Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 21
Miðvikudagur 17. febr. 1960 MORCU1SBL4Ð1Ð 21 U* * 0 0 0 0*000000 001,0.0'00- 00 0 0 0«0’>0-0^10C0i0 Í0040<0»0"0^^<0<0J0~ 't^nrx</ skrifar um: KVIKMYNDIR ^0 00000000 0*000000 00000 00 0 00 00000 0 00 0X0!«0i0* Austurbæjarbíó: TRAPPFJÖLSKYLDAN ÞETTA er þýzk mynd í litum. Er myndin byggð á raunverulegum atburðum, er gerðust í Austur- ríki nokkru fyrir síðari heims- styrjöld, er veldi Hitlers stóð sem hæst og hann sameinaði Austur- ríki þýzka ríkinu (die Anschluss). Maria Trapp, barronessa, ein af aðalpersónum atburðanna (og í myndinni) hefur skrifað endur- minningar sínar og á þeirri frá- sögn er myndin byggð. Trapp baron, sem verið hafði i hernum í fyrri heimsstyrjöldinni, var orð- inn ekkjumaður með stóran barnahóp, er ung stúlka úr klaustri skammt frá höll barons- ins, Maria, að nafni, réðist til hans til að annast börnin. Hún gerði það með hálfum hug, því baroninum hafði gengið illa að halda þjónustufólki, enda var hann harðstjóri á heimilinu og ól börn sín upp eins og þau væru undir heraga strangs liðþjálfa. Maria tók þegar til sinna ráða og leyfði börnunum að leika sér frjálslega, eins og börnum er eðlilegt, lék sjálf með þeim og kenndi þeim söng og að leika á ýms hljóðfæri. Trapp baron tók þessu illa í fyrstu, en Maria var ákveðin og einörð og benti hon- um á hversu skaðlegt það væri börnunum að fá ekki að njóta frjálsræðis og leika sér eins og önnur börn. Baroninn sá brátt að Maria hafði á réttu að standa og hann dáðist að mannkostum henn ar og yndisþokka. Vegx,_ atviks eins, sem kom fyrir í höhmni, ákveður Maria að fara þaðan aft- ur í klaustrið, en þá verður bar- oninum ljóst að hann elskar hana. Hún ber sömu tilfinningar til hans og þau giftast. Skömmu síð- ar verður baroninn eignalaus og þau neyðast til að gera höllina að hóteli. Maria og dr. Wasner hafa æft barnahópinn í höllinni í söng og hljóðfæraslætti með þeim árangri að börnin vinna glæsilegan sigur í opinberri söngkeppni. En nú dynur óhamingjan yfir. Austur- ríki er sameinað Þýzkalandi og glæpalýður Hitlers veður þar uppi með hvers konar fantabrögð um. Trappfjölskyldan neyðist til að flýja land — og fer til Ame- ríku. Þar horfir erfiðlega fyrir henni í fyrstu, en úr því rætist von bráðar og á barnakórinn að- alþáttinn í því. — Mynd þessi er afburðavei gerð og ágætlega leikin, end ‘>ef- ur hún vakið geysihrifnmgu hvarvetna þar sem hún hefur ver ið sýnd. Ruth Leuwerik, sem leik ur Mariu er gædd miklum yndis- þokka og leikur hennar er frá- bær. Hans Holt, sem leikur oar- oninn er og mjög glæsilegur mað ur og leikur hans prýðisgóður. Börnin syngja Ijómandi vei, og flest annað prýðir þessa ágætu og Ijúfu mynd. HAFNARBÍÓ: Parísarferðin. ÞETTA er amerísk gamanmynd í litum og Cinemascope. Á tilrauna stöð bandaríska hersins upp und- ir norðurpól dveljast 104 menn, alveg einangraðir. Þeir hafa verið þarna í sjö mánuði og hið andlega ástand þeirra er komið á það stig að þeir eru orðnir eirðarlausir og hugsa helzt ekki um annað en kvenfólk. Ráðamenn í Washington sjá að hér er brýn þörf að gera eitt- hvað til lausnar þessu vandamáli. Verður það úr að ákveðið er að einn þeirra 104 hermanna skuli fyrir hÖnd félaga sinna sendur til Parísar, þar sem hann á að fá að njóta lífsins í hinni heillandi heimsborg í ríkum mæli. Þessi ferð fellur í skaut Paul Hodgers, en af þvx að hann er þekktur að því að vera ærið léttúðugur og brösóttur í kvenna- málum þykir rétt að senda með honum eftirlitsmann er hafi gát á framferði hans. Fyrir valinu verða ungfrú Vicki Loren liðs- foringi og Collins yfirforingi og auk þeirra tveir fílfefldir herlög reglumenn, sem ekki mega víkjs frá Paul. En Paul er líka séð fyrii skemmtilegum félaga, þar sem er hin fagra kvikmyndastjarna, Sandra Roca. — Þau verða sam- ferða í flugvélinni til Parísar og tekst með þeim þegar goður kunn ingsskapur. Þegar til Parísar kemur neytir Paul allra bragða til að hitta Söndru og tekst það furðuvel, þrátt fyrir árvekni her lögreglumannanna og Vicki Loren. — En af því að Paul er mesti myndarmaður og ágætur náungi, þrátt fyrir allt, þá segir kveneðli Vicki liðsforingja til sín, og af því að hún er fríð og heillandi stúlka þá fer hjarta Pauls af slá hraðar í návist henn. ar. — En