Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 24
V E Ð R I Ð
Sjá veöurkort á bls. Z.
„Havn44
— Sjá bls. 10 —
Konu bjargað
r mmm •«• • •
ur Tjornmni
' f GÆRDAG féll kona niður um ís á Reykjavíkurtjörn, en var fljót-
lega bjargað. Kom þar einkum víð sögu nemandi úr Menntaskólan-
tm að Laugarvatni, Sigurgeir Ingvarsson, Eskihlíð 20, hér í bænum.
* BRÁST SKJÓTT VIÐ
Sigurgeir var á leið niður
á Bifreiðastöð íslands, til þess
að taka sér far austur með
áætlunarbíl, sem lagði af stað
héðan frá Reykjavík kl. 1. —
Var Sigurgeir í leigubíl. Var
bíllinn kominn á móts við Frí
kirkjuna. — Þá leit ég út á
Tjörnina og sá hvar kona
veifaði. Sá ég óðara að ísinn
hafði brotnað undan konunni,
sagði Sigurgeir, í símtali að
austan í gær við Mbl. Ég snar-
aði mér út á ísinn, því konan
var skammt frá landi. — Um
leið og ég sté út á hann,
heyrði ég að kallað var til
mín að leggjast niður. Var ég
kominn nokkra metra frá
tjarnarbakkanum og um það
hil að leggjast niður, er ísinn
hafa orðið kalt við þetta snögga
og óvænta bað í Tjörninni.
Ég fékk að hafa fataskipti á
BSÍ, og svo sem tveim mínútum
fyrir brottfarartíma bílsins, stóð
ég upp á búinn og tilbúinn að
halda austur. Forstjóri BSÍ vildi
endilega taka fötin mín og sja
um að láta hreinsa þau, og bíl-
stjórinn, sem ók mér í leigubíln-
um, vildi ekki leyfa mér að
borga. Lengri get ég ekki haft
þessa frásögn, sagði Sigurgeir að
lokum, en hann taldi sér ekki
hafa orðið meint af volkinu.
Lögreglan gat engar upplýsing
ar gefið um þetta óhapp. Það var
ekki komið í dagbók stöðvarinn-
ar. Aftur á móti voru gerðar ráð-
stafanir til þess að hindra frek-
ari óhöpp og voru grindur settar
upp kringum slysstaðinn.
Sendiherra Dana, Bjarne
Paulsen og Ólafur í Braut-
arholti heilsast á flugvellin-
um. — Sendiherrafrúin er á
milli þeirra og að baki sendi-
herrans sést Storr ræðismað-
ur.
(Ljósm. Mbl.. Ól. K. M.).
Fór upp á þak
leit yfir bœinn
Hættusvæðið á Tjörninni „víggirt" síðdegis í gær, eftir að kon-
an hafði farið niður úm ísinn. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
hrast undan mér og ég varð
allur holdvotur. En mér tókst
samt að brjótast til konunnar
og hjálpa henni.
* DREGIN í LAND
Einhver hafði kastað til okk-
ar kaðli. Konan, sem ég heyrði
strax að talaði ensku, virtist svo
óttaslegin þar sem hún stóð upp
undir hendur í vatni og aurleðju,
að hún virtist ekki ætla að grípa
í kaðalinn. Greip ég þá til kon-
unnar og dró hana með mér að
landi og hélt í kaðalinn með ann-
arri hendinni.
Ekki veit ég nein deili á þess-
ari konu, sagði Sigurgeir, en mér
virtist maðurinn, sem kallaði til
mín að leggjast niður á ísinn,
koma konunni til hjálpar, er á
land var komið. Hann var í
grænum bíl, sennilega Chevrolet,
og tók konuna upp í bíl sinn og
ók í burtu. Ég veit ekki meira
um þessa útlendu konu, en ég
jheyrði hana segja um leið og hún
hvarf inn í græna bílinn: „Var
það fíflalegt af mér....“.
* ÓVÆNT BAÐ
Sigurgeir sagði, að sér hefði
orðið mjög kalt. Og þá mun
, yesallings konunni ekki síður
Spilakvöld
HAFNARFIRÐI. — Félags-
vist Sjálfstæðisfélaganna í
kvöld og hefst kl. 8,30. VerS-
laun verSa veitt, eins og vant
er, og síðar heildarverðlaun.
í FEGURSTA veðri heilsaði
Reykjavík hinum nýja, íslenzk
ættaða sendiherra Dana, Bjarne
Paulson og konu hans Agnete.
Sendiherrahjónin komu hingað
síðdegis í gær. Eitt fyrsta verk
sendiherrahjónanna var, að fara
upp á þak sendiráðsins danska
og virða þaðan fyrir sér hið
fagra útsýni yfir bæinn, út á
Faxaflóa og fjallahringinn með
snæviþöktum fjöllum, — áður
en dimmt var orðið. Sendiherr-
ann og kona hans höfðu líka haft
orð á því hve þessi fyrstu sam-
eiginlegu kynni þeirra af land-
inu væru ánægjuleg, og sagði
sendiherrann að þeim þætti gam
an að vera komin hingað til
starfa.
