ein umr. 6. Vinnsla sjávarafurða á Siglu- firði, þáltilL — Ein umr. Nýr borhaus frá New York COALBROOK, Suður-Afríku, 27. jan. — Enn er allt í óvissu um björgun námuverkamannanna 435, sem hafa nú verið lokaðir inni í vikutíma, og menn gera sér orðið litlar sem engar vonir um að enn séu á lífi. Síðustu daga hefur verið borað með stærsta demantsbor hér í landi, en verkið hefur gengið seint, vegna ýmiss konar erfiðleika, sm við er að stríða. BjöHutegundin algeng hér í TILEFNI fréttar um skaðlegar bjöllur í haframjöli, sem birtist í einu dagblaðanna í gær, sneri fréttamaður blaðsins sér til borg arlæknis, Dr. Jóns Sigurðssonar, og spurði hann álits um mál þetta. Kvaðst borgarlæknir ekki hafa fengið fleiri en eina kvört- un um skordýr í þessu hafra- mjöli. Fleiri sýnishorn voru tek- in til athugunar en ekkert at- hugavert fannst í þeim. Bjöllu- tegund sú, sem hér um ræðir er algeng bæði hér og erlendis og ekki skaðleg. • Haframjöl þetta var pakkað í Pökkunarverksmiðjunni Kötlu. Sagði borgarlæknir, að samkv. eftirliti, sem fram hefði farið með því fyrirtæki, bæði fyrir og eftir þennan atburð, hefði þrifnaður þar ávallt verið í góðu lagi og síð ur en svo ástæða til umkvartana. 31 tróðst imdir TOKYO, 27. jan. — Allóvenju- legt slys varð í gær í Seoul, höfuðborg Kóreu. Vildi það til með þeim hætti, að fólk var að hraða sér í járnbrautarlest og hugðist skreppa út úr borginni, því að þá var almennur frídagur, og mikil þröng á stöðinni. Allhált var, og er talið að einhver hafi hrasað í hálkunni, en síðan hafi menn dottið hver um annan. — Varð það til þess að 31 maður tróðst undir og beið bana, og 50 meiddust. f dag var tilkynnt, að nú væi i á leiðinni frá New York nýr borhaus til að komast niður til mannanna, og á hann að taaa við af demantsbornum, sem nú hefur borað nær hálfa leið nið- ur. Vonast menn til að þessi nýi bor komizt á leiðarenda á föstu- dag, 29. Verður nú allt gert til þess að ganga úr skugga um hvort nokk- ur er enn á lífi, og í þeim til- gangi notuð ýmis næm tæki, sem bera hið minnsta hljóð eða högg upp á yfirborðið. Ef ekkert slíkt kemur í ljós, verður örlítil kvik- myndavél látin renna niður I gegnum borinn, þegar hann er kominn alla leið niður, og á hún að mynda umhverfið þar niðri. Tízkukóng- ur í feluleik PARÍS, 27. janúar. — Kven- fólkið starði af undrun og hrifningu, þegar St. Laurent sýndi í dag nýjustu tízkusköp un sína. En sennilega verða ekki allir jafnhrifnir, því það er ekki nóg með að St. Laurent hafi tekið ermarnar og kragana af kjólunum, held ur hefur hann líka klætt brjóstin og mjaðmirnar af kvenfólkinu. Reuter var a.m.k. svo djarfur að kalla þetta „feluleiks-tízku", Pokakjóllinn er sem sagt aftur í tízkunni. aukinn og endurbættur. Pilsfaldurinn á að hylja hnéskelina, en á síð- degiskjólum verður faldurinn síðari að aftan. Hið svonefnda „prinsessusnið“ verður alls- ráðandi á kvöldklæðnaði og talið er, að tízkusmíði St. Laurent hafi að miklu leyti mótazt af kjólunum, sem hann saumaði fyrir Farah Dibu áður en hún giftist Persakeis- ara. Ný lægb við Nýfundnaland LÆGÐIN, sem hefur lónað yfir Grænlandshafi undan- farna daga, var í gær orðin grunn og meinleysisleg. Var loftvog í lægðarmiðju komin upp í 1000 mb. úr 790 mb. — Hæðin yfir Grænlandi var aft- ur á móti orðin mikil, 1042 mb. þrýstingur í Meistaravík. Hér á landi var gott veður, austlæg átt, frostlaust og smá- skúrir við ströndina. Hlýjast var í Hornafirði, 6 stig, en kaldast á Blönduósi, 4 stiga frost. — Á kortinu sér á nýja lægð