Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 10
10
MORCUNRT 4 Ð1Ð
Miðvik'udagur 17. febr. 1960
„Havn”
er of danskt
FÆREYSKUR togari var 1
höfninni í gær. Ljósmyndari
og fréttamaður Mbl. fóru á
stjá til að forvitnast um erindi
hans. Á togarabryggjunni
mættum við fimm skipverj-
iun, þeir voru að fara upp í
bæ. Fyrir þeim fór miðaldra
inaður, fjörlegur og upplits-
tíjartur. Hann var ' hvítum
léreftsbuxum. Hinir voru
yngri, sennilega allir innan
við tvítugt. Þeir voru í þykk-
um vaðmálsbuxum og lopa-
peysum.
Við stönzuðum, buðum góð-
an dag og bættum við: Þið
eruð á fallegu skipi!
— Já, já, við eigum mikið
af svona skipum, svaraði sá í
léreftsbuxunum. Hinir fjórir
stóðu þöglir að baki hans með
hendur í vörum.
„Havn“ er svo danskt
— Okkar skip er sex ára.
Það er smíðað í Vestur-Þýzka-
landi og gengur 12 mílur, hélt
hann áfram og brosti. Við eig-
um 15 svona stóra, rúmlega
gömlu togurunum?
— Já, öllum, við bindum
þá bara við bryggju!
— En hvað heitir ykkar tog
ari?
kyrrir að baki hans. —
„Havn“ er svo danskt, bætir
hann við.
— En hér er messinn, segir
hann og tekur í öxl þess
Patursson sagði frá Íslandsferðinni
500 tonn. Og nú kaupum við
fjóra enn stærri frá Belgíu,
þrír eru komnir. Svo erum við
búnir að fá 12 nýja línuveið-
ara frá Noregi, 200—250 tonn.
Og við fáum fleiri. Þetta er
dálítið, segir hann, brosir og
kinkar kolli.
— Búnir að leggia öllum
— Jóhannes Fonsdal.
— Og hvaðan?
Hvar fást kindahausar?
— Frá Vestmannahavn. Við
segjum nú bara Vestmanna,
heldur sá á léreftsbuxunum
áfram og snýr sér að ungling-
unum sem enn standa graf-
minnsta. Hann er bara 14 ára.
Hann er yngstur um borð. Ég
er elztur af þessum! Hann
hlær við: — Ég er sko kokk-
urinn!
•— Við erum að fara í búð.
Vð ætlum að kaupa kinda-
hausa, hálfan haus fyrir
hvern. Fimm hálfa.
Skipan verblagningar búvöru
um margt til fyrirmyndar
Jómtrúræða Jónasar Péturssonar við
2. umr. frv. um framleiðsluráð
Á FUNDI neðri deildar Al-
þingis í gær var frumvarp til
laga um breytingu á lögum
um framleiðsluráð landbúnað
arins o. fl. tekið til 2. umr.
Jónas Pétursson, 3. þm. Aust-
urlahds, hafði framsögu fyrir
frv. af hálfu landbúnaðar-
Jónas Pétursson,
3. þm. Austurlánds
íiefndar og flutti jómfrúræðu
sína á Alþingi. Fórust honum
orð á þessa leið:
Landbúnaðarnefnd hefir athug
að frumvarpið sem hér liggur
fyrir og leggur einróma til að
það verði samþykkt óbreytt. Hér
er um að ræða staðfestingu á
bráðabirgðalögum, sem gefin
voru út af hæstvirtum ráðherra
15. des. sl., en þau voru lög-
gilding á samkomulagi, er gert
var milli fulltrúa framleiðenda,
þ.e. bænda annars vegar og full-
trúa neytenda hinsvegar um
nokkuð breytta skipan á verð-
lagsmálum landbúnaðarins. Þessi
bráðabirgðalög voru grafskrift á
leiði hinna fyrri bráðabirgða-
laga. Þessi, sem héx liggja fyrir
í frumvarpsformi upphófu anda
og efni hinna fyrri, sem svo mjög
höfðu valdið deilum. Og það sem
mest er um vert: Þetta var gert
með samkomulagi milli þeirra,
sem hér eru fyrst og fremst að-
ilar, því skal heldur ekki gleymt
að hæstvirtur landbúnaðarráð-
herra hafði um þetta samkomu-
lag ötula og farsæla forustu. Og
ég tel skylt að taka það einnig
fram að eindreginn samkcmu-
lagsvilji ríkti hjá flestum þeirra,
er að lausn þessa máls unnu.