Á Reykjavíkurflugvelli tóku á
móti sendiherrahjónunum Hend
rik Sv. Björnsson, ráðuneytis-
stjóri, L. Storr .ræðismaður og
kona hans, forstöðumaður danska
sendiráðsins H. Ege og einnig
var þar mættúr með hlýlega loð-
húfu, Ólafur Bjarnason bóndi í
Brautarholti, kominn ofan af
Kjalarnesi. Var hann kominn til
að fagna sendiherranum, en þeir
eru frændur, bræðrasynir, og
virtist kunningsskapur þeirra
náinn. — Já, sendiherrann kom
heim í Brautarholt fyrst er hann
var 10 ára gamall, en síðast kom
hann árið 1955, er hann var hér
á ferð ásamt H. C. Hansen for-
sætisráðherra, sagði Ólafur við
Morgunblaðið.
Bjarne Paulsen sendiherra á
að baki sér um 20 ára starfsferil
í dönsku utanríkisþjónustunni.
Hann hefur verið við sendiráðið
danska í London og París og
verið deildarstjóri utanríkisráðu
neytisins. Nú er hann tók við
sendiherraembættinu hér var
hann við danska sendiráðið í
Bonn. Kom hann mjög við sögu
í njósnamálinu kringum Blichen-
berg sendiráðunaut við hið
danska sendiráð.
Lögfræðingur
Bjarne er lögfræðingur að
menntun. Kona hans er Agnete
og er hún dóttir Boeg dómara í
Kaupmannahöfn. Eiga þau tvö
börn, uppkomin bæði, og munu
þau flytjast hingað til foreldra
sir.na innan skamms.
Þegar sendiherrahjónin komu
í gær í fyrsta skipti í danska
sendiráðið, þar sem allt hefur
verið málað, beið þeirra þar
fjöldi blóma með árnaðaróskum
frá Dönum og íslendingum.
Stjórnmála-
námskeið
Heimdallar
NÆSTI fundur er í kvöld kl.
8,30 í Valhöll. Á fundinum mæt-
ir Magnús Jónsson, alþingismað-
ur, og talar um fundarstjórn og
fundareglur.
Iðjufundur í kvöld
Kjara- og félagsmál
STJÓRN IÐJU, félags verksmiðjufólks, hefur boðað
til almenns félagsfundar í Sjálfstæðishúsinu í kvöld kl. 8,30.
Stjórnarkosningar standa fyrir dyrum í félaginu og eins og
venja hefur verið undanfarin ár munu félagsmál í því sam-
bandi verða til umræðu, en annars verða kjaramálin aðal-
efni fundarins.
Kommúnistar hafa undanfarið haldið uppi miklum
áróðri meðal iðnverkafólks í því skyni að búa í haginn fyrir
sig í væntanlegum stjórnarkosningum og reyna að endur-
heimta völd sín í Iðju.
Eru lýðræðissinnar í Iðju eindregið hvattir til að fjöl-
menna á fundinn í kvöld til að koma i veg fyrir hvers kon-
ar tilraunir kommúnista til að misnota félag þeirra í póli-
tískum tilgangi.
Efnahagsmólin
í efri deild
EFNAHAGSMÁLAFRUM-
VARP ríkisstjórnarinnar kom
til 1. umræðu í efri deild Al-
þingis í gær. Forsætisráð-
herra, Ólafur Thors, talaði
fyrir því í fáum orðum. —
Minntist hann á nokkur atriði
þess sérstaklega, en kvað frv.
að öðru leyti það mikið rætt
af sinni hálfu að þar væri
litlu við að bæta. Mæltist for-
sætisráðherra til þess, að af-
greiðslu frumvarpsins yrði
hraðað svo sem kostur væri í.
deildinni, en að sjálfsögðu
mætti búast við því, að þing-
menn deildarinnar vildu ræða
það ítarlega.
Fjórir næstu ræðumenn í efri
deild í gær voru Jón Þorsteins-
son, Hermann Jónasson, Alfreð
Gíslason og Sigurvin Einarsson.
Klukkan hálffjögur var gert
hlé á fundi og sátu þingmenn
síðdegisboð forseta íslands. —
Fundi var fram haldið kl. 9 og
stóð hann enn er blaðið fór í
prentun. Þá var Ólafur Björns-
son að tala. Áformað var að ljúka
umræðunni.
Verðgrundvöll-
urinn í dng eða
ó morgun?
í DAG eða á morgun er lík-
i legt að til tíðinda dragi á
samningafundum sexmanna-
nefndarinnar um verðlags-
grundvöll landbúnaðarvara.
Enn situr við sama og hefir
samkomulag ekki náðst, en
fundur átti að vera í gær-
kvöldi «g nótt og er ekki
ólíklegt að á honum hafi
verið ákveðið hvort gengið
skyldi til samkomulags eða
málinu vísað til yfirnefndar.