Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 14
14
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 17. febr. 1960
77/ sölu
6 herb. einbýlishús eða í
skiptum fyrir 2ja herb. íbúð
Milligjöf. Tilboð merkt: Soga-
vegur — 9607, sendist afgr.
Mbl. fyrir föstudag.
LOFTUR h.t.
LJÓSMYNDASTOFAN
Ingólfsstræt: 6.
Pantið tíma í síma 1-47-72.
Einar Ásmu idsson
haestaréttarlögmaður.
Hafsteinn Sigurðsson
héraðsdómslogmaður
krifstofa Hafnarstr. 8, II. hæð.
— Ræða Bjarna
Benediktssonar
Framhald af bls. 13.
nú tökum afleiðlngunum af með
því að viðurkenna gengislækk-
unina, sem raunverulega varð.
Innlánadeildirnar
í>á er það og fjarstæða að verið
sé að níðast á einhverum með
því að láta sömu lög gilda um
innlánsdeildir kaupfélaga og
aðra sparisjóði. Þegar lögleitt
var skattfrelsi sparisjóða fyrir
nokkrum árum, þótti sanngjarnt
eigendur í innlánsdeildum kaup-
félaga nytu þar skattfrelsis, eins
og aðrir sparifjáreigendur. Þeir
sem vilja njóta hlunninda,
verða einnig að taka á sig skyld-
una, þegar þjóðarþörf krefur. Nú
er sagt, að þama sé einungis um
að ræða rekstursfé þessara félaga
og þar með í rauninni mannanna
sjálfra. En hverjir aðrir, ser-.hafa
eigið fé í rekstri, njóta skatt-
frelsis af því fé?
Þá er talað um það, að þetta
fé eigi að draga til Seðlabankans
í Reykjavík úr byggðum lands-
ins. En beinlínis er til þess ætl-
azt að lána þetta fé aftur til
útflutningsframleiðslunnar um
allt land í því skyni, að hún geti
haldizt af fullum krafti. Þar
verða allir að leggja sitt fram.
Þar tjáir engum, allra sízt þeim,
sem sérstakar hlunninda njóta,
eins og skattfrelsis, að skorast
undan að leggja fram sinn skerf.
Ný stefna
Ein af meginfjárhagsorsökun.
um til þess, að fyrri ráðstaf-
anir í efnahagsmálum hafa
ekki til frambúðar náð til-
gangi sínum, var sú, að bank-
arnir gættu ekki hófsemi í út-
Iánum svo að fjárfesting varð
of mikil, m.a.s. að það fé, sem
sagt var að væri lánað til fram
leiðslu var í raun og veru í
mörgum tilfellum sett í annar
lega fjárfestingu. Þess vegna
er takmörkun útlána óhjá-
kvæmileg.
Framsóknarmenn segja nú:
Gengisbreyting kann út af fyrir
sig að vera í lagi, með henni
höfum við oft verið áður, en við
viljum bara alls ekki breyta til
um stefnu.Þessi var og er skoð-
un Framsóknarmanna. Þar eru
þeir samræmir sjálfum sér. En
fyrri ráðstafanir entust jafn illa
og raun ber vitni, vegna þess að
ekki var breytt um stefnu. Það
dugar ekki hvað eftir annað
með fárra ára millibili að taka
afleiðingunum af því, að búið er
að fella gengio, en gera ekki jafn
framt ráðstafanir til þess að
koma í veg fyrir að gengisfell-
ingin haldi áfram, heldur leggja
jafnvel grundvöll að framhaldi
hennar með ráðstöfunum, sem
gerðar eru, jafnskjótt og viður-
kennd er afleiðing hins fyrri
ófamaðar.
Það er sú stefnubreyting, að
koma í veg fyrir hinar stöð-
ugu síendurteknu ráðstafanir
ár frá ári, fyrst bráðabirgða-
ráðstafanir og síðan viðurkenn
ingu undanfarinna gengisfell-
inga á nokkurra ára fresti,
sem hér er ætlunin að gera.
Sinnar gæfu smiðir
Andstæðingar þessa máls segja,
að með þessu eigi að stofna til
yfirráða peningavaldsins í land-
inu. Meiri fjarstæða er ekki til.
Það er einungis að því stefnt að
koma málum okkar í sama horf,
sem sjálfsagt þykir, t. d. á Norð-
urlöndum, sem til fyrirmyndar
eru talin í efnahags- og félags-
málum. Verðlagseftirlit, skatt-
lagning og yfirstjóm bankamála
skilja ríkinu eftir ærna mögu-
leika til áhrifa á atvir.-.ulífiö —
enda þau úrræði sem nú er beitt
í lýðfrjálsum löndum í þessu
sky. •' — þó að .ætt sé að beita
höftum og bönnum til að drepa
ftamkvæmdaþrek manna í
dróma.