TiX fyrirmyndar.
Ég held að sú skipan, sem hér
er um búvöruverðið mætti um
margt vera til fyrirmyndar. Og
ég tel sérstaka ástæðu að vekja
athygli á því, að það eru aðrar
stéttir, sem ákveða bændum
kaupið. Þeir haia aldrei frum-
kvæði um hækkunarkröfur. Þeir
hafa aðeins tryggt sér rétt til
samskonar launa og aðrar hlið-
stæðar starfsstéttir. Sæta bæði
hækkun og lækkun að annarra
frumkvæði. Ákvæðið um gerð
eða hlutlausan úrskurð, ef ekki
næst samkomulag, er hið merki-
legasta og mætti vera til fyrir-
myndar. Það er byggt á virðingu
fyrir lögum og rétti, vottur fél-
l agslegs skilnings.
Treysta á þegnskap og skilning
Við 1. umr. málsins hér í hátt-
virtri deild, kom fram athuga-
semd frá háttv. þingmanni, Jóni
Skaftasyni, um það, að enn væri
ekki skýrt tekið fram í frum-
varpinu um skyldur sexmanna-
nefndarhlutanna til að nefna
mann í yfirnefnd. Það er æski-
legast að mega nú treysta á
þegnskap og skilning, þar sem
þessi ákvæði eru nú beinlínis
byggð á samkomulagi. Og ég
held að deilan í haust hafi orðið
flestum slíkur lærdómur, að
naumast þurfi að óttast að reynt
verði að brjóta gegn anda þess-
ara laga, er þau hafa öðlast fulln
aðargildi — a.m.k. ekki í bráð.
Sðvarð Sigurðsso. tók til máls
og taldi rétt, að bráðabirgðalög-
in yrðu felld inn í lögin um
framleiðsluráð.
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar
ráðherra, kvað þetta atriði hafa
komið til i,als og gæti hann því
tékið undir þessa úllögu. Þannig
yrðu lögin betri í sniðum.
Jónas Pétursson kvaðst einnig
viðurkenna athugasemd Eðvarðs,
og hefði komið til tals í nefnd-
inni ,að umsemja 2. kafla lag-
anna á þennan hátt.
Frv. var vísað til 3. umr. með
25 samhljóða atkvæðum.
Gjöf til
Bessastaðakirkju
FRÚ Guðrún Johnson hefur
gefið og afhent til Bessastaða-
kirkju 'tvo forkunnarfagra og
mikla silfurstjaka til minningar
um mann sinn Ólaf Johnson stór-
kaupmann.
Reykjavík, 16. febrúar 1960.
(Frá skrifstofu forseta íslands)
— Hvar fást kindahausar?
spyr kokkurinn — og nú fá
félagar hans fyrst áhuga á
umræðunum.
Viff viljum soffna
Við ákveðum að leiðbeina
sjómönnunum og göngum með
þeim upp í bæ. Kokkurinn
gengur á milli okkar, ungling-
arnir fylgja á eftir í halarófu.
— Kindahausar eru til í
Færeyjum, bara ekki nógu
mikið af þeim. Við fáum þá
stundum í Englandi, en mér
finnst þeir mjög góðir hér,
segir kokkurinn. Við ætlum
að kaupa soðna hausa, við
ætlum að borða þá strax.
Þeir fara á gömlu skúturnar
— Við höfum nógan mat um
borð, það er ekki það. Við
komum beint frá Tórshavn,
nóg af mat. En úr því að rad-
arinn bilaði og við komum
hingað, þá er sjálfsagt að fá
kindahausa. Finnst ykkur það
ekki?