ekki er vert að segja það nánar. Það skal aðeins sagt, að mynd þessi er bráðsskemmti- leg og ágætlega leikin. Þau hjónin Tony Curtis oog Janet Leigh leika Poul og Vicki, en Linda Christel leikur Söndru. BÆJARBÍÓ: Stúlkan frá fjölleikahúsinu. ÞETTA er ítölsk mynd, er fjall- ar um fjölleikaflokk, sem ferð- ast um og á við bág kjör og mikla erðileika að búa. Checco, skop- leikari flokksins, sem er trúlof- aður Melinu, dóttur fjöleikahús- stjórans, er mjög veikur fyrir kvenlegri fegurð og gengur með þær grillur að hann sé mikill listamaður og fæddur leikhús- stjóri. Þegar hin unga og fríða Liliana, bætist í leikflokkinn, missir Checco alla stjórn á sér af ást til hennar. Hún á hins vegar það markmið eitt að öðlast frama á leiksviðinu, og henni tekst það og þar með er lokið samvistum hennar og fjölleika- flokksins. Gengur nú á ýmsu fyrir Checco, en allt, sem hann tekur sér fyrir hendur mistekst. Að lokum sjáum við hann eins og hann byrjaði, með hinum gömlu félögum sínum og við • sama baslið og áður. Mynd þessi mun í einu dönsku blaði hafa verið talin mikið lista verk og blaðið gefið henni fjór- ar stjörnur. Á ég bágt með að skilja það, því að mínu viti er myndin mjög efnisrýr og lítið skemmtileg. Gegnir furðu að jafn ágætir leikarar og Giulietta Masina og Peppino De Filippo og jafn snjall leikstjóri og Fell- ini skuli hafa verið hér að verki. Finnst mér myndin ekki sam- boðin svo ágætum listamönnum. Samkomur Fagnaðarerindið boðað á dönsku í Betaníu, Laufásveg 13, hvert fimmtudagskvöld kl. 8,30. Allir velkomnir. Helmut Leich- senring og Rasmus Prip Biering tala. Kristniboðssambandið Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30 í kristniboðshúsinu Betania, Laufásvegi 13. Ólafur Ólafsson, kristniboði talar. — Allir eru hjartanlega velkomnir. Fíladelfía Unglinga-samkoma kl. 8,30. — Barna-samkoma kl. 6, að Herjólfs götu 8, Hafnarfirði. Almenn sam- koma kl. 8,30 á sama stað. Almenn samkoma Boðun fagnaðarerindisins Hörgshlíð 12, Reykjavík, 1 kvöld, miðvikudag kl. 8. I. O. G. T. St. Sóley nr. 242 Fundur í kvöld kl. 20,30. Anna og Ingimar sjá um hagnefndar- atriði. — Fjölmennið. — Æ.t. Stúkan Einingin nr. 14 Fundur í kvöld kl. 8,30. Yngri stjórna fundi. — Flokkakeppnin heldur áfram. 2. flokkur verður á sviðinu í kvöld með sín skemmtiatriði. — Æðstitemplar. BLOIVI Daglega nxikið úrval af nýafskornum biómura BLÓMABÚÐIN RUNNI, Hrísateig 1. — Sími 34174 (gengt Laugarneskirkju). Veifingastofa í fullum gangi á mjög góðum stað til sölu. Hag- kvæmir greiðsluskilmájar, ef samið er strax. Nánanri upplýsingar gefa: MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA L. Fjeldsted, Á. Fjeldsted, Ben. Sigurjónsson Lækjargötu 2, IV hæð, sími 22144. Tilboð Byggingarsamvinnufélag Keflavíkur óskar eftir tilboðum í múrverk á íbúðum sínum við Fcixabraut í Keflavík. Tilboðin séu miðuð við allt að 10 íbúðir innanhúss, en að utan í 3 hús, miðað við slétta múrhúðun. — Tilboðum sé skilað fyrir 18. þ.m. til undirritaðs, sem gefur nánari upplýsingar. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er, eða hafna öllum. STEFÁN VALGEIRSSON F'axabraut 41D — Keflavík. Skírir hárið um leið og j)ér leggið það NÝTT Headlight gefur hvaða háralit sem er fallegri blæbrigði. Dökkhærð, ljóshærð, rauðhærð eða skolhærð. hvaöa hárlit, sem þér hafið, þá gefur Headlight hárinu sama gljáa og þér höfðuð í bernsku. Headlight gerir jafnvel meira: það nærir háriS og leggur það í failega lokka og bylgjur, sem haldast vel og lengi. Allt, sem þér þurfið að gera er: Kreistið Head- light úr túbunni beint á greiðuna. Greiðið srð- an hárið og leggið það eftir geðþótta. Ef þér óskið að skýra háralitinn enn betur, þá greiðið Headlight aftur í gegnum hárið. Head- light skírir, Leggst vel. bylgjar og nærir hár yðar. Litlaust ljóst hár: Headlight gerir það ljómandf fallega ljóst og eðliiega gljáandi eins og það einu sinni var. Skollitað hár: Headlight gerir hárið ljósara og gefur því aðlaðandi blæ, sem þér hafiö alltaf óskað eftir. Dökkt hár: Headiight gefur hárinu hlýjan bla sérstekan gljáa og meiri lit. Hver túba endist í ailt að 6 sinnum. íslenzkur leiðarvísir fylgir hverjum pakka. SÍ-SLÉTT P0PLIN (N0-IR0N) MINERVA STRAUNI NG ÓÞÖRF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.