Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 1
24 *»aður Togaraháseti missti handleggirm i slysi Patreksfirði, 16. febrúar. E IN N skipverja á togaran- um Þorsteini þorskabít frá Stykkishólmi, stórslasaöist snemma í morgun. — Heitir maðurinn Bergsteinn Þórar- insson og er frá Vestmanna- eyjum. Togarinn kom hingað inn með manninn. Fór hér fram mikil læknisaðgerð og varð að taka annan handlegg mannsins. Togarinn hafði verið að veið- um er slysið varð. Verið var að taka vörpuna inn. Öryggiskeðjan var komin á forhlerann, en Berg- steinn var forhleramaður. Gerði hann sig líklegan til að lása troll- vírnum úr hleranum og var að draga til sín slaka á vírnum er slysið varð. undir öxl, áður en tækist að stöðva spilið. Var handleggur Bergþórs mjög illa farinn. ★ LÆKNISAÐGERÐ Héraðslæknirinn hér tók strax við hinum slasaða manni, er togarinn kom hér inn kiukkan 1 síðdegis í dag. Svo illa var handleggurinn farinn, að óger- legt var að koma honum saman. Varð Hannes Finnbogason lækn- ir því að taka handlegginn af um miðjan upphandlegg. Taldi læknirinn líðan Bergsteins í kvöld vera eftir atvikum. Berg- steinn er einhleypur maður, 26 ára. Skipstjórinn á togaranum Þor- steini þorskabít sagði um Berg- stein, skömmu áður en hann lét aftur úrhöfn til veiða, að Berg- steinn væri úrvalsgóður sjómað- ur. — T. A. * SLASAÐIST ÍLLA Af óskiljanlegum ástæðum fór spilið sjálfkrafa af stað og tók þegar að vinda upp á sig vírinn. — Skipti engum tog- um að Bergsteinn varð fastur með handlegginn og dróst hann með vírnum gegnum topprúllu gálgans, allt upp Viðurkenna þarf rétt ríkja til efnahagslegs strand- öryggis Merkilegur bæklingur Kanadastjórnar um 6-:-6 milna tillögur hennar Eisenhower getur ekki hjólpoð Washington, 16. febr. (NTB). BRÉFIN streyma nú þús- undum saman til Hvíta húss ins og til dómsmálaráðu- neytisins með beiðnum um að Caryl Chessman verði náðaður. Færast bréfasend- ingar þessar stöðugt í auk- ana eftir þvi sem nálgast meir aftökudaginn. í flestum bréfanna er skor að á Eisenhower að sýna mannúð og stöðva aftöku Chessmans á síðustu stundu. En Eisenhower hefur ekkert vald til íhlutunar vegna þess að afbrot Chessmans falla undir lögsögu Kaliforníu-rík is. Það er því aðeins Ed- mund Brown ríkisstjóri í Kaliforníu, sem getur náðað fangann. KANADASTJÓRN hefur ný- lega gefið út hækling, sem hún nefnir „The Law of the Sea — A Canadian ProposaP (Réttarreglur á hafinu — Kanadísk tillaga). í þessum bæklingi, sem Kanadastjórn mun senda víða um heim, gerir hún ýtarlega grein fyr- ir tillögu þeirri, sem hún beit- Mynd þessi var tekin við komu Mikoyans til Ósló á sunnudag. Einar Gerhardsen (t. h.) heilsar honum. Milli þeirra er Grib- anov, sendiherra Rússa í Ósló. Ekki með dýnamít í vösum Mikoyan kveður Norðmenn Osló, 16. febrúar (NTB) — f dag lauk Noregsheimsókn Mikoyans. Hann heimsótti eins og ráð hafði verið fyrir gert skipasöfnin á Bygdöy, Kon Tiki, Fram og Ose- bergs-víkingaskipið. Skömmu áður en hann steig upp í flugvél sína á Fornebu flug velli átti hann fund með blaða- mönnum og svaraði hann mörg- um og margs konar spurningum. Eru kafbátarnir við Argentínu strendur rússneskir, spurði einn. — í hvert skipti sem ég heyri minnzt á þessa ímynduðu kaf- báta verður mér á að hugsa: En hvað það er mikið af heimsku fólki í heiminum. Haldið þið að hið opna alþjóðlega haf