Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.1960, Blaðsíða 12
Miðvik'udagur 17. febr. 1960 12 M OR CVW n*J ntfí fliOírpmM&Mfo Xhg.: H.f. Arvakur Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson Cábm.) Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsmgar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 40,00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið LEIKUR MEÐ FJÖREGG „CTJÓRNIR koma og stjórn- ^ ir fara. Það skiptir minnstu. En þjóðir, sem of langt ganga á hinum breiða vegi andvaraleysis, þær leika sér að fjöregginu, fjárhags- legu og pólitísku sjálfstæði sínu. Islendingar. Teflum ekki því, sem við lengst höfum barizt fyrir og mest metum — sjálfstæðinu, í tvísýnu. Ef illa fer, mund- um við allir vilja allt til vinna til þess að höndla hnossið að nýju. En þá er það langsennileg- ast um seinan“. Þessi alvöruorð mælti Ólaf- ur Thors forsætisráðherra í niðurlagi útvarpsræðu sinnar um efnahagsmálin á mánu- dagskvöldið. íslenzka þjóðin getur ekki komið sér hjá að hlusta á þessi ummæli og í- huga þau. Það er staðreynd, sem ekki verður sniðgengin, að hún hefur á síðustu árum leikið sér að fjöregginu — fjárhagslegu og pólitísku sjálfstæði sínu. Þetta hefur öll þjóðin gert, háir og lágir. Þess vegna höfum við eytt meiru en við höfum aflað, þess vegna höfum við sífellt gert meiri kröfur á hendur framleiðslu okkar en hún hef- ur getað risið undir. Afleið- ingin hefur verið stórfelld og sívaxandi verðbólga og rýrn- un á verðgildi íslenzkra pen- inga. Það er af þessu gáleysi, sem við erum að súpa seyðið í dag. Gengisbreyt- ingin, sem er aðeins viður- kenning á staðreynd, er öll þjóðin þekkir, er afleiðing verðbólgustefnunnar og léttúðar þjóðarinnar í efnahagsmálum. Hin mikla yfirsjón Enginn dregur í efa, að það hafi verið skynsamlegt og sjálfsagt að nota það fjár- magn, sem íslendingar eign- uðust á stríðsárunum til þess að byggja upp bjargræðisvegi þjóðarinnar, kaupa ný fiski- skip og kaupför, byggja hrað- frystihús og verksmiðjur, efla iðnaðinn og leggja yfirleitt traustari grundvöll að auk- inni framleiðslu í landinu. Með þessari stórfelldu upp- byggingu var stefnt í rétta átt. Yfirsjón okkar var þess vegna ekki fólgin í því að afla okkur betri og stórvirk- ari tækja til þess að bjarga okkur með. Hún var fólgin í hinu, að gæta þess ekki ,að því aðeins gátu hin nýju og fullkomnu tæki orðið okk- ur að því gagni, sem að var stefnt, að þau væru rekin á heilbrigðum grund velli. Aðvörunarorð S j álf stæðismanna Á þetta bentu Sjálfstæðis- menn þegar í upphafi, er þeir höfðu forystu um hina miklu atvinnulífsuppbyggingu. En kommúnistar og ýmsir fylgi- fiskar þeirra brennimerktu slíkar aðvaranir sem „aftur- hald“ og viðleitni til „lífs- kjaraskerðinga“. Og þeir höfðu því miður of mikil áhrif. Þess vegna fór sem fór. Hin glæsilegu nýju atvinnu- tæki sukku í bólakaf halla- reksturs og vandræða. — Styrkja- og uppbótastefnan hélt innreið sína. Þing og stjórn lögðu sífellt auknar álögur á almenning til þess að borga útflutningsfram- leiðslunni aftur það sem hún hafði verið ofkrafin um. Af uppbóta- og styrkjastefnunni leiddi síðan sífellt vaxandi verðbólga í landinu. En hún jók aftur halla framleiðslu- .tækjanna. Þannig hélt svika- myllan stöðugt áfram að veikja afkomu- og atvinnu- grundvöll þjóðarinnar. Þegar vinstri stjórnin gafst upp, var augljóst orðið, að þetta kerfi hafði gengið sér til húðar. Mikil ógæfa Allt eru þetta staðreyndir, sem hver einasti hugsandi og viti borinn maður hlýtur að þekkja og viðurkenna. Það er því vissulega rétt, sem for- sætisráðherra sagði í útvarps- umræðunum á mánudags- kvöldið, að ekkert er fram undan nema alger glundroði, ef sú viðreisnartilraun mis- tekst, sem nú er verið að gera. Á því hefur íslenzka þjóðin ekki efni. Hún hefur ekki efni á því að halda áfram leikn- um með fjöreggið. Svo kynni þá að fara að það brotnaði í hinum gálausa leik — og þá hefðu