Hér er spurningin um það,
hvorir eigi að ráð^ málum borg-
aranna, fólkið sjálft, einstakling-
arnir eða nokkrir ofureflismenn
stjórnmálatogstreitunnar. Það
sem hér er um að ræða, er hvort
vilja menn halda við nefndafarg-
aninu, auka skriffinnsku, setja
á ný og harðari höft, en nokkru
sinni áður, með þeim afturkipp
í framför lífskjaranna, sem við
höfum sorglegan vitnisburð um
hér á landi, eða taka upp sams
konar stjórnarhætti og fjármála
kerfi og bezt hefur gefizt með
öðrum lýðfrjálsum þjóðum?
Til þess að ná þessu marki þarf
nokkkrar fórnir í bili, og er þá
einkum reynt að vekja óánægju
æskumanna, þeirra sem eiga að
erfa landið.En vilja þeir taka við
efnhagslega ósjálfstæðu landi?
Trúa þeir á að stjórnarfarslegt
frelsi haldist lengi, eftir að efna-
hagslegt sjálfstæði er úr sögunni?
Vilja æskumenn íslands una ofur
veldi misviturra stjórnarherra,
eða óska þeir eftir að mega vera
sinnar eigin gæfu smiðir?
Skíðaskólínn
á ísafirði
SKÍÐAFÉLAG ísafjarðar hefur
nú að fullu endurreist skiðaskála
sinn í Seljalandsdal. Um 10 ára
skeið rak félagið skíðaskóla í
skála sínum þar í dalnum, undir
stjórn hins góðkunna skíðakenn-
ara Guðmundar Hallgrímssonar
frá Grafargili við önundarfjörð.
Er skálinn eyðilagðist í snjóflóði
1953, lagðist starfræksla skólans
niður.
I fyrra hófst starfræksla skól-
ans að nokkru leyti, en þann 1.
marz n.k., verður hún hafin að
fullu. Skólinn mun starfa fram
undir páska eða í 6 vikur. Skóla-
stjóri og kennari verður Hauk-
ur Sigurðsson, sem er kunnur
skíðamaður og hefur iðkað skíða
íþróttir innanlands og utan. —
Kostnaður mun nema kr. 2000,00
fyrir mánaðardvöl. í þeim kostn-
aði er matur, húsnæði, ljós, hiti,
kennsla o. fl. Skólinn getur að-
eins tekið 20 manns. Þeir nem-
endur, sem dveija allan skóla-
tímann og ljúka prófum í skiða-
íþróttum, hljóta skilríki, ,em
veita þeim rétt til þess að annast
leiðbeiningar í skíðaíþróttum.
Meðan skíðaskólinn starfaði
dvöldu þar við nám ýmsir þeir,
sem nú um skeið hafa verið 'ind-
vegis skíðamenn landsins, svo og
nokkrir íþróttakennarar.
Umsóknir um skólavist sendist
til Sigurðar Jónssonar formanns
Skíðafélags ísafjarðar eða til
fræðslumálaskrif st. (íþróttafull-
trúa), Reykjavík.
Kaupum hreinar
léreftsfuskur
Jf^rentámiÍja Ifí/Jor^anLÍa^
látná
Hef opnað
Bílamálun að Ármúla 14.
Fljót og góð vinna.
|
Rýmingarsala til undirbúnings vorkauptíðar
Gætið að yðar eigin hag. Ennþá er hægt að kaupa hjá okkur margskonar nytsaman og góð-
an skófatnað við hagstæðu verði
Spánskir vinnuskcff, uppháir úr leðri, með
sérstaklega þykkum sóla. Þola vel olíu og
raka, verð aðeins kr. 230.—
Tékkneskir vinnuskór karlm. brúnir og
svartir, vetrð kr. 175.— til 230.—
Spánskir barnaskór, verð frá kr. 80.—
Spánskir og íslenzkir kvenskór, verð frá
kr. 150.—
Eldri gerðir af spönskum kvenskóm, venrð
frá kr. 100.—
Inniskór og töflur, verð frá k»r. 35.—
Spánskar bomsur, verð frá kr. 75.—
Rýmingarsalan sfendur aðeins þessa viku. Gamlir
og nýjir viðskiptavinir nota þetta einstœða tœkifœri
til hagstœðra viðskipta
Aðalstrœti 8