sé ekki nógu stórt? — Er það rétt að Sovétstjórnin hafi stungið upp á því, að Nikita Krúsjeff fái friðarverðlaun Nó- bels? — Ég hef ekki minnstu hug- mynd um það. — Hitt veit ég, að enginn stjórnmálamaður á fremur skilið en Nikita að hljóta þessi verðlaun. Allir vita að hann berst fyrir friði. — Hvað voruð þér að gera til Havana á Kúbu? — Ég fór ekki til Havana með dýnamít í buxnavösunum eins og amerískir blaðamenn óttuðust. Ég fór þangað í venjulegum ferðafötum, hjartahreinn og full- ur af góðvilja í garð Kúbubúa. ir sér fyrir í landhelgismál- unum um 6-J-6 mílna land- helgi og fiskveiðisvæði. Þá er gerð sérstök grein fyrir því, hvað skilur að tillögur Kan- adamanna og Bandaríkja- manna. En það eru hin svo- kölluðu „venjuréttindi“, sem Bandaríkjamenn vilja viður- kenna, en Kanadamenn leggja áherzlu á að ung ríki, sem skammt eru á veg komin °g hyggja á fiskveiðar í fram- tíðinni, geti ekki sætt sig við þau. Tillaga Kanada er svohljóðandi: 1. Ríki hefur rétt til að ákveða sjálft breidd lögsöguland- helgi sinnar allt upp að sex sjómílum út frá grunnlinu er draga má í samræmi við 4. gr. og 5. gr. 2. Ríki á fiskveiðisvæði í beinu framhaldi af lögsögu- landhelginni, sem nær allt út að tólf mílna takmörkum mælt frá sömu grunnlínu og lögsögulandhelgin og á þessu fiskveiðisvæði skal ríkið hafa öll sömu réttindi yfir fiskveiðum og vinnslu lífrænna auðæva hafsins, eins og það hefur i lögsögu- landhelgi sinni. Ekki töfralyf en von Meginmál bæklingsins hefst síðan á tilvitnun í ræðu George Drew aðalfulltrúa Kanada á síð- ustu Genfarráðstefnu. Þar sagði hann: „Er við leggjum fram kanadísku tillöguna, gerum við það ekki, vegna þess, að við telj- um okkur hafa fundið töfralyf, heldur aðeins í þeirri von, að hún megi bjóða möguleika á sam komulagi milli hinna gerólíku sjónarmiða, sem hér hafa komiðf fram.“ Framh. á bls. 23. Myndin var tekin á togara- bryggjunni í gær hjá fær- eyskum togara, sem þar lá. Fimm Færeyingar gengu saman á land, þeir fóru upp í bæ í verzlunarerindum. Það er sennilega ekki al- gengt, að erlendir sjómenn í höfn hér heri á skipsfjöl þá vöru, sem Færeyingarnir sóttu í land. — En þarna eru þeir við skipshlið, fyrir miðju er talsmaður þeirra, matsveinninn. — Sjá nánar á bls. 10. (Ljósm.: Ól. K. M.) Njassa menn — komu ekki ÞAÐ átti að verða stór dagur hjá blaðamönnum í Reykjavík í gær. Allmargir þeirra voru mættir úti á flugvelli um hálf- fimm leytið, því blaðafulltrúi Fiíugfélags íslands, Sveinn Sæmundsson, hafði tilkynnt blöðunum að sendinefnd frá Njassalandi væri væntanleg frá London. Hafði sendinefnd- in áður tilkynnt, að hún myndi biðja íslendinga að kæra Breta fyrir Mannrétt- indanefnd S.þ., vegna þess að þeir höfðu hneppt foringja þeirra í þjóðfrelsishreyfing- unni, dr. Banda, í fangelsi. Eins og skýrt er frá annars staðar í blaðinu, voru Hans G. Andersen, sendiherra, og hinn nýskipaði sendiherra Dana á íslandi og frú meðal farþega, en ekki bólaði á Afríku-mönn unum. Meðan beðið var eftir að þeir gengu út úr flugvél- inni, voru teknar myndir af sendiherrunum. En hvernig stóð á þessu? Afríkumennim- ir létu hvergi sjá sig. Hvar ætli þeir séu? spurði einn blaðamaðurinn — Að tala við flugfreyjurnar, svaraði annar, — og sá þriðji bætti við: — Ekki getur verið að þeir hafi Framhald á bls. 2. *»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.