NA af Nýfundnalandi. Er ekki ólíklegt að hún láti til sin taka hér við land í dag eða á morgun. Veðurhorfur kl. 22 í gær- kvöidi: SV-mið: Hvass austan, rign- ing. SV-land til Breiðafjarðar, Faxaflóamið og Breiðafjarðar- mið: Austan og norðaustan stinningskaldi, víða úrkomu- laust. Vestfirðir, Vestfjarða- mið til NA-miða: Hvass norð- austan, rigning og síðan snjó- koma. Norðurland og NA- land: Norðaustan eða austan kaldi, slydda á annesjum. — Austfirðir, SA-land, Aust- fjarðamið og SA-mið: All- hvass austan, skúrir. — Óðinn Framh. af bls. 1. Bergsteinsson frá Landhelgis- gæzlunni, Gústav A. Jónasson ráðuneytisstjóri, Baldur Möller deildarstjóri, kona Péturs Sig- urðssonar forstjóra og skipaskoð unarstjóri, Hjálmar Bárðarson. Voru þeir við landganginn Eirík- ur skipherra og Pétur Sigurðs- son. — Var þegar gengið upp i brú. — Ávarp dómsmálaráðhemu A stjórnpalli ávarpaði dóms- málaráðherra skipshöfn Óðins og komst ráðherrann þannig að orði: „Ég veit ég mæli í nafni allra íslendinga, þegar ég býð ykkur velkomna til landsins. Margir ágætir menn hafa frá upphafi starf- að að íslenzku landhelgis- gæzlunni. Aldrei hefur meira reynt á en hin síðustu miss- eri. Aldrei hefur heldur bet- ur til tckizt. Við fögnum því, að nú hefur bætzt í hinn litla flota gæzluskipanna nýtt skip, sem samboðið er hinum vösku mönnum, er sækja sjó- inn til að gæta þar þeirra lífshagsmuna þjóðarinnar, sem við Iandhelgina eru tengdir. Hugur almennings lýsir sér í því, að í morgun afhentu fulltrúar fjáröflunarnefndar Iandhelgismerkisins mér 14 milljón króna, er varið skal, að svo miklu leyti sem til hrekkur, til kaupa á þyril- vængju, en henni er ein- mitt ætlaður staður á þessu nýja skipi. Með þessari fjár- söfnun sannaði þjóðin ein- hug sinn i landhclgismálinu vott vottaði gæzlumönnum þakklæti sitt. Ég endurtek árnaðarorð mín til allrar skipshafnar Óðins og lýsi sérstakri ánægju yfir, að Óðinn skuli nú í fyrsta sinn koma í ís- lenzka höfn undir stjórn Eiríks skipherra Kristófers- sonar og að með skipinu skuli einnig vera Pétur Sig- urðsson, forstjóri landhelgis- gæzlunnar, svo verðugir full- trúar allra landhelgismanna sem þeir báðir eru. Gifta fylgi hinum nýja, glæsta Óðni og megi hann koma rammefldur og heill á húfi úr hverri raun“. Lauk ráðherrann máli sínu. með því að biðja mannfjöldann að taka undir þessi orð sín með ferföldu húrrahrópi, er kvað við hátt og snjallt. Skipið skoðað Á eftir var ráðherra og öðrum gestum sýnt skipið stafna á milli. Brátt streymdu um borð nánir ættingjar og vinir varðskips- manna og einnig yfirmenn varð- skipanna Þórs og Alberts. — A bryggjunni stóðu menn álengdar og ræddu um skipið eins og vera ber og mátti þar t. d. sjá hinn gamla skipstjóra, Halldór í Há- teigi. — Niður á bryggjuna kom einn af starfsmönnum brezka sendiráðsins, því sjón er sögu ríkari. Hið nýja varðskip íslendinga var komið í höfn um það bil fjórum árum eftir að Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra. bar fram á Alþingi ályktun um smíði nýs varðskips fyrir íslend- inga. 27 manna skipshöfn er á Óðni. Eiríkur Kristófersson er skip- herra, Garðar Pálsson yfirstýri- maður og Kristján Sigurjónsson, yfirvélstjóri. GENF, 27. janúar. — Fulltrúi Ráðstjórnarinnar á fundin- um um eftirlit með banni um kjarnorkutilraunir sagði í dag, að Rússar mundu aldrei fallast á að undanþága yrði veitt um neðanjarðartilraunir með litlar sprengjur. Sagði hann, að bannið yrði að vera algert. I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.