— Var Erlendur Patursson
kominn heim, þegar þið fór-
uð frá Færeyjum? spyrjum
við.
— Já hann var kominn.
Hann fór fyrst með flugvél til
Kaupmannahafnar, svo kom
hann með Tjaldi. Það var
fundur í stjórn Fiskimannafé-
lagsins, svo sagði hann frá Is-
landsferðinni í útvarpinu.
— En var enginn almennur
fundur haldinn í félaginu um
málið?
— Ekki áður en við fórum.
Það getur vel verið að þeir
haldi fund, ég veit ekkert um
það. En ég veit, að færeyskir
sjómenn koma ekki til íslands.
Það voru margir tilbúnir að
fara, biðu og gerðu ekkert á
meðan. En nú fara þeir á
handfæri á skútunum, gömlu
skútunum. Þeir fiska bara við
Færeyjar.
— Við á togurunum fiskum
hins vegar við Island. Það er
betra en að fiska heima, enda
þótt aflinn sé ekki eins mik-
ill hér og áður. Allir færeysku
togararnir eru á Halanum.
Það er sæmilegt þar, fjórir
eru að sigla til Englands núna.
Við höfum farið á Nýfundna-
landsmið, fórum í fyrrasumar.
Lítið varið í það, enginn fisk-
ur.bara einn og einn. Ekki
einu sinni nóg fyrir kokkinn!
—sagði hann og hló.
Þegar hér var komið stóð-
um við í „Síld og Fiskur" í
Austurstræti.
— Soðnir sviðahausar?
spurðum við.
— Nei, bara ósoðnir!
— Við viljum soðna, sagði
kokkurinn og var ákveðinn —
í sölubúff Sláturfélagsins viff
Hafnarstræti keyptu Færey-
ingarnir matföngin, tíu „hálfa
hausa“. Kokkurinn flengst t.
h.) hefur lagt peningana á
borðið og afgreiffslumaðurinn
sett þá „hálfu“ í tvo poka,
sem líka eru komnir á borffið.
og fjórmenningarnir að baki
hans kinkuðu kolli honum
til stuðnings, en sögðu ekkert.
AUir hausar á gamla genginu
Þá fórum við í Slátur-
félagið í Hafnarstræti! Og öll
hersingin þrammar yfir Aust-
urstræti.
— Mínir strákar vilja borða
hausana strax, við megum
ekki vera að því að bíða eftir.
að þeir soðni, segir kokkur-
inn til frekari skýringar.
í Sláturfélaginu eru þeir til
soðnir.
— Hvað kostar hálfur —
100 krónur spyr kokkurinn
og er dálitið órór.
— Nei, þrettán, fjórtán kr.
kjamminn var svarið.
— Það er ekkert, segir kokk
urinn við piltana.
— Er ekki komið nýtt
gengi? spyr hann og snýr sér
að okkur.
— Nei, ekki ennþá.
— Hvað þá?
— Það gamla.
— Er ekki einu sinni hægt
að fá kindahausa á nýja
genginu?
— Allir hausar enn á gamla
genginu.
— Þið skuluð fara í bank-
ann og skipta peningunum,
segir afgreiðslumaðurinn.
En nú er klukkan það margt
að búið er að loka bönkunum.
Ekki svo bölvaff
Afgreiðslumaðurinn er á báð-
um áttum, hann fellst þó á
að selja þeim sviðin fyrir fær-
eyskar krónur og við ljós-
myndarinn förum að reikna út
hvað fimm sviðakjammar
kosta á gamla genginu með
55% álagi.
— 17 krónur færeyskar er
niðurstaðan.
— Þá fáum við tvo hálfa á
mann, segir kokkurinn. En
þegar nýja gengið kemur
kaupum við þrjá hálfa á
mann. Þá verða mínir strákar
saddir.
Svo-horfum við á eftir kokk-
inum með sinn sviðapokann
undir hvorri hendi og félög-
um hans í halarófu á eftir hon
um niður að höfn. Það er senni
Jega ekki svo bölvað að rat-
sjáin bilar stöku sinnum.
— hj.k