íslend- ingar leitt yfir sig mikla ógæfu. Deilueplið Bizerte, HABIB BOURGIBA forseti Tún. is, krafðist þess á fjölmennum útifundi í janúarmánuði sl., að Frakkar hefðu sig á brott frá flotastöðinni í Bizerte fyrir 8. febrúar, en hótaði að öðrum kosti að grípa til þeirra ráða, sem með þyrfti til að koma þeim burtu. Dagurinn nálgaðist og ekkert skeði. Þegar 2. febrúar rann upp, sátu Frakkar enn í Bi- „Rauða höndin" hótar FRANKFURT — Nú hefur hinn þýzki blaðamaður Ul- rich Kempski, sem átti við- talið við hinn franska hers- höfðingja Jacques Massu á dögunum, fengið hótunarbréf frá frönsku þjöðernishreyfing unni, „Rauðu höndinni“, þar sem honum er hótað lífláti. — Blaðaviðtal þetta átti sinn þátt í því að uppreisnin brauzt út í Alsír fyrir nokkru og margir helztu leiðtogar frönsku þjóðernissinnanna voru handteknir. Er þetta ekki í fyrsta skipti, sem vestur Þjóðverjum berast slík hótunarbréf frá Rauðu hendinni, og hafa t. d. þrír blaðamenn fengið hótunar- bréf. AUt eru þetta menn, sem hafa lýst stuðningi sínum við hina múhameðsku uppreisnar menn í Alsír. Rússlandsmeist- aramótið í skák í lið með sér. Réðist Doria gegn Bizerte og tók borgina. Gaf hann hermönnum sínum frjálsar hendur í borginni, og orsakaði það blóðbað og eyðileggingu, sem borgin var mörg ár að ná sér á eftir. Hinn 3. maí árið 1881, rúmum 300 árum eftir að Andrea Doria hertók borgina fyrir Karl V., réðist franski flotinn mótaðgerða laust á Bizerte, og lagði borgina undir Frakkland. Að baki borg- arinnar var Bizerte-vatnið, sem var nægilega djúpt til að mynda hina ákjósanlegustu höfn. Bygg- ingaframkvæmdir hófust við höfnina árið 1890 og í maí 1896 var hún fullgerð.' Síðan hefur þarna verið ein bezta flotahöfn við Miðjarðarhafið. í síðustu heimssyrjöld fékk Bizerte aukna þýðingu. Það vildi svo illa til að þegar hersveitir Bandamanna lentu í Norður- Afríku 1942, var yfirstjórn Túnis í höndum Estera aðmíráls, sem fylgdi Vichy stjórninni að mál- um. Hann afhenti Öxulríkjunum skip þau er lágu í höfninni, þrjá tundurskeytabáta og níu kafbáta. Ef herforingjar Hitlers hefðu séð fært að vígbúa Bizerte, hefði það getað haft alvarlegar afleiðing- ar fyrir Bandamenn. Bandaríski herinn náði Bizerte á sitt vald 7. maí 1943, umkringdi þar tvö þýzk herfylki, sem urðu að gefast upp, og með því hófst lokaþátturinn í styrjöldinni í Norður-Afríku. — Borgin hafði orðið fyrir geisilegu tjóni í loft- árásum, en herstöðin var fljót- lega lagfærð og varð aðalbæki- stöð fyrir innrásina á Sikiley. RÚSSLANDS meistaramótið í skák er nýhafið og er teflt í Leningrad. Er þetta 27. meist- aramótið. Töfluröðin er sem hér segir: Spaski, Bagirou, Krogius, Geller, Suetin, Lutikov, Taman- ov, Sacharov, Mei, Smislov, Simagin, Schamkovisch, Gulfeld, Liberson, Kortschnoi, Bronstein, Petrosjan, Gurgenidse, Averbach, Poludajevski. Núverandi Rússlandsmeistari er Petrosjan. í flotahöfninni í Bizerte er ætíð fullt af herskipum og birgðaskipur. . þýðiiigarmesta flotastoð Frakka, sem Tunisbúar vilja nú endurheimta zerte og þann dag hélt Bourgiba ræðu og sagði að samningaleiðin yrði farin til að koma þeim burt. Þessi síðasta bækistöð Frakka á sér langa og merka sögu. Á fjórðu öld fyrir Krist var Bizerte, sem þá hét Houmi- Diarrrrhytus, tyrknesk nýlenda, seinna blómstraði hún undir stjórn IXómverja þar til Arabar hertóku borgina árið 661. Hún fékk á sig sérstakan blæ eftir að Márar, sem hraktir voru frá Spáni, settust þar að. Þeir gátu ekki gleymt fegurð Andalúsíu- héraðsins og reyndu að endur- skapa fegurðina þarna við Mið- jarðarhafið. En Bizerte kom mikið við sögu eftir að sjórnæninginn grimmi, Khai-el-Din, sem var þekktur undir nafninu Barbarossa, setti þar upp aðalstöðvar sínar. Karl V., sem sagði að sólin gengi aldrei til viðar í ríki sínu, hóf her- ferðir gegn Barbarossa, en ekk- ert gekk unz hann fékk Andrea Doria aðmírál frá Genúa á Ítalíu I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.